Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 15
i Miðvikudagur 13^ maps «1001
‘Yítriínn Mö
IÞROTTIR
Körfuknattleikur — NBA deildin:
BIRD í STUÐI
GEGN PORTLAND
Liðið ekki lengur með yfirburðastöðu í deildinni
Bjarki Sigurðsson Víkingur skorar framhjá Guðmundi Hrafnkelssyni markverði í leiknum í gær. Tímamynd Pjetur.
Handknattleikur-1. deild efri hluti:
Larry Bird skoraði 27 stig og var
besti maður Boston Celtics, sem
sigraði Portland Traii Blazers í
framlengdum leik í bandarísku
NBA- deildinni í körfuknattleik á
sunnudaginn. Staðan eftir venju-
legan leiktíma var 98-98, en í fram-
lengingunni tryggði Boston sér sig-
ur 111-109. Leikurinn fór fram á
heimavelli Portland.
Portland er enn í efsta sæti NBA-
deildarinnar, en hart er nú sótt að
iiðinu. í Kyrrahafsriðlinum munar
aðeins þremur sigrum á Portland og
Los Angeles Lakers. Þá hefur Chic-
ago Bulls tapað jafn mörgum leikj-
um, eða 15, og er í efsta sæti austur-
deildarinnar.
Boston Celtics er enn langefst í Atl-
antshafsriðlinum og hefur þegar
tryggt sér sæti í úrslitakeppninni,
þótt enn séu 20 leikir eftir af keppn-
istímabilinu. Chicago Bulls er eins
og áður segir í sömu stöðu í mið-
riðlinum.
í miðvesturriðli vesturdeildarinnar
er mikil barátta á milli San Antonio
Spurs og Utah Jazz. Spurs hefur bet-
ur sem stendur, en aðeins munar 1
leik á liðunum. Portland hefur
tryggt sér sæti í úrslitakeppninni,
eitt vesturliða enn sem komið er. f
dag virðist sýnt hvaða lið komast í
úrslitakeppnina, en í hana komast 8
lið úr hvorri deild.
Úrslitin í deildinni um helgina
voru þessi:
Fimmtudagur
Atlanta Hawks-Phoenix Suns .....104-106
Indiana Pacers-Denver Nuggets ...145- 25
Milwaukee Bucks-LA Lakers ......99- 94
Minnesota Tw-Seattle Supers.....91- 86
Houston Rockets-Dallas Maver. ...122- 90
San Antonio Spurs-NJ Nets .....111- 99
Golden State Warr.-Cleveland...122- 92
Föstudagur
Washington Bullets-Phoenix......91-117
Oriando Magic-Denver Nuggets ...129-113
Miami Heat-Atlanta Hawks .......96-102
LA Clippers-Boston Celtics......98-104
Sacramento Kings-Cleveland Cav.. 87- 79
Laugardagur
NY Knicks-Utah Jazz.............101- 92
Washington Bullets-LA Lakers....72- 87
Indiana Pacers-Detroit Pist......112-114
Miiwaukee Bucks-Chariotte.........98-107
Houston Rockets-Philadelphia ....97- 80
SA Spurs-Seattle Supersonics ....112-99
Sunnudagur
Oriando Magic-LA Lakers.........101-115
Miami Heat-NJ Nets ............101- 88
Atlanta Hawks-Chicago Bulls ...122- 87
Minnesota Timberw.-Phoenix ......109-123
Denver Nuggets-Dallas Mav........124-110
LA Clippers-Cleveland Cavaliers...98- 93
Golden State-Sacramento Kings ....97- 87
Portland-Boston Celtics........109-111
Mánudagur
NY Knicks-NJ Nets .................90-85
Detroit Pistons-Milwaukee..........85-96
SA Spurs-Utah Jazz ..............105-96
Portland Trail Bl.-Cleveland......104-96
Staðan í deildinni er nú þessi,
heildarleikir, unnir, tapaðir, vinn-
ingshlutfall:
Austurdelld - Atlantshafsriftill:
Boston Celtics.............62 46 16 74,2
Philadelphia '76ers ......60 33 27 55,0
New York Knicks...........62 30 32 48,4
Washington Bullets ........61 22 39 36,1
Miami Heat.................61 20 41 30,6
New Jersey Nets...........62 19 43 30,6
Austurdelld - Mlftrlftlll:
Chicago Bulls..................59 44 15 74,6
Detroit Pistons ...........63 39 24 61,9
Milwaukee Bucks.................63 38 25 60,3
Atlanta Hawks..............62 35 27 56,5
Indiana Pacers..................61 29 32 47,5
Cleveland Cavaliers............62 22 40 35,5
Chariotte Homets...............60 18 42 30,0
Vesturdeild - MIAvesturrlftlll:
San Antonio Spurs..............59 40 19 67,8
Utah Jazz.......................61 40 21 65,8
Houston Rockets ...........60 36 24 60,0
Dallas Mavericks................60 22 38 36,7
Ortando Magic .............61 21 40 34,4
Minnesota Timberwolves ....59 19 40 32,2
Denver Nuggets.............60 17 43 28,3
Vesturdeild - Kyrrahafsriftill:
Portland Trail Blazers.....61 46 15 75,4
Los Angeles Lakers ........62 44 18 71,0
Phoenix Suns....................61 42 19 68,9
Golden State Warriors .....60 32 28 53,3
Seattle Supersonics........60 30 30 50,0
Los Angeles Clippers.......61 20 41 32,8
Sacramento Kings ..........59 17 42 28,8
BL
Það var ekki að sjá að mikilvægur
leikur í „úrslitakeppni" væri á dag-
skrá í gærkvöld þegar Víkingur og
FH mættust í Laugardalshöllinni í
gærkvöld í 1. deildinni í handknatt-
leik. Aðeins um 100 áhorfendur
sáu ástæðu til þess að verja kvöld-
inu á handboltaleik og á köflum
virtust leikmenn hafa hugann við
eitthvað annað en leikinn. Leikur-
inn var slakur, Víkingar voru skárri
og unnu sanngjaman sigur, 30-27,
staðan í Ieikhléi var 17-13.
Fátt var um varnir og markvörslu í
fyrri hálfleik eins og tölurnar gefa til
kynna. í þeim síðari vörðu vara-
markmenn liðanna, þeir Reynir
Reynisson og Guðmundur Hrafn-
kelsson, stöku sinnum og eins var
varnarleikurinn skárri. Þegar vörn
FH hrökk í gang undir lok leiksins,
hljóp smáspenna í leikinn. FH
minnkaði muninn í 2 mörk, en Vík-
ingar kláruðu dæmið af öryggi.
Bestur hjá Víkingi var Birgir Sig-
urðsson, en aðrir stóðu sig líka
ágætlega. Hjá FH var Óskar Ár-
mannsson góður í fyrri hálfleik, en í
þeim síðari átti Stefán Kristjánsson
ágæta rispu. Guðjón Árnason slapp
ágætlega frá leiknum. Mikið af púðri
FH-inga fór í að röfla í dómurum
leiksins og um tíma voru FH-ingar
búnir að missa allan áhuga á Ieikn-
um.
Óákveðnir og mistækir dómarar
leiksins voru þeir Grétar Vilmund-
arson ogÆvar Sigurðsson.
Víkingar hafa nú 8 stig í keppninni,
Valur 6 og Stjarnan 4. FH er úr leik
í keppninni um titilinn, enda aðeins
með 1 stig.
Mörkin Víkingur: Birgir 9, Árni 7/2,
Trufan 7/2, Bjarki 5, Guðmundur 1
og Karl 1. FH. Óskar Á. 8/4, Guðjón
8, Stefán 6/1 og Þorgils 3.
Körfuknattleikur — Úrvalsdeild:
Mikiö skoraö
þegar KR lagði
Njarðvíkinga
Síðasti leikur úrvalsdeildar í
körfuknattleik fór fram í Laug-
ardalshöll í fyrrakvöld. KR- ing-
ar tóku þá á móti Njarðvíkingum
og höfðu betur í miklum stiga-
leik 118-113.
Sem fyrr voru það þeir Axel
Nikulásson og Jonathan Bow
sem voru sterkastir í KR-liðinu,
en hjá Njarðvíkingum bar mest á
Kristni Einarssyni að þessu
sinni.
Stigin KR: Bow 38, Axel 23,
Matthías 14, Páll 13, Guðni 12,
Lárus 9 og Hermann 9. UMFN:
Kristinn 32, Robinson 20, Frið-
rik 16, ísak 14, Ástþór 11, Teitur
9, Gunnar 9 og Hreiðar 2.
Staðan í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik:
A-riöill:
Njarðvfk 26 21 5 2527-2152 42
KR 26 17 9 2247-2137 34
Haukar 26 12 14 2177-2217 24
Snæfell 26 7 19 2058-2330 14
ÍR 26 6 20 2126-2416 12
B-riðill:
Keflavík 26 20 6 2576-238140
Grindavík 26 18 8 2258-2138 36
Tindastóll 26 15 11 2435-2364 30
Þór 26 7 19 2347-2490 14
Valur 26 7 19 2147-231514
í úrslitakeppninni, sem hefst í
næstu viku, leika Njarðvíkingar
gegn Grindvíkingum og Keflvík-
ingar gegn KR-ingum. BL
í kvöld:
Fimm leikir í
úrsl itakeppni nni
í kvöld fara fram 5 leikir í úrslita-
keppni 1. deildar karla í hand-
knattleik og hefjast þeir allir kl.
20.00.
í efri hlutanum mætast Hauk-
ar-ÍBV í Strandgötu og Stjaman-
Valur í Ásgarði. í neðri hlutanum
leika KR- ÍR í Laugardalshöll,
Selfoss-Fram á Selfossi og
Grótta-KA á Seltjamamesi. BL
Knattspyma:
Eru dagar AC Milan
sem stórveldis taldir?
Ruud Gullit og þjálfarinn Arrigo Sacchi viðurkenna að liðið sé á niðurleið
Stórveldi rísa og hníga, það hefur
sýnt sig í aldanna rás. Svo er einn-
ig í íþróttunum. Undanfarin ár
hefur lið AC Milan frá Ítalíu átt
ótrúlegri velgengni að fagna og
unnið til allra þeirra verðlauna
sem eitt knattspyrnulið á völ á.
Liðið varð ítalskur meistari 1988
og síðan Evrópu- og heimsmeist-
ari félagsliða 1989 og 1990. Nú er
svo komið að möguleikar liðsins á
frekari vegtyllum eru svo til fyrir
bí. Stórveldið virðist vera að hruni
komið.
Síðasta vika var liðinu ákaflega
erfið. Á miðvikudag mátti liðið
sætta sig við 1-1 jafntefli gegn
franska liðinu Marseille í Evrópu-
keppninni og það á heimavelli.
Markið sem liðið fékk á sig var það
fyrsta á heimavelli í Evrópukeppni
í meira en 2 ár. Um síðustu helgi
tapaði liðið fyrir Sampdoria í
ítölsku deildinni. Vonir liðsins um
að sigra í ítölsku deildinni eru
nánast úr sögunni og framundan
er mjög erfiður leikur á útivelli í
Evrópukeppninni, leikur sem ekki
eru miklir möguleikar á að vinn-
ist.
Helsta stjarna liðsins, hollenski
landsliðsmaðurinn Ruud Gullit,
segir að sigurganga liðsins sé nú
sennilega á enda. „Það er erfitt að
halda sér á toppnum. Eftir að lið
hefur orðið meistari er það keppi-
kefli allra að sigra það. Takist að
halda sigurgöngunni áfram viður-
kenna allir að liðið er mjög gott.
Stórlið halda sér á toppnum í 3-4
ár, síðan falla þau af toppnum,
finna sér nýja leikmenn og mjaka
sér síðan aftur á toppinn," segir
Gullit.
Þessu til stuðnings benti Gullit á
spænska stórliðið Real Madrid,
sem hefur orðið spænskur meist-
ari undanfarin 5 ár, en nýlega hef-
ur hallað undan fæti hjá liðinu.
Gullit sagði að það sem skildi
besta lið heims frá hinum, væri
það að það næði alltaf góðum úr-
slitum. „Liðið leikur illa en vinn-
ur sarnt." AC Milan hefur leikið
illa í nokkrum leikjum í ítölsku
deildinni í vetur, en sloppið með
skrekkinn. „Með heppni höfum
við nælt í jafntefli í nokkrum
leikjum. Gegn þeim bestu gerist
ekki slíkt. 1-0 er 1-0 og þar við sit-
ur,“ segir Gullit.
Ruud Gullit (leik meö
AC Milan gegn Club Brugge í
Evrópukeppni.
Þjálfari AC Milan, Arrigo Sacchi,
er á sama máli. „Við höfum verið
besta liðið í langan tíma. Eins og
stendur þá erum við það ekki
lengur." Sacchi ætlar ekki að
breyta Ieikskipulagi liðsins fýrir
síðari leikinn gegn Marseille 20.
mars. „Menn verða að breyta um
viðhorf fyrst og fremst," segir
Sacchi.
Ruud Gullit gat nær ekkert Ieik-
ið með AC Milan á síðasta keppn-
istímabili vegna meiðsla. Hann er
ekki viss um hve mörg ár hann
eigi eftir á toppnum. „Þegar
samningur minn við AC rennur út
1993 verð ég næstum 31 árs gam-
all. Þá verð ég að íhuga hvort ég
geti enn leikið í þessum styrk-
leikaflokki. Eitt er víst að ég ætla
mér ekki að fara út í þjálfun.
Sjáðu hvernig fór fyrir Kenny
Dalglish og Johan Cruyff. Það er
of stressandi, of mikið í húfi og of
margir leikmenn sem halda að
þeir viti allt,“ segir Gullit brosandi
í viðtali við fréttamann Reuters-
fréttastofunnar. Reuter-BL