Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. mars 1991 Tíminn 13 Frá Fósturskóla íslands Vegna inntöku í Fósturskóla Islands nú í vor, verður boðið upp á sérstakt könnunarpróf í íslensku, dönsku og ensku. Könnunarprófið er ætlað fólki 25 ára og eldra með reynslu af starfi með börnum en með ófullnægjandi formlega skólagöngu skv. lögum um inntökuskilyrði skólans. Prófið verður haldið um mánaðamótin apríl/maí á eft- irtöldum stöðum: Fósturskóla íslands í Reykjavík, Menntaskólanum á ísafirði, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum. Skráning í síma: 91-83866 og 91- 83816 daglega kl. 14.00-15.30. Skráningarfrestur til 22. mars nk. Umsækjendur fá síðan sendar upplýsingar um fyrir- komulag prófa ásamt sýnishornum af lesefni, sem er sambærilegt því efni sem lagt verðurfyrir í prófunum. Skólastjórí. BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegrí keðju hringinn í kringum landið Bílaleiga með útibú ailt i kringum landið. gera |)ér miiguiegí að ieigja bíl á einum stað «g skila honunt á uðruin. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf tii tak.s rr Revkjavfk: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Illönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egíisstaðir: 97-11623 Vopnafjurður: 97-31145 Höl’n í Hornaf.: 97-81303 SKEIFAN 7 S: 91-680640 Fax: 91-680575 B/S 98533343 P.V.C. Plastgluggar í gripahúsin Varanleg lausn á viðráðan- legu verði ODYRIK HELGARFAKKAR Okeypis HÖNNUN auglýsingar PEGflR ÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhofða 2 Sími 91-674000 SPEGILL Villur íbíó- myndum Það er ekki furða þó að áhorfend- um haft þótt orrustuatriðið um Atlanta í Á hverfanda hveii raf- magnað. Þar má nefnilega sjá Scarlett O’Hara hlaupa fram hjá 20. aldar ljósastaurum þó að myndin hafi átt að gerast 60 árum áður en götur voru raflýstar. Þetta eru svo sem ekki einu mis- tökin sem hafa lent á hvíta tjald- inu. Frægt er að hárið á Judy Gar- land styttist og lengdist sitt á hvað í myndinni „The Wizard of Oz“ sem gerð var 1939. í myndinni Stjörnustríð, sem gerð var 1979, má heyra Mark Hamill heilsa Leiu prinsessu sem „Carrie“, en það er einmitt leikkonan Carrie Fisher sem fer með hlutverk Leiu. Þá er það orðið frægt þegar fanga- númer Elvis Presleys breytist í miðjum klíðum í myndinni ,Jail- house Rock“ (1957). í myndinni „The King and 1“ (1956) bregður Yul Brynner fyrir ýmist með eymalokk eða ekki í sama atriðinu. í myndinni „Jewel of the Nile“ (1985) stekkur Kathleen lúrner ofan af húsþaki á lest. Á fótunum ber hún strigaskó. Hún dettur og rígheldur sér í hlið lestarvagnsins. Á fótunum ber hún leðursandala. Þegar búið er að bjarga henni er hún aftur komin á strigaskóna. í myndinni Casablanca, sem gerð var 1942, rifjar Ilsa (Ingrid Berg- man) upp að hún hafi verið í kjól síðasta daginn sem hún var með Rick í París. Mynd sýnir aftur á móti að hún var í drakt. Jafnvel Alfred Hitchcock gat orð- ið á í messunni. T.d. má sjá í myndinni North by Northwest (1959) að lítill drengur grípur fyr- ir eyrun áöur en Eva Marie Saint nær að hleypa af byssunni á Cary Grant. 1916 var myndin „Intolerance" gerð og þar er sýnd árás Persa á múr í hinni fomu Babýlon. En hvemig stendur á nærveru ná- ungans í lafafrakka og með bindi? Einn kvikmyndatökumannanna hafði óvart þvælst fyrir auga myndavélarinnar. Myndin „Hallo- ween“ (1978) átti að gerast í 111- inois, en allir bílarnir báru núm- eraplötur frá Kaliforníu. Spartacus var gerð 1960 og þar Hárið á Judy Gariand styttist og lengist á víxl í „The Wizard of Oz“. Elvis Presley breytti um fanganúmer í myndinni „Jailhouse Rock,“ án þess að nokkur tæki eftir því týrr en myndin var komin á hvíta tjaldiö. áttu rómverskir hermenn í hat- römmum bardögum. Þeir voru svo sannarlega á undan sinni sam- tíð því að sumir þeirra báru arm- bandsúr, og einn þeirra er í tennis- skóm. í ,Jaws“, sem gerð var 1975, á eitt atriðið að fara fram 4. júlí. En það er ekkert lauf á trjánum þó að um hásumar sé, myndatökurn- ar fóru fram í maí. Fæddur fjórða júlí, var gerð 1989. Söguárið var 1969 og verið var að leika lagið ,American Pie“, sem er svo sem gott og blessað nema það að platan var ekki gefin út fyrr en 1971. Morse lögregluforingi heitir í höfuöiö á bankastjóra Þegar dugnaðarmaðurinn sir Jeremy Morse, stjórnarformaður Lloyds Bank með 190.000 sterl- ingspunda árslaunin, viidi slaka á eftir fjármálaspennuna í City í London, var hann vanur að taka þátt í krossgátukeppni. Þegar hann atti kappi við frekar feiminn og heyrnarsljóan uppeld- isfræðing datt honum síst af öllu í hug að einn góðan veðurdag yrði nafnið hans tekið traustataki handa leynilögreglumanni sem leysir ráðgátur eins léttilega og hann sjálfur krossgáturnar og yrði alþekkt í augum milljóna sjónvarpsáhorfenda sem Morse leynilögregluforingi. Það er ekki fyrr en nýlega sem upplýst hefur verið um hvar nafnið á lögregluforingjanum er fengið, frá einum voldugasta bankamanni Englands. „Guðfaðir" leynilögreglufor- ingjans, Colin Dexter, sem hleypti honum af stokkunum fyrir 18 árum, segir að árum saman hafi þeir sir Jeremy háð baráttu sína í krossgátukeppni um Englandsmeistaratitilinn. „Hvor okkar varð Englands- meistari sex eða sjö sinnum. Þetta var lítill og náinn hópur og ég varð mikill aðdáandi banka- stjórans. Þannig að þegar ég skrifaði fýrstu glæpasöguna mína ákvað ég að láta söguhetj- una bera nafn hans til að sýna virðingu mína fyrir færni hans til að ráða gátur.“ Hins vegar segist Dexter hafa fengið nafnið á aðstoðarmanni Morses, Lewis, frá konu sem vann við það á blaðinu The Obs- erver að semja allar spurning- arnar fyrir „Everyman puzzles". í Englandi eru nú nýhafnar sýn- ingar í sjónvarpi á fimm nýjum tveggja stunda þáttum um Morse lögregluforingja og lið hans. Morse lögregluforingi þykir snjall að finna lausnir á ráðgátum. Bankastjórinn var snillingur í að ráða krossgátur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.