Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 14
14 Tími.nn MiÖvikudagur 13: mars 1991 Norðmenn lentu í vandræðum með Evrópusöngvakeppnina og báðu Eirík Hauksson söngvara að hjálpa sér: NORÐMENN URÐU AÐ LEITA TIL EIRÍKS Eiríkur Hauksson tónlistarmaður mun syngja fyrir hönd Noregs í Evrópusöngvakeppninni sem verður haldin á Ítalíu 4. maí. íslend- ingar koma því til með að eiga tvo fulltrúa í keppninni og verða þess vegna að teljast góðar líkur á að okkar menn komist ofarlega á blað að þessu sinni. Norðmenn lentu í hinum mestu vandræðum við að velja Iag í keppn- ina. Haldin var sérstök undankeppni líkt og gert var hér á landi. í keppn- ina voru send um 140 lög. Dóm- nefnd sem velja átt skástu lögin til að keppa í sjónvarpsþætti komst að þeirri niðurstöðu að lögin væru al- mennt svo léleg og ólíkleg til að vinna afrek á Ítalíu að best væri að hafna þeim og reyna að finna lag eft- ir öðrum leiöum. Ákveðið var að leita til hljómsveitarinnar „Just for fun“ sem Eiríkur syngur með og biðja hana að velja og syngja lag í keppninni á Ítalíu. í hljómsveitinni er m.a. Hanne Krogh sem var annar helmingur af dúettinum Bob- bysocks. Bobbysocks sungu á sínum tíma lagið „La det svinge“ sem sigr- aði í Evrópusöngvakeppninni fyrir fáum árum. Eiríkur er ekki ókunn- ugur keppninni, en hann var í liði íslands þegar það tók fyrst þátt í keppninni. Þessa dagana eru Eiríkur og hljóm- sveit hans að leggja síðustu hönd á lagið sem kemur til með að verða framlag Noregs í keppninni í ár. Það verður frumflutt í norska sjónvarp- inu næstkomandi laugardag. Þá verður upplýst hver er höfundur lagsins. Allir Qórir meðlimir hljóm- sveitarinnar munu syngja lagið. Það sýnir vel hversu mikið álit Norðmenn hafa á Eiríki og hljóm- sveit hans að ákveðið var að leita til hans þegar allt var komið í óefni með undankeppnina. Hljómsveitin hefur komið fram í sjónvarpi og víð- ar. Horfur eru á að mikið verði að gera hjá hljómsveitinni á næstu mánuðum. -EÓ Eiríkur Hauksson. Stefán Guðmundss. Elín R. Lfndal Norðuiiand vestra PÁLL, STEFÁN, ELÍN OG SVERRIR boða til funda á eftirtöldum stöðum: Mánudaginn 1. april kl. 15.30 Grunnskólanum Sólgörðum Þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.00 Félagsheimilinu Miögarði kl. 16.30 Félagshelmilinu Melsgili kl. 21.00 Félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi Miðvikudaginn 3. april kl. 13.00 Félagsheimilinu Skagaseli kl. 16.30 Félagsheimili Ripurhrepps kl. 21.00 Grunnskólanum Hólum Fimmtudaginn 4. april kl. 15.00 Ásbyrgi, Miðfirði kl. 21.00 Félagsheimilinu Víðihllð Föstudaginn 5. aprll kl. 13.00 Flóövangi kl. 16.30 Vesturhópsskóla Laugardaginn 6. apríl kl. 13.00 Félagsheimilinu Héðinsminni kl. 16.30 Félagsheimilinu Árgarði Sunnudaginn 7. aprll kl. 13.00 Félagsheimilinu Húnaveri kl. 16.30 Húnavöllum Sverrir Sveinsson Frá SUF Þriðji fundur stjórnar SUF verður haldinn sunnudaginn 18. mars kl. 12.00 á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, Reykjavlk. Dagskrá fundarins verður auglýst slðar. Formaður SUF Kópavogur Skrifstofa framsóknarfélaganna I Kópavogi erflutt I nýtt húsnæði að Digra- nesvegi 12,1. hæð. Skrifstofan er opin alla mánudaga og miövikudaga kl. 9-12. Slmi 41590. Opiö hús alla laugardagsmorgna kl. 10-12. Heitt á könn- unni. Isafjörður og nágrenni Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 8, Isafirði, verður opin frá og með mánudeginum 4. mars kl. 2-6, alla virka daga. Verið velkomin. Heitt kaffi á könnunni. Jens og Gréta. Frá SUF Miöstjómarfundur SUF verður haldinn föstudaginn 15. mars kl. 19.30 að Borgartúni 22 (kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins I Reykjavlk). Mörg mikilvæg mál verða rædd á fundinum, sbr. útsenda dagskrá. Formaður SUF Bolll Héðinsson Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 17. mars I Danshöllinni (Þórskaffi) kl. 14.00. Bolli Héðinsson, sem skipar 3. sæti B- listans I Reykjavlk, flytur stutt ávarp I kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Norðurlandskjördæmi eystra Kosningaskrifstofa framsóknarmanna I Norðurlandskjördæmi eystra að Hafnarstræti 90, Akureyri, slmi 96-21180, er opin alla virka daga frá kl. 9.00-19.00. Vesturlandskjördæmi Kosningaskrifstofa framsóknarmanna í Vesturiandskjördæmi erað Sunnu- braut 21, Akranesi. Sími 93-12050, opið frá kl. 16.00-19.00. Stjóm K.S.F.V. Reykjavík B-Ustinn Viðtalstími Ásta er deildarstjóri Félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins og er fulltrúi Framsóknarflokks- ins I útvarpsráði. Ásta R. Ásta R. Jóhannesdóttir, sem skipar 2. sætí B-listans I Reykjavlk, verður til viðtals I kosningamiðstöðinni, Borgartúni 22, næstkomandi 14. mars kl. 16.00-18.00. B-tistinn. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 15 og 19. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, veröur á staðnum. Simi 92-11070. Framsóknarfélögin. Landsstjóm og framkvæmdastjórn L.F.K. Aðal- og varamenn komi til fundar I Reykjavlk föstudaginn 15. mars nk. Nánar auglýst slöar. Framkvæmdastjóm L.F.K. Framsóknarfólk Sauðárkróki og Skagafirði Framvegis verður skrifstofan I Framsóknarhúsinu opin á laugardags- morgnum milli kl. 10-12. Komiö og takið þátt I undirbúningi kosninganna. Kaffi á könnunni. Framsóknarfélag Sauðárkróks. Austfirðingar Kosningastjóri KSFA hefur aðsetur á skrifstofu Austra, s. 97-11584. Stjóm KSFA. Reykjavík Kosningamiðstöð B-listans er að Borgartúni 22. Slmi 620360. Opið virka daga kl. 10-22, um helgar kl. 10-18. I hádegi er boðiö upp á létta máltlð. Alltaf heitt á könnunni. Takið virkan þátt i baráttunni og mætið i kosningamiðstöðina B-Hstinn. Suðurland Kosningaskrifstofa B-listans að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla virka daga frá kl. 14.00-22.00. Slmi 98-22547 og 98-21381. Stuðningsfólk er hvatt til að llta inn og leggja baráttunni liö. B-Hstínn á Suðurlandl. Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn I Reykjavlk laugardaginn 16. mars að Borgartúni 6 og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá auglýst slöar. Undirbúningsnefnd Ungir framsóknarmenn Opið hús verður framvegis á skrifstofu Framsóknarflokksins á fimmtu- dagskvöldum frá kl. 20.00. Kikið I kaffi og létt spjall. FUF Reykjavlk/SUF Noröurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra aö Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I ritstjóra alla daga i slma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.