Tíminn - 13.03.1991, Síða 3

Tíminn - 13.03.1991, Síða 3
Miðvikudagur 13/hniars 1991 Sjálfstæðismenn gagnrýna grunnskólafrumvarpið harðlega: KOSTAR MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ KOSNINGA- BARÁTTU SVAVARS? Tíminn 3 Sigurður íþróttamaður UMSE1990 Frjálsíþróttamaðurinn Sigurður Matthíasson frá Dalvik var kjör- inn íþróttamaður UMSE, á árs- þingl sambandsins sem fram fór nýverið. Sigurður hefur einkum lagt stund á spjótkast, og náði hann sérlega góðum árangrí á síðasta ári. Sigurður keppti á 20 mótum á síðasta árí, bæði hér heima og erlendis. Hann keppti á 14 alþjóðlegum mótum og vann 5 þeirra, auk þess sem hann sigr- aði á Landsmóti UMFÍ og fleirí stórum mótum hér heima. Besta kast Sigurðar til þessa er 79.56 metrar, og hefur hann þar með öðlast þátttökurétt á ÓL í Barcelona á Spáni. Sigurður und- irbýr sig nú af kappi fyrir ÓL, auk heimsmeistaramótsins sem fram fer í Tokyo síðar á þessu árí. hiá-akureyri. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra var harðlega gagnrýndur í um- ræðum á Alþingi um grunnskóla- frumvarp. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sökuðu hann um að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum sem birtar hafa veríð í dagblöðum og kostaðar eru af menntamálaráðuneytinu. Svavar sagði að birting auglýsinganna hefðu veríð mistök. Sjálfstæðismenn hafa gert harða hríð að menntamálaráðherra við aðra umræðu um grunnskólafrumvarpið í neðri deild. Umræðumar hafa nú staðið með hléum síðan í byrjun síð- ustu viku. Sjálfstæðismenn hafa kraf- ist þess að frumvarpið verði tekið út af dagskrá og segja útilokað að það verði að lögum á þeim stutta tíma sem eftir er af þinginu. Svavar hefur ekki fallist á þessa kröfu og vonast ennþá eftir að frumvarpið verði að lögum fyrir þinglok. Gagnrýni sjálfstæðismanna byggist fyrst og fremst á því að frumvarpinu fýlgja engar kostnaðar- eða fram- kvæmdaáætlanir. Þeir telja að frum- varpið kosti sveitarfélögin í landinu 7-8 milljarða á 10 árum og kostnaður ríkissjóðs muni einnig aukast um hundruð milljóna á ári. Svavar hefur vísað þessum tölum á bug og bendir á að Fjárlaga- og hagsýslustofnun telji frumvarpið muni hafa í för með sér útgjaldaaukningu upp á 1,8% á ári eða um 2-3 milljarðar á 10 árum. Sjálfstæðismenn segja einnig að með frumvarpinu sé þrengt að einka- skólum. Þeir benda á að sveitarfélög- in séu ekki höfð með í ráðum og þeir hafi ekki treyst sér til að mæla með að frumvarpið verði samþykkt. Auglýsingamar, sem birtust í Press- unni og DV fyrir helgi, virðast hafa hert á andstöðu sjálfstæðismanna við frumvarpið. Þeir segja að í auglýsing- unum sé gefið í skyn að Sjálfstæðis- flokkurinn sé á móti uppbyggingu grunnskóla. Jafnframt gagnrýndu sjálfstæðismenn bækling sem menntamálaráðherra gaf út um Lánasjóð íslenskra námsmanna og segja þar vera á ferð dulbúinn kosn- ingaáróður. Þeir segja það sérkenni- legt að ráðuneytið skuli kosta og gefa út slíkan bækling. Það eigi að vera í verkahring LÍN að gefa hann út. -EÓ Viðhorf til þró- unarsamvinnu verði könnuð Lagt er til að gerð verði vönduð skoðanakönnun um viðhorf þjóðar- innar til þróunarsamvinnu og að- stoð. Þetta er niðurstaða í áfanga- skýrslu nefndar sem forsætisráð- herra skipaði, sem kanna á leiðir til að tryggja að framlag íslendinga til þróunarsamvinnu verði 0.7%, eins og ályktanir Sameinuðu þjóðanna kveða á um. í áfangaskýrslu nefndarinnar kem- ur fram að eftir ítarlega athugun og samráð við þingflokka sé ekki ráð- legt að efna til Skoöanakönnun um þetta sem hefði mikið fræðslu- og upplýsingagildi, væri allt eins væn- legur kostur. Á þessa tillögu hefur forsætisráðherra fallist. Núna, á seinni hluta starfstímabils síns, mun nefndin kanna frekar fjár- öflunarleiðir til að auka og tryggja fjárframlög til þessa. Mun nefndin gera tillögur um stefnumótun og skipulag þróunarsamvinnu, en hún telur að leiða megi rök að því að lág opinber framlög til hennar megi að hluta til rekja til þess hve viðfangs- efni hennar séu vistuð á ólíkum stöðum í stjórnkerfinu. -sbs. VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurþóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagtfram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.