Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. mars 1991
Tíminn 5
FJORUM BIRT AKÆRA
VEGNA AVÖXTUNAR
Ríkissaksóknarí hefur ákært fjóra menn fyrír meint lögbrot í
Ávöxtunarmálinu. Þeir eru báðir framkvæmdastjórar Avöxt-
unar sfM Pétur Björnsson og Ármann Reynisson, Reynir
Ragnarsson, löggiltur endurskoðandi fyrirtækisins, og Hrafn
Bachmann, sem átti Kjötmiðstöðina með þeim Pétrí og Ár-
manni.
Ávöxtun sf. rak verðbréfasjóð og
rekstrarsjóð. Árið 1988 varð hún
gjaldþrota og töpuðu viðskiptavin-
ir hennar milljörðum króna.
Árið 1983 stofnuðu þeir Pétur
Björnsson og Ármann Reynisson,
ásamt fleirum, sameignarfyrirtaek-
ið Ávöxtun sf. Árið 1986 stofnuðu
þeir svo Verðbréfasjóð Ávöxtunar
hf. Þeir voru prókúruhafar og
stjórnarmenn fyrirtækisins.
Reynir Ragnarsson var löggiltur
endurskoðandi Verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf., allan tfmann sem
sjóðurinn var rekinn, og löggiltur
endurskoðandi Ávöxtunar sf.
Hrafn Bachmann átti um skeið
Kjötmiðstöðina með þeim Pétri
Björnssyni ogÁrmanni Reynissyni.
Þeir voru allir stjórnarmenn í Kjöt-
miðstöðinni og ráku til hliðar fyr-
irtækið Veitingamanninn.
Saga Ávöxtunar hefur verið hvíld-
arlaus þrautaganga. Það var strax
sumarið 1984, sem bankaeftirlitið
óskaði þess að viðskiptaráðuneytið
stöðvaði starfsemi fyrirtækisins,
þar sem það hefði ékki lagaheimild
til að taka við lánsfé til ávöxtunar.
Það var ekki gert.
Bankaeftirlitið rannsakaði síðan
starfsemi Ávöxtunar sf. árið 1986,
vegna meintra lögbrota forsvars-
manna hennar. Talað var um að
þeir Pétur Björnsson og Ármann
Reynisson hefðu tekið fé úr Verð-
bréfasjóði Ávöxtunar hf. til að fjár-
magna eigin fasteignaviðskipti og
jafnvel setja í rekstur Kjötmið-
stöðvarinnar og Veitingamannsins.
Ríkissaksóknari ákvað þó að kæra
ekki. Bankaeftirlitið var ósátt við
þann úrskurð og taldi að önnur
sjónarmið en fagleg hefðu ráðið
ákvörðun ákæruvaldsins.
Sumarið 1988 komst rekstur
verðbréfasjóða Ávöxtunar sf. í þrot
og fyrjrtækið var lýst gjaldþrota í
október 1988, eftir að Seðlabank-
inn hafði haft það í gjörgæslu í
nokkra mánuði. Stjórnarformaður
Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. sagði
þá af sér.
Nú hefur ríkissaksóknari ákært
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
löggiltan endurskoðanda þess og
framkvæmdastjóra Kjötmiðstöðv-
arinnar, sem Pétur og Ármann áttu
meirihluta í. Það vekur hins vegar
athygli að stjórnarformenn í verð-
bréfasjóðunum hafa ekki verið
ákærðir, hvorki sá sem sagði af sér,
né hinn sem tók við af honum.
Tíminn hefur þó heimildir fyrir því
að rannsókn ríkissaksóknara hafi
einnig náð til þeirra.
„Ég fagna því að þessum áfanga í
rannsókn málsins er náð og að rík-
issaksóknari hafi ákveðið að gefa út
ákæru,“ segir Þórður Ólafsson, for-
svarsmaður bankaeftirlitsins.
„Ég geri mér ekki grein fyrir
hvers vegna ég er ákærður í þessu
máli, þetta hlýtur allt að vera einn
stór misskilningur. Jú, jú, ég hef
fengið kæru upp á 30 blaðsíður og
lesið hana, en ég er engu nær.
Það er helst á þessu plaggi að
skilja að ég sé ákærður fyrir
tvennt; að hafa selt Ávöxtun sf.
vísanótur og fyrir það að Kjötmið-
stöðin hafi selt Veitingamanninum
vörur. Hann var mjög gott fyrir-
tæki, sem við Pétur og Ármann
keyptum vegna þess að við töpuð-
um svo á að selja honum. Gjaldþrot
Kjötmiðstöðvarinnar er svo annað
mál. Það má rekja til gjaldþrota
fyrirtækja sem við skiptum við.
Þau skildu eftir bil sem okkur tókst
ekki að brúa,“ segir Hrafn Bach-
mann.
Yfir 1000 viðskiptavinir Verð-
bréfasjóðs Ávöxtunar hf. töpuðu
jnéira en milljarði króna á gjald-
þrotinu. -ai.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, ávarpar veislugesti (afmælisfagnaði
Ttmaniynd: Áml Bjama
Verkalýðshreyfingin fer halloka í þingsölum á 75 ára afmæli ASI:
STJÓRN AR ANDSTAÐAN
HAFÐI BETUR Á ÞINGI
Óvænt úrslit urðu í atkvæðagreiðslu á
Alþingi í gær þegar greidd voru atkvæði
um tillögu frá heilbrigðis- og trygginga-
nefnd neðri deildar. Tillagan var um að
vísa til ríkisstjómarinnar frumvarpi
Geirs H. Haarde um atvinnuleysistrygg-
ingar. Átkvæði féllu þannig áð 19 vildu
vfsa málinu til ríkisstjómar, en 20 voru á
móti því. Frumvarp GeirS var sfðan vísað
til þriðju umræðú og eru nokkrar líkur
á að það verði samþykkt í deildinni ef vísa frurnvarpinu til ríkisstjómarinnar
tími gefst til að afgreiða það.
Frumvarp Geirs H. Haarde er um að
allir launþegar geti fengið greiðslu úr
Atvinnuleysistryggingasjóði, einnig þeir
sem ekki eru félagar í verkalýðsfélögum.
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur
skipað nefnd sem á að endurskoða lög
um Atvinnuleysistryggingasjóð. Þess
vegna þótti stjómarliðum éðlilegt að
og afgreiðslu í nefndinni. Forystumenn
ASÍ óskuðu eftir þvf að frumvarpið fengi
þessa afgreiðslu nú svo að þeim gæfist
færi á að setja $itt mark á breytt lög um
Atvinnuleysistryggingasjóð. Meirihluti
þingheims féllst ekki á þessa beiðni ASl.
Sumir þingmenn bentu á að það væri
óviðeigandi að senda ASÍ þe?sa kveðju á
75 ára afmaeíinu. -EÓ
ísfirskra lögreglumanna bíöur það verk að horfa á 300 klámspólur
sem gerðar hafa verið upptækar. Pétur Kr. Hafstein bæjarfógeti:
VID RÉTT STINGUM
ÞEIM INN I TÆKIÐ
Islands 75 ára
Bæjarfógetinn á ísafirði, Pétur Kr.
Hafstein, hefur gert upptækar 300
meintar klámspólur hjá mynd-
bandaleigu þar í bæ. Nú liggur það
fyrir lögreglumönnum að horfa á
spólurnar og ganga úr skugga um
hvort grunur bæjarfógeta eigi við
rök að styðjast.
„Við bara rétt stingum þeim í
tækið og horfum á hverja spólu í
um 2 mínútur, látúm það duga.
Bruggari
tekinn í
Kópavogi
Lögreglan í Kópavogi handtók í gær
bruggara og tók í sína vörslu tæki,
bæði bruggtæki og eimingartæki,
sem og tíu lítra af eimuðu áfengi.
Bruggverksmiðjan var staðsett
heima hjá bruggaranum og var hún
að sögn lögregíu nokkuð fullkomin.
Bruggarinn bar því við að hafa
bruggað og eimað einungis til eigin
neyslu. Rannsóknardeild lögregl-
unnar í Kópavogi rannsakar nú mál-
ið.
CI?
Það sýnir sig strax hvers eðlis
myndin er. Þetta verður því ekki
lengi gert, tekur nokkra klukku-
tíma.
Hvernig það Jeggist í okkur? Það
er ekki spurning hvort þetta legg-
ist vel eða illa í menn. Það verður
að ganga að þessu eins og hverju
öðru verki.
Ég get ekkert um það sagt hvenær
niðurstaðari liggur fyrir. Ef grunur
okkar reynist réttur, þá sendum við
spólurnar ásamt öðrum málsgögn-
um til ríkissaksóknara, sem tekur
ákvörðun um framgang mála,“
segir Pétur Kr. Hafstein, bæjarfóg-
eti á ísafirði.
Lögreglumenn á ísafirði, sem
Tíminn hafði samband við, sögðu
að málið væri í rannsókn, og
hlógu.
-aá.
Alþýðusamband íslands hélt upp á
75 ára afmæli sitt í gær. Fjöldi
gesta sótti afmælisbamið heim í
hófi sem var haldið í húsakynnum
þess við Grensásveg í Reykjavík í
gær. Þar bárust þessum stærstu
launþegasamtökum landsins marg-
ar gjafir og góðar óskir „Á þessum
tímamótum er mér auðvitaö efst í
huga sú röggsemi og dugnaður sem
sýndur var árið 1916 þegar fyrstu
heildarsamtökum launafólks í land-
Eldur kviknaðl í Willys jeppa í gærmorgun þar sem hann stóð mannlaus í Þjórsárgötu í Skerjafirói.
Bíllinn skemmdist mikið að innan en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn sem fóru á stað-
inn töldu líklegt að kviknað hafi í bílnum út frá rafmagni, en lögreglan var fengin til að rannsaka málið nán-
ar. Tímamynd: Pjetur
inu var komiö á fót,“ sagði Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ.
ASÍ var stofnað 12. mars 1916, af
fulltrúum sjö verkalýðsfélaga, í
Báruhúsinu í Reykjavík. Þar var
stefnuskrá Alþýðusambandsins sam-
þykkt og þá voru félagar þess eitt-
hvað, á triilli 1.500 og 1.900. Fyrstu
áratugina voru ASÍ og Alþýðuflokk-
urinn ein og sama hreyfingin. Leiðir
skildu síðan árið 1940 eftir mikil
átök. í dag er A$í langstærstu sam-
tök íslenskra launþega. Félagsmenn
eru í 245 verkalýðsfélögum sem
greinast í 9 iandssambönd.
„Hlutverk verkalýðsfélaganna er í
grundvallaratriðum það sama og
það var fyrir 75 árum. Það er að bæta
kjör og réttindi félagsmanna. Enn er
knúið á um samninga við atvinnu-
rekendur og einnig á dyr stjórnvalda
með það fyrir augum að ná fram fé-
lagslegum umbótum. Þó tímarnir
hafi breyst er enn ríkur skilningur á
því innan samtakanna að öll mál
verði ekki leyst við samningaborðið,
heldur þurfi þau að láta víðar að sér
kveða. Síðustu samningar, frá í
febrúar á síðasta ári, eru væntanlega
órækasti vitnisburðurinn um það,“
sagði Ásmundur Stefánsson í ávarpi
sínu. Hann sagði einnig vera ljóst að
þó margt hefði áunnist í kjarabar-
áítu undantarinna ára væri Ijóst að
enn hefðu menn verk að vinna.
Þannig mætti segja að grundvallar-
atriðið væri enn það sama og var í
upphafi: að bæta kjör og réttindi fé-
lagsmanna. -sbs.