Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. mars 1991
Tíminn 7
RITSTJÓRASPJALL
Sveitir kvaddar
Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokkins, hafði á
orði er hann hvarf frá formennsku sinni að nú myndi hann hafa
meiri tíma tii að að sinna kjördæmi sínu. Hann er fyrsti þing-
maður flokksins í Suðuriandskjördæmi. Þessi orð voru sögð,
þegar þeir Davíð Oddsson borgarstjóri og Friðrik Sophusson
þingmaður höfðu verið kjörnir formaður og varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Davíð Oddsson og Fríðrik Sophusson.
Báðir verða þeir þingmenn
Reykjavíkur. Friðrik hefur verið
það, en er nú annar maður á lista
flokksins í Reykjavík. Davíð Odds-
son er í fyrsta sinn í fyrsta sæti
flokksins í framboði til Alþingis.
Báðir þessir menn eru vel að trún-
aðarstörfum sínum komnir og
báðir vel hæfir stjórnmálamenn.
Þeir eru fulltrúar stærsta flokks
landsins og verða báðir þingmenn
Reykjavíkur, sem býr ekki hvað
mannfjölda snertir og margvíslega
aðra yfirburði við skertan hlut í
strjálbýlu landi. Það er því ekki að
undra þótt Þorsteini Páissyni yrði
hugsað til kjördæmis síns á Suður-
landi eftir að fulltrúar Reykjavíkur
höfðu tekið við stjórn Sjálfstæðis-
flokksins.
Löngum hefur þótt kostur á
þingmönnum að þeir þekktu þarfir
landsmanna allra, og gerðu sér
grein fyrir því að smávöxnu þjóðfé-
lagi hæfir búnaður, sem ekki er við
vöxt. Um sinn hefúr nokkur bólga
hlaupið í einstaka sjálfstæðis-
menn, sem búa við bestu kjör
Reykjavíkur. Þeir hafa tilhneigingu
til að líta smáum augum á það
mannlíf sem hrærist utan Stór-
Reykjavíkursvæðisins og lifir við
fábrotnari tækifæri en þéttbýlið
býður. Þeir vilja að menn vinni
nokkur afrek við hlutabréfasölu og
rekstur fjármögnunarfélaga, en
eyða minna tali í atvinnuvegi, sem
hafa nægt okkur til lífs á löngum
öldum. Þeir lifa í þeirri ímynd að
sveitirnar séu baggi á þjóðfélaginu,
eins og þeir vilji með því hindra þá
staðreynd, að þéttbýlið á íslandi er
nýrunnið úr sveitalífi. Þeir tala
digurbarkalega um erlend við-
skipti; um stórar sölur í útlöndum,
sem auðvitað eru þakkarverðar, og
vilja gjarnan vita sjálfa sig og okk-
ur hin komast hið fyrsta fram úr
sjálfum okkur með stórum samn-
ingum við útlendinga jafnt á pen-
ingamörkuðum sem í viðskiptum
um fiskveiðiheimildir og aðgang
að atvinnulífi og landi.
Stórhugur þessara manna á sér
lítil takmörk. En hann er byggður
á töluvert öðrum forsendum en
þeir menn gáfu sér, sem gerðu
auðhyggjuna, sem gleymir landi
og þjóð á stórum stundum, mögu-
Iega hjá hinum nýju draumóra-
mönnum. Þeir sem lögðu grunn-
inn höfðu hugsjónir í öfugu hlut-
falli við peninga. Þeir gerðu hins
vegar litla þjóð okkar efnaða, eða
sjálfbjarga, með stöðugri sókn á
vettvangi samhjálpar, þar sem eng-
um var gleymt, hvorki af stéttar-
legum ástæðum eða vegna þess að
búseta þeirra hentaði ekki gróða-
hyggju. Auðhyggja nýja áhrifaliðs-
ins í Sjálfstæðisflokknum, sem svo
mjög lét til sín taka nú á lands-
fundinum, og hefur eflaust talið að
formanns- og varaformannskjörið
hafí alveg orðið eftir þess höfði,
leiðir beinlínis af sér kröfu um að
einhverjir verði hafðir útundan.
Við höfum nú um skeið búið við
svonefnda þjóðarsátt, þar sem rík-
isstjóm, verkalýður, atvinnurek-
endur og bændur hafa komið sér
saman um að hver aðili leggi sitt af
mörkum til að þau verðmæti, sem
aflað er hverju sinni, eyðileggist
ekki jafnharðan í verðbólgu. Með
þjóðarsáttinni tókst í fyrsta sinn í
fimmtíu ár að ná tökum á verð-
bólgu. Það var þó ekki fyrr en fjár-
hagur einstaklinga og fyrirtækja
hafði verið lagður í rúst að stórum
hluta. Þjóðarsáttin er ekki fyrr far-
in að bera árangur í auknum kaup-
mætti en þeir aðilar rísa upp, sem
gráta með eftirsjá verðbólgu,
vaxtaokur og verðbætur, og fá því
ráðið að stærsti flokkur landsins
gerist lífvörður kjötkatlanna í
kringum fjármagnsfyrirtækin í
Reykjavík.
Af þessu leiðir að öðrum er ætl-
að að sjá um sveitir landsins og
byggðarlög við sjávarsíðuna utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins. Það er
að vísu verðugt og sjálfsagt verk-
efni. En það býður upp á viður-
kenningu á tvískiptingu þjóðfé-
lagsins. Þeir, sem eru nú að kveðja
sveitir landsins með því að velja
aðeins tvo efstu frambjóðendur
stærsta flokksins í Reykjavík til
forystu í flokknum, sýna ekki mik-
inn stjórnmálalegan vfsdóm. í því
máli skipta litlu stórar yfirlýsingar
um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé
flokkur landsins alls. Staðreyndir
tala sínu máli í því efni, ásamt
linnulausum áróðri gegn þeim ör-
fáu þingmönnum flokksins sem
sækja atkvæðin til sveita og lands-
byggðar. Hlutabréfa- og fjármögn-
unarhaukar flokksins líta á orðið
framsóknarmaður sem skammar-
yrði. Þeir kalla þessa þingmenn
Sjálfstæðisflokksins framsóknar-
menn. Það er því ekkert undarlegt,
þótt sú ákvörðun væri tekin á
landsfundi að nú skyldi sveitin
kvödd.
Samkvæmt nafngiftum fjár-
mögnunarhaukanna var öðrum
þræði litið á Þorstein Pálsson sem
einn af framsóknarmönnum
flokksins. Hann galt þess að vera
þingmaður Suðurlands. Þessum
fjármögnunarhaukum þótti einnig
miklu skipta að varaformaður
flokksins yrði ekki valinn úr röð-
um forystumanna flokksins á
landsbyggðinni. Nú átti að reyra
hnúta og það tókst. Nóg hafði rík-
isstjórn Steingríms Hermanns-
sonar tekist að koma á festu og
samstarfi í þjóðmálum eftir óreiðu
undangenginna ára, þótt ekki
bættist ofan á að Sjálfstæðisflokk-
urinn færi að hokra að lands-
byggðinni, þar sem lítið nýttist af
hlutabréfasölu og fjármögnunar-
prangi, og þar sem skuldirnar
urðu til. Þær verða að vísu til um
allt land, líka í Reykjavík. En þær
skuldir sem verða til í höfuðborg-
inni eru taldar af því góða, enda
ráða milliliðauppar þar flestum
peningahúsum. Þannig er þá kom-
ið fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem
um þessar mundir býr við best at-
læti allra flokka í skoðanakönnun-
um. Hann hefur sest fyrir fullt og
fast að í Reykjavík, enda hefur
hann þar mest fylgi, og ákveðið að
láta aðra hluta af landinu eiga sig.
Flokkur, sem býr nú við hluta-
bréfasölu og fjármögnunarprang,
hefur augastað á Efnahagsbanda-
lagi Evrópu sem einskonar afa allr-
ar velferðar, og telur best lifað við
ríflega vexti og verðbætur, er ekki
líklegur til að kæra sig um að við-
halda andrúmi þjóðarsáttar. Það er
líka vafamál að hann gæti það þótt
hann vildi. Milliliðauppar flokks-
ins skapa ekki trúnað á milli stétta.
Fyrir Sjálfstæðisflokknum á því að
liggja að ganga inn í sig. Fyrir
þjóðfélag, sem hefur samþykkt og
staðið að stórfelldum lagfæringum
á efnahagslífi sínu með fullri sam-
þykkt og samstöðu vinnandi stétta,
er ekki fysilegt að fela Sjálfstæðis-
flokknum forsjá mála. Þótt núver-
andi forystumenn flokksins séu
ágætir menn hvor á sína vísu, hafa
örlögin hagað því svo, að þeir eru
bundir við hestastein mannanna
sem settu þá í forystusæti flokks-
ins. Þeir munu óttast að verða
uppnefndir framsóknarmenn hve-
nær sem þeir víkja frá vilja og af
leið milliliðauppanna. Þess vegna
munu þeir aldrei þora að spyrja að
sveitum þessa lands, eða lands-
byggðinni yfírleitt. Þeirra hlut-
skipti verður að tala til hálfrar
þjóðar.
Indriði G. Þorsteinsson
ÚR VIÐSKIPTALÍFINU
Hlutabréfamarkaður á íslandi:
Enskilda-skýrslan
Enskilda Securities tók 1988 saman
skýrslu um hlutabréfamarkað hér á
landi ásamt starfsmönnum Iðnþró-
unarsjóðs og Seðlabankans, og í
henni segir m.a.:
„Kaupendur hlutabréfa á helstu fjár-
magnsmörkuðum heims hafa til-
hneigingu til að líta á arðgreiðslu og
verðhækkun hlutabréfa sem eina
heild við mat á heildararðsemi af fjár-
festingu sinni... þar sem ekki hefur
verið um verðhækkun að ræða né
nokkum vettvang, þar sem fjárfestar
hafa getað selt hlutabréf sín, hvort
sem þau hafa hækkað eða lækkað,
hafa fjárfestar á íslandi litið á arð ein-
an saman fyrir heildararðsemi sína.
Aðeins nýlega hefur það hlotið al-
menna viðurkenningu á íslandi, að
hlutabréf geta hækkað í verði, og má
rekja það til umsvifa hinna tveggja
miðlara." (BIs. 22)
„Tilkoma verðbréfasjóðanna er einn
af markverðustu þáttunum í þróun
íslensks fjármagnsmarkaðar... Verð-
bréfasjóðirnir eru kjörin leið til að
kynna fjárfestingu í hlutabréfum. Þar
sem slíkir sjóðir fjárfesta í fjölda fyr-
irtækja, þá hlífa þeir fjárfestum fyrir
mjög miklum sveiflum í arðsemi á
sama tíma og þeir fræða þá um
markaðinn ... Verðbréfasjóðir eru
ekki innlánsstofnanir, heldur tæki til
að safna saman fé til fjárfestinga.
Sem slíkir hafa þeir því ekki þá
skyldu að láta bindingartíma eigna
og skulda standast á. I Bretlandi er
t.d. engin bindiskylda Iögð á verð-
bréfasjóði." (Bls. 25-27)
4. GREIN
„í flestum þróuðum fjármagns-
mörkuðum heims eru það atvinnu-
íjárfestar, sem halda uppi mestum
hluta af markaðsviðskiptunum. Á Is-
landi teljum við hins vegar, að ein-
staklingar muni hafa meiri áhrif á
markaðinn... Þróun hlutabréfamark-
aðarins hlýtur að vera mjög hæg, þar
til almenningur sannfærist um kosti
hans.“ (Bls. 28)
„Við mælum með, að hlutabréfafyr-
irkomulag fyrir starfsmenn sé sett
upp á íslandi til að hvetja til víðtæk-
ari hlutabréfaeignar meðal starfs-
manna.“ (Bls. 44) „Frá árinu 1979
hefur fyrirtækjum verið leyft að auka
nafnvirði hlutafjár síns með formúlu,
sem tengd er almennri verðbólgu ...
Ef nafnvirði hlutafjárins er þannig
aukið, getur fyrirtækiö aukið heild-
argreiðslur sínar til hluthafa að því
tilskildu, að nægur hagnaður sé fyrir
hendi ... Við teljum ekki, að útgáfa
jöfnunarhlutabréfa sé nauðsynleg.
Þessi árlega reikningsuppfærsla
skapar mikla pappírsvinnu, en hefur
hins vegar engin áhrif á hundraðs-
hlut hvers hluthafa í fyrirtækinu."
(Bls. 45)
„í flestum Evrópulöndum er veltu-
skattur lagður á eftirmarkaðsvið-
skipti allt að 2%. Þegar skatturinn er
þetta hár, dregur hann mjög úr eftir-
markaðsviðskiptum. Engu að síður
teljum við, að þegar eftirmarkaður
hefur þróast á íslandi, verði hægt að
leggja 0,5% veltuskatt á innlend við-
skipti og þar með verði hægt að
breikka skattstofn ríkisins. Þannig
yrðu 0,25% greidd af hvorum um sig,
kaupanda og seljanda, enda séu báðir
búsettir á íslandi." (Bls. 49)