Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 27. mars 1991 Stór hluti íbúa tveggja Byggung blokka í Kópavogi hafa þurft að flýja íbúðir sínar vegna gífurlegs fjár- magnskostnaðar. Framkvæmdastjóri Byggung í Kópavogi segir að Húsnæðisstofnun sé um að kenna: Fjármagnskostnaður við eina blokk 30 milljónir Um helmingur þess fólks sem hóf að byggja á vegum Byggung í Kópavogi fyrir fjórum árum hefur nú flúið íbúðir sínar vegna gífur- legs fjármagnskostnaðar og hárra bakreikninga. Fólk sem sl. fjög- ur ár hefur borgað margar milljónir í Byggung í Kópavogi hefur neyðst til að selja íbúðir sínar og þrátt fyrir að íbúðimar seljist á mjög háu verði þá skulda sumir ennþá talsvert. Byggung í Kópavogi hóf fyrir um fjórum árum að byggja tvær blokkir í Hlíðarhjalla í Kópavogi. Kaupendur íbúða í blokkinni byrjuðu strax að borga í félagið og í fyrstunni leit dæmið vel út. Fyrsta útborgunin var á milli tvö og þrjú hundruð þúsund en síðan komu mánaðarlegir reikn- ingar upp á 20 til 50 þúsund. Fljót- lega eftir að fólkið var flutt inn fóru að koma háir bakreikningar sem margir áttu erfitt með að kljúfa og svo reynd- ist fjármagnskostnaður óheyrilegur. Sumir neyddust til að selja íbúðimar og þeir sem komu út skuldlausir eftir það voru heppnir, að sögn íbúa í blokkunum. Tíminn ræddi við íbúa í blokkunum og nefndu þeir m.a. dæmi um hjón sem væru búin að borga í fjögur ár og neyddust fyrir skömmu að selja íbúð sína en þau skulda enn nokkur hundmð þúsund krónur í Byggung. Annar íbúi sagðist hafa á þessum Ijómm ámm þurft að borga 2 milljónir, bara í fjármagns- kostnað, fyrir utan allt hitt og mönn- um teldist til að fjármagnskostnaður- inn við aðra blokkina væri um 30 milljónir. Einn íbúðareigandi sagði að þegar lánin vom fryst hjá Húsnæðisstofnun hefði stjórnin ákveðið að halda áfram framkvæmdum við blokkina og fjár- magnað þær með lánum á gráa mark- aðnum og eðlilega væri fjármagns- kostnaður því mjög hár. Hann sagðist ekki halda að félagið væri neitt að svindla á þeim með þessum háu bak- reikningum og fjármagnskostnaðin- um en óstjómin hefði verið mikil all- an tímann og allar lántökur virtust hafa farið úr böndunum. Stjórnin felld í janúar sl. Á aðalfundi Byggung í janúar sl. var stjóm félagsins felld í kosningu. Þá hafði Bragi Michaelsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verið formaður stjórnar og fram- kvæmdastjóri félagsins öll árin, og voru íbúarnir orðnir langþreyttir á ofríki hans, eins og einn íbúi orðaði það. Dropinn sem fyllti mælinn var mjög háir bakreikningar sem komu í desember, þremur dögum fyrir jól, til íbúa í annarri blokkinni og greiða átti 1. janúar. íbúar í blokkunum tveimur fjölmenntu á aðalfundinn sem haldinn var í janúar og felldu stjórnina en Bragi er áfram fram- kvæmdastjóri Byggung. Bragi Michaelsson sagði í samtali við Tímann að ástæðan fyrir þessu væri fyrst og fremst sú að margt af þessu fólki sem ætti í erfiðleikum væri leiksoppar húsnæðislánakerfis- ins sem hefði farið illa með margt fólk á undanförnum árum. Hann sagði að stór hluti af þessum byggj- endum hefði verið að bíða eftir láni frá Húsnæðisstofnun síðan 1987 og þeir síðustu hefðu fengið lán í janúar sl. Bragi sagði að fólk gæti rétt ímyndað sér hvort það væri ekki dýrt að bíða eftir láni í svona langan tíma. „Við afhentum þessar blokkir í árs- byrjun 1989 og sumir hafa ekki borg- að eina einustu krónu síðan þeir fluttu inn og auðvitað getur fólk kennt Byggung um það. En fjár- magnskostnaður hlýtur að hlaðast upp ef það er ekki borgað af lánum. Við höfum þurft að lána nokkrum margar milljónir í tvö til þrjú ár og auðvitað kostar það mikla peninga," sagði Bragi. Hann sagði að fólk hefði vitað þetta þegar farið var af stað og margir hefðu staðið í skilum, aðrir ekki. Allir vildu halda framkvæmdum áfram Bragi sagði að þeir hefðu gert Blokkirnar tvær við Hlíðarhjalla í Kópavogi sem Byggung byggði. Fólk hefurflúið þaðan í stórum stíl vegna bakreikninga og mikils fjármagnskostnaðar. byggjendunum grein fyrir því þegar á framkvæmdum stóð að annað- hvort þyrfti að stöðva framkvæmdir meðan beðið væri eftir lánum frá Húsnæðisstofnun eða framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með sérstökum skuldabréfalánum. Aðeins einn byggjandi vildi stöðva framkvæmdir á þeim tíma en allir hinir vildu halda áfram. Bragi sagði að tveir synir sínir hefðu byggt íbúðir á vegum Bygg- ung í Kópavogi og þeir væru báðir búnir að selja. „Annar neyddist til að selja þar sem hann gat ekki staðið í skilum, hinn seldi þar sem hann taldi það skynsamlegra að lækka greiðslubyrðina," sagði Bragi. Hann sagði að ástæðan fyrir því að sonur hans hefði ekki getað staðið í skilum hefði ekki verið sú að íbúðin væri of dýr heldur hefði verið mjög dýrt fyr- ir hann að bíða eftir láninu frá Hús- næðisstofnun. Bragi sagði að reikningarnir sem komu til greiðslu 1. janúar hefðu ekki verið bakreikningar heldur F ram boðsfrestu r til alþingiskosninga í Reykjavík 20. apríl 1991 rennur út föstudag- inn 5. apríl nk., kl. 12.00 á hádegi. Framboðum skal skila til oddvita yfirkjörstjórnar á skrifstofu hans, Austurstræti 16. Einnig tekur yfirkjörstjórn á móti framboðum að Austurstræti 16, 5. hæð, kl. 11.00- 12.00 föstudaginn 5. apríl 1991. Á framboðslista í Reykjavík skulu að lágmarki vera 18 nöfn og eigi fleiri en 36. Fjöldi meðmælenda í Reykjavík er að lágmarki 360 og eigi fleiri en 540. Fylgja skal tilkynning um hverjir séu umboðsmenn framboðslista. 25. mars 1991 Yfirkjörstjóm Reykjavíkur Jón G. Tómasson Borghildur Maack Guðríður Þorsteinsdóttir Kristján J. Gunnarsson Skúli J. Pálmason hefði fólk einfaldlega verið rukkað um það sem það átti eftir að borga í íbúðunum. Þeir hefðu gert upp alla reikninga í desember sl. og síðan sent fólki þessa reikninga. Þessir reikningar hefðu verið misháir, allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í tvær milljónir. Bragi sagðist aiveg geta tekið undir það að fjármagns- kostnaður væri hár og þegar fólk lenti í vanskilum á annað borð þá væri erfitt að koma sér út úr þeim. En það hefði ekki litið út sem fólkið þyrfti að spara þegar það flutti inn í íbúðirnar og pantaði dýrustu flísar, parkett á öll gólf og þar fram eftir götunum. Húsnæðisstofnun stendur ekki við orð af því sem stendur í lögum Bragi sagði að ástandið í þjóðfélag- inu þegar þeir hófu að byggja þessar blokkir hefði verið annað og betra ár- ið 1987. Kaupmáttur launa hefði ver- ið hærri og atvinna næg. Síðan hefði farið að halla undan fæti og margir lent í erfiðleikum, ekki aðeins ungt fólk. Aðspurður sagði Bragi að með- an tekið væri á móti ungu fólki með þeim hætti sem verið hefði að und- anfömu þá gæti enginn byggt sér þak yfir höfuðið. „Þegar Húsnæðisstofn- un ríkisins stendur ekki við eitt orð af því sem stendur í lögum, þá þýðir hvorki fyrir þetta unga fólk né aðra að fara út í byggingaframkvæmdir. Núna færðu greiðslumat hjá Hús- næðisstofnun á því hvað þú mátt kaupa og mér skiíst að það sé henti- stefna sem ræður því hvomm megin við strikið þú ert, hvort þú færð sex, sjö eða átta milljónir," sagði Bragi. „Það er ekki við byggingameistara eða Byggung að sakast í þessu máli, Tlmamynd: Pjetur þjóðfélagið skapar ungu fólki þessi skilyrði." Húsnæðisstofnun hef- ur staðið við allt sem hún hefur sagt og lofað Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sagði að þetta væri ekkert annað en svívirðilegar ásakanir, þeir hefðu staðið við allt sem þeir hefðu sagt og lofað og ekki orðið neitt lát á því. „Það er sorglegt að jafnágætur maður og Bragi skuli láta sér annað eins um munn fara. Það gilda um þetta nákvæmar reglur sem hafa slíp- ast í tímans rás. Það er fengin af þeim mjög mikil reynsla allt frá 1985 og engin önnur stofnun í þjóðfélaginu hefur beitt slíkum reglum eða hefur jafngóð tök á þeim. Við emm núna að kenna bönkum og sparisjóðum að nota þessar úthlutunarreglur," sagði Sigurður. Hann sagði að þeir hefðu lent í alls kyns Byggung vafstri um dagana en sagðist ekki hafa heyrt um nein vandamál hjá Byggung í Kópavogi í háa herrans tíð. Byggung félögun- um hefði mörgum gengið illa í gegnum tíðina. Aðspurður sagði Sigurður að margar ástæður væru fyrir því. í sumum tilfella væru um að ræða sjálfskaparvíti en verðbólga og dýrtíð hefðu einnig sitt að segja, einnig ófullnægjandi fyrirgreiðsla á vegum bankakerfisins og sparisjóð- anna og kannski stundum lélegur undirbúningur af hálfu Byggung fé- laganna. Aðspurður sagði Sigurður að fólki væri oft á tíðum ekki gerð nægilega vel grein fyrir því hvað það væri að fara út í en einnig hitt að menn ætli sér um of og ráðist því í of stóra hluti. —SE Meirihluti samþykkti Yfirgnæfandi meirihluti sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi íslands samþykkti að stofnað yrði sérstakt stéttarfélag sjúkraliða á landinu. Kosning um álit félaga í Sjúkraliðafélaginu fór fram í vikunni sem leið og lauk taln- ingu í gær. „Það var um 90% kjörsókn og voru 75% samþykk stofnun stéttafélags, 13% þeirra sem greiddu atkvæði voru á móti og 2% skiluðu auðu. Þetta þýðir það að við höfum umboð sjúkraiiða til að stofna stéttarfélag og munum við ganga í þáð nú,“ sagði Birna Ólafsdóttir, formaður kjörstjórnar í Sjúkraliðafélagi ís- lands. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.