Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27/ mars 1991 Tíminn 7 Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Um hvað verður kosið? Reynslu eða reynsluleysi Undirbúningur stjómmálaflokkanna íyrir komandi alþingiskosn- ingar er nú í fullum gangi. Þótt nú séu ekki nema tæpar 5 vikur til kosninga er erfitt á þessari stundu að gera sér grein fyrir því hvað það verður í kosningabaráttunni sem helst verður tekist á um. Það er mikil breyting frá undangengnum alþingiskosning- um. Alþingiskosningar að undanfornu hafa fyrst og fremst snú- ist um atburði líðandi stundar eða fortíðina, en framtíðinni hef- ur allt of lítill gaumur verið gefinn. Þetta hefur m.a. ráðist af þeim að- stæðum sem verið hafa í þjóðfélag- inu hverju sinni. Nú er þetta breytt. Þetta eru fyrstu kosning- arnar í langan tíma þar sem stjórn- málaflokkarnir geta beint sjónum sínum fyrst og fremst að framtíð- inni. Það segir auðvitað meira en margt annað um þann árangur sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur náð á þessu kjörtímabili. Um hvað verður kosið? Það verða einkum fjögur mál öðr- um fremur sem kosningabaráttan kemur til með að snúast um. Mál sem skipta miklu um framtíð þjóð- arinnar. Því er ekki nema sjálfsagt að þjóðin fái að vita afstöðu ein- stakra stjórnmálaflokka og ein- stakra stjórnmálamanna til þeirra. í fyrsta lagi eru það tengsl okkar við þá þróun sem nú er að eiga sér stað í Evrópu. í öðru lagi hvernig stjórnmála- flokkarnir hyggjast búa að at- vinnuiífinu í landinu. í þriðja lagi hvílir sú skylda á stjórnmálaflokkunum að gera þjóðinni grein fyrir því annars veg- ar hvernig þeir hyggjast draga úr hallarekstri ríkissjóðs án þess að hækka skatta og hins vegar án þess að draga úr þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir okkur. í fjórða lagi verður ekki undan því vikist í kosningabaráttunni að flokkarnir geri grein fyrir því með hvaða hætti þeir hyggjast varð- veita þann árangur sem náðst hef- ur í efnahagsmálum á því kjör- tímabili sem nú er senn á enda. Dýrt starfsfræðslu- námskeið Eftir kosningarnar 1987 var mynduð ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ekki þarf að fara mörgum orðum um verk þeirrar ríkisstjórnar það rúma eina ár, sem hún sat við völd. Víxlhækk- anir verðlags og launa voru í full- um gangi allan tímann með til- heyrandi gengisfellingarkollsteyp- um, kjaraskerðingu og ekkert ann- að blasti við en stöðvun atvinnulífsins ? og fjöldaatvinnu- leysi. Einn alþingismanna lýsti þeim tíma, sem Sjálfstæðisflokk- urinn fór með forystu í rfkisstjórn í upphafi kjörtímabilsins, sem dýr- asta starfsfræðslunámskeiði í stjórnmálum sem nokkru sinni hafi verið haldið og þjóðin hafi þurft að greiða fyrir. Nú býður Sjálfstæðisflokkurinn enn fram reynslulausan forystumann sem þó telur sjálfan sig sjálfskipaðan til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn getur með engu móti ætlast til þess að þjóðin kosti enn eitt starfsfræðsluhám- skeiðið fyrir sinn formann. ' Árangur sterkrar \ forystu Valið í þessum kosningum stend- ur því öðru fremur á milli þess hvort næsta ríkisstjórn verður undir markvissri forystu eins og verið hefur undanfarin 3 ár eða forystuleysisins eins og var í upp- hafi kjörtímabilsins. Árangur hefur eflst um landið allt. Vextir hafa lækkað. Lánskjaravísitölunni hefur verið breytt og notkun henn- ar takmörkuð. Öflug þjóð í eigin landi Samningaviðræður um evrópskt efnahagssvæði milli EB og EFTA eru nú á viðkvæmu stigi. Hér er um eitt mikilvægasta mál að fást, sem við íslendingar höfum staðið frammi fyrir frá því að við heimt- um sjálfstæði okkar, því að hér er um fullveldi þjóðarinnar að tefla. Það er því mjög eðlilegt að í þess- um kosningum og kosningabarátt- unni fari mjög ítarleg umræða fram um það hver sé afstaða ein- stakra stjórnmálaflokka og stjórn- málamanna til þessa mikilvæga máls. Framsóknarmenn skera sig úr í íslenskum stjórnmálum varð- andi einhug flokksmanna í varð- sterkrar forystu Framsóknar- flokksins blasir nú við. Verðbólgan er orðin aðeins rúmlega 5 af hundraði og matvæli hafa þó hækkað mun minna allt síðasta ár. Vöruútflutningur landsmanna stefnir í að verða 8-9 milljörðum krónum meiri en vöruinnflutning- ur á þessu ári og verulega hefur dregið úr viðskiptahalla. Kaup- mátt tímakaups og ráðstöfunar- tekjur tókst að verja í samræmi við kjarasamninga. Afkoma fyrirtækj- anna hefur batnað og atvinnulíf Nú býður Sjálfstæðis- flokkurinn enn fram reynslulausan forystu- mann sem þó telur sjálfan sig sjálfskipaðan til þess að leiða næstu ríkisstjóm. Sjálfstæðis- flokkurinn getur með engu móti ætlast til þess að þjóðin kosti enn eitt starfsfræðslu- námskeiðið fýrir sinn formann. stöðunni um fullveldið og sjálf- stæði þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn vill hafa nána samvinnu við aðrar Evrópu- þjóðir, en er andvígur aðild íslands að Evrópubandalaginu. Ástæðurn- ar eru margar, Evrópubandalagið viðurkennir hvorki forræði ein- stakra þjóða yfir landinu né auð- lindum sjávar. Framsóknarflokk- urinn telur að hugmyndir um að- ild að Evrópubandalaginu séu hættulegar og lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála. Fullveldið, sjálf- stæðið og landhelgin unnust með órofa samstöðu þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn mun standa vörð um þessa sigra og hugsjónir undir kjörorðinu „Öflug þjóð í eigin landi“. Það er ekki nóg að heimta bara ráðuneyti Það skiptir miklu máli að skýrt komi fram í þessari kosningabar- áttur hver sé stefna einstakra stjórnmálaflokka í atvinnumálum. Atvinnustefnan leggur grunninn að lífskjörum í landinu og þar þurfa stjórnmálaflokkarnir að leggja fram skýra og einarða af- stöðu til einstakra málaflokka. Ekki má látaeinstakaflokkakom- ast upp með að komast í gegnum kosningabaráttuna án þess að svara skýrt og skorinort hver sé af- staða þeirra til einstakra mála. Það er dapurleg staðreynd að stærsti stjórnmálaflokkur landsins skuli sex vikum fyrir kosningar geta haldið landsfund og komist undan því að taka afstöðu til hinna mikil- vægustu mála, heldur skuli bara heimta að fá sérstakt ráðuneyti, sjávarútvegsráðuneytið, að aflokn- um kosningum. Hefði nú ekki ver- ið nær að setja fyrst fram stefnuna í sjávarútvegsmálum? Samstaða um sjávar- útvegsstefnuna Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur náð að skapa ótrúlega góða samstöðu um mótun sjávarútvegs- stefnu. Stefna sú, sem Halldór Ás- grímsson hefur mótað í sjávarút- veginum, mun leiða til mikillar hagræðingar í atvinnugreininni, aukinnar framleiðni,! meiri hag- ræðingar og hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Nú þegar á kerfið reyn- ir og erfiðleikarnir koma í Ijós, ekki vegna ágalla kerfisins heldur vegna minni afla, rjúka menn upp til handa og fóta og finna kerfinu allt til foráttu og því miður eru þar oft stjórnmálamenn í broddi fylk- ingar, sem ekki þora að horfast í augu við kjósendur sína og finnst því gott að kenna öðrum um. Uppstokkun ríkisfjármálanna Eitt stærsta viðfangsefni, sem nú er við að glíma í íslensku efnahags- lífi, er hallarekstur á ríkissjóði og hin geigvænlega skuldasöfnun rík- isins. Hið miðstýrða ríkisfjármála- kerfi, sem við nú búum við, verður að stokka upp. Grundvallarbreyt- ing þarf að verða á ríkisfjármála- kerfinu. Hin einstöku fagráðuneyti og undirstofnanir þeirra þurfa að verða fjárhagslega sjálfstæðari, færa þarf völd og ábyrgð út úr fjár- málaráðuneytinu út til stofnan- anna og gera stjórnendur þeirra fjárhagslega ábyrga. Hlutverk fjár- málaráðuneytisins ætti því fyrst og fremst að vera að annast stefnu- mótun og hafa eftirlitshlutverk. Við endurskoðun og uppstokkun ríkisfiármálanna á næsta kjörtíma- bili verður að ganga út frá því að skattar hækki alls ekki. Framsóknarflokkurinn hefur tek- ið eindregna afstöðu gegn skatta- hækkun en vill stokka upp skatta- kerfið. Skattalækkunarhjal hjá Sjálfstæðisflokknum er ömurlegt kosningabragð, gert í þeim til- gangi að afla sér stundarvinsælda og í þeirri von að einhver láti blekkjast. Áframhald þjóðarsáttar Það er afar mikilvægt að fólk láti ekki blekkjast af slíkum yfirboðum heldur fylki sér að baki þeim öflum sem vilja halda áfram á þeirri braut sem þjóðarsáttin hefur markað. Mikilvægast er því nú að treysta og varðveita þann stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum með lágri verðbólgu, fullri atvinnu og lækkandi vöxtum. Á þessum grunni er nú hægt að hefia nýja framfarasókn til bættra lífskjara. Höfundur er fyrsti maöur á lista Fram- söknarflokksins í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.