Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. mars 1991 Tíminn 5 Morgunverðarfundur Verslunarráðs íslands: VIÐRA HUGMYNDIR UM AÐ UEKKA VSK í 15% „Mig langar að sannfæra ykkur um að lækkun virðisaukaskatts úr 24,5% niður í 15% sé æskilcg," sagði Steingrímur Ari Arason hag- fræðingur á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands í gærmorgun. En þar kynnti hann sjónarmið skattanefndar VÍ í þessu efni, m.a. fyrir þingmönnum og ráðherrum 4-flokkanna. „Þetta er stórverkefni, með virðisauka upp á 4 milljarða kr., sem stenst því samanburð um virðis- auka í hvaða stóriðju sem er,“ sagði Steingrímur Ari. Jafnframt skýrði hann út hvernig afla ætti ríkissjóði þeirra 15,5 milljarða kr. tekna sem yrði af vegna skattalækkunarinnar. Og vissulega töldu stjómmála- mennimir lækkun vsk-sins eftirsóknarverða. Um það hvort tekjuöflun- artillögur Verslunarráðsins væm raunhæfar eða framkvæmanlegar höfðu ráðherrarair aftur á móti töluverðar efasemdir. Rök Verslunarráðsins fyrir lækkun vsk niður í 15% eru m.a.: Styrkir sam- keppnisstöðu atvinnulífsins. Aukin innlend verðmætasköpun. Bætt skatt- skil — afnám undanþága. Auðveldar hagræðingu í opinberum rekstri. Ávinninginn segir Verslunarráðið m.a.: 1% hagvaxtaraukningu. 2% lækkun verðlags. Minni viðskiptahalla og minni halla á ríkissjóði. Til að brúa 15,5 milljarða kr. tekjutap ríkissjóðs hefur Verslunarráðið eftir- íarandi ráð: Milljarðar: Aftiám vsk-undanþága 5 Þjónustugj.(hafhir/flugv.) 3,5 Afnám tekjusk.fríðinda 2 Óbr. verð bensín/áfengi/tóbak 1,5 Eðlileg gj.skr. ríkisfyrirt. 1,5 VSK - spamaður h. opinbera 1 BættskilVSK 1 Samtals milljarðar kr. 15,5 Stærsti liðurinn, afnám vsk- undan- þága mundu m.a. hækka byggingar- kostnað, upphitunarkostnað, bækur og ýmiss konar þjónustu. ,Já, skattalækkun er réttlát, og eftir- sóknarverð, og rökin líka sterk. En spumingin er; er þetta raunsætt? Steingrími Ara tókst ekki að sannfæra mig um það,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utaríkisráðherra. Jón Baldvin sagði undanþágur frá virðis- aukaskatti mjög óheppilegar og kalla eina á aðra. Vilji menn veita einhverjar undanþágur sé betra að gera það gegn- um endurgreiðslukerfi „heldur en að bora gat á kerfið sjálft". Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði æskilegt að lækka virðisaukaskattinn. „En þegar kynnt- ar eru svona „patentlausnir" þá þarf líka að segja það skýrt og skorinort hverjir eiga að borga þær.“ Ólafur Ragnar benti á sem dæmi að það pól- itíska afl sé ekki til í landinu sem vilji fara í stríð við sjómenn. En með til- lögum VÍ um afnám tekjuskattsfríð- inda er fyrst og fremst um að ræða 1,2 milljarða skattfríðindi vegna sjó- mannafrádráttarins. „Það er ekki til sú skattkerfisbreyting sem ekki kostar það, að einn þurfi að borga meira ef annar borgar minna. Það verður því að koma fram á hverjum skattar eiga að hækka og á kostnað hverra," sagði Ólafur Ragnar. Forsætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, sagði virðisaukaskattinn of háan, og sjálfsagt að skoða hugmyndir um breytingu á honum. Hann hlyti þó að taka undir margt sem samráðherr- ar hans hefðu sagt um erfiðleikana við að gera svo viðamiklar breytingar. Steingrímur sagðist heldur ekki sjá hvemig afla ætti nauðsynlegra tekna á móti skattalækkuninni. Enda eitt mik- ilvægasta efnhagsmarkmiðið sé að af- nema 4-6 milljarða halla ríkissjóðs. Þingmaðurinn Geir Haarde, sagði nauðsynlegt að endurskoða virðis- aukaskattinn frá grunni og lækka hann svo um munar. „Ég hef þann fyr- irvara að tekjur ríkissjóðs rými ekki. Tekjur ríkissjóðs eru ekki til að leika sér með.“ - HEI Tímmynd: Áml Bjama. Frá kynningarfundi frjálslyndra sem haldinn var í gær. Frjálslyndir: bræðingur Borgaraflokks og frjálslyndra þjóðfélagsafla: Framboð undir merkjum at- hafnafrelsis, mildi og mannúðar íslenskt þjóðfélag á gmnni mann- úðar og mildi, virðingu fyrir ein- staklingnum og athafnafrelsi hans. Þetta eru inngangsorðin í kosn- ingastefnuskrá Frjálslyndra, en framboð þeirra var kynnt í gær. Frjálslyndir em kjósendur sem koma úr Borgaraflokknum eða em á svipaðri línu f stjómmálum: ögn hægra megin við miðju, eins og for- maður Borgaraflokksins, Júlíus Sólnes, komst að orði. Tálsmenn Frjálslyndra segja að í raun sé ekki í takt við tímann að tala um hægri eða vinstri öfl í þjóðfélag- inu. Hér sé fyrst og fremst um að ræða alþýðufólk sem sé að berjast fyrir hagsmunum sínum. Júlíus Sól- nes sagðist líta svo á að þetta fram- boð væri aðeins fyrsta skrefið í átt til sameiningar frjálslyndra afla í þjóð- félaginu. Frjálslyndir stefna að framboði í öllum kjördæmum landsins. Þegar hefur verið gengið frá framboðslist- um í Reykjavík og á Reykjanesi. í Reykjavík skipar Guðrún Jónsdóttir arkitekt efsta sætið og Guðmundur Ágústsson alþingismaður annað sætið. Á Reykjanesi er Júlíus Sólnes ráðherra í efsta sætinu og Ólína Sveinsdóttir deildarstjóri í öðru. Júlíus segir raunhæft að í báðum þessara kjördæma megi búast við að ná inn 2 til 4 mönnum og einum manni á Suðurlandi. Þar mun ÓIi Þ. Guðbjartsson skipa efsta sætið. Mildi, mannúð, virðing fyrir ein- staklingnum og athafnafrelsi hans er grunntónninn í stefnuskrá Frjáls- lyndra. Ennfremur er lagt til að skattar á helstu lífsnauðsynjum verði lækkaðir. Virðisaukaskattur verði í tveim þrepum: í því lægra, 6%, verði matvara og lífsnauðsynjar en í því hærra, 20%, verði allt ann- að. í atvinnumálum verði unnið að mótun atvinnustefnu til langs tíma og reynt verði að fullgera samninga um álver á Keilisnesi. Og að síðustu segir í stefnuskrá frjálslyndra að miðað við harðneskjulega stefnu EB í sjávarútvegsmálum komi aðild að bandalaginu ekki til greina. Eðlilegt sé að eiga góð samskipti við EB og freista skuli þess að bæta núgildandi viðskiptasamninga ef samningar EB og EFTA um EES gangi ekki upp. -sbs. ASÍ ályktar um EES Félagslega þáttinn verður að tryggja Aiþýðusamband Islands leggur miðstjómarfundarins að koma áherslu á að félagsmál sem verði í veg fyrir að Evrópa verði snerta hagsmuni launafólks verði að hreinu markaðskerfi. Félags- tryggð. I ályktun miðstjómar málin ná yfir þætti og aðgerðir á ASI segir að einn megintiígang- ýmsum mikilvægum sviðum. Þar urinn með EES samningnum sé má nefna félagslegt öryggi, að skapa betra samfélag fyrir menntun, jafnrétti, umhverfis- þegna allra aðiidarlandanna. Slíkt mái: eða umbætur á vinnu- og náist ekki ef hinn féiagslegri iífsskUyrðum almennt þáttur sé ekki tryggður. í ályktun ASÍ segir að einn meg- Innan ASÍ hefur verið fylgst ná- in tUgangurinn með EES-samn- ið með gangi samningaviðræðna ingnum hljóti að vera að skapa EFTA og EB um EES enda getur betra samfélag fyrir alla þegna niðurstaða þeirra skipt miklu fyr- aðildarlandanna. ASf leggi því ir íslenskt launafólk. Af hálfu áherslu á að ábyrgð íslenskra ASÍ er lögð mikil áhersla á að fé- stjómvalda til að í EES samning- lagsmál fái verðugan sess í EES unum fái hinn félagslegi þáttur samningunum. Segir í ályktun það vægi sem honum ber. -sbs. Afgreiðsla í vöruflugi verði frjáls Nefnd sem forsætis-, samgöngu- og utanríkisráðuneyti skipaði í upp- hafi þessa árs til að gera tillögur um almenna stefnumótun um fraktflug til og frá landinu, leggur til að afgreiðsla í vöruflugi verði gefin frjáls. Einnig að lögum og reglugerðum verði breytt þannig að ekki þurfi að tollafgreiða vöm sem fiutt er í innsigluðum gámi í toll- vömgeymslu í Reykjavík. Nefndin bendir á fimm leiðir til að afgreiða flugvélar í Keflavík. í fyrsta lagi að Flugleiðum verði áfram falin öll afgreiðsla eins og verið hefur. Nefndin telur þetta fyrirkomulag hagstætt þar sem Flugleiðir sjá nú um rekstur sem ella væri á hendi hins opinbera. í öðru lagi að af- greiðsla í vöruflugi verði gefin frjáls. Nefndin mælir með þessari leið og telur að hún þurfi ekki að auka verulega á starfsemi flugmálayfir- valda á Keflavíkurflugvelli þar sem umfang í vöruflugi er lítið. í þriðja lagi að afgreiðsla í farþegaflugi verðl gefin frjáls. í fjórða lagi að afgreiðsla farþega- og vöruflugs verði gefin frjáls. Þessir tveir kostir myndu hafa mestar breytingar í för með sér og , myndu hafa talsverð útgjöld í för með sér fyrir flugmálayfirvöld á Keflavíkurflugvelli. Að íokum er bent á þá leið að afgreiðslu í farþega- og eða vöruflugi verði falin einum aðila t.d. nýju hlutafélagi. Líklega yrði Flugleiðir stór hluthafi í slíku hlutafélagi, en væntanlega myndi draga úr tortryggni í garð Flugleiða. Nefndin telur að lendingar- og af- greiðslugjöld á Keflavíkurflugvelli séu síst hærri þar en á sambærileg- um flugvöllum í nágrannalöndum okkar. Nefndin bendir hins vegar á að hugsanlega þyrfti að vera meiri sveigjanleiki í gjaldtöku, sérstaklega ef tekið er tillit til hvaða viðskipti kunni að vera í vændum. -EÓ |fj KJÖRSKRÁ Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara 20. apríl nk. liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 2. apríl til 20. apríl nk. Þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrifstofu borg- arstjóra eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi þriðju- daginn 9. apríl. Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík 25. mars 1991 Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.