Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 27. mars 1991 Tíminn 13 VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudag- inn 4. apríl kl. 20.30 að Skipholti 50A (Sóknar- sal). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Félagar, sýnið skírteini við innganginn. Stjómin Mosfeilsbær Framlagning kjörskrár Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 20. apríl nk. liggur frammi á skrifstofu Mosfellsbæjar, Hlé- garði, frá og með 2. apríl 1991. Kærufrestur vegna kjörskrár er til kl. 12.00 þriðjudaginn 9. apríl 1991. Bæjarstjórí Mosfellsbæjar Robin OG dælur FRÁ rX"' BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mfn Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 BILALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga nieð útibú allt í kringum landið, gera þér múguiegt að leigja bíl á einuni stað og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bilarnir alltaf til taks f&A----- M 1 * - Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjöröur: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjöröur: 97-31145 Höfn í Homaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR it V Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför eiginmanns míns, fósturföður og afa Ketils Vilhjálmssonar bónda í Meirí-Tungu Holtahr., Rang. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfræðingum og starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun. Þórhalla Ólafsdóttir Jóna Sveinsdóttir Gísli Magnússon Þórhalla G. Gísladóttir Ketill Gíslason Sigríður Ó. Gísladóttir Guðbjörg Gísladóttir Árbjörg A. Gísladóttir Guðríður Gísladóttir SPEGILL SrEUILL ■. ' ■ MHBHM Serge Gainsbourg bráðkvaddur: Hann var ástmögur Frakka — þrátt fyrir óhollt líferni Frökkum brá illilega í brún fyrr í þessum mánuði þegar hinn um- deildi en þó sídáði lagahöfundur, kvikmyndaleikstjóri, leikari og poppsöngvari Serge Gainsbourg dó úr hjartaslagi, sextíu og tveggja ára gamall. Sambýlis- kona hans, Caroline von Paulus, kom að þessum síbernska samfé- lagsskelfi látnum í íbúð hans. Lögreglan neyddist til að halda í skefjum hinum fjölmörgu sorg- mæddu aðdáendum sem söfnuð- ust að húsi hans í Latínuhverfinu í París. Hún hleypti þó í gegn fyrrverandi sambýliskonu hans til langs tíma og móður dóttur hans, Charlotte, bresku leikkon- unni Jane Birkin og gamalli vin- konu, Catherine Deneuve, til að votta honum hinstu virðingu. Serge Gainsbourg var ekki smá- fríður maður og þótti sannast sagna ekki alveg í húsum hæfur, ekki meðal betra fólks a.m.k. T.d. er fræg sú saga þegar hann drakk sig ofurölvi í garðveislu í Elysée- höll. Það féll ekki heldur alls staðar í góðan jarðveg þegar hann útsetti franska þjóðsönginn í reggae-takti. Mörg fleiri uppá- tæki hans ögruðu betri borgur- um, en þeir eru lfka margir sem fýrirgáfu honum næstum því hvað sem var. Enda þóttu söng- textarnir hans alveg afbragð og þá er hægt að líða höfundinum margt. Frægastur, bæði heima fyrir og utan Frakklands, var þó flutning- ur hans og Jane Birkin á laginu Je t’aime, þar sem þau stynja sig í gegnum lagið með ótilgreind- um hljóðum. Lagið hlaut þá upp- hefð að bannað var að spila það í BBC og Vatíkaninu, en það hefur oft heyrst í útvarpi hér og er enda söluhæsta plata Gainsbourgs. Lífsstfll hans var síður en svo heilsusamlegur. Hann sást sjaldnast öðruvísi en með sígar- ettu milli varanna og á mismun- andi ölvunarstigi. Skeggbrodd- arnir voru oftar en ekki a.m.k. þriggja daga gamlir. En ungum konum fannst hann ómótstæði- legur. Hann var margsinnis búinn að fá hjartaáfall og 1989 voru tveir þriðju af lifrinni teknir burt. Það var því auðséð að hann yrði ekki langiífur. Serge Gainsbourg bjó með Jane Birkin í 12 ár og saman gerðu þau lagið Je t’aime víðfrægt. Catheríne Deneuve var Serge trygg og góð vinkona allt til loka. Meistarí almennings- dansmenntar nýlátinn, 95 ára að aldri Arthur Murray kom á fót keðju um 500 dansskóla í Bandaríkjun- um og færði síðar út kvíarnar til Bretlands, Þýskalands, Austurrík- is, Mexíkó og Kanada. Meðal nemenda hans má nefna margt frægt fóik og er t.d. sagt að Elea- nor Roosevelt hafi lært að dansa skv. aðferð hans, svo og hertog- inn af Windsor, John D. Rocke- felier yngri og hnefaleikarinn Jack Dempsey, að ógleymdum milljónatugum minni spámanna. Þessum nemendum sínum öllum opinberaði Murray leyndardóma tangós, vais, foxtrots og ekki síst eftiriætisdans hans sjálfs, bossa nova. Arthur Murray fæddist í New York og hlaut nafnið Moses Te- ichman. Hann tók upp sjálfsnám í dansi eftir að hafa orðið að kyngja þeirri athugasemd að hann dansaði eins og vörubíl- stjóri! Sjálfsnámið tókst svo vel að hann varð eins og nýr maður og hann vildi gjarna útbreiða þetta fagnaðarerindi. Fljótlega fór hann að selja danskennslu í pósti, stakk myndum af fótaför- um sem sýndu sporin í umslag til þeirra sem greiddu fýrir. Fyrsta Arthur Murray á heiðurinn af því að hafa kennt milljónum manna fótamennt, jafnt háum sem lágum víða um heim. Hann er nú nýlátinn í Honolulu, 95 ára að aldri. dansskólann sinn stofnaði hann hins vegar þegar hann var aðeins 18 ára gamall.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.