Tíminn - 27.03.1991, Síða 10

Tíminn - 27.03.1991, Síða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 27. mars 1991 MINNING Þórunn Hansdóttir Wium Pædd 16. október 1928 Dáin 11. mars 1991 Þá er þessu furðulega ævintýri lokið, var það íyrsta sem mér kom í hug þegar ég frétti andlát Þórunnar Wi- um. Aldrei aftur fer ég með ferjunni frá Esbjerg yfir til Nordby, geng á land í langri halarófu fólks, hjóla og bíla og fer yfir veginn, upp í gegnum litlu götuna og inn á Hovedgaden fyrir framan pósthúsið. Ég geng ekki fram- ar eftir steinlagðri, hlykkjóttri og þröngri Hovedgaden og virði fyrir mér kunnugleg, gömul hús með verslunum og auglýsingaskiltum og bíð þess með óþreyju að við mér blasi lítið, rautt hús með stráþaki og gafl- inn út í götuna. Þama er það loksins og þarna er eldhúsglugginn sem veit út að götunni og útihurðin og stofú- glugginn. En oftast var farið inn í lít- inn garð sunnan við húsið og barið á tvískipta hurð eins og í kúrekamynd- um eða bara gengið beint í bæinn. í þessu nærri þrjú hundruð ára gamla húsi var ríki Þórunnar Wium. í litlum stofúm með loftbitum sem maður varð að beygja sig undir, þar hófst æv- intýrið sem allir tóku þátt í sem þang- að komu. Þegar við heimsóttum Þómnni Wi- um fyrst haustið 1982 vissum við næsta lítið um hana. Við hefðum ef til vill átt að leggja betur við hlustir þeg- ar fólk, sem við höfðum talað við á Fanö og vissi að við vomm íslending- ar, sagði undir eins: „I kender da frök- en Wium?“ Þetta vomm við búin að heyra æði oft áður en við hringdum í hana og spurðum hvort við mættum líta inn. En við lögðum ekki neina sérstaka merkingu í þessi orð, ekki fyrr en seinna. Við vomm líka ósköp fáfróð um Fanö á þessum tíma og þegar við ókum eftir Hovedgaden í leit að nr. 44 horfðum við undrandi á sjóinn sem flæddi upp í þvergöturnar og hugsuðum með okkur að þetta væri merkilegt, en kannski væri það daglegt brauð. Hjá Þómnni vom þá staddir tveir ungir, danskir piltar úr sjómanna- skólanum í Nordby. Þeir vom að gera einhverjar ráðstafanir sem við áttuð- um okkur heldur ekki á. En brátt vor- um við leidd í allan sannleikann. Það var stormur og Norðursjávarflóð í að- sigi. Réttu ári áður hafði komið þama mikið flóð og þá höfðu þessir sömu piltar, alveg ókunnugir, barið upp á hjá Þómnni og boðið fram hjálp sína. Sjórinn hafði flætt inn í hús hennar eins og svo margra annarra sem þama bjuggu. Fólkið varð að flýja og það var ekki fyrr en eftir marga mán- uði, þegar búið var að gera húsin upp og hreinsa þau, að flutt var í þau aftur. Nú vom blessaðir drengirnir mínir, eins og Þómnn kallaði þá, að hjálpa henni og loka niðurföllum og setja lokur fyrir aðra útihurðina ef flóðið færðist ofar. Það varð ekki í þetta sinn og nú hefur verið gerður vamargarð- ur meðfram sjónum, þannig að neðstu húsin í Nordby em ekki í jafn- mikilli hættu og áður var. Þessir drengir sem þama vom mættir urðu auðvitað heimilisvinir í Hovedgaden 44 og annar hálfgerður fóstursonur. En hver var svo Þómnn Wium og hvemig stóð á henni á þessari litlu eyju utan við Esbjerg? Smátt og smátt áttuðum við okkur á því og þó ... Ævi og örlög Þómnnar Wium vom manni sífellt undmnar- og ævintýra- efni, en allir sem kynntust henni bár- ust inn í það ævintýr áður en þeir vissu af. Þómnn Wium var fædd á Asknesi við Mjóafjörð 16. október 1928. Hún var dóttir hjónanna Önnu Ingigerðar Jónsdóttur og Hans Guðmundssonar Wium sem þá bjuggu á Asknesi og seinna á Reykjum í sömu sveit og var hún elst af ellefu bömum þeirra hjóna. Mjóifjörður var alltaf hennar staður þó að hún yrði að fara þaðan fljótlega eftir fermingu að leita sér lækninga. Hún var á sjúkrahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík og síð- an var hún send til Kaupmannahafn- ar til frekari lækninga með Drottn- ingunni 1947. Eftir það átti hún aldr- ei heima á íslandi nema sem gestur mislangan tíma. Hún taldi þó jafnan lögheimili sitt í Mjóafirði og vinur hennar og fyrmrn kennari, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, gætti þess að hún dytti ekki út af skrá. Þómnn var héma heima síðast sumarið 1987, en var þá flutt, líkt og 40 ámm áður, fársjúk á sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Þómnn Wium hafði þann sjaldgæfa eiginleika að líta á líf sitt og annarra sem margslungið, ótrúlegt ævintýri og smita aðra með þessu óvenjulega viðhorfi. Sennilega hefur frábær frá- sagnargáfa hennar og öll framkoma átt sinn þátt í því. Hún var óvenjuleg sagnamanneskja og ég var ekki hissa þegar ég heyrði það einu sinni haft eftir Hans Brink, presti í Sönderho á Fanö, að í henni hefði hann uppgötv- að hinar nýju íslendingasögur. Á heimili hans dvaldi hún eitt sinn nokkrar vikur eftir slys sem hún hafði orðið fyrir. Allt veikindastríð Þómnnar varð henni ótæmandi bmnnur sagna af skemmtilegu fólki, kynlegum örlög- um og fúrðulegum atburðum sem hentu hana þegar verst stóð á. Ótrú- leg flugferð frá Vestmannaeyjum í stríðinu þegar hún var flutt fárveik á Landspítalann. Sjóferð þessarar kom- ungu, veiku stúlku með Drottning- unni til Kaupmannahafnar þegar hún kynntist uppáhaldsskáldinu sínu, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem gerðist vemdari hennar á leiðinni og sá um að hún fengi að fara í land í Færeyjum og upp frá því tók hún sér- stöku ástfóstri við Færeyinga. Allt urðu þetta undursamleg ævintýr. Og áfram héldu ævintýrin endalaust. Læknirinn hennar, prófessor Erik Husfeldt, sem gerði á henni skurðað- gerð kom henni í skóla hjá Hándar- bejdets Fremme. Þar lærði hún kven- fatasaum og setti síðan á stofn sína eigin saumastofu í Kaupmannahöfn. Og seinna kynni hennar af Fanö, en þangað hafði prófessor Husfeldt sent hana um sumartíma til þess að henni yrði gott af hreinu sjávarloftinu. Þar átti hún eftir að setjast að og eignast sitt eigið hús og setja á stofn sauma- stofu og verslun. Allt þetta og ótal- margt fleira var í hennar huga röð af undursamlegum tilviljunum eða æv- intýri sem hún og allir vinir hennar og ættingjar tóku þátt í og áttu með henni. 1 Hovedgaden 44 varð fljótlega okkar fasti viðkomustaður á Fanö. í fyrstu urðum við dálítið undrandi þegar fólk var stanslaust að koma, flestir án þess að berja að dyrum. Þarna streymdi fólk látlaust inn, ungir og gamlir, flestir í smáerindum eða bara til þess að spjalla og fá sér kaffitár og kannski pönnuköku. Þórunn var oftast í miðju kafi að steikja pönnukökur þegar við komum og þá jafnframt að svara í símann eða sinna gesti. En fljótlega hættum við að furða okkur á nokkru sem gerðist í þessu húsi. Við höfðum heyrt eftir einum dönskum vini hennar að Hovedgaden 44 væri eins og járnbrautarstöðin í Frederic- ia, þar væri látlaus traffík og þar kæmu allir við til þess að skipta um lest. Gestimir voru líka eins ólíkir og hugsast gat. Danskir eða færeyskir rithöfundar, íslenskir listamenn, sjó- menn frá íslandi eða Færeyjum, hús- mæður og börn frá Fanö eða Kaup- mannahöfn, heimilisfeður og gamal- menni og svo endalaus runa af Islend- ingum. Einhvern tíma þegar við vorum að ræða þetta við Þórunni svaraði hún á þessa leið: „Ég þekki íslendinga um leið og ég sé þá. Ég er kannski að sauma héma við gluggann og verður litið út. Þá sé ég fólk koma eftir göt- unni og veit um leið að þetta em ís- lendingar. Þið getið reitt ykkur á að þá hleyp ég út og spyr hvort ekki séu íslendingar á ferð og þá sé ég meira að segja á svipnum að þetta eru ættingj- ar einhverra sem ég þekki á íslandi en hef ekki lengi séð. Auðvitað býð ég þeim í bæinn. Finnst ykkur ég ekki vera heppin að hitta þetta fólk?“ Þetta óvenjulega viðhorf til lífsins afvopn- aði okkur gjörsamlega og árið sem við dvöldum á Fanö fór fyrir okkur eins og öllum öðmm vinum Þómnn- ar Wium að áður en varði var hún orðin ein af fjölskyldunni og vinir okkar og fjölskylda sem heimsótti okkur varð líka að heimsækja hana og hún fylgdist með því alla tíð síðan af sama áhuganum hvað okkar fólki leið. Við sögðum stundum við Þómnni að hún væri einn besti sendiherra sem ísland ætti í Danmörku. Þessu tók hún með gamansemi. En sannast sagna var hún verðugur sendiherra. Þó að hún hefði neyðst til þess aö flytja frá íslandi sem unglingur gíeymdi hún aldrei landinu sínu eða tungunni einn einasta dag. Hún var óþreytandi að fræða Dani og annarra þjóða fólk um ísland og mörgum leið- beindi hún sem ákvað að heimsækja landið. Hún kenndi skólabömum á Fanö, bæði í Sönderho og í Nordby, eftir að hún hætti að reka saumastof- una, og þau börn vom leidd í allan sannleikann um þetta dásemdarland sem danskar skólabækur segja ekki mikið um. Samt veit ég að Dönum fannst þeir eiga talsvert mikið í henni. Hún vissi deili á flestum á Fanö og þekkti ættir þar betur en margur innfæddur. Hún var sérfræð- ingur í þjóðbúningum á Fanö og Vestur-Jótlandi og oft leitað til henn- ar í þeim efnum. Hún var afskaplega vel að sér í öllu sem gerðist í Dan- mörku, hvort heldur var á lista-, stjórnmála- eða menningarsviði. Hún fylgdist einnig vel með öllu sem var að gerast hér heima. Hún átti gott safn danskra, þýskra og íslenskra bóka og fékk iðulega send íslensk blöð og þætti úr íslenska útvarpinu á snældum og seinna myndbönd með sjónvarpsþáttum. Á vissan hátt var Þómnn Wium orð- in þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og ég veit að hún verður það áfram á Fanö. Hver á nú að sauma brúðar- kjóla? Hver getur saumað þjóðbún- inga? Hver er kominn á fætur fyrir allar aldir á Fanödaginn eða Sönder- hodaginn til þess að klæða konur, ungar og gamlar, í þjóðbúninga? Hver kann að binda höfuðbúnaðinn rétt? Hver bakar hlaða af pönnukök- um, aðstoðar við stórafmæli, tekur þátt í sorgum og ástvinamissi? Hver getur aðstoðað ungmenni sem þurfa að komast í skóla í Kaupmannahöfn? Hver getur veitt einhverjum vesal- ingi, sem allir em orðnir dauðþreytt- ir á, húsaskjól? Hver tekur smáböm, hunda eða ketti í fóstur þegar foreldr- ar eða eigendur þurfa að bregða sér þæjarleið? Og hver skammar yfirvöld- in þegar á einhvem er gengið? Allt þetta átti Þómnn til og ótalmargt fleira. Því var nýkominn íslendingur óðara spurður: „De kender sikkert fröken Wium?" En þrátt fyrir þetta allt var Þómnn Wium mestalla ævina að berjast við illvígan sjúkdóm sem Iét hana aldrei alveg í friði og var óvenju miskunnar- laus síðustu árin. Hún lagði þó aldrei árar í bát. Ég heimsótti hana fyrir mánuði. Þá var allt snævi þakið í Dan- mörku og ís á leiðinni milli Esbjerg og Fanö. Hún lá heima og stórt sjúkrarúm hafði verið flutt í litlu stof- una hennar við ganginn þar sem gengið var inn í húsið. Guðmundur bróðir hennar, sjómaður og bóndi í Þingeyjarsýslu, var þá hjá henni. Hún hafði hjá sér handhægan síma, út- varp, sjónvarp og neyðarbjöllu. En samt var þetta líkt og í gamla daga. Fólk gekk inn án þess að berja, sjó- maður kom með nýveidda ýsu og skellti á eldhúsborðið, kona kom með flíkur sem hún hafði verið að prjóna á eitthvert hinna óteljandi smábama sem Þórunn elskaði, drengur kom með blómvönd frá konu sem hún hafði saumað á brúðarkjól fyrir ótal árum, síminn hringdi og alltaf var hugur Þórunnar vakinn og sofinn yf- ir velferð einhvers sem þurfti að sinna. Hjúkrunarkonurnar, sem komu kvelds og morgna að sinna henni, voru auðvitað komnar inn í ævintýrið. En Helena, besta vinkona hennar á Fanö, sem hefur stutt hana með ráðum og dáð síðustu árin, hafði þurft að skreppa úr bænum og ein- kennilegt var að koma í Hovedgaden 44 án þess að heyra hressandi mál- róm hennar og hlátra óma um húsið. Nú er vika liðin síðan Þórunn Wium andaðist og í fyrstu fannst mér að æv- intýrinu væri lokið, þessu ævintýri að kynnast henni og öllu sem því fylgdi. En á þessum vikutíma hefi ég fundið það betur og betur að því fer fjarri og því lýkur eflaust ekki á næstunni, sagnir af henni munu ganga frá kyn- slóð til kynslóðar á Fanö og hér heima. Hvar og hvenær sem er get- um við átt von á því ef Fanö, Mjóa- fjörð eða ísland ber á góma að heyra þessa spurningu, blandna forvitni og eftirvæntingu: Þekktirðu kannski Þórunni Wium? Kendte du máske fröken Wium? Haben Sie Fraulein Wium gekannt? Kendir tú fröken Wi- um? Var ekki einhvern tíma sagt að aldr- ei fyrntist minning þess sem gæti sér góðan orðstír? Systkinum Þórunnar Wium og þeirra fólki sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Ég veit að henni var það ómetanlegt hversu vel þau hafa reynst henni alla tíð og þá einkanlega síðustu árin og ekki hvað síst Jóna systir hennar sem var hjá henni meira og minna þar til yfir lauk. Við hin, sem vorum svo lánsöm að kynn- ast henni og verða þátttakendur í æv- intýri Iífs hennar, hljótum að minnast hennar með gleði og undrun og ekki kæmi mér á óvart þótt farnar yrðu eins konar pílagrímsferðir til Fanö eða Mjóafjarðar. Steinunn Bjarman Útför Ólafs Þorsteinssonar Sólheimum 27, Reykjavík erfram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á M.S. félagið. Guðbjörg Einarsdóttir Þorsteinn Ólafsson Þóranna Pálsdóttir Einar Ólafsson Guðbjörg Sveinsdóttir Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apóteka I Reykjavík 22.-28. mars er I Laugavegsapóteki og Holtsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast e'itt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar i síma18888. NeyðarvaktTannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á slórhátiðum. Slm- svari 681041. Hafnarflörður Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvf apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. A helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavikur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frí- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. A Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin ki. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiönir, simaráöleggingar og tlmapant- anir I síma 21230. Borgarsprtalinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðlr fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Sefljamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga Id. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Sfmi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarflönðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sál- fræðilegum efnum. Simi 687075. Landspitalinn: Alla dagakl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspltalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarfaúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga ki. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Hellsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30 - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifllsstaðaspitali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitall Hafnarfiröl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarogá hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartfmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga Kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Sdtjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Hafharflöröur Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvllið og sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, sími 11666, slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isaflöröir Lögreglan sími 4222, slökkvilið siml 3300, bmnasími og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.