Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 27. mars 1991
ÚTLÖND
Samkomulag að nást um vopnahlésskilmála hjá Öryggisráðinu:
STJORNARHERINN GER-
IR ATLÖGU AÐ KIRKUK
Tálsmaður uppreisnarmanna Kúrda sagði í gær að íraski stjómar-
herinn væri að reyna að ná olíuborginni Kirkuk aftur á sitt vald.
Hann sagði að harðar loftárásir hefðu verið gerðar á borgina og
landherinn hafi beitt stórskotaliði gegn uppreisnarmönnum í borg-
inni og reyndi að einangra hana með því að loka vegum sem liggja
að henni. Bandaríska vamarmálaráðuneytið staðfesti í gær orð upp-
reisnarmanna um að þeir hefðu hmndið sókn stjóraarhersins að
borginni.
Uppreisnarmenn hafa sagt að þeir
hafi náð borginni Monsúl á sitt vald en
samkvæmt upplýsingum frá banda-
rískum yfirvöldum þá mun hún vera
eina borgin í Kúrdistan sem enn er í
höndum stjómarhersins.
Allt bendir nú til þess að Lýðveldi-
svörður Saddams Hussein hafi að
mestu bælt niður uppreisnina í Suður-
írak en litlar fréttir bárust þaðan í gær.
Stjómarerindrekar hjá Sameinuðu
þjóðunum sögðu í gær að þær aðildar-
þjóðir að Öryggisráði Sþ. sem hefðu
neitunarvald væru að komast að sam-
komulagi um vopnahlésskilmála. f
skilmálunum er m.a. gert ráð íyrir að
írakar eyðileggi öll gereyðingarvopn
sín, landamæri Kúvæts og íraks verði
skilgreind nákvæmlega, komið verði á
fót eftirlitssveitum á vegum Sþ. á
svæðinu og að írakar greiði stríðs-
skaöabætur. Einnig er gert ráð fyrir að
fjölþjóðaherinn, sem enn er í suóur-
hluta íraks, dragi sig af svæðinu.
Marlin Fitzwater talsmaður Hvíta
hússins sagði að ekki væri ólíklegt að
bandaríski herinn kæmi sér upp
stjómstöð við Persaflóa þannig að
bandaríski herinn gæti brugðist skjótt
við hættuástandi á svæðinu. Tálið er
líklegt að hún muni koma til með að
vera í Bahrain ef af henni verður.
Tálsmenn uppreisnarmanna í írak
sögðu að írösk þyrla hefði lent í íran í
gær og hefði áhöfn hennar beðið þar-
lend yfirvöld um pólitískt hæli í land-
inu. Tcilsmennimir sögðu að hún hefði
verið hlaðin efhavopnum sem væru
bönnuð samkvæmt alþjóðlegum lög-
um og áhöfnin hefði átt að beita þeim
gegn uppreisnarmönnum í borgunum
Basra og Amara í Suður- írak. Upp-
reisnarmenn hafa skorað á fjölþjóða-
herinn við Persaflóa að beita sér gegn
flugher íraka. Marlin Fitzwater tals-
maður Hvíta hússins sagði á mánudag
að hann hefði engar sannanir fyrir því
að íraski stjómarherinn notaði flug-
Talið er líklegt að stjómarherínn beiti efríavopnum gegn uppreisnarmönnum. Myndin er af fómarlambi efna-
hernaðar iraka gegn frönum 1980-1988.
vélar gegn uppreisnarmönnum en manna um að íraskar flugvélar yrðu vopnahléssamningana sem gerðir
hann ítrekaði viðvaranir Bandaríkja- skotnar niður ef þær brytu í bága við vom til bráðabirgða. Reuter-SÞJ
Malí, Afríku:
Herinn ger*
ir valdarán
w Skyndifundur rússneska fulltrúaþingsins:
Ottast aö róttækl-
ingar beiti ofbeldi
Herínn framkvæmdi valdarán í Afr-
íkuríkinu Malí í gærmorgun. For-
setinn Moussa Traore var handtek-
inn og færður til bækistöðva hers-
ins. Herínn myndaði svokallað
Þjóðfrelsisráð (NRC) sem ætiað er
að stjóma landinu til bráðabirgða.
Yfirmaður þess, undirofurstinn
Amadou Soumani, er nú æðsti
valdamaður landsins.
Soumani sagði í ávarpi til þjóðar-
innar stuttu eftir valdaránið að fjöl-
flokkalýðræði yrði komið á í land-
inu. Hann sagði að yfirmenn hersins
mundu ræða fljótlega við leiðtoga
lýðræðissinna. „Það er tími til kom-
inn að spyrna við spillingu, frænda-
hyglingu og gróðabralli," sagði Sou-
mani og hvatti til samstöðu og ár-
vekni meðal þjóðarinnar. Ávarpi
hans var útvarpað reglulega af seg-
ulbandi.
Þjóðfrelsisráðið (NRC) lokaði fljót-
lega eftir valdaránið fyrir öll fjar-
skipti við útlönd. Einnig var al-
þjóðaflugvellinum í höfuðborginni
Bamako lokað og komið á næturút-
göngubanni.
Malí var eitt af fáum lýðveldum í
Vestur-Afríku sem enn var stjórnað
af einum stjórnmálaflokki. Moussa
Traore, forseti landsins sem fram-
kvæmdi valdarán árið 1968, hefur
alla tíð staðið gegn lýðræðisumbót-
um. Mikið fór að bera á lýðræðis-
hreyfingum í Afríku á síðasta ári og í
byrjun janúar tóku lýðræðisöflin í
Malí að láta til sín taka og síðan má
segja að stjórnmálaólga hafi ríkt í
landinu. Á föstudag setti ríkisstjórn
Traore neyðarlög á í landinu og næt-
urútgöngubann. En óeirðir brutust
út og kom til átaka milli lýðræðis-
sinna og her- og lögreglusveita sem
stóðu fram á sunnudag. Talið er að
a.m.k. 150 manns hafi látist og um
1.000 hafi slasast. Traore átti á
sunnudag fund með leiðtogum
stjórnarandstæðinga og samþykkti
hann að draga herinn af götum höf-
uðborgarinnar Bamako og sleppa
öllum pólitískum föngum. Einnig
ákvað hann að nema neyðarlögin úr
gildi. Lýðræðissinnar kröföust hins
vegar að forsetinn segði af sér og
boðuðu til allsherjarverkfalls á
mánudag til að leggja áherslu á
kröfur. Oeirðir brutust síðan út í
gær og framkvæmdi herinn valda-
rán í kjölfar þeirra.
Margir slösuðust í óeirðunum í
gær og a.m.k. þrír létust. Búist er
við tala látinna og slasaðra eigi eftir
að hækka. Reuter-SÞJ
Nokkrir harðlínukommúnistar og
lögreglustjórinn í Moskvu gáfu í
skyn í gær að róttækir umbótasinnar
gætu átt það til að beita ofbeldi á
fjöldafundinum sem boðaður hefur
verið í Moskvu á fimmtudag til
stuðnings Boris Jeltsins forseta
Rússlands en þann dag kemur rúss-
neska þingið saman til skyndifundar
en búist er við að vantrauststillaga
verði borin á Jeltsin á fundinum.
„Hver getur gefið tryggingu fyrir því
að glæpasamtök grípi ekki til vopna á
Oskarsverðlaunin voru afhent í Los
Angeles í fyrrinótt að íslenskum tíma.
Kvikmyndin „Dansar við úlfa“ fékk sjö
óskarsverðlaun og kemur það ekki á
óvart þar sem hún var tilnefnd til tólf
verðlauna.
meðan fúndinum stendur," sagði Pa-
vel Bogdanov lögreglustjóri í
Moskvu í viðtali við Prövdu, málgagn
Kommúnistaflokksins, og átti
greinilega við fjöldafundinn sem
boðað hefúr verið til á fimmtudag.
Aðstoðarritstjóri Prövdu segir að
undirbúningurinn að lokaatlögu rót-
tæklinga að Kreml sé hafinn. Fleiri
lýsa yfir áhyggjum sínum í blaðinu.
Sovéska ríkisstjómin bannaði öll
mótmæli í Moskvu frá og með gær-
deginum til 15. apríl að beiðni Mik-
„Dansar við úlfa" var m.a. valin besta
myndin og Kevin Costner sem leik-
stýrði myndinni og lék aðalhlutverkið
í henni var valinn besti leikstjórinn.
„Dansar við úlfa“ gerist árið 1860 og
segir frá liðsforingja í bandaríska hem-
hails Gorbatsjovs Sovétforseta. Borg-
arstjóm Moskvu, öryggislögreglunni
KGB og innanríkisráðuneytinu er
fyrirskipað að grípa til „nauðsynlegra
aðgerða" til að framfylgja banninu.
Búist er við uppgjöri Gorbatsjovs og
Jeltsins á þessu tímabili.
í gær lýsti sovéska fulltrúaþingið
verkfall kolanámumanna ólöglegt og
Valentín Pavlov forsætisráðherra
Sovétríkjanna sagði að slæm kjör
verkamanna væm rússnesku ríkis-
stjóminni að kenna. Reuter-SÞJ
um sem ákveður að gerast liðhlaupi og
búa með indíánum. Myndin hefur náð
miklum vinsældum bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum og hafa vinsældir
hennar verið mun meiri en ffamleið-
endumirbjuggustvið. Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
Singapore - Flugvél frá Singa-
pore Airíines var rænt á leiðinni frá
Kuala Lumpurtil Singapore f gær.
Farþegarog áhöfn voru 129. Flug-
raeningjamir héklu fölkjnu í gísiingu
á flugvellinum f Singapore.
Abfdjan - Herinn í Vestur- Affíku-
ríkinu Malí framkvæmdi valdarán i
gær og þar meö er einræöisstjóm
Moussas Traores fýrrverandi for-
seta lokið en hann framkvæmdi
valdarán í landinu árið 1968. Blóð-
ug átök hafa verið í landinu undan-
fama daga milli lýðræðissinna og
her- og lögreglusveita og talið
a.m.k. 150 manns hafi látist og um
1.000 slasast Leiðtogi lýðræðis-
sinna sagði að herinn vikfi koma
lýðræði á f landinu.
Damascus -Talsmenn uppreisn-
armanna í frak sögðu í gær að
áhöfrí einnar þyríu iraska flughers-
ins hefði lent hermi í íran og beðið
um pólibskt hæli. Þeir sögðu að
þyrlan væri búin efríavopnum sem
væru bönnuð samkvæmt alþjóða-
lögum. Þeirsögðu einnig frá nýjum
loftárásum á oliuborgina Kirkuk í
Kúrdistan og að sfjómarherinn
væri að reyna að ná borginni aftur
á sitt vald en uppreisnarmenn
Kúrda náöu völdum i hennl í sein-
ustuviku.
Moskva - Sovéska fúlHrúaþíngið
skoraði í gær á kolanámumenn að
hætta veridallinu en ráðherrar sov-
ésku ríkissQómarinnar hafa sagt
að það sé þegar faríð að hafa áhrif
á efríahaginn.
Yfirvöld í Rússlancfi birtu í gær
áætiun um úrbætur f efríahagsmál-
um lýðveldisins. En fbrsætisráð-
herra lýðveldisins, Ivan Silayev,
sagði að enginn árangur mundi
nást í efnahagsmálum nema kola-
námumenn hættu verídallinu.
Belgrad - Stjómvöld í Serbíu og
Króatíu, stærstu lýðveldum Júgó-
slavíu, hafa sett sér það mark að
leysa þá kreppu sem ríkir i Júgó-
slavíu innan tveggja mánaða
Nikósía - Þjóðþingið í írak kemur
saman 6. apríl til aö ræða um
breytingar á stjómkerfinu ti aukins
lýðræðis og til að raeða um upp-
reisnimar sem geisaö hafa í land-
Inu síðan Persaflóastríðinu lauk,
að sögn opinberu frettastofunnar
INA í (rak í gær.
Peking - JarðskjáHti, sem mældist
5,8 á Richter, varð nálægt borginni
Datong í Norður-Kfna i gær. Rúm-
lega hundrað manns slösuðust og
nálægt fimmtán hundruð hús eyði-
lögðust
Kúvæt - Ný rikissfjóm í Kúvæt
verðurkynntopinberiegaáfimmtu-
dag, að sögn opinberra embætis-
manna í fúrstadæminu. Fjórar vik-
ur eru nú liönar sfðan lartdið var
frelsað úr höndum Iraka.
Reuter-SÞJ
„Dansar við úlfa“ fékk sjö verðlaun