Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. mars 1991 Tíminn 9 Fækkun kransæðadauðsfalla bættum lífsháttum að þakka en ekki nýrri tækni eða lækningaaðferðum: Blóðtappadauði á hröðum flótta Kransæðadauösföllum fækkaði verulega hér á landi á síðari hluta níunda áratugarins, sérstaklega meðal miðaldra fólks og yngra, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sem greint er frá í Læknablað- inu. Sérstaka athygli vekur, að þessi fækkun er í beinu hlutfalli við fækkun kransæðatilfella, þ.e. þeirra sem veikjast. Þessi fækkun kransæðadauðsfalla er að mestu eða öllu leyti talin bættum lífshátt- um að þakka. En hinar nýju (og dýru) lækningarað- ferðir, lyf, tæki og tækni virðast eiga sára lítinn ef nokkum hlut að máli, að því best verður séð. Nikulás Sigfusson læknir á Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, er einn þeirra sem skrifar um þessa könnun í Læknablaðið. Já, það er alveg rétt skilið, að þessi lækkun sem fram hefur komið á dán- artíðni skýrist að langmestu leyti — eða 70-80% — af þeim breytingum sem orðið hafa á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Bættar lækn- ingaaðferðir gætu kannski átt þátt í 15-20% af þessum samdrætti í dánar- tíðni", sagði Nikulás. Það hlutfall kransæðasjúklinga sem dó hafi að vísu lækkað lítillega á því tímabili sem nákvæmastar tölur eru til um, 1981-1988. En munur sé hins vegar svo lítill, að hann sé ekki marktækur. Ennþá sé því ekki hægt að fuilyrða um það, að marktækt fleiri kransæða- sjúklingar haldi lífi vegna nýrra og bættra lækningaaðferða, lyfja og þess háttar. Á því tímabili sem hér um ræður hafa komið til blóðþynningar, æða- víkkanir, framhjáskeytingar æða, ný lyf og neyðarbíll svo nokkuð sé nefnt. „Allt þetta virðist þó ekki duga tii að ná fram marktækri lækkun dánar- hlutfalls miðað við lækkun krans- æðatilfeliá', sagði Nikulás. Könnunin nær aftur til ársins 1951. Tíðni krans- æðadauða meðal karla óx mjög hratt og hafði meira en tvöfaldast um 1965, þegar hún náði hámarki raunar hjá báðum kynjum. Fjöldi árlegra dauðs- falla breyttist síðan hlutfallslega lítið fram á níunda áratuginn. Dánartíðni Iækkaði hins vegar marktækt milli 1981-85 til 1986-88, eða um 17% hjá körlum og 12% hjá konum. Þær tölur miðast við meðal- tal allra aldurshópanna. En þar sem kransæðadauðsföllum hefur ekki fækkað meðal fólks 75 ára og eldra hefúr dánartíðnin lækkað hlutfalls- lega miklu meira meðal þeirra sem yngri eru, og mest í meðal fólks um og undir miðjum aldri. Sömuleiðis var kannað hverjar breytingar hefðu orðið á þrem helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma; þ.e. reykingum, kólestróls í blóði og blóðþrýstings. Niðurstöðumar em sagðar benda ti! þess að heildaráhætt- an af völdum þessara þriggja þátta hafi farið lækkandi frá miðjum átt- unda áratugnum og náð 34-37% lækkun 1988. Svo dæmi sé tekið reyktu 54% karla árið 1968 en aðeins 25% árið 1988. Þykir þetta benda til þess að áhrif breytinga á áhættuþátt- um komi fyrst fram allmörgum ámm síðar í fækkun kransæðatilfella. Sömuleiðis þótti athyglivert, að áhættan virðist minnka fyrst meðal þess hóps sem var í hvað mestri hættu. Síðan segir: „Breytingar á þessum þrem áhættu- þáttum virðast skýra lungann af Leiðrétting: Bandalag kvenna - ekki jafnaðarmanna Missagt var í Tímanum sl. laugar- dag að Bandalag jafnaðarmanna væri meðal eigenda hússins að Hall- veigastöðum við Túngötu í Reylqa- vík. Það rétta er að Bandalag kvenna í Reykjavík er einn þriggja eigenda að húsinu. Leiðréttast þessi leiðu mis- tök hér með. fækkun kransæðadauðsfalla, að minnsta kosti í aldurshópi 45-64 ára, þar sem hlutfallslækkunin er svipuð á áhættu og dánartíðni. Niðurstöður þessara rannsókna gætu því samrýmst því að skýra megi stóran hluta fækkunar kransæða- dauðsfalla á íslandi síðustu árin með breytingum á þrem helstu áhættu- þáttum kransæðasjúkdóms, þ.e. reyk- ingum, kólesteróli og slagbilsþrýst- ingi". Nikulás telur niðurstöður þessarar könnunar sýna það alveg ótvírætt að með breyttum lífsháttum sé hægt að ná umtalsverðum árangri í barátt- unni við kransæðasjúkdóma — og kannski miklu meiri heldur en unnt væri að ná með miklum og flóknum lækningatækjum, þótt auðvitað þurfi læknar líka á þeim að halda. Er þá kannski hætt við að fólk sé haldið nokkurri oftrú á ýmiss konar „undratækjum'? Já, maður verður talsvert var við það að fólk er svo tæknilega sinnað á öllum sviðum nú til dags, að það heldur að hægt sé að leysa öll vanda- mál með nýrri, dýrari og flottari tækjabúnaði. En í þessu efni, þegar um er að ræða sjúkdóma eins og kransæðasjúkdóma, sem menn þekkja í raun enga lækningu á, þá held ég að forvarnirnar séu eiginlega það eina sem líklegt er að skili ein- hverjum árangri, svona eins og sakir standa hjá okkur núna“, sagði Niku- lás Sigfússon, iæknir. - HEI Hér má glöggt sjá hve kransæðadauösföllum flölgaði hlutfallslega mik- iö meðal karia upp úr miðri þessari öld, sérstaklega þó í yngstu aldurs- hópunum. Og síðan í öðru lagi hvað þeim hafur fækkað mikið á síðari helmingi níunda áratugarins, og þá sömuleiðis mest í yngstu aldurshóp- unum. Hjá körlum undir 45 ára aldri eru dauðsföll nú orðin hltufallslega færri heldur en um 1950. Bifreiðaskoðun íslands Ný skoðunarstöð opnuð á Akureyri Ný skoðunarstöð Bifreiðarskoðunar íslands var opnuð á Akureyri sl. fimmtudag, og er þetta fyrsta stöðin sem opnuð er utan Reykjavík- ur. Húsnæði stöðvarinnar er 450 fermetrar, og kostaði fuílbúið tækjum um 50 milljónir króna. Tvær brautir eru í húsinu, önnur fyrir fólksbifreiðar og hin fyrir vörubfla. Afkastageta stöðvarinnar er 20 þúsund bflar á ári. Starfsmenn stöðvarinnar eru fjórir, og er Þor- steinn Friðriksson forstöðumaður hennar. Allmikil breyting er á skoðun bif- reiða með tilkomu stöðvarinnar. F.o.f. batnar aðstaða skoðunar- manna sem þurfa ekki lengur að skoða bifreiðar utandyra hvernig sem viðrar, og einnig verður skoð- unin nákvæmari í búnaði skoðunar- stöðvarinnar. Bifreiðum er nú ekið gegnum húsið og prófaðar í ýmsum tækjum.Ætlast er til að eigandi bif- reiðarinnar fylgi henni gegnum skoðunarstöðina, og fái þannig nauðsynlegar upplýsingar um ástand hennar. Meðal nýjunga sem teknar eru upp við skoðun eru mengunarmælingar á útblæstri bif- reiða. Ætlast er til að eigendur ökutækja á Eyjafjarðarsvæðinu, og austur í Þingeyrjarsýslu færi bifreiðar sínar til skoðunar á Akureyri. Þá er einnig stefnt að því að eigendur stórra bíla hvar sem þeir búa á landinu færi þá til skoðunar annað hvort á Akureyri eða í Reykjavík. Um helgina var einnig opnuð skoð- unarstöð fyrir Austurland, og er hún staðsett í Fellabæ. Áætlað er að ein skoðunarstöð verði í hverju kjör- dæmi Iandsins, og í sumar verður hafist handa viö framkvæmdir á þremur stöðum, á Selfossi, í Borgar- nesi og á ísafirði. Á þessum stöðum verða byggðar stöðvar með einni braut, og er áætlaður kostnaður við þessar þrjár stöðvar um 90 milljónir króna, 30 milljónir á hverja stöð. hiá-akureyri. Akureyri Listadag- ar í Lax- dalshúsi Um páskana verða haldnir lista- dagar í Laxdalshúsi á Akureyri. Að listadögunum standa fjöl- listamenn sem kalla sig Norð- anpiita, og hafa m.a. haldið tón- leika víðs vegar um Norðuriand undanfariö. Listadagarnir hefjast á föstu- daginn langa, en þá opnar Jón Laxdal Halldórsson listmuna- sýningu og hefst hún kl. 16.00. Sýningin verður svo opin frá kl.14.00-18.00 til og með 1. apríl. Laugardagskvöldið 30. mars kl.21.00 er boðið upp á bók- menntadagskrá, þar sem Guð- brandur Siglaugsson les upp úr verkum sínum. Á páskadags- kvöld kl. 21.00 mun síðan hljómsveitin Norðanpiltar verða Fyrsta Listahátíð æskunnar haldin 20. til 28. apríl nk.: Til að vekja athygli á listsköpun Menntamálaráðuneytið og Reykjavflcurborg efna til Listahátíðar æskunnar vikuna 20. til 28. aprfl nk., en í þeirri viku er sumardag- urinn fyrsti. Listahátíðin verður á ýmsum stöðum í borginni, t.d. mun verða hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu laugardaginn 20. apr- fl og hún síðan endurtekin viku síðar. Þá er áætlað að halda þing- fund æskunnar í Alþingishúsinu. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja athygli á listsköpun bama og hvetja böm, foreldra, fóstrur og kenn- ara til áframhaldandi gróskumikils starfs á þessu sviði. Áætlað er að halda slíka listahátíð annað hvert ár. Dagskrá listahátíðar æskunnar er fjölbreytt, í Borgarleikhúsinu verð- ur einnig sýning þar sem leikhópar grunnskólanna koma fram sunnu- daginn 21. aprfl. Dansráð íslands stendur fyrir dagskrá 28. apríl og sumardaginn fyrsta verður hátíðar- dagskrá fyrir yngri börn. I Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi og á Hótel Borg verður fjöl- breytt dagskrá alla dagana. Mynd- listarsýningar verða á Listasafni ASÍ, Listasafni Islands, Stöðlakoti, Spron Breiðholti, Hlaðvarpanum, Útvarps- húsinu, félagsmiðstöðvum, skólum, leikskólum, Háskólabíói og mennta- málaráðuneytinu. Auk þess verða mvndverk barna sýnd í ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum þessa viku. í Ásmundarsal verður listasmiðja þar sem börn vinna með arkitektum stefnt að rokktónleikum á Lækjar- torgi að kvöldi síðasta vetrardags. Á þingfundi æskunnar í Alþingis- húsinu, sem áætlaður er, munu börn og unglingar verða þingmenn og koma á framfæri við fullorðna fólkið hvernig þau telja að stjórna eigi landinu. ÖIl atriði hátíðarinnar verða nær eingöngu unnin af börn- um og unglingum. Listahátíð hefur verið haldin frá ár- inu 1970 sem einkum hefur verið miðuð við fullorðið fólk. Nú er kom- ið að börnunum og ætlunin er að listahátíð æskunnar verði haldin annað hvert ár þ.e. þau ár sem Lista- hátíð í Reykjavík er ekki, og þá með þátttöku allra landshluta. Jafnframt er ákveðið að efna til samkeppni meðal allra barna og unglinga í landinu um merki Listahátíðar æsk- unnar. —GEÓ en einnig er stefnt að listasmiðjum í tengslum við dagskrá Listasafns ís- lands og á fleiri stöðum. Æskulýðs- samband kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastdæmi mun taka virkan þátt í hátíðinni m.a. verða atriði á þess vegum í Langholtskirkju. Einnig verða barnamessur þar sem börn koma fram. Listahátíðarvikuna fara börnin með list sína á ýmsar sjúkrastofnan- ir og elliheimili, en einnig fara dans- hópar og tónlistarhópar út í skólana. í nokkrum dans- og tónlistarskólum verður „opið hús“ og fleira. Kvik- myndir fyrir börn verða sýndar í kvikmyndahúsum þessa viku og kvikmyndir sem börn og unglingar hafa gert verða einnig til sýnis. Rokktónlistin fær einnig stað í dag- skránni á „Púlsinum" og einnig er íslendingar setja nýtt met í ostaati Sala á nýmjólk hefur minnkað um 30% á átta árum. Heildarneysla á mjólk hefur samt sem áður ekki minnkað á þessum árum því að neysla á léttmjólk og undanrennu hefur aukist stöðugt. Þessi þróun hélt áfram á síðasta ári, en þá minnkaði sala á nýmjólk um 5% en sala á undanrennu jókst um 15% og á léttmjólk um 8%. ís- lendingar hafa aldrei borðað eins mikið af ostum og á síðasta ári, eða 2,7 tonn. Aðeins þrjár þjóðir í ver- öldinni borða meira af ostum en ís- lendingar. Fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa undanfarnar vikur verið að halda að- alfundi sína. Afkoma fyrirtækjanna er almennt góð og má það þakka stöðugu verðlagi, hagstæðri vaxta- og gengisþróun samfara þjóðarsátt. Neysla á mjólkurafurðum hefur vax- ið Iítillega ár frá ári, en stóð nánast í stað á síðasta ári. Mjólkurfram- leiðsla jókst hins vegar um 7,2%. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.