Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 27. mars 1991 7.700 manns bíða eftir láni frá Húsnæðisstofnun, en árlega eru byggðar um 1400-1500 íbúðir: 22 milljörðum er varið til opinberra framkvæmda Talið er að framkvæmdir við byggingar og mannvirki hafi dregist saman um 6-7% á síðasta ári. Þetta er svipaður samdráttur og ár- ið á undan (5-6%). Þjóðhagsstofnun spáir að umsvif í verktaka- starfsemi yerði svipuð á þessu ári og á árinu 1989, en Verktaka- samband ísland spáir 3% samdrætti á árinu. Óvissuþátturinn í spánni er mikill vegna þess að ekkert er vitað um hvort einhverj- ar áiversframkvæmdir verða á þessu ári. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur að mestu haldist óbreytt síðustu tvö ár. í þjóðhagsspá er reiknað með 5% aukningu í íbúðabyggingum á þessu ári, en Verktakasambandið reiknar með 3-5% samdrætti. Áframhaldandi samdráttur varð í byggingu verslunar- og skrifstofu- húsnæðis á árinu 1990 (15-20%) en þær framkvæmdir voru með mesta móti á áriunum 1984-1987. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði fram- kvæmdir við slíkar byggingar svip- aðar og þær voru í fyrra. Byggingar hins opinbera drógust saman um 9% á árinu 1990 og í samgöngumálum varð 4% sam- dráttur miðað við árið á undan. Hins vegar jukust virkjanafram- kvæmdir um 45% á árinu 1990, en þar munar mest um Blönduvirkjun. Reiknað er með um 12% samdrætti í virkjunarframkvæmdum á þessu ári, en ekki er útilokað að virkjunar- framkvæmdir aukist ef samningar um byggingu álvers nást á árinu. Reiknað er með að 22 milljörðum verði varið til opinberra fram- kvæmda á þessu ári, sem eru um 2% minna en í fyrra. í þessu sam- bandi skiptir mestu máli að fram- kvæmdum er að mestu lokið við Nesjavallaveitu og framkvæmdir við Blöndu eru komnar á lokastig. Um 8% meira fjármagni er veitt til vega- mála á þessu ári en á síðasta ári. Spáð er um 13% samdrætti í fram- kvæmdum við flugvelli á þessu ári. Þá er spáð nokkurri aukningu í byggingu opinberra bygginga. Til skóla og íþróttamannvirkja verður varið um 2.900 milljónum, til bygg- inga sjúkrahúsa 1.650 milljónum og til annarra opinberra bygginga 3.200 milljónum. Á þessu ári verður lokið við tvær stórar byggingar sem hafa kostað einhverja milljarða, en það er ráðhús í Reykjavík og veit- ingahús á Öskjuhlíð. Talið er að þjóðin byggi íbúðarhús fyrir 15-16 milljarða á þessu ári. Þjóðhagsstofnun reiknar með að íbúðabyggingar aukist um 5% á ár- inu, en Verktakasambandið telur að íbúðabyggingar dragist saman um 3- 5%. Á síðasta ári urðu verktakar varir við erfiðleika við að selja nýbyggðar íbúðir. Tálið er að nú séu um 200- 300 íbúðir, fokheldar eða lengra komnar, óseldar á markaðinum. Ástæðan er minni eftirspurrt vegna almenns samdráttar í þjóðfélaginu. Miklu meira var byggt af félagsleg- um íbúðum á síðasta ári, en árin þar á undan og er líklegt að það hafi haft áhrif á eftirspurn eftir nýbygging- um. Á síðasta ári voru byggðar 823 félagslegar íbúðir. Hjá Húsnæðis- stofnun liggja fyrir tæplega 1.800 umsóknir um lán til bygginga fé- lagslegra íbúða af þeim um 7.700 umsóknum sem liggja fyrir hjá stofnuninni. Árleg þörf fyrir nýjar íbúðir er hins vegar áætluð 1400- 1500 íbúðir. -EÓ Dansk ■ mm IIAV. Ir VOr" dagar Danskir vordagar er heltl á röð skemmtana sem haldnar verða í Reykjavík. Að þeim standa Lista- safn Íslands, Norræna húsið, Jazz- vakning, Básarkvintett Reyýavík- ur, Listasalurinn Nýhöfn, Mál og menning, Kammermúsíkklúbbur- inn, Háskólabfó, Dansk-íslenska félaglð og Sendiráð Danmerkur. Fyrsti danski vordagurinn er laugardagurinn 23. mars. Þá opnar Listasafn íslands sýningu á verk- um danskra súrrealista frá árunum 1930-1950. Sýnd verða verk eftir: Harry Carlsson, Wilhelm Freddie, Ritu Kernn Larsen, Vilhelm Bjerise Petersen og Elsu Thoresen. Sýn- ingin stendur til 5. maf og aðgang- ur er ókeypis. Nánar verður greint frá dagskrá Danskra vordaga þegar nær dregur. Aðstandendur Danskra vordaga ( Reykjavík Tfmamynd: Áml BJarna Nýjar Búsetaíbúðir I síðustu viku afhenti húsnæðissamvinnufélagið Búseti á höfuð- borgarsvæðinu hundruðustu íbúðina sem félagið hefur byggt. fbúðin er í nýju fjölbýlishúsi að Trönuhjalla 13-17 í Kópavogi og meðal viðstaddra var Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Einnig var kynnt hvað er að gerast hjá búsetafélögunum og fleira í tilefni að því að 19. mars sl. voru samþykkt á Alþingi, lög um hús- næðissamvinnufélög og búseturétt. GEÓ Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Tæp 40% tóku ekki afstööu í skoðanakönnun sem DV gerði um helgina og birti í gær um fylgi flokk- anna hlýtur Framsóknarflokkurinn 20,2% fýlgi þeirra sem tóku afstöðu og 13 þingsæti. Alþýðuflokkurinn hef- ur 11,1% fylgi og 7 þingsæti, Sjálf- stæðisflokkur 51,8% og 33-34 þing- sæti, Alþýðubandalag 9,1% og 5-6 þingsæti og Kvennalisti 6,6% og 4 þingsæti og er þá miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni. Flokkur Kaupfélag Skagfirðinga: Mllgóð afkoma Frá Guttormi Óskarssyni fréttaritara Tímans á Sauðár- króki. Rekstrarhagnaður Kaupfélags Skagfirðinga reyndist 57 miilj- ónir. Höfuðástæður þessarar sæmilegu afkomu eru að sögn Þórólfs Gísiasonar kaupféiags- stjóra lág veröbólga og hóflegir kjarasamningar, auk ýmissa hagræðingaraðgerða sem skil- uðu árangri á rekstrarárinu. Rekstrartekjur kaupfélagsins hækkuðu um 16,5% milli ára og námu alls kr. 2.037 milijón- um. Verslunin kom betur út á árinu en undanfarin ár. Hjá Skagfirðingabúð varð veitu- aukning um 20% og verslunin í fyrsta sinn rekin með hagnaði. Fjármunamyndun rekstrarins varð 143 milljónirkr. Sameiginieg heildarvelta Kaup- félagsins og Fiskiöjunnar nem- ur rúmum þremur milljörðum kr. Hcildarfjárfestingar KS á ár- inu voru um 110 milljónir. Eig- ið fé í árslok var 815 milljónir kr. sem er um 41% eiginfiár- hlutfall. Eigiö fé jókst milli ára um 30%. í árslok störfuðu207 fastráðn- ir starfsmenn hjá KS, þar af voru 36 í hálfu starfi. Launa- greiðslur námu afls 296 millj- ónum kr. á árinu. Mannsins, Heimastjómarflokkurinn Verkamannaflokkurinn og Þjóðar- flokkur hljóta allir 0,3% atkvæða, en engin þingsæti. Aðrir hlutu engin at- kvæöi í könnuninni. Einungis 60,2% aðspurðra tóku af- stöðu í könnuninni, en 35,5% voru óákveðin og 4,3% neituðu að svara. Úr- takið í könnuninni var 600 manns, jafnt var skipt á milli kynja og jafnt miili höfðuborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa, ef þingkosningar færu fram nú? Einnig var fylgi flokkanna í Reykjavík og á Reykjanesi kannað. Þar kom fram að Framsókn fengi 13,1% atkvæða og 2 kjörna í Reykajvík og 15,5% atkvæða á Reykjanesi og 2 kjörna. —GEÓ Skipstjórar á loðnuskipum álykta: Stofnmælingar á loðnu eru ekki ábyggilegar Skipstjórar á loðnuskipum hafa sent frá sér eftirfarandi ályktanir sem samþykkt var á fundi þeirra 21. mars sl. í fyrsta lagi að veiði- stofn loðnuvertíðina 1990-1991 hafi verið mun stærri en vertíðina þar á undan, en þá var leyft að veiða um 800 þús. tonn. I öðru lagi álitu fundarmenn að stofn- mælingar á loðnu séu ekki ábyggi- legar, sökum ósannfærandi mæl- ingaaöferöa og vegna breytilegra aðstæðna hér við land. í þriðja lagi taldi fundurinn að mikilvægt væri að endurmeta þurfi þéttleikastuðla, sem notaðir eru við stofnmælingar á loðnu. í fjórða lagi telur fundurinn nauðsynlegt að ákveða lágmarkskvóta við upphaf hverrar loðnuvertíðar. „í þessu sambandi mætti t.d. styðjast við álega meðalveiði undanfarin X ár“ segir í ályktuninni. í fimmta lagi krefst fundurinn þess að ekki verði endurnýjaðir samningar við önnur ríki um veiðirheimildir loðnu inn- an íslenskrar iandhelgi. Auk þessa tilnefndi fundurinn fjóra fulltrúa til að fylgja eftir ofan- greindum atriðum og leggja þeir til eftirfarandi: Að stofnmælingar fiskifræðinga á loðnu verði teknar til gagngerrar endurskoðunar. Að dregin verði saman reynsla af stofn- mælingum loðnu frá undanförnum áratugum og spár fiskifræðinga og reynslutölur bornar saman. Að nauðsynlegt sé að auka samstarf milli fiskifræðinga og loðnusjó- manna, t.d. með aukinni kynningu á vinnu og starfsvettvangi hvors annars og að komið verði á fót ráð- gjafanefnd vegna loðnuveiða, skip- uð fiskifræðingum og skipstjórum loðnuskipa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.