Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.03.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKI3SKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hotnarhusinu v Tryggvogotu, S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 HOGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum ppL, OJvarahlutir K Hamarsböfda I - s. 67-674^J' I j niiim MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991 Vélbáturinn Jósep Geir ÁR 36 sökk út af Knarrarósvita: SJ ■■ 0 1A l 1 IAÁ \ Fl IVA R BJARGAÐ GIFTUSAMLEGA Sjö skipveijum af vélbátnum Jósep Geir ÁR-36 var bjargað giftusamlega þegar báturinn sökk út af Knarrarósvita í gær- morgun. Annar bátur, Fróði ÁR-33, var skammt undan og kom stundu síðar á vettvang og bjargaði skipverjum. Að sögn Guðfinns Karlssonar, skipstjóra á Fróða, var það um 9 leytið í gærmorgun sem neyðar- kall frá Jósep Geir barst í gegn- um Vestmannaeyjaradíó. Þá hafði mikill leki komið að bátn- um þar sem hann var staddur 7 mílur út af Knarrarósvita, sem er rétt austan við Stokkseyri. Fróði var skammt undan og liðu aðeins fáar mínútur þar til hjálpin barst. „Þegar við komum að voru fjór- ir menn í björgunarbáti og við tókum þá strax um borð. Síðan fórum við alveg að afturendan- um á Jósep Geir. Þar svömluðu þrír menn í flotgöllum sem við tókum um borð. Svo að segja um leið sökk báturinn," sagði Guð- finnur Karlsson. Fróði kom síð- an að bryggju í Þorlákshöfn um klukkan 11 þar sem vinir og ætt- ingjar skipbrotsmannana biðu þeirra. Lögreglan í Árnessýslu tók skýrslur af skipverjum í gær og sjópróf fara bráðlega fram. Þá skýrist hvað olli þessum atburði. Jósep Geir var 47 tonna eikar- bátur, 47 tonn og í eigu Hrað- frystihússins á Stokkseyri. Skip- stjóri var Benedikt Hallgríms- son. -sbs. Skeytasendingar milli Ólafs Ragnars og lækna halda áfram: Engin afsökun frá Ólafi Árið 1989 höfðu 65 læknar yfír 4 milljónir í laun frá Launaskrifstofu ríkisins og í verktakagreiðslur frá TVyggingastofnun. í fyrra voru meðallaun hjúkrunarfræðinga 1,3 milljón, sjúkraliða og þroskaþjálfa um ein milljón og ljósmæðra rúm- lega 1,2 milljónir. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Ólafur Ragn- ar Crímsson fjármálaráðherra hélt í gær, en á fundinum svaraði hann þeim skeytum sem læknar hafa sent honum á síðustu dögum. Læknar kröfðust þess í fyrradag að fjármálaráðherra bæðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í við- tali í sjónvarpinu. Ólafur Ragnar neitar að biðjast afsökunar og bendir því flest til þess að læknar stefni ráð- herranum fyrir meiðyrði. Fjármálaráðherra lét blaðamönn- um í té skrá yfir launagreiðslur til 65 lækna sem hæstar tekjur höfðu á ár- inu 1989. Sá hæsti fékk röskar 49 milljónir greiddar. Einn fékk 18,3 milljónir, næsti 9 milljónir og sá fjórði 8,5 milljónir. Af þessum 65 læknum voru 37 með yfir 5 milljón- ir í laun og 23 sem höfðu yfir 6 millj- ónir í laun. Þessar upphæðir eru all- ar á verðlagi ársins 1989 og má hækka þær um 15-20%. Inn í upp- hæðirnar vantar laun sem greidd eru frá Háskóla íslands og jafnframt vantar inn í þær greiðslur sem sjúk- lingur greiðir sjálfur beint til lækn- isins, en þær eru allt að 900 kr. fyrir hvert skipti. Stór hluti af upphæðun- um er hins vegar kostnaður lækna sem reka læknastofur og eiga dýr tæki. Þessi reksturskostnaður er mjög mismunandi og getur verið meira en helmingur af greiðslum frá Trvggingastofnun. Ólafur Ragnar sendi í gær læknum bréf þar sem hann svarar bréfi lækna, en í því er þess m.a. krafist að hann biðjist afsökunar á ummælum sínum. í ráðherrabréfinu rekur Ólaf- ur lið fyrir lið hvað hann átti við í umræddu viðtali og vísar jafnframt í greinargerð sem læknar lögðu fram í samningaviðræðum í janúarmánuöi síðastliðnum. í lok bréfsins segist Ólafur Ragnar vera tilbúinn til við- ræðna við lækna um þau málefni sem deilt hefur verið um á síðustu dögum. Hann segir að ekki sé óeðli- legt að slíkur fundur sé öllum opinn. Ólafur Ragnar sagðist vilja ræða við lækna um hvernig heilbrigðiskerfi við viljum hafa, einkum þó hvort ástæða sé til að láta vinna Iæknisverk í verktakaþjónustu. Ólafur Ragnar gagnrýndi verktakafyrirkomulagið harðlega. Hann sagði að þar væri á ferðinni kerfi sem gerði læknum kleift að margfalda tekjur sínar. Ólaf- ur Ragnar gaf einnig í skyn að sumir læknar á sjúkrahúsum væru að vinna læknisverk úti í bæ á þeim tíma þegar þeir ættu að vera í vinnu á sjúkrahúsunum. Hann sagði a.m.k. undarlega andstöðu lækna við að nota stimpilklukku. -EÓ Flugleiðir: Allt stefnir í verkfall á fostudaginn Félagsdómur tók í gær fyrir Flugleiða hafa staðið yfir um stefnu Vinnuveitendasambands nokkurt skeið. Flugleiðir hafa íslands á hendur Félagi ís- ekki viljað ganga að launakröf- lenska atvinnuflugmanna um um flugmannana, en sam- að boðað verkfall flugmanna kvæmt útreikningum félagsins Flugleiða yrði dæmt ólögmætt. jafngilda þær 80% launahækk- Félagsdómur tekur ákvörðun un. um frekara framhald málsins. Þegar Flugleiðir leituðu til Að sögn Þórarins V. Þórarins- VSÍ var málið komið í þrátefll. sonar, framkvæmdastjóra VSÍ, VSÍ leitaði síðan til Félags- er stefna VSI í þessu máli í dóms. Lögfræðingur FÍA hefur tveimur meginliðum. Annars nú fengið frest fram yfír jpáska vegar að FÍA sé óheimilt að til að skoða stefnu VSI. Því skipta sér af hverjir skipi þykir einsýnt að flugmenn samninganefnd VSÍ og Flug- Flugleiða fari í sólarhrings- leiða í þessu máli og hins vegar verkfall 29. mars, á föstudegin- að FÍA verði skaðabótaskylt um langa. Það ætla flugmenn gagnvart Flugleiðum vegna að gera vikulega og eða þar til ólögmætrar vinnustöðvunar. gengið verður að kröfum Viðræður milli flugmanna og þeirra. -sbs. Framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs: Lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu flugmanna Framkvæmdastjórn Ferða- afar viðkvæm fyrir áföllum. málaráðs samþykkti ályktun á Jafnvel eins dags verkfall hefur fundi sínum 26. mars sl. þar víðtækar afleiöingar í grein- sem hún lýsir þungum áhyggj- inni,“ segir í ályktuninni. um vegna þeirrar deilu, sem í ályktuninni segir jafnframt risin er milli Félags íslenskra aö framkvæmdastjórn Ferða- atvinnuflugmanna og vinnu- málaráðs vilji láta í Ijós „ein- veitenda þeirra. dregna ósk um að deiluaðilar „Röskun á samgöngum hefur nái samkomulagi hið fyrsta svo mikil áhrif á ferðaþjónustu sem óvissuástandl megi létta og er atvinnugrein í örum vexti og komist verði hjá frekara tjóni.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.