Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur4. apríl 1991 Tírr; in 3 Ólafsfirðingar óhressir með að bílar verða ekki skoðaðir þar í ár: Olafsfjarðarbflar í skoðun á Akureyri Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjórí og Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti á Olafsfirði hafa sent dómsmálaráðuneytinu og Bifreiðaskoðun ís- lands bréf þar sem þeir mótmæla að bflar verða ekki skoðaðir á Ól- afsfirði í sumar. Karl Ragnars hjá Bifreiðaskoðun íslands segir hins vegar að verið sé að taka í notkun fullkomna bflaskoðunarstöð á Akureyrí og því verði öllum bflum af Eyjafjarðarsvæðinu beint þangað. „Við erum ekki á eitt sáttir með þetta,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í samtali við Tímann í gær. „Um langt skeið, eða svo lengi sem ég man, hafa menn komið frá Bifreiðaeftirlitinu og síðar Bif- reiðaskoðun íslands og skoðað bíla hér. Verið hér einn til tvo daga á sumrin og eins hálfan dag að hausti við endurskoðun. En í bæk- lingi Bifreiðaskoðunar um hvar skoðunarbíll verði á ferðinni í sumar er hvergi minnst á Ólafs- fjörð." Ólafsfirðingar verða nú að fara með bíla sína í skoðun til Akureyrar. Þangað eru 62 kflómetrar. Bjarni bendir ennfremur á að Ólafsfjörður er sérstakt Iögsagnarumdæmi og raunar var það Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti sem fyrstur hreyfði mótmælum gegn þessu. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar Islands, tilgreindi í sam- tali við Tímann ástæður þess að bfl- ar verða ekki skoðaðir á Ólafsfirði í ár. „Það er verið að taka í notkun fullkomna skoðunarstöð á Akureyri. Því þótti okkur eðlilegt að beina bfl- um á Eyjarfjarðarsvæðinu til skoð- unar þangað. Á Ólafsfirði hafa bflar verið skoðaðir við slæmar aðstæð- ur. í Ijósi mikilla samgöngubóta Ól- afsfirðinga teljum við að þetta geti orðið gott fyrirkomulag," sagði Karl Ragnar. Aðspurður sagði hann að ekki hefði reynst mögulegt að nota sérstakan skoðunarvagn Bifreiðaskoðunarinn- ar á Ólafsfirði, svo umsetinn væri hann. Reynt væri að beina notkun á honum til staða sem eru mjög langt frá stóru skoðunarstöðvunum. -sbs. Frá fjármálaráðuneytinu: Minni lántökur en í fyrra Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðna um lánsfjárlög, sem samþykkt voru á Alþingi 19. mars sl. Þar kem- ur m.a. fram að samkvæmt lánsfjárlögum og áætlun um lántökur byggingarsjóða munu lántökur opinberra aðila og sjóða á næsta árí nema 26.800 millj. kr. umfram afborganir af eldri lánum. Þetta samsvarar 7,3% af landsframleiðslu. í fyrra nam hrein lántaka þessara aðila 8% af landsframleiðslu. Nýjar lántökur eru því áform- aðar minni en í fyrra. Lántökurnar sem um ræðir eru inn- lendar og erlendar lántökur ríkis- sjóðs, erlendar lántökur ríkisfyrir- tækja og sveitarfélaga, lántökur hús- næðissjóðanna og útgáfa húsbréfa. Gert er ráð fyrir að innlendar lántök- ur umfram afborganir verið 2.800 millj. Ný innlend lántaka svarar til 6,6% af landsframleiðslu, samanbor- ið við 5,6% í fyrra. Aukninguna má skýra með tvöföldun á útgáfu hús- bréfa, úr 5.000 millj. í 10.000 millj. Við samþykkt fjárlaga voru lán- tökuheimildir opinberra aðila auknar um 3.200 millj. frá því sem gert var ráð fyrir í lánsfjárlagafrum- varpinu. Meginhluti aukningarinn- ar er í formi erlendra lána, um 2.100 millj. Þar af eru auknar heim- ildir Landsvirkjunar 1,2 millj. Aukning innlendrar lántöku nemur 1.100 millj. Hún er engan veginn svo mikil að úrslitúm ráði varðandi vaxtastigið í landinu. Samkvæmt lánsfjárlögum er lán- tökuheimild fjármálaráðherra á þessu ári 15.500 millj. Heimild er til að taka 800 millj. að láni erlendis. Þau lán verða notuð til endurlána. Ekki er ráðgert að ríkissjóður taki erlend lán til að fjármagna eigin lánsfjárþörf. Heimildir til ríkisábyrgðar á lán- tökum annarra eru samkvæmt láns- fjárlögum 7.600 millj. Þar munar mestu um lántökur Landsvirkjunar, 4.200 millj. Fjármálaráðherra er auk þess heimilað að yfirtaka lán Byggða- stofnunar upp á 1.200 millj., og gefa út skuldbindingar upp á 1.700 millj. vegna nýs búvörusamnings. Þetta mun engin áhrif hafa á innlendan lánsfjármarkað eða vaxtastigið á þessu ári. Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1991 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu mánu- daginn 8. apríl 1991 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfimdarstörf í samrœmi við 28. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Tillaga um heimild til að undirbúa sameiningu eignarhaldsfélaganna við bankann. 4. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 5. Önnur mál, löglega uþp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferð- ar á aðalfundinum skulu í samrœmi við ákvœði 25. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringlunni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 27. mars 1991. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í útibúi íslandsbanka, Kringlunni 7, Reykjavík, 4., 5. og 8. apríl nœstkomandi kl. 9.15-16.00 og á fundardag við inn- ganginn. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillög- um þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 21. mars 1991 Bankaráð íslandsbanka hf. ISLANDSBANKI Áfengisvarnaráð vitnar til bandarískr^ rannsókna: Vín í matvörubuðum stóreykur drykkju Nýjar bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að sala víns í mat- vöruverslunum stuðlar að aukinni áfengisneyslu, segir í frétt frá Áfengisvarnaráði. Einkasala er á áfengi í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna eins og á flestum Norðurlandanna, nokkr- um fylkjum Kanada og víðar. Tveir bandarískir vísindamenn, Wag- enaar og Holder, hafa fylgst með því hvaða áhrif það hafði þegar leyft var að selja létt vín og bjór í vissum matvörubúðum í tveim ríkjum, Iowa og Vestur-Virginíu. Niðurstaðan hafi orðið sú að ekki einungis víndrykkja jókst, heldur hafi heildarneysla áfengis einnig aukist. í Vestur-Virginíu hafi vín- drykkja aukist um 48% og í Iowa varð 93% aukning. - HEI VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Nefnd um fram- tíð Bláa lónsins Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur skipað nefnd sem falið er það hlutverk að kanna fjölþætta nýtingu Bláa lónsins við Svartsengi í samræmi við ályktun Alþingis frá síðasta vori. Verkefni nefndarinnar yrði einkum fólgið í því að kanna nýtingu lónsins með tilliti til heilsu- fars og gera tillögur um með hvaða hætti hægt sé að nýta þá kosti lóns- ins til hagsbóta fyrir íslendinga sem útlendinga. í nefndinni eiga sæti: Ingimar Sig- urðsson skrifstofustjóri, formaður, Níels Árni Lund deildastjóri, ritari, Jón Hjaltalín yfirlæknir, tilnefndur af landlækni, Jón Sveinsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra, tilnefnd- ur af forsætisráðherra. Páll H. Guð- mundsson, formaður Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, til- nefndur af samtökunum, Bjarni Andrésson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, og Árni Þór Sigurðsson deildarstjóri, tilnefndur af samgönguráðherra. Nefndinni er ætlað að skila tillögum fyrir nk. áramót. Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.