Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusmu v Tryggvagotu. S 28822 __&«vise Ókeypis auglýsingar fyrii^instaklinga^^ POSTFAX 91-68-76-91 '/íf HOGG- > DEYFAR Verslió hjá fasmönnum varahluti Hamarsböfða 1 - s. 67-Ö744 '4744 <§ D niinn FÍMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 1 frétt frá Reutersfréttastofunni segir aö Sjálfstæðisflokkurinn muni leita eftir nánari tengslum við Evrópubandalagið komist hann til valda eftir næstu kosningar. I frétt- inni er það haft eftir Birni Bjama- syni, þriðja manni á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, að þó svo að aöild sé ekki á dagskrá nú, þá vilji hann ekki útiloka þann möguieika. í fréttinni segir að enginn stjórn- málaflokkur hafi sett aðild að EB á sína stefnuskrá. Hins vegar séu flokkarnir með mismunandi afstöðu til málsins, t.d. hafi Framsóknar- flokkurinn hafnað aðild að EB á meðan Sjálfstæðisflokkurinn haldi þeim möguleika opnum. Björn Bjarnason segir í fréttinni að við- ræður við EB verði að vera mikil- vægasta utanríkismái íslendinga. Reuter-SE Framkvæmdasjóður íslands: Afskrifaði 224 millj. Framkvæmdasjóður íslands lagði 224 milljónir inn á afskriftareikn- ing á síðasta ári. Aö sögn Þórðar Friðjónssonar, formanns stjómar Denni dæmalausi orðinn fertugur Denni dæmalausi, teiknimyndahetj- an víðkunna, er fertugur á þessu ári. Denni ber aldurinn vel, árin fjörutíu hafa farið mjúkum höndum um hann og hann hefur ekkert elst. Faðir hans, Hank Ketcham, stend- ur hér við hlið styttu af hugarfóstri sínu, sem afhjúpuð var nýlega í Flor- ida í tilefni afmælisins. —sá sjóðsins, er þetta gert vegna mikilla vanskila lána sem sjóðurinn hefur lánað fískeldisfyrirtækjum. Þórður telur líklegt að leggja verði svipaða upphæð til hliðar á þessu ári ef rekstur þessara fyrirtækja batnar ekki. Framkvæmdasjóður hefur lánað um tvo milljarða króna til fiskeldis. Mikill meirihluti þessara lána hafa farið í vanskil og Ijóst er að stóran hluta þeirra verður að afskrifa. Staða sjóðsins er eins og nærri má geta mjög veik. Eigið fé sjóðsins er t.d. ekki nema um 500 milljónir, sem er ekki mikið sé haft í huga að heildar- útlán á síðasta ári námu rúmlega 22 milljörðum króna. Á fyrri hluta síð- asta árs var skoðað nokkuð ítarlega hvort unnt væri að sameina Fram- kvæmdasjóð öðrum opinberum sjóðum, en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort eða hvernig að slíkri sameiningu verður staðið. Þrátt fyrir erfiða stöðu Fram- kvæmdasjóðs skilaði sjóðurinn 314 milljónum í hagnað í fyrra. Nettó- hagnaður ársins varð hins vegar 90 milljónir, þar sem 224 milljónir voru lagðar inn á afskriftareikning. Meginskýringin á jákvæðri útkomu sjóðsins í fyrra var hagstæð gengis- þróun. Dollarinn lækkaði á síðasta ári og þar með lækkuðu erlend lán sjóðsins, sem eru í dollurum. -EÓ Álverið í Straumsvlk hefur tekið í notkun nýja og fullkomna steypu- vél sem notuð verður í steypu- skála álversins. Með henni verður hægt að steypa svokallaða bam, sem eru nokkum tonna klumpar. Þeir eru verðmætari en áihleiíarair sem hafa verið uppistaða í framleiðslu álversins til þessa. Framkvæmdir við uppsetningu þessarar nýju steypuvélar hófust sumarið 1989. Kostnaður er um 700 milljónir króna og er tœpur þriðjungur greiðslna til innlendra framleið- enda fyrir vörur og þjónustu. Systurfyrirtæki ISAL í Sviss hefur á undanförnum árum verið að þvóa sjálfvirkan steypubúnað, eins og nú hefur verið settur upp í Straumsvík. Með honum er meðal annars hægt að hreínsa málminn í einum ofni I stað tveggja áður, auk þess sem hægt er að steypa allar steypur við sömu skilyröi. Sjálfvirkni nýju véiarinnar er með því fullkomnasta sem þekkist t heiminum. Fram til þessa hefur ÍSAL aðal- lega framleitt hráálshleifa sem eru fáein kíló á þyngd. Fram- leiðsla hrááls er hins vegar á und- anhaldi og barrar að verða æ meira ríkjandi. Barramir, sem geta verið allt að 11 tonn að þyngd, era seldlr tll völsunar og notaðir í álþynnur og álpappír. Eru þeir líka mun verðmætari. Framleiðslugeta í steypuskála álversins getur tvö- til þrefaldast með tilkomu þessarar vélar og orðið allt að 52 þúsund tonn á ári. -sbs. Akureyri: Samninqur við Bannað að auglýsa pólitík á strætó g» varnarliðið: Nautavöðvar í fyrsta sinn 28. mars sl. var gert samkomulag við bandarísk stjórnvöld um endur- nýjun samnings frá 1987 um kaup varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á íslenskum landbúnaðarafurðum á tímabilinu 1. apríl 1991 til 31. mars 1992. Samkvæmt samningnum er varn- arliðinu gert kleift að kaupa á næstu tólf mánuðum allt að 12.400 pund af ungnautakjöti. Þetta er í fyrsta sinn sem nautavöðvar eru seldir til varn- arliðsins, en áður hefur salan tak- markast við nautahakk. Veruleg verðhækkun náðist fram. Verð á nautahakki hækkaði úr tæpum 236 krónum pundið í tæpar 260 krónur, en verð á nautavöðva er frá 338 krónum rúmum í 625 krónur pund- ið. Gert er ráð fyrir að varnarliðið kaupi allt að 10.000 pund af hlutuð- um kjúklingum fyrir 177 krónur pundið. Loks var samið um sölu á allt að 120.000 pundum af eggjum á tæpar 90 krónur pundið. Bæjarstjórn Akureyrar hefur meinað Framsóknarflokknum á Norð- urlandi eystra að líma auglýsingar á strætisvagna á Akureyri. Engar reglur voru til um pólitískar auglýsingar í bænum, en þegar fram- sóknarmenn sýndu því áhuga að auglýsa á strætisvögnunum dreif meirihluti bæjarstjórnar í því að banna þessar auglýsingar. Um nokkurt skeiö hafa verið seldar svæðinu. Framsóknarmenn óskuðu auglýsingar á strætisvagna á Akur- eftir því að fá að auglýsa flokk sinn á eyri, líkt og tíðkast á höfuðborgar- vögnunum og var tekið jákvætt í Sjálfstæðisflokkurinn vill nánari tengsl við EB: AÐILD AÐ EB EKKI ÚTILOKUÐ það til að byrja með. Búið var að prenta auglýsingarnar, en þegar átti að líma þær á vagnana komu vöflur á framkvæmdastjóra Strætisvagna Akureyrar og ákvað hann að vísa málinu til bæjarstjórnar áður en auglýsingunum yrði komið fyrir. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags brást hart við og samþykkti bann við pólitískum aug- lýsingum á strætó. Eins og kunnugt er hafa stjórn- málaflokkarnir gert með sér sam- komulag um að auglýsa ekki í út- varpi og sjónvarpi fyrir alþingis- kosningarnar 20. apríl. Ekkert er hins vegar kveðið á um auglýsingar á almannafæri í samkomulaginu og enginn hefur haldið því fram að Framsóknarflokkurinn væri að brjóta samkomulagið með því að auglýsa á norðlenskum strætisvögn- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur keypt auglýsingar í bíóum í Reykja- vík og einnig hefur áróður flokksins birst kjósendum á auglýsingaskilt- um sem sett hafa verið upp í borg- inni. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.