Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur4. apríl 1991 Tíminn 11 Happdrættisvinningur afhentur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti nýlega glæsilegan aðal- vinning í áriegu happdrætti sínu. Dregið var í happdrættinu sl. að- fangadag jóla og var aðalvinningurinn SAAB 9000CD árgerð 1991. Á myndinni, sem tekin var við afhendingu aðalvinningsins á dögun- um, eru frá vinstri; Guðlaug Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, vinningshafinn Ólafur Sigurðs- son, Þórir Þorvarðarson formaður Styrktarfélagsins og Böðvar Ingi Benjamínsson, starfsmaður Globus hf., umboðsaðila SAAB á íslandi. —fréttat. Fimm nýir fram- boðslistar fyrir kosn- ingarnar í vor Fimm ný stjórnmálasamtök hafa tilkynnt framboð til dómsmála- ráðuneytisins og óskað eftir að fá listabókstaf. Þau eru E listi Verka- mannaflokks íslands, F listi Frjálslyndra, sem Borgaraflokks- menn skipa meðal annarra, H listi Heimastjórnarsamtakanna, Z listi Græns framboðs og T listi Sam- taka öfgasinnaðra jafnaðarmanna, Guðmundur Brynjólfsson, efsti maður á T listanum, segir að þeir muni einungis bjóða fram á Reykjanesi í komandi kosningum, hann telur að þeir eigi möguleika á 4 til 6 þingmönnum. Útlit er því fyrir að alls muni 11 flokkar bjóða fram til alþingis- kosninganna 20. apríl nk., Það eru auk ofangreindra flokka A listi Al- þýðuflokks, B listi Framsóknar- flokks, D listi Sjálfstæðisflokks, G listi Alþýðubandalags, V listi Kvennalistans og Þ listi Þjóðar- flokks og Flokks mannsins. —GEÓ Verslunarskóli íslands sigraði í MORFÍS keppninni í ár og titillinn ræðumaður kvöldsins færðist á milli Ijölskyldumeðlima: Afhenti bróður sínum bikarinn Verslunarskóli íslands sigraði í úrslitakeppni Mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskólanna í íslandi, MORFÍS, sem haldin var íyrir nokkru. VÍ sigraði sigurveg- arana frá því í fyrra, Fjölbrauta- skólann í Garðabæ, með aöeins 14 stiga mun. Ræðumaður kvöldsins var valinn Almar Guðmundsson, en bróðir hans, Sigmar Guð- mundsson, var einmitt valinn ræðumaður kvöldsins í úrslita- keppninni í fyrra og afhenti hann bróður sínum farandbikar sem hann fékk í fyrra fyrir afrekið. Ræðulið VÍ hélt því fram í keppninni að hver væri sinnar gæfu smiður en ræðulið FG mót- mælti því hins vegar harðlega. Það var mál manna að þessi úr- slitakeppni hefði verið með lífleg- asta móti og með betri MORFIS keppnum sem háðar hefðu verið. Liðin komu, eins og við var að búast, mjög vel undirbúin til keppni. Sérstaka athygli vakti þegar frummælandi Verslunar- skólans, Halldór Fannar Guð- jónsson, fleygði frá sér ræðunni á leið upp í pontuna og flutti hana með snilldartilþrifum algerlega blaðalaust. Almar Guðmundsson úr FG var, eins og áður sagði, val- inn ræðumaður kvöldsins og sýndi eins og Halldór frábær til- þrif í pontunni. Tvær stúlkur voru meðal ræðumanna, Mjöll Jónsdóttir úr FG og Kristín Pét- ursdóttir úr Vf, og stóðu þær sig með stakri prýði. í ræðuliði VÍ voru Halldór Fannar Guðjónsson, Kristín Pétursdóttir, Gísli Mar- teinn Baldursson og Skorri Almar Guömundsson úr FG var valinn ræðumaður kvöldsins í úr- slitakeppni MORFÍS en bróðir hans, Sigmar Guðmundsson, var ein- mitt valinn ræðumaður úrslitakeppninnar í fyrra. Andrew Aikman. I ræðuliði FG Ómarsdóttir og Aðalsteinn Leifs- voru Almar Guðmundsson, Mjöll Jónsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Hjalti Már Björnsson. Dómarar voru Böðvar Jónsson, Silja Bára son, en fundarstjóri var ræðu- skörungur úr Menntaskólanum í Reykjavík, Orri Hauksson. —SE Öryrkjabandalagið kaupir meirihluta í leirbrennslu Tfmamynd: Áml Bjama. Öryrkjabandalag íslands hefur keypt meirihluta hlutafjár í leir- brennslunni Glit hf. í Reykjavík. Þetta mun skapa fjölda fatlaðra einstaklinga atvinnu, en þessi hlutafjárkaup eru Iiður í endur- skipulagningu fyrirtækisins. Öryrkjabandalagið fékk, fyrir forgöngu félagsmálaráðherra, 12 milljón króna styrk úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra til þessa. Heildarhlutafé Glit verður alls 25 milljónir. Nú þegar á Öryrkja- bandalagið 11 miljónir hlutafjár og hefur tryggt sér forkaupsrétt á 1,5 til viðbótar. Eldri eigendur og Reykjavíkurborg munu eiga 5 mi- ljónir hvor og Blindrafélagið hálfa milljón. 17 öryrkjar vinna í dag hjá Glit. Þeim mun hins vegar fjölga við þessa breytingu í allt að 20-30 í hálfs dags störfum. Stöðugildi hjá Glit eru alls 25,5. í framtíð- inni munu bæði fatlaðir og ófatl- aöir vinna saman hjá Glit en vinna af þessu tagi þykir henta fötluðum einstaklingum. Sagðist Arnór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalagsins, líta af mikilli bjartsýni til framtíðarinnar varð- andi þetta, en margir öryrkjar hafa verið á biðlistum eftir at- vinnu. Starfsmaður að renna til leirvasa. Glit hf. tók til starfa árið 1958. Aðalfrumkvöðull að því var Ragn- ar Kjartansson myndhöggvari. í dag er framleiðsla á ýmiss konar leirmunum, auk innflutnings og sérmerkinga á glervörum og postulíni, stærsti liðurinn í starf- semi fyrirtækisins. Þá er skilta- gerð stór þáttur í starfseminni, en nýlega var aukið við búnað fyr- irtækisins til silkiprentunar. -sbs. Til vinstri er Aöalsteinn Steindórsson, sem á sæti í stjóm Glits hf. fýrir hönd Öryrkjabandalagsins, og Sigurður Pálmason framkvæmdastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.