Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. apríl 1991 Tíminn 5 Fiskverðsdeila sjómanna og ÚA: Samkomulag í deilunni halað í land í gær? Samkomulag tókst í gærkvöldi milli sjómanna og Útgerðarfélags Akureyringa í deilunni um heimalöndunarálag. Á fundinum lagði ÚA fram tilboð um 41% heimalöndunarálag í stað 30% sem gilti til 1. mars s.I., en sjómenn fóru fram á 50%. Síðan á að taka við nýtt og breytt launakerfi togarasjómanna þar sem heimalöndunarálag er úr sögunni en laun hækki eftir öðrum leiðum. Sjómenn sátu á fundi í gærkvöldi og að þjóðarsáttin ónýttist. „Það hef- þar sem rætt var hvort þeir sætti sig við þessa lausn og hvort hún verður til þess að deilan leysist og þeir fari á sjó. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, sagðist ekki vilja tjá sig um málið í lok fundarins í gær, vegna þess að endanleg niðurstaða var ekki fengin. Krafa sjómanna hefúr haft víðtæk áhrif og t.d. hefur allt fiskverkafólk hjá fiskiðjusamlagi Húsavíkur skrifað undiryfirlýsingu til stjómar fyrirtæk- isins þar sem farið er fram á hærri laun. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, sagði í samtali við Tímann í gær að hann sæi ekki sérstaka ástæðu til að óttast að afleiðingar hugsanlegra launahækkana sjómannanna yrðu þær að upplausn yrði í launakerfinu ur alltaf verið gert ráð fyrir því að fisk- verð væri frjálst. Við vissum alltaf að sá böggull fylgdi skammrifi að sjó- menn hafa ætíð verið þátttakendur og eigendur hluta aflans. Þeirra kaup verður að hlíta því að færast upp og niður eftir því hvort fiskverð er hátt eða lágt. Það var alltaf vitað að þetta gæti valdið óróa. Hins vegar hefur enginn komið fram með tillögu um annars konar launakerfi fyrir sjó- menn. Ég vil því spyrja á móti: Ef það er eðlilegt að landverkafólk hækki í launum um Ieið og fiskverð hækkar, á þá kaup þess að lækka þegar fiskverð lækkar? Ég bendi á það að nú er rækjuverð á mjög hraðri niðurleið," sagði Einar Oddur. Um hvort iaunahækkanir til sjó- manna og fleiri stétta gæti eyðilagt þjóðarsáttina sagði Einar Oddur að VSÍ væri ekki undir neinum kring- umstæðum tilbúið til að breyta laun- um almennL Þjóðarsáttin snerist um hvort það tækist í framtíðinni að bæta kjör íslendinga, en ekki að hækka kaupið þeirra. Af því væri ára- tuga reynsla. Eina ráðið væri að hefta verðbólgu og auka hagvöxt. Það eitt dygði til að bæta kjörin. En hafa sjó- menn skynjað það? „Nei, ég tel að menn hafi gerst offar- ar í þessu máli. Þeir, sem hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að stöðva skip, hafa gengið of langt og ættu að gæta þess að í gildi eru kjarasamning- ar við sjómenn. Ég held því fram að afskipti Sjómannafélags Akureyrar af þessari deilu séu fullkomlega óeðli- leg,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður VMSÍ, sagði í gærkvöld að hart væri sótt að þjóðarsáttinni og mark- miðum hennar, en það væru ekki hinir lægstlaunuðu sem það gerðu, heldur aðrir. „Ég nefni stéttir eins og lækna, yfirmenn á fiskiskipum, flug- menn og fleiri sem allar geysast fram í launakröfum á sama tíma og það er boðað að jafnvægi verði að nást. Mér finnst að það einkenni þjóðfélagið öðru fremur nú, að allir þessir há- launamenn eru með þjóðarsátt. Þeir vilja bara ekki sjálfir taka hið minnsta á sig hennar vegna. Um þessa samn- inga við sjómennina á Akureyri treysti ég mér hins vegar ekki til að segja neitt á þessu stigi, þar sem ég hef ekki séð þá. Það er þó ljóst að sjó- menn hafa fengið stórkostlegar kjara- bætur umfram aðra sem starfa við út- gerð og fiskvinnslu. Þá hafa þeir að auki skattfríðindi. Ég bendi á þessar staðreyndir aðeins og í þessum orð- um felst ekki að ég sé að sjá ofsjónum yfir kjörum sjómanna," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. —GEÓ/sá Fjölmiðlun lætur kanna: Gaf bankinn rang- ar upplýsingar? Lögmaður Fjölmiðlunar sf., sem keypti hlut Verslunarbankans í Stöð 2, hefur krafist þess að mats- menn verði dómkvaddir til að meta hvort lánasvið bankans hafi veitt réttar upplýsingar um lána- og skuldastöðu Stöðvarinnar þegar kaupin voru gerð. Fjölmiðlun er sameignarfélag kaupsýslumanna, sem á sínum tíma keyptu 250 millj. kr. hlut Verslunar- bankans í Stöð 2. Fjölmiðlunar- menn telja að bankinn hafi ekki gef- ið þeim réttar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins. Er sagt að þar skeiki nálega 100 millj. Hafa þeir reynt að ná samkomulagi við bankann, en án árangurs. Bankinn hefur til þessa neitað að slá nokkuð af upphaflegu kaupverði, og vísað frá hugsanlegri bótaskyldu. Líklegt þykir að Fjöl- miðlun höfði mál á hendur bankan- um á grundvelli matsins. Matsmenn verða að öllum líkind- um skipaðir í bæjarþingi Reykjavík- dag. ur -aa. GJALDÞROTA íslendingur, blað sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Dauft hefur verið yfir blaðinu síðustu ár, enda fjár- hagserfiðleikar þess miklir. Sjálf- stæðismenn á Norðurlandi eystra gefa þó enn út blað sem heitir ís- lendingur. Blaðið er gefið út af kjördæmisráði Sjálfstæðisfiokksins í kjördæminu, en ekki íslendingi h.f. sem gefið hefur út blaðið í 77 ár og hefur nú verið tekið til gjald- þrotaskipta. Alþýðublaðið greindi frá þessu í gær. Útgáfumál sjálfstæðismanna á Norðurlandi hafa verið í ólestri síð- ustu ár. Fyrir fáum vikum lét Hall- dór Blöndal, þingmaður flokksins í Norðurlandi eystra, hafa það eftir sér að nauðsynlegt væri að stofna nýtt dagblaö á Norðurlandi. Gjald- þrot íslendings kemur í kjölfar þess- ara ummæla Halldórs. Þó að á ýmsu gangi í blaðaútgáfu á íslandi, heyrir það til algerra undantekninga að pólitísk blöð, sem gefin eru út með styrk stjórnvalda, séu gerð gjald- þrota. -EÓ Álafoss hefúr gert tvo ullarsölusamninga við Sovétmenn °g. ' Eru viðskioti við Sovétmenn a Alafoss hefur skrifað undir tvo samninga um sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna upp á 780 millj- ónir króna. Að sögn Ólafs Ólafs- sonar, forstjóra Álafoss, þýða þessir samningar atvinnu fyrir 450 manns á þessu ári og fram á það næsta á vegum Álafoss. Sölu- samtök lagmetis eru einnig að þreifa fyrir sér á Rússlandsmark- aði og búast má við tíðindum það- an fljótlega. Þcssír samningar og umleitanir lagmetismanna giæða vonir manna um að viðskipti við Sovétmenn aukist, en þau hafa verið í nokkurri lægð að undan- förnu. Samningar Álafoss eru við sov- éska samvinnusambandið og rússneska lýðveldið. Fyrmefndi samningurinn hljóðar upp á 180 milljónir, allt til framleiðsíu og af- hendingar í ár, en sá síðamefndi upp á 600 milljónir og þar af er rúmur helmingurinn til fram- leiðslu og afhendingar í ár. Búið er að ganga frá og undirrita samn- inga, með þeim fyrirvara að íjár- mögnunarsamningur við annan aðilann, sem langt er kominn, nái fram að ganga. Samningar fyrir næsta ár em á iokastigi. Sovéska samvinnusambandið mun greiða fyrir vörumar með olíu og Öðmm verðmætum, en rússneska lýð- veldið í gjaldeyri. Ólafur Ólafs- son, forstjóri Álafoss, sagði að að- allega væri það fatnaður sem þeir myndu framleiða fyrir þá, peysur og jakkar auk trefla. Aðspurður sagði Ólafur að þetta væri stærsti samnlngur við Sovétmenn sem gerður hefði verið á ullarvörum. „Þetta þýðir að verkefni verða tryggð fýrir 450 manns út þetta ár og fram á það næsta. Samning- amir breyta því þó ekki að fjár- hagsstaða fyrirtækisins er mjög alvarleg vegna uppsafnaðs taps fyrri ára,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að hann gæti ekki merkt neina þíðu í sam- skiptum við Sovétmenn, þrátt íyrir þessa samninga. „Sovéska ríkið hefur ekki gert neinn samning við okkur, eins og þeir hafa gert í 38 ár, og við gemm okkur ekki miklar vonir um að samningar verði gerð- ir,“ sagði Ólafur. Hann sagði að hvorid væri þíða né frost í samskipt- um ríkjanna, heldur væri ástandið svipað og það hefði alltaf verið. Elns og áður sagði þá em Sölu- samtök lagmetis nokkuð vongóð um að Rússlandsmarkaður lifni við bráðlega. Garðar Sverrísson, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að þeir væm stöðugt að leita að nýjum mörkuðum og þreifing- ar væm í gangi í gegnum þriðja aðila til að koma umframbirgðum á Rússlandsmarkað. Það væm nokkuð margir aðilar, m.a. í Aust- ur-Evrópu, sem hefðu verið að kanna þetta fyrir þá. Garðar sagði að of snemmt væri að segja til um hvort þetta myndi ganga, en það myndi vonandi skýrast á næstu dögum. Rússlandsmarkaður væri mikil- vægur að því leyti að sumar verk- smlðjur framleiddu nær eíngöngu fyrir þann markað og lægð þar þýddi einfaldlega lokun sumra verksmiðja, eins og Ld. verk- smiðjunnar á Homafirði, sem framleiddi eingöngu inn á Rúss- landsmarkað. „Maður gerir sér ekki vonir um stóra samninga strax, en að sjálf- sögðu er unnið í þessu af fullum krafti,“ sagðl Garðar Sverrisson. —SE Stuttbuxnaliðið í kosningaham Samband ungra sjálfstæðismanna byrjaði skömmu fyrir páska að sýna auglýsingu í kvikmyndahúsum Reykjavíkur, þar sem ágæti Sjálf- stæðisflokksins er tíundað. Þessi auglýsing mun ekki brjóta í bága við samkomulag stjómmálaflokk- anna um að birta ekki leiknar aug- lýsingar í ljósvakafjölmiðlum. Að sögn Belindu Theriault, 2. vara- formanns SUS, var gerður samning- ur við kvikmyndahús í Reykjavík um birtingu þessarar auglýsingar. Er hún sýnd í öllum stærri sölum þeirra og hófust sýningar skömmu fyrir páska. í auglýsingunni, sem er rúm mínúta á lengd, gefur að líta ungt fólk sem kemur fram og segir hvers vegna það ætli að kjósa flokk- inn. Meðal þeirra sem fram koma eru Jón Páll Sigmarsson og Unnur Steinsson. Friðbert Pálsson, framkvæmda- stjóri Háskólabíós, sagði ekkert óeðlilegt vera við þessar auglýsingar. Hver sem er gæti hvenær sem er keypt auglýsingatíma í kvikmynda- húsum. -sbs. Iipi Hrossaræktendur IÐtí og hestaeigendur Búnaðarfélag íslands hvetur alla eigendur ung- hrossa og trippa til að fá frumskráningareyðu- blöð fyrir hross á næstu búnaðarsambandsskrif- stofu og afla sér um leið kennitalna fyrir hrossin sem skráð verða. Frumskráningarblöðin skilist útfyllt til búnaðarsambandsskrifstofunnar. Allar FROSTMERKINGAR héðan í frá eru algjör- lega bundnar því að eigendur hrossa fái númer á hrossin hjá viðkomandi héraðsráðunaut á svæði því sem hrossið er fætt á, áður en frostmerking er pöntuð. Búnaðarfélag íslands, sími 91-19200, tekur við pöntunum á frostmerkingum, eða Pétur Hjálmsson, sími 91-666164. Búnaðarfélag íslands, hrossaræktin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.