Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. apríl 1991
Tíminn 17
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Traustir hlekkir
I sveiganlegri keðju
hringinn í kringum landið
Bflaleiga með útibú
allt í kringum landið,
gera |)ér möguicgt að lcigja bíl
á cinum stað
og skila honum á öðrum.
Nvjustu
MITSUBISHI
bílarnir alltaf til taks
__tíZSKA.
Reykjavík: 91-686915
Akureyri: 96-21715
Borgarnes: 93-71618
ísafjörður: 94-3574
Blönduós: 95-24350
Sauðárkrókur: 95-35828
Egilsstaðir: 97-11623
Vopnafjöröur: 97-31145
Höfn í Hornaf.: 97-81303
ÓDÝRIR
HELGARPAKKAR
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 W
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 91-674000
Auglýsing
um listabókstafi
stjómmálasamtaka
Ráðuneytið hefur ákveðið listabókstafi stjórn-
málasamtaka sem ekki hafa skráðan listabók-
staf, sbr. auglýsingu nr. 56 1. febrúar 1991, sem
hér segir:
E Verkamannaflokkur íslands
F Frjálslyndir
H Heimastjórnarsamtökin
T Samtök öfgasinnaðra jafnaðarmanna
Z Grænt framboð
Þá hefur ráðuneytið skráð breytingu á heiti
stjórnmálasamtaka sem hafa skráðan listabók-
staf, sem hér segir:
A Alþýðuflokkur - Jafnaðarmannaflokkur ís-
lands
Þ Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins
Þetta auglýsist hér með samkvæmt 40. gr. laga
um kosningartil Alþingis nr. 80 16. október 1987,
sbr. lög nr. 10 19. mars 1991.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
2. apríl 1991.
Auglýsing
um sendingu kjörgagna
við kosningu vígslubiskups
í Hólastifti 1991
Kjörgögn við kosningu vígslubiskups í Hólastifti
hafa verið send þeim, sem kosningarrétt eiga, í
ábyrgðarpósti. Athygli ervakin á því, að kjörgögn
þurfa að hafa borist kjörstjórn, dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík, fyrir kl.
17:00 miðvikudaginn 24. apríl nk.
Reykjavík, 3. apríl 1991,
Kjörstjóm.
Það eru (t.f.v.) Ted Wass, Joey Lawrence og Michael Stoyanov sem leika með Mayim í „Blóminu". Þeir
segjast stundum hafa mesta löngun til að kyrkja hana, hún sé svo óþolandi.
„Blómið“ er að gera
alla vitlausa í
nýjum sjónvarpsþáttum
NBC-sjónvarpsstöðin banda-
ríska er farin að sýna nýja sjón-
varpsþætti sem kallast „Bloss-
om“. Helsta skrautfjöðrin þar er
15 ára stelpa, Mayim Bialik, sem
leikur erfiða táningsstelpu. En
nú hefur komið í ljós að leik-
konan gefur Blossom ekkert eft-
ir í stríðni og hrekkjum og eru
meðleikendur hennar að gefast
upp á óþekktarorminum.
í atriði sem Mayim leikur
ásamt Joey Lawrence, sem leik-
ur bróður hennar, stöðvaði
Mayim alla atburðarás skyndi-
lega og sagði Joe að henni sýnd-
ist einhver padda vera að skríða
eftir andlitinu á honum. Joey
brá í brún, datt út úr rullunni
sinni og komst að raun um að
Mayim hafði verið að plata. Hún
fór að skellihlæja og sagði þetta
allt í gamni, en Joey fannst þetta
ekki skemmtilegt. Hún hélt
bara áfram að hlæja.
í annað sinn tók Mayim upp á
því að svara meðleikurum sín-
um engu orði heilan dag, hvað
sem á gekk. Kunnugir segja að
Mayim sé alveg dæmigerð of-
dekruð barnastjarna sem strjúki
fólki öfugt. Hún hegði sér eins
og hún sé sjálf stjarnan og aðrir
meðleikarar bara með til
skrauts.
Reyndar hefur Mayim af þó
nokkru að státa, þó að ung sé.
Hún hefur verið með í sjö sjón-
varpsþáttum og fengið góða
dóma fýrir leik sinn í kvikmynd-
inni Beaches. En meðleikarar
hennar í Blossom gefa henni
ekki góða dóma og hvenær sem
tækifæri gefst, og jafnvel oftar,
koma þeir því á framfæri að hún
sé óþolandi montin og erfitt að
vinna með henni.
Mayim Bialik er 15 ára og gam-
alreynd í sjónvarps- og kvik-
myndabransanum. Nú leikur
hún „Blómið“ í samnefndum
sjónvarpsþáttum og er orðin
svo montin, að sögn samstarfs-
fólks, að það er ekki hægt að
vera nálægt henni.