Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur4. apríl 1991
MINNING
Gunnar Guðbjartsson
Kveðja frá Laugargerðisskóla
Sveitir Sriæfellsness vakna í hrími.
Fjallstindarnir eru hvítir og yfir
hvelfist himinninn blár.
Hér um sveitir barst fréttin að hér-
aðshöfðingi hefði kvatt sitt jarð-
neska Iíf. Ósjálfrátt litu menn
myndina af honum þar sem hann
fór í fylkingarbrjósti að berjast,
góðum málum til sigurs. Hann var
snemma kallaður til í sínu héraði
og síðar af bændasamtökum lands-
ins til þeirra verka sem vandasöm-
ust voru.
Hann var oft umdeildur, en ætíð
dáður fyrir baráttu- og viljaþrek.
Gunnar Guðbjartsson bóndi að
Hjarðarfelli var kvaddur hinstu
kveðju frá Fáskrúðarbakkakirkju í
Miklaholtshreppi s.l. laugardag,
með virðingu og þökk.
Þessar fátæklegu línur sem hér
birtast eiga að vera þakklætisvottur
til hans fyrir þá baráttu að koma
upp skólahúsi yfir æsku Heiðsynn-
inga.
Að tilhlutun Fræðsluráðs Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu voru
fimm menn kjörnir 30. okt. 1957,
frá jafnmörgum hreppum, til að
kynna sér möguleika á að byggja
barna- og unglingaskóla er þjóna
skyldi sveitarfélögunum sunnan
fjalls á Snæfellsnesi. 8. des. 1957
boðaði Gunnar Guðbjartsson til
fyrsta fundar með kjörnum fulltrú-
um í Skólamálanefnd Heiðsynninga
og var hann á þessum fundi kosinn
formaður nefndarinnar og var þá
þegar hafinn undirbúningur að
staðsetningu skóla. 1960 lýkur
Skólamálanefnd störfum sínum, en
við tekur byggingarnefnd, sem
Gunnar var kosinn formaður fyrir.
Sameiningarmáttur hinna fimm
hreppa hafði brostið, en fram skyldi
haldið „að byggja yfir börnin“. Skóli
skyldi reistur við Kolviðarneslaug í
Eyjahreppi.
Gunnar gerðist þá þegar forgöngu-
maður að byggingu samiginlegs
skóla fyrir Eyjahrepp, Breiðuvíkur-
hrepp, Kolbeinsstaðahrepp, Mikla-
holtshrepp og Skógarstrandarhrepp
er óskaði eftir aðild að skólabygg-
ingunni 1963.
Hér Ieyfir undirritaður sér að vitna
í skrif Erlendar Halldórssonar
bónda í Dal, er hann birti í bókinni
Byggðir Snæfellsness. ,/iðal for-
göngumaður þessa stærsta verkefn-
is sem nefnd sveitarfélög hafa ráðist
í til þessa var Gunnar Guðbjartsson,
bóndi á Hjarðarfelli. Hann var for-
maður byggingarnefndar uns verk-
inu var lokið. Vann hann að málinu
af fádæma dugnaði og ósérplægni
og má með réttu kalla hann föður
þessa skóla."
Hann beitti sér fyrir því að lóð
fengist undir skólamannvirki, rétt-
indum á jarðhita og köldu vatni,
verksamningum og fjármagnsút-
vegun, en ótrúleg barátta fór í öll
þessi mál og þá ekki síst í að raf-
magn fengist til skólans. Gunnari
tókst að sigrast á öllum þessum
málum og vann að þeim allt þar til
að byggingu lauk. Skylt er að geta
þess að í öllum þessum umsvifum
naut hann dyggrar aðstoðar og sam-
hjálpar ágætra manna í byggingar-
nefnd og utan hennar, þótt hér verði
ekki tíundað.
Við sem starfað höfum við Laugar-
gerðisskóla og þeir nemendur sem
stundað hafa hér nám, megum öll
drjúpa höfði og þakka Gunnari Guð-
bjartssyni þau orð og athafnir er fól-
ust í orðum hans við vígslu Mikla-
holtsréttar haustið 1956, „næst
byggjum við yfir börnin".
Megi dugnaður hans og ástúð til
æsku þessa héraðs styrkja ástvini
hans, hugga þá og verða smyrsl sára
þeirra.
Hin hrímgaða sveit minnir á dauð-
ann og blátær himinn boðar hið
óendanlega. Gunnar Guðbjartsson
hefur horfið okkur í bili, þó í raun sé
það ekki, því við lifum með skóla
hans.
Laugargerðisskóla 23. mars 1991,
Höskuldur Goði
Foringi er fallinn — kaldir vindar
næða um dreifða byggð frá ystu
nesjum til innstu dala. Þjóðin öll er
fátækari. Aðalstarf Gunnars Guð-
bjartssonar var fyrir bændur og síð-
ari árin skipaði hann sér ótrauður í
fremstu röð þeirra alltof fáu sem
vara við gálausum leik með fjöregg
þjóðarinnar. Þótt líkamskraftar
skertust barðist hann fyrir bændur
og þjóðina alla. — Þar er nú skarð í
fámennan hóp virkra varnarmanna.
Nú þegar Ieiðir skiljast í bili þakka
ég Gunnari Guðbjartssyni vináttu
við mig og störf í þágu dreifðrar
byggðar. í þeim störfum hans fannst
ekki brestur frekar en í öðru er hon-
um var tiltrúað. Minningu hans
verður mestur sómi sýndur með því
að bændur landsins fylgi fordæmi
hans — gefist aldrei upp. Okkar
leiðtoga er best að minnast með því
að við slítum ekki byggðakeðjuna —
gefumst ekki upp — og lifum í
þeirri trú að aftur komi vor í dal. Ég
kveð Gunnar Guðbjartsson í full-
vissu þess að hans hafi beðið starfs-
vettvangur á vegum þess guðs sem
sólina skapaði. Fjölskyldu hans
sendi ég samúðarkveðjur.
Halldór Þórðarson
Ragnheiður Þorkelsdóttir
Kvöld-, nætur- og hdgldagavarsla apóteka I
Reykjavík 29. mars til 4. april er I Lyfjabúðinnl
Iðunni og Garösapóteki. Það apótek sem fyrr
er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldi til Id. 9.00 að morgnl virka daga en kl.
2ZO0 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls-
og lyfjaþjónustu eru gefnar f sima18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm-
svari 681041.
Hafharfjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó-
tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavíkun Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frí-
dagakl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Sdfbss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til
kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seifjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seitjamamesl er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tlmapant-
anirlsíma 21230. Borgarspítalinn vaktfrákl. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyljabúöir og læknaþjónustu emgefnar I sím-
svara 18888.
Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskfrteini.
Sdtjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og
20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi
frá Bár
Fædd 5. júní 1893
Dáin 2. mars 1991
Amma okkar Ragnheiður Þorkels-
dóttir er látin hátt á 98. aldursári.
Hún var fædd í Smjördölum í Sand-
víkurhreppi í Flóa 5. júní 1893, dótt-
ir hjónanna Sigríðar Magnúsdóttur
og Þorkels Jónssonar. Amma var
yngst barnanna, en systkini hennar
voru Ingibergur, Jón, Sigríður,
Magnús og Skúli, eru þau nú öll lát-
in.
Árið 1896 urðu Sunnlendingar fyr-
ir þungum búsifjum og fór heimili
ömmu ekki varhluta af þeim. Gríðar-
legur jarðskjálfti reið yfir og hrundu
hús eða skemmdust á flestum bæj-
um í Flóa og víðar. Bæjarhúsin í
Smjördölum eyðilögðust og munaði
litlu að mannskaði yrði þegar bæjar-
göngin hrundu yfir gamlan mann
sem var að forða sér út. Algert neyð-
arástand ríkti. Meðal annars var
gripið til þess ráðs að koma börnum
í fóstur yfir veturinn, flestum í
Reykjavík og voru amma og Skúli
bróðir hennar í þeim hópi. Börnin,
sem stundum voru nefnd jarð-
skjálftabörnin, voru flutt suður á
hestvögnum og þegar til Reykjavík-
ur kom, komu bæjarbúar og völdu
sér börn til fósturs. Atlætið á fóstur-
heimilunum þótti misjafnt og má
gera sér í hugarlund hvernig foreldr-
unum hefur liðið að senda bömin
sín út í óvissuna og standa sjálfir yfir
heimilum sínum í rúst. Ekki þurfti
amma að kvarta undan sínu hlut-
skipti, hún hlaut fóstur hjá miklu
ágætis fólki, SVeini Sveinssyni
snikkara og konu hans, og héldu þau
tryggð við hana alla tíð síðan.
En þetta él stytti upp eins og öll
önnur, lífið komst í samt lag aftur.
Amma ólst upp eins og flestar sveita-
stúlkur á þeim tíma. Sem ung stúlka
var hún nokkra vetur í vist í Reykja-
vík.
Árið 1920 giftist hún Kristjáni ÓI-
afssyni, bónda í Langholtsparti í
Hraungerðishreppi, f. 29. maí 1878,
d. 3. júní 1956. Foreldrar hans voru
hjónin Katrín Ögmundsdóttur og
Ólafur Jóhannesson, sjómaður og
bóndi á Dísastöðum í Sandvíkur-
hreppi. Fyrri konu sína, Kristjönu
Jóakimsdóttur frá Selfossi, missti afi
í spönsku veikinni 1918 frá þremur
börnum og gekk amma þeim í móð-
urstað. Árið 1922 fluttu þau að Bár í
Hraungerðishreppi og bjuggu þar
síðan allan sinn búskap. í Bár þurfti
aö byggja upp allan húsakost, en þau
bjuggu þar í torfbæ fyrstu 7 árin.
Afí var lærður trésmiður og vann
jafnframt búskapnum mikið við
smíðar m.a. við Flóaáveituna og
Mjólkurbú Flóamanna. Bústjóm
kom því mikið í hlut ömmu.
Dætur þeirra eru: Kristjana, Sigríð-
ur, Ragna og Sigrún.
Kristjana f. 10.9.1920, býr í Reykja-
vík, gift Ingimundi Guðmundssyni
brunaverði, frá Ljótarstöðum í
Landeyjum, f. 24.03.1911, d.
4.12.1985. Barn þeirra: Guðrún
Þórunn meinatæknir, f. 27.4.1953,
maki Jón Bergmundsson rafmagns-
verkfræðingur, f. 25.10.1952, börn
þeirra: Kristjana og Kjartan Ingi.
Sigríður f. 17.9.1921, býr á Selfossi,
gift Kristjáni Finnbogasyni trésmið
frá Hítardal, f. 8.4.1918, d.
17.7.1974. Börn þeirra: Pétur vél-
fræðingur, f. 3.8.1945, maki Guð-
rún V. Árnadóttir skrifstofumaður, f.
4.11.1946, börn þeirra: Kristján og
Sigríður. Ragnheiður auglýsinga-
teiknari, f. 25.9.1946, maki Páll Þór
Imsland jarðfræðingur, f. 1.8.1943,
börn þeirra: Birna og Freyja. Seinni
maður Sigríðar er Bóas Emilsson, f.
17.6.1920. Ragna Þorgerður f.
5.4.1923, býr í Kópavogi, gift Ár-
manni Sigurðssyni járnsmið frá
Stokkseyri, f. 2.1.1921, d.
25.12.1989. Börn þeirra: Ragnheið-
ur innanhússarkitekt, f. 24.7.1946,
maki Þorsteinn Gíslason, verkfræð-
ingur f. 27.7.1947, börn þeirra:
Fríða, Lára og Pétur. Sigríður f.
12.10.1947, var gift Sigvalda Krist-
jánssyni, þau skildu, börn þeirra:
Sigrún, Ragna og Kristján. Sigurð-
ur auglýsingateiknari, f. 14.2.1956,
maki Linda Wright, nemi f.
26.3.1955, börn þeirra: Sölvi og
Rúna. Kristján iðnfræðingur, f.
6.12.57, maki Herdís Hermanns-
dóttir, f. 10.05.1957, barn þeirra:
Katrín.
Sigrún f. 11.4.1928, býr í Banda-
ríkjunum, var gift Michael Denegan
f. 21.8.1917, d. 17.2.1989. Börn
þeirra: Katrín hjúkrunarfræðingur
f. 18.6.1953, maki Peter Morales, f.
15.10.1946, barn þeirra: Lana Joy.
Susan iðjuþjálfi, f. 18.3.1955, maki
Richard Shortridge, barn þeirra: Al-
issa.
Börn Kristjáns af fyrra hjónabandi:
Jóhanna Guðrún f. 15.2.1905, býr á
Selfossi, gift Jóni Gíslasyni frá
Haugi í Gaulverjabæjarhr., f.
16.12.1899, d. 14.10.1953. Þau
bjuggu að Eystri-Loftstöðum, Gaul- /
verjabæjarhr. Eignuðust þau 6 börn.
Ólafur trésmiður, f. 2.6.1906, d.
22.4.1978. Eftirlifandi kona hans er
Ingveldur Guðmundsdóttir frá
Keldnakoti í Stokkseyrarhr., f.
25.10.1919, hún býr í Kópavogi.
Eignuðust þau 6 börn. Katrín f.
4.8.1908, dvelur á Hrafnistu í
Reykjavík, gift Steingrími Welding
sjómanni, f. 30.9.1908 (látinn), þau
skildu. Barnlaus.
Afi lést 1956 eftir langvarandi veik-
indi, hvíldi umönnun hans öll á
ömmu. Ekki stóð hún þó ein, því að
Stefanía Jónsdóttir frá Steig í Jökul-
fjörðum, sem hafði komið sem
vinnukona að Bár 1932, með son
sinn Tryggva Bjarnason kornungan,
hélt alltaf tryggð við heimilið og
vann því af miklum dugnaði þar til
hún lést árið 1963. Ekki var minna
um vert framlag Tryggva, eina
vinnufæra karlmannsins á bænum,
og var hann hin styrka stoð ömmu á
erfiðum tímum. Eftir lát afa brá
amma búi og keypti Tryggvi af henni
jörðina, en hún flutti til Sigríðar
dóttur sinnar á Selfossi. Árið 1960
flutti hún til Reykjavíkur til Kristj-
önu dóttur sinnar og árið 1970 fór
hún á Elliheimilið Grund og dvaldi
þar síðan. Á seinni árum ævi sinnar
fékk hún eins og svo margir af
hennar kynslóð fyrst tíma og tæki-
færi til að sinna sínum hugðarefn-
um, en þau voru fyrst og fremst
hannyrðir og ýmiss konar sköpun,
allt lék í höndum hennar.
Við höfum öll upplifað það að alast
upp með ömmu okkar á heimilinu
og teljum að svo náið sambýli við
hana hafi orðið okkur mjög til góðs.
Það fylgdi henni svo sérstök hlýja og
kærleikur og aldrei brást hún von-
um okkar um skilning og umburð-
arlyndi. Hún var afskaplega dagfars-
prúð manneskja, og hafði alltaf full-
komna stjórn á skapi sínu, en hélt
þó ávallt sínum hlut. Þessir eigin-
leikar færðu henni virðingu sam-
ferðamanna og verða okkur fyrir-
mynd. Við kveðjum ömmu okkar
með hlýhug og þakklæti.
Pétur Kristjánsson
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Guðrún Þórunn Ingimundardóttir
612070.
Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I
síma 51100.
Hafharfjörður. Heilsugæsla Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Simi 40400.
Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarriringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000.
Sálraen vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Sími 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16ogkl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sænguritvennadeild: Alla daga vikunnar ki. 15-
16. Heimsóknartimi fyrirfeður kl. 19.30-20.30.
Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunarfækningadeild Landspítalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspitalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarfjúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Weppsspítali: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30.
-Flókadeild: Alladagakl. 15.3061 kl. 17 Kópa-
vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífllsstaðaspítali: Heimsóknar-
tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspitall Hafnarfirðl: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlíö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavíkurfæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsiö: Heim-
sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarogá hátiðum: Kl. 15.00-16.00og 19.00-
19.30. Akuteyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl.
22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan simi
611166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100.
Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður Lögreglan simi 51166, slökkviliö
og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavík: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og
sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666,
slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsið sími
11955.
Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222.
IsaQörðu’: Lögreglan sími 4222, slökkviliö simi
3300, brunasimi og sjúkrabifreiö simi 3333.
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa
að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag.
Þœr þurfa að vera vélritaðar.