Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimnhtudágur 4. apríl 991 Níundi þáttur deilu Ólafs Ragnars og lækna: Ölafur ritar læknum nýtt bréf: Rifist um hvernig eigi að lesa bréf forsætisráðherra Rifrildið milli ólafs Ragaars Grímssonar fjármálaráðherra og iækna virðist engan endi ætla að taka. Þar var síðast komið sögu að forsætisráðherra hafði svarað síðasta bréfi lækna og lýst því yfir að hann styddi ekki ummæli fjármálaráðherrans. Læknar fögnuðu því, en fjármálaráðherra sagði þá ekki lesa allt bréfið, Það síðasta sem gerst hefur í þessari gagnmetku deilu er að Ól- afur Ragnar hefur sent læknum enn eitt bréfið þar sem hann leggur tii að stofnuð verði nefnd sem geri tiliögur um hvemig eigi að leggja niður verktakakerfið. Jafnframt býðst fjármalaránherra til að flytja frumvarp á næsta þingi um að laun lækna verði ákveðin með kjaradómi. Ólafur Ragnar hélt blaðamanna- fund í gær þar sem hann kynnti bréf sitt til lækna og þær tlllögur sem í því felast. Fram kom á fund- inum að Ólafur er óánægður með hvemig læknar sögðu fjölmiðlum frá bréfí forsætisráðherra. Hann sagði að þeir hefðu tekið úr því það sem þeim hentaði, en sleppt því sem þeim féil eidd eins vel við. í bréfl Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra til Læknafélags Rcylqavíkur og Læknafélags ís- lands, segir forsætisráðherra að hann styðji ekki ummæli fjármála- ráðherra. Hann seglst hins vegar eldd hafa heyrt þær hótanir sem fjármálaráðherra vísar tíl, en fjár- málaráðherra hijóti að taka fulla ábyrgð á þeim ályktunum sem hann dregur af viðræðum sínum við lækna. Steingrímur segist eldd trúa því að nokkur iæknir vanræki sjúklinga sfna vegna kjarabaráttu. Steingrím- ur segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að áícveða eigi kjör lækna á sjúkrahúsum með kjaradómi. Hann segist jafnframt telja að læknar á sjúkrahúsum eigi al- mennt að starfa þar fullan tíma og að aðskilja eigi betur en nú er gert þá þjónustu sem veitt er á sjúkra- búsum, annars vegar, og af sjálf- stætt starfandi sérfræðingum hins vegar. I bréflnu tekur forsætisráðherra fram að honum þyki ýmsar setn- ingar í greinargerð með kröfum iækna frá janúar s.I „afar óviðeig- andi“. Hann segist treysta því að slíkt hafi verið sett á blað að lítt hugsuðu máli, íhita deilunnar. Ólafur Ragnar sagði á blaða- mannafundinum í gær að bréf for- sætisráðherra sfyddi þau efnislegu rök sem hann hefði hafl fram að færa í þessari deilu. Nauðsynlegt væri að skilja að verktakakerfið, sem sérfræðingar í læknastétt hafa komið upp, frá starfsemi sjúkra- húsanna. Ólafur sagðist sjálfur vera þeirrar skoðunar að ieggja ætti þetta kerfl nlður. Ólafur sagðist einnig telja að Kjaradómur ætti að ákveða laun iækna, líkt og laun presta, dómara og fleiri stétta. Til hægðarauka fyrir lesendur, sem sumir hverjir eru búnir að tapa söguþræðinum í þessum sjónleik, skal hér riíjað upp það helsta sem gerst hefur í hveijum þætti. í fyrsta kafla var haft viðtal við Ólaf Ragnar í sjónvarpi þar sem hann sagði lækna hóta sér með dauða sjúk- linga ef hann borgaði ekki. í öörum kafla mótmæltu læknar þessum ummælum og kröfðust þess að ráðherra drægi orð sín til baka og bæðist afsökunar. í þriðja kafla vís- aði Ólafur tfl greinargerðar, sem iæknar lögðu fram í kjaradeilu lækna í janúar, og sagði að þar væri sér hótað. í íjórða kafla sendu læknar ÓÍafi bréf þar sem hann er krafinn um afsökunarbeiðnL í flmmta kafla sendi Óiafur læknum bréf þar sem hann segist ektó ætía að biðjast afsökunar. í sjötta kafla sendu læknar forsætisráðherra bréf þar sem þelr spyrja hvort hann styðji ummæli Ólafs. í sjöunda kafla sendi forsætisráðherra bréf, en efni þess er nddð hér að ofan. I áttunda kafla sögðu læknar fjöl- miðlum firá bréflnu og í siðasta kafla sendi Ólafur læknum bréf og hélt blaðamannafund af því tilefhi. Hvað mun gerast í tíunda kafla? Munu Iæknar senda enn eitt bréfið og hvað gerir ólafúr Ragnar þá? Mun hann senda annað bréf og halda enn einn blaðamannafund- inn? EÓ Flugmannadeilan: Dómssátt í verkfallsmálinu: Enn fundað hjá sáttasemjara Annar fundur var haldinn hjá Sátta- semjara ríkisins í gær i kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða hf. Fundurinn hófst kl. 14 í gær og stóð fram á kvöld. Aðalumræðuefni fundarins voru vinnutímareglur og vinnutilhögun. Búist er við að samningaviðræður haldi áfram næstu daga. Stefnu Flugleiða á hendur flug- manna vegna boðaðs verkfalls 29. mars sl„ en því var frestað með tveggja daga fyrirvara, lauk í gær með dómssátt í Félagsdómi. Dómssátt var ákveðin í ljósi þess að boðaðri vinnustöðvun var aflýst tveimur dögum áður en hún kom til framkvæmda og þar sem samninga- viðræður hafa nú hafist með eðlileg- um hætti, enda beri hvor aðili sinn kostnað af málinu. Einnig tókst samkomulag um að FÍA viðurkenni rétt VSÍ og Flugleiða hf. til að ákveða skipan samninga- nefndar og hverjir komi fram fyrir hennar hönd í viðræðum við FÍA. —GEÓ Frestur til úrbóta á sjóðvélum og sölureikn- ingum, sem um 800 fyrirtæki fengu í febrúar, er liðinn og eiga þau von á heimsókn frá skattrannsóknarstjóra innan skamms: Lokað verður hjá trössunum Frestur sá, sem sérsveit skattrann- sóknarstjóra gaf verslunum og fyr- irtækjum sem ekki voru með sjóð- vélar eða sölureikninga í Iagi, er um það bil að renna út og mega aðilar, sem fengu athugasemd, eiga von á heimsókn næstu daga. Þeir, sem hafa trassað að sinna þessum at- hugasemdum, mega eiga von á því að fyrirtækinu verði lokað. Eftirlitsátak þetta hófst í febrúar sl. eftir að Alþingi samþykkti lög um skýrar lokunarheimildir skattrann- sóknarstjóra. í þeim lögum er til- skilinn 45 daga frestur ,til úrbóta frá því starfsmenn skattrannsóknar- stjóra hafa komið athugasemdum sínum á framfæri, og er sá frestur nú liðinn hjá þeim fyrirtækjum sem fyrst voru heimsótt. Þeir forsvars- menn fyrirtækja, sem ekki hafa sinnt þessum athugasemdum, geta átt það á hættu að lögregla verði kölluð til og fyrirtækinu lokað þar til úrbætur hafa verið gerðar. Starfsmenn skattrannsóknarstjóra heimsóttu rúmlega 1800 fyrirtæki og var úrbóta krafist hjá tæplega 800 fyrirtækjum. Átakið náði til fyrir- tækja í Reykjavík, Kópavogi, Kefla- vfk og annars staðar á Suðurnesjum, á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu og í Vestmannaeyjum. Af þessum svæð- um virtist ástandið einna best hjá fyrirtækjum á Dalvík og í Vest- mannaeyjum. Eftirlitsheimsóknir í fyrirtæki halda áfram af fullum krafti samhliða endurskoðun. Nú er haldið áfram eftirliti í Reykjavík, en á næstu vikum er ætlunin að heim- sækja fyrirtæki á Suðurlandi og á Norðurlandi vestra. —SE Það þjónaði landsmönnum í 61 ár áður en það var fellt. Timamyndir: Ámi Bjama Langbylgjumastrið fellt í gær var fellt 150 metra hátt langbylgjumastur Pósts og síma á Vatnsendahæð. Þar stóð það í 61 ár og flutti landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, dagskrá Rík- isútvarpsins. Upphaflega voru möstrin tvö. Annað þeirra féll í óveðr- inu mikla 3. febrúar. Þar með varð hitt ónothæft, svo langbylgjusendingar Útvarps lögðust af. Nauðsynlegt þótti að fella mastrið, sem eftir stóð, af tveimur ástæðum. Það var orðið svo ryðgað að mönnum stafaði hætta af því. Auk þess varð að rýma fyrir bráðabirgðamöstrum sem rísa eiga á sama stað nú í sumar. Sumum var þó greini- lega sárt um gamla mastrið, og hefðu helst viljað friða það. Nýju bráðabirgðamöstrin eru mun minni en þau gömlu og draga því styttra. Eftir að Útvarpið hóf send- ingar á FM, beinist langbylgjan helst að sjómönnum á hafi úti og íbúum afskekktra sveita. Meðan FM-sendingar ná ekki til þeirra þykir nauðsyn- legt að senda út á langbylgju. Þess vegna hefur mennta- málaráðherra skipað starfshóp til að vinna tillögur um langbylgjusendingar útvarps í framtíðinni. A grundvelli þeirra skal ákveða hvort reist verður ný langbylgjustöð, eða sendingarnar lagðar af með öllu. -aá. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.