Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. apríl 1991 Tínnnn 7 Bragi Michaelsson, framkvæmdastjóri Byggung: „Sannleikurinn er sagna bestur“ hafðu vaðið fyrir heðah þig Paö gengur ekki aö rjúka fyrirvaralítiö í íbuöarkaup. TH þess hefuröu allt of miktu aö tapa. Geröu hlutina i rettri röð: Fáöu fyrst skriflegt lánsloforö, gakktu siöan fra kaupsamningnum. Haföu hugfast að jpú 9®"r fott um lán og fengið sknflegt lánsloforð, án þess að' höfei est kaup á akveönu husnæoi. D^aHúsnæðisstofnun D ríkisins Athugasemdir framkvæmda- stjóra Byggung í Kópavogi vegna skrifa Dagblaðsins Tímans 27. mars sl.: 1. Við Hlíðarhjalla í Kópavogi hef- ur Byggung, Kópavogi, bvggt 41 íbúð og þegar afhent þaer. 1 desem- ber sl. var lokið við lokauppgjör vegna 23 íbúða í Hlíðarhjaila 62, 64 og 66, en uppgjör vegna Hlíðar- hjalla 74-76 verður lokið á þessu ári. Þegar þessi grein er rituð er vitað um 8 sölur á eignum sem fé- lagið byggði. Vissulega eru margar ástæður fyrir því þegar aðilar ákveða að selja sínar eignir og ekk- ert einsdæmi að það sé gert. Sú fullyrðing stenst hins vegar ekki að þessar sölur séu til komnar vegna „bakreikninga frá Byggung, Kópa- vogi“. Öllum byggjendum var gerð grein fyrr þeim skilmálum sem giltu um byggingu þessara íbúða og í kynningarriti, sem félagið gaf út, voru þessir skilmálar prentaðir. Jafnframt var á baksíðu þessa rits prentuð aðvörun frá Húsnæðis- stofnun ríkisins vegna láns til bygginga, eins og sýnt er hér á meðfylgjandi mynd. 2. Ummæli þau er höfð eru eftir mér um Húsnæðisstofnun eru tek- in úr samhengi og verða því vill- andi og meining þeirra röng. Þeg- ar lög um Húsnæðisstofnun frá 1987 tóku gildi var í þeim ákvæði um að lánsloforð yrði gefið út inn- an tveggja mánaða frá því að um- sókn bærist. Þetta ákvæði var ekki staðið við og urðu byggjendur hjá Byggung, Kópavogi, leiksoppar þeirrar ákvörðunar. Húsnæðis- stofnun hefur alla tíð staðið við gefin loforð og greitt út lán eftir að lánsloforð voru gefin út. Um greiðslumat er það að segja að það fer eftir stöðu hvers og eins og er því hending hvort viðkomandi má kaupa fyrir 6, 7 eða 8 milljónir króna. Þetta hefur því valdið mikl- um vandræðum á nýbyggingar- markaði og er hætt við að margir lendi í erfiðleikum þegar þeir kaupa eldra húsnæði og þurfa svo að standa í miklu viðhaldi á þeim eignum. 3. í upplýsingabréfi, sem öllum var afhent þegar þeir sóttu um íbúðir hjá félaginu, segir: „Bygg- ingaframkvæmdir skiptast í fimm áfanga eins og hér greinir: 1. Gröftur og frágangur á grunni (botnplata). 2. Uppsteypa á húsinu og frágang- ur utanhúss. 3. Frágangur á lögnum innanhúss og múrverk. 4. Frágangur innanhúss og máln- ing. 5. Frágangur lóðar og bílastæða.“ Síðar í sama upplýsingabréfi seg- ir: „Hér er um að ræða grunnáætlun byggða á verðlagi í þeim mánuði sem hún er gerð. Verðbreytingar meðan á framkvæmdum stendur, ásamt hugsanlegum eftirstöðvum sem til koma þá vegna einhverra viðbóta hjá byggjendum eða breyt- inga sem gerðar eru á byggingar- tímanum eru síðar innheimtar samkvæmt ákvörðun stjórnar fé- lagsins." Einnig segir: „Öllum tilfallandi lántökukostnaði, vöxtum og verð- tryggingu á lánum sem félagið þarf að taka á byggingartímabilinu, er skipt milli byggjenda um hver ára- mót. Byggjendum ber að greiða þennan kostnað eftir nánari ákvörðun stjórnarinnar." Hvað em bakreikningar? Við upphaf framkvæmda við Hlíð- arhjalla 62-66 var gerð ítarleg kostnaðaráætlun og var hún end- urskoðuð þegar hönnun hússins lauk. Samkvæmt því var áætlað að hver fermetri kostaði 34.000 á verðlagi í febrúar 1987, sem er framreiknað til desember 1990 kr. 62.105. Við uppgjör kom í ljós að meðal- verð á fermetra er 46.223 en með fjármagnskostnaði 60.981. Innifal- inn í lokakostnaði er þá 2-3 millj- óna króna aukakostnaður sem byggjendur sjálfir vildu kosta til viðbótar þeim samningi sem félag- ið gerði í upphafi. Að auki var ákveðið að ýmis frágangur, t.d. lóð, yrði með öðrum hætti en áætlun gerði ráð fyrir og er sá viðbótar- kostnaður um 3-5 m.kr. Hvað varðar fjármagnskostnað er það að segja að í upphafi var gert ráð fyrir að lán Húsnæðisstofnunar kæmu á eðlilegum tíma en þau bárust sem hér segir: 7 lán 1988, bæði fyrri og síðari hluti. 1 lán 1988, fyrri hluti. 1 lán 1989, síðari hluti 9 lán 1989, fyrri og síðari hluti 5 lán 1989, fýrri hluti 5 lán 1990, síðari hluti 1 lán 1990, fyrri hluti 1 lán 1991, síðari hluti í heild sinni námu þessi lán 73,9 milljónum króna og sjá væntan- lega allir að þegar framkvæmdum er lokið löngu áður en lánin eru greidd út að því fýlgir mikill lán- töku- og fjármagnskostnaður. Upphafleg áætlun gerði ráð fýrir að kostnaður yrði um 92 m.kr. á verð- lagi febrúar 1987 en lokauppgjör er 127 m.kr. eða um 38% verð- breytingar á meðan vísitala hækk- aði um 60% frá upphafi til þess tíma sem framkvæmdum lauk að mestu, í árslok 1989. Lokaorð Það er ekki ætlun mín að fara að standa í blaðaskrifum við byggj- endur eða aðra um þessi mál. Þar sem hins vegar er vegið nokkuð að minni persónu í þessum blaða- skrifum vil ég upplýsa að á bygg- ingartíma þessa húss hélt ég Í1 fundi með þessum byggjendum til þess að gefa þeim upplýsingar, 3 byggjendur fóru yfir öll fylgiskjöl ásamt löggiltum endurskoðanda. Stjórn félagsins hefur haldið 1-2 fundi í mánuði nær allan þennan tíma og samþykkt alla byggingar- samninga, samninga við verktaka og tilboð. Það eru því órökstuddar dylgjur að um óstjórn hafi verið að ræða hjá Byggung, Kópavogi, enda félagið leitast við að standa við all- ar sínar skuldbindingar hvort heldur er við byggjendur, verktaka, viðskiptaaðila eða bankastofnanir. Um bakreikninga af hálfu félagsins hefur ekki verið að ræða. Þegar viðmiðun var sett um kaup á inn- réttingum voru aðeins 2 af 23 aðil- um innan þeirra marka. Margir byggjendur óskuðu eftir að félagið gerði meira í frágangi íbúðanna en ráð var fyrir gert. Þennan kostnað verða byggjendur sjálfir að bera og getur hann ekki talist bakreikn- ingar. Á verðbólgutímum þar sem fjár- magnskostnaður breytist nær mánaðarlega er hins vegar ekki óeðlilegt að mismunur verði á upprunalegum áætlunum og erfitt fyrir stjórnendur félagasamtaka eins og Byggung, Kópavogi, að út- skýra jafntíðar verðlagsbreytingar og verið hafa á sama tíma og laun standa í stað og kaupmáttur rýrn- ar. Það er von mín að þessar upplýs- ingar skýri málið fýrir lesendum Tímans og skýri það sem ekki kom fram í umræddri blaðagrein. Guðmundur P. Valgeirsson: Á Glæsivöllum Glanssýningu Sjónvarpsins á „hugsjónaþingi" Sjálfstæðisflokks- ins er lokið. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í að sýna frá landsfundum annarra flokka og nú var gert þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hélt landsfund sinn. Enginn skyldi fara varhluta af að sjá og heyra hver glæsisam- koma það var að mannfjölda og „hugsjónum", sem mikið var talað um. Um mátt og dýrð flokksins skvldi enginn efast. Á engri annarri samskonar sam- komu hafa hin frægu orð Gríms Thomsen um hirðlífið á Glæsivöll- um átt betur við: „í góðsemi þar vegur hver annan." Það kom fram hjá fundarmönn- um, sem teknir voru tali, að lítið hefði verið um ræðuhöld. Ræðu- stóllinn oftast staðið auður. — Líklega því meira lagt í rökræna innhverfa „hugsjón". — En dram- inn í lokasenunni var mikill. — Davíð Oddsson, nýkjörinn formað- ur flokksins, átti ekki nógu sterk orð til að lýsa vináttu sinni og virð- ingu fýrir Þorsteini Pálssyni, for- manni flokksins, fram á síðustu stundu þessa landsfundar. Af hreinni vináttu hafði hann farið í framboð móti Þorsteini. Það sama var með aðra sem teknir voru tali, þeir áttu ekki orð til að lýsa því hver vinátta og virðing ríkti milli manna og átakahópa. Inn í þetta „himneska" friðartal var ósjaldan vísað til „hugsjóna“ flokksins án þess að nokkrir til- burðir væru hafðir í frammi til að sýna dæmi um í hverju þær „hug- sjónir" væru fólgnar, enda ekki mikið spurt út í það. Slíkt ætti öll- um að vera kunnugt. — Þó mátti kenna spurnarsvips á ýmsum við þessa sjálfslýsingu talsmanna flokksfundarins. Svo mikill friður ríkti yfir þessari „Glæsivallasamkomu" að sjálfur Flateyrarkappinn Einar Óddur Kristjánsson, sem fýrir samkom- una hafði haft stór orð um hvert skaðræðisverk Davíð Oddsson og hans fýlgismenn væru að gera, var nú hrærður í kristilegri auðmýkt og hafði á orði hver friðar- og hug- sjónasamkoma þetta hefði verið. Svo mikill friður ríkti yf- ir þessari „Glæsivalla- samkomu" að sjálfur Flateyrarkappinn Einar Oddur Kristjánsson, sem fyrir samkomuna hafði haft stór orð um hvert skaðræðisverk Davíð Oddsson og hans fylgismenn væru að gera, var nú hrærð- ur í kristilegri auðmýkt og hafði á orði hver friðar- og hugsjóna- samkoma þetta hefði verið. Hann hafði líka fengið föðurlega áminningu frá sjálfum hofgoðan- um Davíð Oddssyni, að lítt væri mark takandi á orðum hans, manns vestan af fjörðum. Eitt er víst að Einar Oddur ætti að vera óljúgfróðast vitni um „hug- sjónir" Sjálfstæðisflokksins í reynd. Þær fékk hann að sann- reyna þegar hann var skipaður for- maður stjórnskipaðrar nefndar af Þorsteini Pálssyni, þáverandi for- sætisráðherra, til að rétta við at- vinnulíf landsmanna, sem mátti heita hrunið. — Hugsjónir Sjálf- stæðisflokksins féllu þá illa að at- vinnulífi landsmanna og tillögum Einars Odds. Og í annan stað sann- reyndi sami maður (E.O.) hug- sjónir Sjálfstæðisflokksins þegar flokksforingjarnir knúðu þing- menn síns flokks til að ganga af „þjóðarsáttinni" svokölluðu dauðri, ef hægt væri, með því að láta þá gangast undir merki þorsk- höfuðsins. En hún er öðrum framar kennd við og eignuð sjálf- stæðismanninum Einari Oddi. — Hvað skyldum við þurfa annarra vitna við en Einars Odds um hug- sjónir Sjálfstæðisflokksins? Ekki skal það lastað að menn haldi frið hver við annan og þá ekki síður þegar jafn stór hópur og þarna var samankominn, sýnir það umburðarlyndi og bróðurhug sem þessi Glæsivallasamkoma ein- kenndist af, og þeir sem hana sátu áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa. — Þar var aldrei með ýtum fátt, / allt er kátt og dátt — og „í góðsemi vegur þar hver annan“* Og ennfremur: „Horn skella á nösum, / og hnút- ur fljúga um borð, / hógvær fýlgja orð, ... brosir þá Goðmundur kóngur." Bæ, 11. mars 1991, Guðmundur P. Valgeirsson *) Ef til vill hefði mátt skjóta inní eftirfarandi hendingu: „og feikn- stafir svigna í brosi".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.