Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 5. apríl 1991 Könnun Samtaka fiskvinnslustöðva: Fiskverð hefur hækkað um 7,9% frá áramótum Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Samtök fiskvinnslu- stöðva gerðu 2. og 3. apríl sl. á beinum viðskiptum milli útgerða og fiskvinnslu, hefur fiskverð hækkað um 7,9% frá áramótum og er meðalheimaiöndunarálag á þorski nú um 28%. Fiskverðs- könnun Samtakanna náði til 23 fiskvinnslufyrirtækja um allt land og kom í ljós að þau fyrirtæki sem greiða hæst verð fyrir þorsk af þeim eru Útgerðafélag Akureyringa, Sæfang hf. á Grundarfirði og Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Að mati SF er botnfiskvinnslan ráðsverði, en nokkur hafa samið rekin með 2,4% tapi. Þetta segir í frétt frá SF. Flest þeirra fiskvinnslufyrirtækja sem könnunin náði tii eru með eig- in togara eða í föstum viðskiptum með hráefni til vinnslu.Ætla má að fyrirtækin í úrtakinu vinni um það bil helming af öllum botnfiskafla sem fer til vinnslu í Iandinu. Flest fyrirtækjanna greiða heima- löndunarálag til viðbótar Verðlags- um sérstakt fiskverð án viðmiðun- ar við Verðlagsráðsverð. Álagið er nokkuð misjafnt, bæði eftir fiskteg- undum, fiskstærð og milli fyrir- tækja, segir einnig í frétt SF. Meðalverðið sem þessi fyrirtæki eru að greiða í dag er kr. 54,62 fyr- ir tveggja kg. þorsk, en fyrir fimm kg. þorsk er meðalverðið kr. 72,44. Þetta svarar til þess að verið sé að greiða 29% heimalöndunarálag fyrir tveggja kg. þorsk, en 27,5% fyrir 5 kg þorsk. Eins og áður sagði kemur fram í könnuninni að af þeim fyrirtækj- um sem hún náði til greiða Út- gerðafélag Akureyringa, Sæfang hf. á Grundafirði og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hæst verð fyrir þorsk. Einstaka fyrirtæki greiða eitt með- alverð fyrir allan þorsk án þess að stærðarflokka hann, og greiðir eitt fyrirtæki í könnuninni hærra verð fyrir 2 kg. þorsk en greitt er hjá of- angreindum þremur fyrirtækjum. Á hinn bóginn greiðir þetta fyrir- tæki mun lægra verð fyrir 5 kg. þorsk en þau sem hæst greiða. Einnig segir í frétt SF að að þeirra mati sé botnfiskvinnslan rekin með 2,4% tapi um þessar mundir. „Þetta er óhugnanleg staðreynd þegar litið er til þess að verð á af- urðamörkuðum okkar erlendis eru mjög há um þessar mundir og ekki þess að vænta að um frekari hækk- anir verði að ræða í náinni framtíð. Allar líkur eru þess vegna á því að verðlækkanir séu framundan á af- urðum botnfiskvinnslunar í ís- lenskum krónum vegna lækkunar á verði Evrópumynta." í frétt Samtaka fiskvinnslustöðva segir jafnframt að þeir ítreki fyrri tilmæli til félagsmanna sinna um að standa vörð um þjóðarsáttina, „sem ekki síst hefur skapað fisk- vinnslunni góð rekstrarskilyrði með lækkun verðbólgu og lækkun nafnvaxta, og standa fast gegn frek- ari hækkun fiskverðs og annarra kosnaðarliða." —GEÓ Stofnfund- ur Evrópu- bankans 15. og 16. apríl verður haldinn í Lundúnum fyrsti fundur Evrópu- bankans, European Bank for Re- construction. Fundurinn markar upphaf formlegrar starfsemi bank- ans en stofnskrá hans var samþykkt í maí á síðasta ári. Á leiðtogafundi Evrópubandalags- ins í Strassborg í desember 1989 var samþykkt, að frumkvæði Frakka, að EB skyldi stofna sérstakan fjárfest- ingabanka til að greiða fyrir um- breytingum í Austur-Evrópu. Ríkis- stjórn Islands samþykkti þátttöku 19. janúar á síðasta ári. Aðildarríki bankans eru alls 42. í stofnskrá bankans segir að hlutverk hans sé greiða fyrir breytingum í ríkjum Austur-Evrópu. Jafnframt er honum ætlað að stuðla að hagkvæmri fjár- festingu í þjónustu- og fjármála- greinum svo einkaframtakið fái sem best notið sín. Honum er einnig ætlað að leggja til tæknilega aðstoð við undirbúning og fjármögnun heppilegra verkefna og stuðla að þróun fjármagnsmarkaðar í þessum löndum. -sbs. GRAA LINAN - viðvikaþjónusta fyrir aldraða Gráa línan er heiti á nýrri þjónustu sem Rauði kross íslands, Félag eldri borgara, Soroptimistar og Bandalag kvenna í Reykjavík gang- ast fyrir. Um er að ræða nýja tegund sjálfboöaliðaþjónustu, síma- og við- vikaþjónustu fyrir aldraða á höfuð- borgarsvæðinu. Með símaþjónustunni gefst eldri borgurum kostur á að ræða við sjálf- boðaliða í trúnaði, leita upplýsinga og/eða óska aðstoðar t.d. vegna léttra viðgerða og snúninga. Við- vikaþjónustan felur í sér aðstoð við ýmis smáviðvik, eins og minni við- gerðir og sendiferðir. Ákveðið hefur verið að fyrst í stað viku frá kl. 17-20 á mánudögum. Síminn er 616262 og má búast við að starfsemin hefjist um miðjan mánuðinn, segir í frétt frá RKÍ. Hugmyndin um Gráu línuna varð til eftir að gerð var könnun meðal aldraðra um viðhorf þeirra til sjálf- boðaliðastarfa. Ef marka má niður- stöður könnunarinnar mætir hún óskum eldri borgara og er sett á stofn í samvinnu við þá. Námskeiö fyrir væntanlega sjálf- boðaliða verður haldið laugardaginn 6. apríl í húsakynnum Félags eldri borgara að Hverfisgötu 105 í Reykja- vík og hefst kl.10 árdegis. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á Nýja hverfisskrifstofan er til húsa að Skógarhlíð 6. Tímamynd: Ámi Bjama. Félagsmálastofun Reykjavíkur: Ný hverf isskrifstofa fyrir mið- og vesturbæ verði Gráa línan opin einu sinni í skrifstofu RKÍ í síma 26722. Danskur djass í Reykjavík: Niels Henning með tónleika í Háskólabíói í gær var opnuð formlega ný skrífstofa Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Þetta verður sameiginleg skrifstofa unglingadeildar stofnunarinnar og fjölskyldudeildar sem þjóna mun mið- og vestur- bæ. Skrifstofan er til húsa að Skógarhlíð 6. Danski djassleikarinn Niels Henn- ing Örsted Pedersen mun halda tónleika í Háskólabíói í Reykjavík 7. apríl næstkomandi. Það er Jazz- vakning sem býður Niels hingað til lands og er það í tilefni þess að hann hlut Tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs í febrúar sl., fyrstur djassleikara. Tónleikarnir verða liður í „Dönsk- um vordögum" og stendur Háskóla- bíó að þeim ásamt Jazzvakningu. Meðal verka sem flutt verða í Há- skólabíói verða verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, klassísk verk, dönsk þjóðlög og eigin verk bæði gömul og ný. Með Niels koma hingað sænski gít- arleikarinn Ulf Wakenius og banda- ríski trommarinn Alvin Queen. í frétt frá Jazzvakningu segir að tón- leikar Niels Hennings séu stórvið- burður sem enginn megi missa af. Það sé engin tilviljun að hann varð fyrsti rýþmíski tónlistarmaðurinn í heiminum til að hljóta verðlaun sem klassískir tónlistarmenn kepptu jafnan um — slík sé snilli hans sem tónlistarmanns. Forsala aðgöngumiða á tónleika Niels Hennings er i Fálkan- um/Steinum við Laugaveg. Opnun þessarar skrifstofú er liður í endurskipulagningu á starfsemi Fé- lagsmálastofnunar og í endumýjun húsnæðis hennar. Hefur Félagsmála- stofnun skipt borginni í þrjú hverfi með þremur skrifstofum sem allar eru í nýlegu húsnæði. Hin nýja skrifstofo í Skógarhlíð þjónar hverfi 1, sem þjónar borginni vestan Kringlumýrarbrautar. Hverfi 2 markast af austurhluta borgarinnar utan Breið- holts og er skrifstofa þess að Síðumúla 39, þar sem höfúðstöðvar Félagsmála- stofnunar em jafnfiamL Breiðholtið er hverfi 3 og em bækistöðvar Félagsmála- stofnunar í því hverfi að Álfabakka 12. Skrifstofan sem opnuð var í gær verð- ur annars vegar hverfisskrifstofa og hins vegar bækistöð unglingadeildar. Hún hefur með málefni unglinga á aldrinum 13-18 ára að gera og er svo- kölluð útideild þar hluti af. Húsnæðið í Skógarhlíð 6 er þar sem Sölufélag garðyrkjumanna var áður til húsa. Það er um 600 fermetrar að stærð og var kaupverðið nærri 20 milljónum. Hins vegar var húsnæðinu breytt talsvert til samræmis við nýja starfsemi. -sbs. Myndbær hf. hyggst framleiða: Stuttmyndir um landafræði fyrir skóla og sveitarfélög Myndbær hf. hefur undanfarið veríð að bjóða sveitarfélögum sam- starf vegna framleiðslu á stuttmyndum um landafræði. Að sögn Jó- hanns Briem hjá Myndbæ þá er um að ræða myndaflokk um landa- fræði íslands sem notaður yrði m.a. til kennslu í skólum og hafa þeir boðið sveitarfélögum, sem gætu haft afnot af myndunum, að taka þátt í samstarfi við gerð myndanna. „Við höfum ákveðið að framleiða myndir fyrir landafræðikennslu í skólum, það eru engar slíkar myndir til í dag. Þær myndu fjalla fýrst og fremst um landafræði, jarðfræði og sögu staðanna. í öðru lagi myndu þær fjalla um atvinnulífið og þjón- ustu sveitarfélaga. Þeir sem koma til með að annast þetta verkefni eru Karl Jeppesen, kvikmyndagerðarmaður og kennslufræðingur, og TVyggvi Jakobs- son, landfræðingur hjá Námsgagna- stofnun, og mun vinnsla hefjast í sumar," sagði Jóhann Briem. Jóhann sagði einnig að þeir hafi gert fjölda stuttmynda fyrir einstök byggðalög á íslandi á undanförnum árum og hafa margar þeirra verið sýndar í sjónvarpi, eins og t.d. mynd um Vestmannaeyjabæ, Ólafsvíkur- bæ og Þingeyjarsýslur. „Því höfum við aflað mikils efnis, bæði af þessum stöðum og einnig höfum við farið í kringum landið meira og minna og tekið mikið af umhverfismyndum. Við eigum því til gríðarlegt myndasafn sem er eig- inlega forsenda fyrir því að ráðast í svona verkefni, en við höfum unnið að undirbúningi þess sl. þrjú ár,“ sagði Jóhann. Jóhann sagði að þeir hefðu leitað til sveitarfélaga í sambandi við þetta verkefni fyrst og fremst vegna þess að mörg sveitarfélög hafa lýst áhuga sínum á að að eignast kvik- myndir um sína staði. „Það tekur ákveðinn tíma að vinna þetta, en forsendan fýrir því að við getum gert myndir sem þessar er sú að við eigum mikið efni, þannig að kostn- aður við myndina minnkar veru- lega, jafnvel um helming," sagði Jóhann jafnframt í samtali við Tím- í gær. - GEÓ ann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.