Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur5. apríl 1991 Tímiiin 5 Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir búvörusamninginn eiga vísan stuðning flokksins á næsta Alþingi. Davíð formaður þverneitar að tjá sig. Segir enga breytingu á stefnu flokksins: Eru formaður og vara- formaður á sama máli? Friðrifc Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á framboðsfundi sem JC-hreyfingin stóð að í Háskólabíói í gær, að sjálf- stæðismenn væru í meginatriðum fylgjandi nýgerðum búvörusamningi og markmiðum hans og helst var að skilja á máli hans að flokkurinn myndi standa heill og óskiptur að samþykkt hans á næsta þingi. Davíð Oddsson, formaður flokksins, sagði hins vegar þvert nei, þegar Tíminn innti hann eftir því hvort um stefnu- breytingu hjá flokknum væri að ræða. Davíð var mjög stuttur í spuna, vildi ekkert frekar tjá sig um málið og skellti símanum á. Eins og kunnugt er þá hafa Alþýðu- flokksmenn lýst sig andvíga þessum samningi og sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, á sama fundi í gær að þeir hefðu einungis samþykkt samning- inn vegna þess að í honum væri sá fyrirvari að honum maétti breyta á þingi eftir kosningar. Þar hafa AI- þýðuflokksmenn líklega hugsað til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, en ljóst er eftir fundinn í gær, ef marka má orð Friðriks Sophussonar, að tryggur meirihluti er fyrir búvöru- samningnum á Alþingi. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Tímann eftir fundinn að ekki þyrfti að fara lengra en í stefnuyfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokksins til að kom- ast að því að sjálfstæðismenn telji að það séu mörg atriði í búvörusamn- ingnum af hinu góða og hann sé skref í rétta átt og meira að segja í svipaða átt og Sjálfstæðisflokkurinn hefði Iagt til. Það hafi verið fyrir frumkvæði aðila vinnumarkaðarins að aðlaga sauðfjárframleiðsluna markaðsaðstæðum og að breyta framleiðslustjórninni. .Alarkmið bú- vörusamningsins eru í samræmi við það sem Sjálfstæöisflokkurinn vill og við teljum að hann sé áfangi á leið til frjáls fyrirkomulags í framleiðslu-, sölu- og verðlagsmálum," sagði Frið- rik. „Það eru kannski nokkur fram- kvæmdaatriði sem við hefðum viljað líta betur á. í því sambandi höfúm við ályktað um það að greiðslur til bænda séu minna framleiðslutengd- Eru þeir sammála um að styðja búvörusamninginn á næsta þingi? Frið- rik segir já, Davíð skellir á. ar en gert er ráð fyrir í samningn- um.“ Friðrik sagði að í ljósi þessa ætti það að vera tiltölulega auðvelt að ná samkomulagi við Sjálfstæðis- flokkinn um áframhald málsins eftir kosningar. Friðrik sagði að það hefði berlega komið í Ijós á þessum fundi að Al- þýðuflokkurinn væri að reyna að hliðra sér hjá því að bera ábyrgð á þessum samningi. „En auðvitað ber Alþýðuflokkurinn ábyrgð á honum eins og hinir stjórnarflokkamir," sagði Friðrik. Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði að eftir væri að kanna hvort afstaða alls Sjálf- stæðisflokksins væri virkilega þessi, eða hvort Friðrik hefði aðeins talað fyrir hönd Reykvíkinga í flokknum. „Það kemur mér ekkert á óvart að Friðrik segi að búvörusamningurinn sé skref í rétta átt, því það er rétt. Mér skildist hins vegar á Friðriki að hon- um þætti eitthvað á vanta, því að hann tók undir þau orð mín að það þyrfti að örva samkeppni í vinnslu og dreifingu," sagði Jón Baldvin. —SE Þjóðhagsstofnun: Einstaklingar fjármagna neyslu með lánum: Ríkið taki minni lán „í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá kemur m.a. fram að slaki haf! ver- ið að myndast í hagstjóminni síð- ustu vikumar, með miklum yfir- drætti rikissjóðs í Seðlabanka, nokkru gjaldeyrisútstreymi og miklum lánsfjáráformum hins opinbera. Þennan slaka þurfa menn að draga inn. Jafnframt virðist farið að gæta spennu á vinnumarkaðnum. Þetta eru ákveðin hættumerki, sem menn þurfa að taka alvarlega, fara ræki- lega yfir og gera ráðstafanir til þess aö fyrirbyggja að þróun efna- hagsmála fari eitthvað úr skorð- um,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. En Tíminn bar undir hann þær áhyggjur af þróun mála, sem víða hefur orðið vart að undanforau. — Eiga einhverjar aðgerðir, eða aðgerðaleysi, okkar einstakling- anna þaraa kannski einhvem hlut að máli? „Eftirspurn einstaklinga eftir lánum virðist mjög vaxandi. Og jafnframt að einstaklingar virðast vera að fjármagna hluta af neyslu sinni með lánum, bæði úr banka- kerfinu og einnig að hluta úr hús- næðislánakerfinu. Þannig að það kemur í Ijós meiri neysla heldur en samræmist tekjubreytingum milli ára.“ Aukið gjaldeyrisútstreymi segir Þórður geta bent til þess að inn- flutningur hafi verið að aukast. Að hluta geti hann þó einnig skýrst af mikium afborgunum af erlendum lánum. .Aðalatriðið er það, að aðhalds- semi virðist eklri hafa verið nægi- leg á fyrstu mánuðum ársins, sér- staklega nú síðustu vikuraar. Og það sem kannsld er lykilatriðið í því sambandi til hvaða ráðstafana menn geti gripið — en þær hljóta að beinast að því að ríkisfjármálin og hið opinbera leggi meira af morkum til að viðhalda jafnvæg- inu. í því feist, að það sé í raun og veru nauðsynlegt að draga úr lánsfjáráformum hins opinbera. Að öðrum kosti er hætt við því að raunvextir hækki úr hófi, ef láns- fjáráformin á innlenda lánamark- aðnum ganga eftir. Og ef menn fara út í erlenda lánsfjármögnun, eða taka lán f Seðlabanka, þá er hætta á þenslu. í þessu felst raun- verulega, að það er engin leið til þess að sporaa við þessu önnur en sú, að draga úr lánsfjárþörfinni,“ segir Þórður. Hann sagði, aðspurður, að aukið aðhald komi augljóslega við ein- hverja. „Því aukið aðhald þýðir hluti eins og: samdrátt í fram- kvæmdum, niðurskurð á ríkisút- gjöldum, hækkaða skatta eða að vextir hækki.“ Um afleiðingar þess ef spenna fer vaxandi á vinnumarkaðnum og þá jafnvel með vaxandi launa- skriði, svaraði Þórðun „Ég held að við ættum að forðast þá hugs- un, en huga frekar að því hvemig hægt er að koma í veg fyrir að spenna myndist'* — Nú er töluverð pressa á hækk- un fiskverðs á sama tíma og fisk- vinnslumenn segja fiskvinnsluna rekna með tapi. I gegnum tíðina var algengt að „redda" shku með gengisfellingu. Eru slíkar „redd- ingar“ ennþá hugsanlegar? „Þetta er algengt mynstur í for- tíðinni. Ég held ekki að við séum ennþá komin út í neinar ógöngur. En það má sjá hættumerki sem menn þurfa að taka alvarlega. Af- koman í sjávarútveginum er enn- þá, aö okkar mati, tiltölulega mjög góð — sérstaklega ef litið er á botnfiskveiðar og vinnslu í heild, sem mér finnst rökrétt að leggja áherslu á. En hagnaðurinn er all- ur af veiðunum (tæplega 5%), en raunar tæplega 1% halli á vinnsl- unni.“ í samanburði við fortíðina sagði Þórður þurfa að hafa í huga að sjávarútvegurinn hafi breyst tölu- vert mikið. Áður hafi ákvarðanir verðlagsráðs verið afgerandi um verðþróunina á fiski, en nú séu markaðsaðstæöuraar hins vegar orðnar ráðandi þáttur í þróun fiskverðsins. Að hagnaðurinn í sjávarútveginum skuli allur, og jafnvel meira en það, vera hjá út- gerðinni virðist benda tii þess að vinnslufyrirtækin teygi sig ansi langt í samkeppninni um hráefni. „Já, af þeim bata sem orðið hefur í skilyrðum sjávarútvegsins á síð- ustu misserum virðist ekkert að ráði sitja eftir hjá vinnslunni. Hráefnisverðið hefur hækkað miklu meira heldur en annar kostnaður og/eða verðlag f land- inu.“ — Nú er fiskvinnslufólk líka far- ið að sefja fram kröfur um svipað- ar kjarabætur og sjómenn hafa náð. Og fleiri virðast stefna á að auka hlut sinn umtalsvert. „Ég tel það ekki þjóna neinum tilgangi að svara spuraingum um það hvað gerist fari Iaun að rjúka upp úr öllu valdi. Því það er til- tölulega augljóst: Þá fer verðbólg- an af stað og gamla hringrásin byrjar á ný. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Þórður Friðjóns- son. Þeim sem hugsa sér til hreyfings má benda á að í þjóðhagsspánni eru 8% launahækkanir á þessu ári og óbreytt meðalgengi krónunnar. Þetta eru helstu verðlagsforsend- urnar. Að þeim forsendum gefn- um er reiknað með 6,5% hækkun framfærsluvísitölunnar. Og sam- kvæmt því á kaupmáttur að verða 1,5% meiri en árið 1990. - HEI SVÖRT SKÝRSLA UM HEILSUHÆUÐ í HVERAGERÐI Ríkisendurskoðun mun í næstu viku skila skýrslu til heilbrigðisráð- herra um Heilsuhælið í Hveragerði. Niðurstaða skýrslunnar er svört og þar sagt af mikilli óreiðu í íjármál- um hælisins. Skýrslan var gerð að beiðni heil- brigðisráðuneytisins. Heilsuhælið er í eigu Náttúrulækningafélags ís- lands og hóf starfsemi árið 1954. Samkvæmt heimildum Tímans kemst ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fjármálaóreiða sé mikil hjá Heilsuhælinu og að fjár- mál þess og forstöðumannsins teng- ist óeðlilega. Sigurður Þórðarson vararíkisend- urskoðandi vildi í gær ekkert tjá sig um þetta mál. —SE Jörð óskast Óska eftir að taka á leigu ca. 300 ha jörð með góðum byggingum. Fullvirðisréttur ekki skilyrði. Upplýsingar í vinnusíma 91-43988 milli kl. 8.00 og 18.00 og heimasíma 91-656282 (seint). Agnes. QIO Létt spjall á laugardegi í Borgartúni 22 - kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík Áframhald þjóðarsáttar Guömundur J. Guömundsson spjallar.ásamt frambjóðendum, laugardaginn 6. apríl kl. 10,30 árdegis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.