Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 5. apríl 1991
Föstudagurö. apríl 1991
Tíminn 9
Áiiíd ai EES fyjgir viss hagsbót
Ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar, um áhrif
mögulegrar aðildar íslands að Evrópska efna-
hagssvæðinu, kemst að þeirri niðurstöðu að
flest virðist benda til þess að efnahagslegur
ávinningur felist í því fyrir íslendinga að laga
leikreglur íslenska efnahags- og atvinnulífs að
innri markaði Evrópubandalagsins, eins og
það er orðað í greinargerð sem kynnt var á
ríkisstjórnarfundi í gær. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sagði að málið
væri mjög viðamikið og hann væri ekki búinn
að mynda sér endanlega skoðun á því. Þó sé
það Ijóst að aðild að EES fylgi hagsbót íyrir fs-
íendinga og rétt sé að ganga til samninga, séu
þeir okkur hagstæðir.
Ríkisstjórnin samþykkti 16. febrúar sl. að
skipa ráðgjafanefnd sem vera ætti til ráðu-
neytis um gerð athugana á áhrifum EES á ís-
lenskan þjóðarbúskap. í nefndinni eiga sæti
fulltrúar ríkisstjórnar, stofnana og samtaka
atvinnulífs. í greinargerðinni sem kynnt var í
gær fjallar nefndin um átta athuganir sem
gerðar hafa verið um þetta efni og dregur af
þeim ályktanir. Athuganirnar átta eru frá
Seðlabankanum, Byggðastofnun, Þjóðhags-
stofnun, Hagfræðistofnun Háskóla íslands,
fjármálaráðuneytinu og prófessor Paul Krug-
man.
Ávinningur er líklegur
f greinargerð nefndarinnar segir að athugan-
ir bendi til að stofnun innri markaðar Evrópu-
bandalagsins feli í sér efnahagslegan ávinning
fyrir þátttökuþjóðirnar. f Cecchini- skýrslunni
svonefndu sé meðal annars komist að þeirri
niðurstöðu að framleiðsla bandalagsþjóðanna
aukist um 4,5% og verðlag lækki um 6%.
Þessar niðurstöður séu að vísu umdeilanlegar,
en flestir telji að ávinningur sé líklegur.
Rétt er að greina á milli áhrifa, sem íslenskur
þjóðarbúskapur verður fyrir óháð þátttöku ís-
lands í EES, og áhrifa sem beint má rekja til
þátttöku í EES, þótt slík aðgreining geti ekki
orðið ótvíræð, segir í greinargerðinni. Aukin
hagsæld í Evrópu vegna innri markaðar EB
hefur þau áhrif að viðskiptakjör þjóðarbúsins
munu batna vegna þess að verð á innfluttum
vörum og þjónustu lækkar. Bætt lífskjör í Evr-
ópu leiði af sér aukna eftirspurn eftir íslensk-
um vörum og þjónustu.
Nefndin dregur þá ályktun af athugunum
sínum að vegna mikilla viðskipta milli Islands
og annarra Evrópuþjóða virðist vafalaust að
efnahagslegur ávinningur felist í því að laga
leikreglur í íslensku efnahags- og atvinnulífi
að innri markaði EB. Þetta eigi meðal annars
við um leikreglur fjármagnshreyfinga og
skatta og gjöld sem áhrif hafa á samkeppnis-
stöðu fyrirtækja. Slík aðlögun leiði m.a. af sér
að ísland yrði betri fjárfestingarkostur fyrir
erlenda aðila. Jafnframt þurfi að huga að því
með hvaða hætti heppilegast sé að breyta
skipan gengismála hér á landi með hliðsjón af
gengissamstarfi Evrópuþjóða.
Jákvæð áhrif á afkomu
ríkissjóðs
Breyttar leikreglur leiða af sér breytt skilyrði
hagstjórnar, segir í greinargerðinni. Svigrúm-
ið til að reka vaxta- og peningamálastefnu
óháð stefnu annarra ríkja þrengist og verður
því minna, sem gengi krónunnar verður fastar
skorðað við gengi annarra mynta. Verðbólga
og vaxtastig leiti í að vera samsvarandi því sem
gerist og gengur í nágrannalöndunum. Aðlög-
un þjóðarbúsins að ytri áföllum verður því
með öðrum hætti en áður. Stefnan í ríkisfjár-
málum fær aukið vægi.
Nefndin telur að margt bendi til þess að að-
lögun íslensks efnahagslífs að evrópska mark-
aðnum muni hafa jákvæð áhrif á afkomu rík-
issjóðs. Áhrifin komi bæði fram í auknum
tekjum vegna meiri umsvifa í efnahagslífinu
og í spamaði í ríkisútgjöldum aðallega vegna
lægri vaxtakostnaðar ríkissjóðs og vegna auk-
ins aðhalds að stuðningsaðgerðum við at-
vinnulíf og fyrirtæki. Aðlögun íslenska skatta-
kerfisins að öðrum Evrópuríkjum hefði hins
vegar í för með sér umtalsverða breytingu á
samsetningu skatta hér á landi þannig að vægi
veltuskatta myndi minnka en vægi tekjuskatta
aukast. Þessi aðlögun sé í raun þegar hafin
með upptöku staðgreiðslukerfís, virðisauka-
skatts og fyrstu skrefum í endurskoðun á
skattlagningu fyrirtækja. Framundan sé frek-
ari breikkun á skattastofni fyrirtækja og lækk-
un á skatthlutfalli, skattlagning fjármagns-
tekna til samræmis við það sem gildi í öðrum
löndum og í tengslum við það lækkun eignar-
skatta. Lokaskrefið í þessari aðlögun sé lækk-
un almennra neysluskatta, en þar vegi virðis-
aukaskatturinn þyngst. Brýnt er, segir í grein-
argerðinni, að stjórnvöld nýti sér þann efna-
hagslega ávinning sem aðlögun að evrópska
markaðnum geti skapað til þess að treysta
stööu ríkisfjármála, þannig að þau geti sinnt
því lykilhlutverki sem þeim er ætlað í hag-
stjórn.
Trúverðugleiki eða
sveigjanleiki
íslendingar geta á mörgum sviðum sjálfir
tekið ákvörðun um aðlögun að innri markaði
EB án þess að gera um það sérstakan samning
við EB, segir í ályktunum nefndarinnar. Mikil-
vægur kostur þátttöku íslands í EES felist
hins vegar í þeim trúverðugleika sem myndast
um þá umgerð ákvarðana í efnahagslífmu sem
EES skapar. Meiri vissa mun ríkja um leik-
reglur efnahags- og atvinnulífs. Þetta snerti
bæði erlenda aðila, sem áhuga hefðu á að fjár-
festa í íslensku atvinnulífi, og íslensk fýrirtæki
sem keppa við evrópska atvinnuvegi. Á móti
vegi að sveigjanleiki efnahagslífsins gagnvart
sveiflum í þjóðarbúskapnum gæti minnkað,
bæði varðandi hagstjórn og tekjuákvarðanir á
vinnumarkaði. Þátttakan í EES gæti því
minnkað svigrúm þjóðarbúsins til að laga sig
með skjótum hætti að ytri áföllum. Hér þyrfti
því að huga að nýjum og öflugum aðferðum til
að jafna tekjusveiflur í sjávarútvegi. Valið á
milli trúverðugleika og festu annars vegar og
sveigjanleika hins vegar hljóti að byggjast
bæði á pólitísku og efnahagslegu mati.
Eins og gefur að skilja þá eru það þau skil-
yrði, sem sjávarútveginum verða búin innan
EES, sem ráða miklu um áhrif aðildar á ís-
lenskan þjóðarbúskap. Sjávarútvegur býr í að-
alatriðum ekki við það frelsi í viðskiptum sem
innri markaðar EB byggir á, segir í greinar-
Eftir
Stefán
Eiríksson
gerðinni. í þessu felst ákveðin byrði fyrir ís-
lenskan þjóðarbúskap og ljóst að hagstætt
yrði fyrir íslendinga að frelsi í viðskiptum með
sjávarafurðir yrði aukið og samkomulag næð-
ist um að takmarka opinbera aðstoð við grein-
ina innan EES. Jafnframt virðist ekki fýsilegur
kostur fyrir íslendinga að gerast aðilar að
óbreyttri sjávarútvegsstefnu EB, ef það feli í
sér framsal yfirráða yfir stjórn fiskveiða og út-
hlutun aflakvóta til sameiginlegrar yfirstjórn-
ar EB. Helstu ástæður þessa eru þær að fisk-
veiðistjórn íslendinga hefur skilað betri ár-
angri en hjá EB og margt er óljóst varðandi
framtíð sjávarútvegsstefnu EB. Hins vegar sé
ávinningur íslendinga augljós falli tollar nið-
ur af útfluttum sjávarafurðum. Því verði áhrif
þátttöku íslendinga í EES ekki metin til fulls
fyrr en samningsniðurstaða fyrir sjávarútveg-
inn liggur fyrir.
Aukin hagkvæmni í
fjármálaþjónustu
Áhrif þátttöku íslands í EES á aðrar greinar
en sjávarútveg verða mismikil. Ekki er gert
ráð fyrir að iðnaður verði fyrir miklum bein-
um áhrifum, enda eru litlar takmarkanir á
viðskiptum með iðnaðarvörur milli íslands og
Evrópuþjóða. Þetta á þó ekki við um allar
greinar iðnaðar, því að vissar greinar hans eru
enn verndaðar að hluta, einkum matvælaiðn-
aðurinn. Samgöngur og margvísleg þjónusta
mega hins vegar búast við aukinni samkeppni.
Meðal annars má reikna með aukinni hag-
kvæmni í fjármálaþjónustu eftir að dregið
verður úr hömlum á fjármagnshreyfingar og
reglur um starfsemi erlendra fjármálafyrir-
tækja hér á landi verða rýmkaðar. Þessi aukna
hagkvæmni í þjónustugreinum kæmi ekki síst
sjávarútvegi og iðnaði til góða, segir í greinar-
gerðinni.
Þar segir einnig að opinber stuðningur við
sjávarútveg í EES geti ýtt undir þróun í átt til
fækkunar fólks á landsbyggðinni, ef samning-
ar um EES heimila íslendingum ekki að vega
upp slíkan stuðning með takmörkun á út-
flutningi ísfisks, eins og nú sé gert, eða með
öðrum ráðstöfunum. Þetta stafi af því að
stuðningur rýri samkeppnisstöðu innlendrar
fiskvinnslu og geti þannig leitt til hlutfallslega
meiri útflutnings óunnins fisks. Brýnt sé að í
samningaviðræðunum um EES verði haft að
leiðarljósi að opinberar ráðstafanir bjagi sem
minnst eðlileg samkeppnisskilyrði sjávarút-
vegsins innan EES.
Ráðgjafanefndin fjallaði ekki sérstaklega um
áhrif EES á íslenskan vinnumarkað, en taldi
þó rétt að benda á nokkur atriði. Þátttaka ís-
lendinga í sameiginlegum vinnumarkaði
Norðurlanda allt frá 1983 hafi ekki haft í för
með sér röskun á vinnumarkaði hérlendis og
afar ólíklegt verði að teljast að þátttaka íslend-
inga í EES og sameiginlegum vinnumarkaði
þess leiði til umtalsverðrar röskunar á inn-
lendum vinnumarkaði.
Eigum að ganga til hag-
stæðra samninga
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
sagði aðspurður um þessa greinargerð að
verkefni nefndarinnar væri mjög víðfeðmt og
mjög margar skýrslur sem lægju að baki þess-
um ályktunum. „Þó svo að ég sé búinn að fara
í gegnum þessar niðurstöður og kynna mér
innihald skýrslnanna, þá er langt frá því að ég
sé búinn að mynda mér skoðun,“ sagði Stein-
grímur. Hann sagði að í þessari greinargerð
væri margt athyglisvert, en margt væri jafn-
framt umdeilt, ekki bara hér heldur einnig í
Evrópu. „Meginniðurstaðan er sú að samningi
við EES fylgir viss hagsbót fyrir okkur. Ég er í
engum vafa um að það er rétt að ganga til
samninga ef þeir eru okkur hagstæðir," sagði
Steingrímur.
Hann sagði að þær hugmyndir að tengjast
Evrópugjaldmiðlinum, ECU, þyrfti að skoða
miklu betur, án þess þó að hann útilokaði
þann möguleika. „Ef við gerum það þá þurfum
við að hafa hér mjög öfluga sveiflujöfnunar-
sjóði, því það eru sveiflurnar miklu sem valda
okkur vandræðum. Það er enginn vafi að við
þurfúm að aðlaga okkar þjóðfélag mjög að öll-
um slíkum ákvörðunum," sagði Steingrímur
Hermannsson. —SE
Ráðgjafanefnd ríkisstjómarinnar telur aö island munl hafa efnahagslegan ábata af því að fá aðgang að væntanlegu Evrópsku efnahagssvæði. Á myndinni er Steingrímur Hermannsson ásamt forsætísráðherrum EFTA ríkjanna.