Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur5. apríl 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Alexander Stefánsson:
Byggðin við Breiðafjörð verður
ekki svikin um Gilsfjarðarbrú
Nú fyrir skömmu ritaði Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslu-
Iæknir í Búðardal, grein í Morgunblaðið sem bar yfirskriftina
„Dalabyggð svikin um Gilsfjarðarbrú“. Þar er minnt á loforð
þingmanna Vestfjarða og Vesturlands um, að þegar lokið yrði við
brú yfir Dýrafjörð, yrði hafist handa við brúargerð eða veg yfir
Gilsfjörð.
Greinarhöfundur fullyrðir að með
framlagningu þingsályktunartil-
lögu um langtímaáætlun í vega-
gerð á Alþingi, sé þetta loforð svik-
ið.
Samkvæmt samþykkt Alþingis
1981 um gerð langtímaáætlunar í
vegagerð, skyldi hún endurskoðuð
fjórða hvert ár. Ekki varð af þessari
endurskoðun 1987, eins og vera
átti.
Ásl. sumri skipaði samgönguráð-
herra starfshóp til að gera nýja
langtímaáætlun um vegafram-
kvæmdir. Starfshópinn skipuðu
fulltrúar stjórnmálaflokkanna auk
fulltrúa samgönguráðherra og
vegagerðar. Þessir sátu í hópnum:
Ólafur Steinar Valdimarsson, ráð-
un.stjóri
Skúli Alexandersson, alþm. Al-
þýðubandalagi
Eiður Guðnason, alþm. Alþýðu-
flokki
Stefán Guðmundsson, alþm.
Framsóknarflokki
Stefán Valgeirsson, alþm. Samt.
um jafnr. og félagshyggju
Málmfríður Sigurðardóttir, alþm.
Kvennalista
Halldór Blöndal, alþm. Sjálfstæð-
isflokki
Sturla Böðvarsson, bæjarstj. Sjálf-
stæðisflokki
Þórir Hilmarsson, verkfr. Borg-
araflokki
Snæbjörn Jónasson, vegamálastj.
sem var falin stjórn hópsins.
Eins og sjá má er það rétt að þrír
af þessum starfshópi eru frá Vest-
urlandi, sem gerir sennilegt að
áhrif þeirra um stefnumörkun
hljóta að vera sterk.
í fyrstu tillögum starfshópsins,
sem kynnt voru í þingflokkum, var
GilsQörður ekki á 1. tímabili 1991-
1994 en á 2. tímabili 1995-1998
með 320 millj. og á 3ja tímabili
1999- 2002 með 131 millj. miðað
við 62 1/2%.
í tillögu til þingsályktunar um
Ég trúi því að þetta
mikilvæga byggða-
mál fýrir byggðir við
Breiðafjörð sé nú
loksins að verða að
veruleika og íbúará
öllu svæðinu megi
öðlast trú á bjartari
framtíð.
langtímaáætlun í vegagerð, þskj.
735 sem lögð var fyrir Alþingi
hafði orðið breyting, sjálfsagt að
frumkvæði fulltrúa í nefndinni er
tilheyra Vesturlandi, að á 1. tíma-
bil til Gilsfjarðar kom 15 millj., 2.
tímabil 313 millj., 3. tímabil 123
millj. Þannig var málið til 1. um-
ræðu í sameinuðu þingi og síðan
vísað til fjárveitinganefndar. Ég
ætla ekki að rekja umræður á Al-
þingi um langtímaáætlunina,
hana má lesa í þingtíðindum. 1.
og 2. þm. Vesturlands lýstu yfir
andstöðu við tillöguna um Gils-
fjörð, svo og hluti þm. Vestfjarða.
Vegaáætlunín 1991-1994, ásamt
langtímaáætlun 1991-2002, voru
til meðferðar í fjárveitinganefnd
og í þingmannahópum til 13. og
15. mars sl. að breytingatillögur
fjárveitinganefndar voru lagðar
fýrir Alþingi til afgreiðslu. Varð-
andi brú- og vegagerð yfir Gils-
fjörð, tókst í fjárveitinganefnd að
ná fram veigamikilli breytingu,
sem meirihl. fjárveitinganefndar
lagði til og Alþingi samþykkti.
1993 er fjárveiting 22 millj. úr
stórverkasjóði og 1994 38 milljón-
ir úr sama sjóði. Við þetta fé bæt-
ist framlag og stofnbrautarfé frá
Vestfjarða- og Vesturlandskjör-
dæmum, samtals 34 milljónir.
Samtals eru því til framkvæmda
1993-1994 94 milljónir. í lang-
tímaáætluninni er sú breyting
gerð frá fjárveitinganefnd að fjár-
magn til að Ijúka framkvæmdum
við Gilsfjörð komi á 2. tímabili,
þ.e. 1995-1998, 393 milljónir úr
stórverkasjóði og 236 millj. af
stofnbrautafé kjördæmanna, 118
millj. frá hvoru. En skv. vegalög-
um er framlag stórverkasjóðs til
stórbrúa 62 1/2% og frá stofn-
brautafé viðkomandi kjördæma
37 1/2%. Heildarkostnaður við
verkið er áætlaður 720 milljónir.
Rannsóknum á að vera lokið.
Framkvæmdafé til að Ijúka Dýra-
fjarðarbrú er í vegaáætlun 1992.
Ég tel að með afgreiðslu meirihl.
fjárveitinganefndar hafi náðst
mikilvæg niðurstaða í þessu máli.
Framkvæmdafé 1993 og 1994 ger-
ir mögulegt að bjóða verkið út
1993 og hefja framkvæmdir 1994.
Ég tel að með afgreiðslu meirihl.
fjárveitinganefndar hafi náðst
fram sú stefnumörkun, sem þing-
menn kjördæmanna beggja mið-
uðu við í beinu framhaldi af vega-
gerð yfir Dýrafjörð. Framkvæmda-
fé 1993 og 1994 og færsla frá 3ja
tímabili á 2. tímabil, gerir mögu-
legt að bjóða allt verkið út 1993 og
með lántökum yrði brúað bilið
milli framkvæmdahraðans og þess
hvenær lokafjárveiting kæmi í
verkið, en áætíað er að það taki 2-
3 ár.
í fjárveitinganefnd kom fram
ákveðinn vilji að verkið verði boð-
ið út 1993. Ég trúi því að hverjir
sem stjórna þessum málum næsta
kjörtímabil virði þann samstæða
vilja.
Það hefur verið samstaða meðal
þingmanna Vesturlands og Vest-
fjarða og raunar heimamanna, að
þessi mikilvæga framkvæmd yrði
ekki gerð að pólitísku máli, það
hefi ég viljað virða, en komi fram
pólitísk skrif á opinberum vett-
vangi er auðvelt að rekja sögu
málsins og raunverulegar stað-
reyndir.
Ég trúi því að þetta mikilvæga
byggðamál fyrir byggðir við
Breiðaíjörð sé nú loksins að verða
að veruleika og íbúar á öllu svæð-
inu megi öðlast trú á bjartari
framtíð.
Ég óska öllum íbúum þessara
svæða gleðilegs sumars og þakka
öllum samstarfið um þetta mikil-
væga verkefni fyrir byggðir við
Ereiðafjörð.
Umbætur á veiðiám fara vaxandi
Sinna þarf ýmsum þáttum í rekstri veiðiánna sem best til þess að
allt gangi vel, auk útleigu ánna, svo sem varðandi fiskrækt og fleira.
Sýnt er að umbætur á ánum munu í framtíðinni verða meira á dag-
skrá en hingað til. Nauðsynlegt er að allar fiskræktaraðgerðir séu
tryggðar sem best og stöðugleiki sé í starfseminni yfirleitt
. Menn hafa stefnt að því að draga
úr náttúrlegum sveiflum, þ.e. reynt
hefur verið að draga úr niðursveifl-
unni eftir því sem kostur hefur ver-
ið til þessa. Kostnaður veiðifélags
við sjálfan reksturinn er talinn ár-
lega vera ríflega 20% af veiðitekj-
um.
Almenn fiskrækt
Lengst af hefur fiskræktin fyrst og
fremst snúist um seiðasleppingu
auk fiskvegagerðar sem komið hef-
ur til sögunnar þar sem hennar
hefur verið talin þörf. Þar hefur
stundum verið um ákaflega væn-
legan kost að ræða, eins og dæmið
um Selá í Vopnafirði sýnir. Þar
jókst veiði mjög mikið eftir að fisk-
vegur var gerður í Selárfoss, sem er
6 metra hár foss, 7 km frá sjó, og
seiðum sleppt í efra hluta árinnar,
og fiskgengi hluti árinnar lengdist
um rúmlega 30 km. Fram að fisk-
vegi, sem byggður var 1967, hafði
árleg veiði í Selá verið 100-200 lax-
ar. En á tímabilinu 1974 til 1988
var árleg veiði 775 laxar úr Selá.
Vatnsmiðlun
Auk fyrrgreindra fiskræktarað-
gerða, hefur í nokkrum tilvikum
verið komið á vatnsmiðlun við
upptök ánna. Þá hefur verið gerð
stífla í útrennsli stöðuvatns, sem
viðkomandi á fellur úr. Dæmi af
þessu tagi má finna við Langá á
Mýrum, sem snertir einnig Gljúf-
urá í Borgarfirði. Um þessa fram-
kvæmd var stofnað sérstakt vatns-
miðlunarfélag með áreigendum við
þessar tvær ár.
Til viðbótar fyrrgreindu má nefna
umbætur á ánum sjálfum. Með
umbótum á ánum er átt við lagfær-
ingu árfarvega, til að auka á fjöl-
breytni ánna; gera þær lífvænlegri
fyrir seiði eða bætt veiðiskilyrði í
þeim með gerð nýrra veiðistaða á
köflum í ánum þar sem fiskur hafði
ekki fundið hvílustað og stöðvaðist
þar með ekki á göngu upp viðkom-
andi á. Nokkuð hefur verið um slík-
ar framkvæmdir í ám víðsvegar um
landið seinustu áratugi. En víst er
að á næstu árum mun fara í vöxt að
sinnt verði þessum þætti í rekstri
ánna.
Vanda þarf til
vinnubragða
Það er að vísu þannig, að sam-
kvæmt Vatnalögum frá 1923, er
óheimilt að breyta vatnsbotni,
straumstefnu eða vatnsmagni í ám
nema sérstakt leyfi komi til. Þetta
leiðir hugann að því að því aðeins
eiga breytingar á rennsli og botni
straumvatns í þessu tilviki rétt á
sér að þær séu gerðar í því skyni að
bæta lífsskilyrði eða verðmæti við-
Inntaksmannvirki Flóaáveitunnar við Hvítá, hjá Brúnastöðum. Á
mannvirkinu stendur Halldór Krístjánsson ffá Kirkjubóli, sem á sínum
tíma rítaði bókina um Ágúst Þorvaldsson, bónda og alþingismann á
BrÚnastÖðum. (Ljósmynd Einar Hannesson)
komandi ár. Og slíkt verður að ger-
ast með samþykki aðila, eða eftir
ákvörðun veiðifélags. Það fer með
stjórnun veiðimála á sínu svæði og
getur því fullkomlega athafnað sig í
samræmi við hlutverk sitt. Þá er og
á hitt að benda, að undirbúa þarf
vel umbætur af því tagi, sem hér
hafa verið nefndar, og vinna skipu-
lega og fagmannlega að þessari
framkvæmd, svo vel fari, ella gæti
jafnvel skaði orðið eða fram-
kvæmdin runnið bókstaflega út í
sandinn.
Vatnakerfi
Baugsstaðaóss
Eitt af þeim vatnakerfum í land-
inu, þar sem unnið hefur verið að
umbótum seinustu ár, er félags-
Fiskvegir í Hróarholtslæk hjá
Vola í Hraungerðishreppi við
brúna á þjóðveginum.
(Ljósmynd Einar Hannesson)
svæði Veiðifélags Flóamanna. Eins
og nafnið bendir til, tekur það til
vatnasvæðis í Flóanum, þ.e. Baugs-
staðaóss. Efst í kerfinu er Bitru-
lækur og eru upptök hans hjá
Bitru, neðar fær það nafnið Hróar-
holtslækur og síðar Baugsstaðaá,
sem á fyrrnefndan ós í sjó skammt
frá Stokkseyri. Er vatnasvæðið um
40 km að lengd. Það tengist Flóa-
áveitunni, því það nýtur að hluta til
vatns úr Hvítá, sem fellur um inn-
taksáveituskurðinn hjá Brúnastöð-
um gegnt Hestfjalli handan Hvítár.
Á vatnasvæði Baugsstaðaóss hefur
grjót verið sett á einhæfan botn til
að gera fylgsni og bæta lífsskilyrði
fyrir seiðin, sem sleppt hefúr verið í
árnar. Slík framkvæmd sem hér
um ræðir er tvímælalaust til mik-
illa bóta. Hún getur hentað vel þar
sem vatnsmagni eru takmörk sett,
eins og á þessu svæði, sem er af-
markað nokkuð þröngt með að-
föng vatns. Verður fróðlegt að fylgj-
ast með hvernig þessari athyglis-
verðu tilraun þeirra Flóamanna
reiðir af.
Eingöngu er veitt á stöng á vatna-
svæðinu og veiðist bæði sjóbirting-
ur og bleikja og lax, sem væntan-
lega eykst á næstu árum, m.a.
vegna þeirra aðgerða, sem unnið
hefur verið að. Leigutaki er Stag
h.f. á Selfossi og er hann með tvö
veiðihús, annað hjá Vola, en hitt
við Baugsstaðaós. Leigutakinn,
Stag h.f., hyggst flytja lifandi lax og
sleppa inn á afmarkað svæði í
Bitrulæk til að láta veiða hann þar
á stöng. Formaður í Veiðifélagi
Flóamanna er Hörður Sigurgríms-
son, bóndi í Holti. eh.