Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Meyvant Rögnvaldsson Siglufirði Pæddur 31. mars 1933 Dáinn 12. mars 1991 „Þig, sem að alla ávallt vildir gleðja. “ „Þú, sem að aðra aldrei vildir hryggja. “ „Þú, sem úr öllu œtíð vildir bæia. “ (Grímur Thomsen) 23. mars var til moldar borinn frá Siglufjarðarkirkju ástkær vinur svo margra, Meyvant Rögnvaldsson, eða Meyi eins og hann var oftast nefnd- ur. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 12. þ.m. eftir áralanga hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm, sem fellir margan manninn á besta aldri. Meyvant fæddist á Siglu- firði 31. mars 1933 og var yngsta barn sæmdarhjónanna Guðbjargar Aðalbjörnsdóttur, f. 2. september 1903 á Máná í Úlfsdölum, d. 16. nóv- ember 1977, og Rögnvalds Gott- skálkssonar, f. 26. ágúst 1893 á Hring í Stíflu í Fljótum, d. 15. apríl 1981. Hin börnin eru: Jóhann, bif- reiðastj., kvæntur Ernu Rósmunds- dóttur; Aðalheiður, umboðsm. Happdrættis Háskóla íslands; Gott- skálk, útsölustjóri ÁTVR, kvæntur Unni Jónsdóttur; Aðalbjörn, bæjar- starfsmaður, eiginkona Sigríður Sveinsdóttir, dáin 11. desember 1986. Auk þess ólu þau upp sonar- dóttur sína, Guðbjörgu Jóhanns- dóttur, frá 4 ára aldri. Hún er gift Bjarna Árnasyni bifr.stj. frá ísafirði. Allt þetta dugnaðarfólk er búsett á Siglufirði. Á Siglufirði var í upphafi vagga skíðaíþróttarinnar í landinu, og föð- urætt Meyja, Gosaættin svokaliaða, var þar í forystuhlutverki í eina tvo mannsaldra. Ættfaðirinn Gottskálk Gottskálksson og kona hans Sólveig Ólafsdóttir flytja frá Mið-Mói í Fljót- um um aldamót með 8 börn sín til Siglufjarðar, og fljótt gerast synirn- ir, Ólafur, Rögnvaldur, Þorsteinn og Guðlaugur, miklir frammámenn skíðaíþróttarinnar. — Síðar tóku bræðrabörnin upp merki skíðafélag- anna í firðinum, og urðu mörg þeirra afreksmenn og íslandsmeist- arar í ýmsum greinum skíða. Þar má nefna syni Ólafs, þá Björn, Rögnvald og Einar; syni Þorsteins, þá Gísla og Jón; son Guðlaugs, Birgi og svo dóttur Rögnvaldar, Aðalheiði. Það hlýtur stundum að hafa verið sárt fyrir vininn Meyja, að geta ekki fylgt eftir sem skyldi systkinum og frændliði upp um fjöll og firnindi á skíðum á heilbrigðum og skemmti- legum leik, þar sem hann átti ætíð við fötlun í hnjám og olnboga að stríða, og varð því oft að vera þögull áhorfandi, sem fylgdist með úr fjar- lægð, af áhuga, en hafði samt sínar ákveðnu skoðanir á öllum þáttum íþróttamála. Meyi stundaði íþróttir, svo sem hann gat og náði ágætum árangri í sumum, svo sem bridds og ballskák. — Meyi öfundaðist ekki yf- ir velgengni annarra, tróð ekki ill- sakir við nokkurn mann, vildi allt fyrir alla gera, átti í ríkum mæli þennan innri viljastyrk og þessa seiglu, sem gerði honum kleift að sætta sig við örlög sín frá upphafi til endaloka lífsins. Hann var Ijúfling- ur. Við kynntumst sex ára gamlir í for- skóla og vorum sessunautar í 11 skólaár. Við gengum í fóstbræðra- lag, bundumst tryggri vináttu sem aldrei bar nokkurn skugga á. Gagn- fræðapróf tókum við saman á kirkjuloftinu 1950, þar sem nú er safnaðarheimili Hvanneyrarpresta- kalls á Siglufirði. — Leiðin heim úr skóla lá framhjá heimili Meyja að Hvanneyrarbraut 5, þar sem æði oft var staldrað við og spilað, rommý, kasínu, manna, o.s.frv., eða Meyi lék á orgelið og söng með sinni ágætu bassarödd. í ranni þeirra Beggu og Valda, foreldranna, voru ekki miklir og stórir salir, en þau áttu í manni hvert bein, gestrisnin og hlýjan með eindæmum, og aldrei styggðaryrði í okkar garð, þó ekki værum við alltaf hljóðir og prúðir. Aukatímar í ensku með Meyja hjá Ólínu móðursystur minni voru mjög minnisstæðir, því þar var oft rætt um skáldskapinn, Ijóðið, sem börn og unglingar lærðu trúlega meira um þá, en í dag. Eftir gagnfræðanám skilja leiðir um sinn. Krakkar unnu við ýmis störf á Siglufirði í þá daga, það voru sendlastörf í verslunum, bryggju- vinna í síldinni, bæjar- og bygging- arvinna, garðyrkjustörf o.s.frv. Meyi dró ekki af sér við vinnu, hann stundaði margháttuð störf sem unglingur og síðar vann hann við bifreiðaakstur, sjómennsku á togur- um, bátum og kaupskipum. Hann sigldi kringum hnöttinn á norskum kaupförum og hafði gaman af að ræða um fjarlæg lönd og þjóðir, því auk þess að hafa farið víða, var hann vel lesinn, fróður og áhugamál hans voru á ýmsum sviðum. Mörg síð- ustu ár sín starfaði hann hjá útsölu ÁTVR á Siglufirði, þar sem bróðir hans Gottskálk fór með stjórn mála. Allir báru Meyja góða sögu. Hann var lipur við störf sín, samviskusam- ur og drengur góður í hvívetna, dagfarsprúður og einkar næmur á hið skoplega í lífinu og tilverunni, hláturmildur og hvers manns hug- ljúfi. Meyi fluttist með foreldrum sínum af Hvanneyrarbraut 5 að Lindargötu 18 og hefur búið þar síðan þau féllu frá. Þótt Meyi hafi stundum verið einmana, því ekki kvæntist hann, þá stóð hann ekki einn, því systkini hans, mágkonur og öll ættin bar hag hans fýrir brjósti og studdi hann og styrkti í einmanaleik og miklum veikindum hin síðari ár. Ég veit að það allt ber að þakka nú að leiðarlokum, svo og alla góða um- önnun sem hann fékk á sjúkrastofn- unum, nú síðast á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar. Aðstandendum Meyvants flyt ég samúðarkveðjur frá öllum bekkjarsystkinum hans, sem hittust á Hóli í Siglufirði sumarið 1988, í samkvæmi, þar sem hann var, eins og ætíð, hrókur alls fagnaðar. Þann- ig munum við hann um alla fram- tíð. Meyvant heillaðist af fegurð fjall- anna við Siglufjörð, eins og flestir sem þaðan eru komnir. „Merkið stendur, þótt maðurinn falli." Hann átti sinn þátt í að reisa útsýnisskífu á Álfhóli við ósa Hólsár, þar sem vís- að er á örnefni í firðinum, hlíðar, tinda, gnípur, fjöll og skörð. Bjart er yfir bröttum hlíðum, blærinn strýkur yfir skörð. Gnípur hátt til himins benda hljóðar, sem þær standi vörð. Sumamætur bjartar, blíðar, blikar dýrðleg sólarglóð. Letrar allt með loga stöfum, sem líti maður gull og blóð. (S.H.) Þegar svo kær vinur eins og Meyi fellur frá er svo erfitt að festa á blað þær yndislegu minningar, sem hrannast upp í hugann, en tilfinn- ingar sem bærast í brjóstinu eru þó enn erfiðari að henda reiður á, því þær flökta svo um og eru oft óskilj- anlegar og manni einum eignaðar. Minningar um hinn blíða og milda drengskaparmenn vaka og verma þótt um leið svíði í sárinu, sem þó grær er fram líða stundir. Systkin- um Meyja, öllu venslafólki, vinum hans fjölmörgum sendi ég og fjöl- skyldan öll, innilegar samúðar- kveðjur norður í fjörðinn fagra, sem hann unni svo heitt. Blessuð sé minning Meyvants Rögnvaldssonar. Fríðleifur Stefánsson Runólfur Jónsson frá Böðvarsdal Fæddur 28. janúar 1927 Dáinn 11. febrúar 1991 Hér vil ég minnast látins frænda míns, Runólfs Jónssonar frá Böðv- arsdal í Vopnafirði. Hann var fædd- ur þar og alinn upp fram að tvítugs- aldri. Móðir Runólfs var Lára dóttir Runólfs Hannessonar, er lengi bjó í dalnum, og Kristbjargar Péturs- dóttur, norðan af Strönd. Bræður Láru voru 8 og koma 4 þeirra við búskaparsögu dalsins fyrir og um miðja þessa öld. Faðir Runólfs var Jón Eiríksson frá Refsmýri í Fellum. Hann var lengi kennari í sveitinni í Vopna- firði. Þegar heimavistarskólinn á Torfastöðum tók til starfa árið 1947 varð hann skólastjóri þar til 1956. Þá fluttu þau hjónin út í Vopna- fjarðarkauptún og bjuggu þar til hárrar elli. Annar sonur þeirra er Sigurður skrifstofumaður á Vopna- firði. Fjölmennt var í Böðvarsdal á fyrri hluta aldarinnar. Jón Runólfsson, bróðir Láru, byggði býlið Dalland á hluta jarðarinnar. Hann var kvænt- ur Guðnýju Eiríksdóttur, systur Jóns kennara. Þarna ólst Runólfur upp í skjóli foreldra og ættingja. Frændsystkini hans, börn bræðra Láru, urðu leiksystkini hans, ung og mörg á þeim árum. Síðar á ævi minntist hann oft hvar spor lágu um dal og fjöru, skroppið var á sjó og jafnvel út í Bjarnarey. Það hefur hljóðnað í dalnum, Dalland fór í eyði 1950 og síðan 1954 hefur frændi Runólfs verið að mestu einn í Böðvarsdal. Fagridalur er í eyði líka. Um tvítugt fór Runólfur á bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal, lauk námi vorið 1948 og kom austur til foreldra sinna, sem voru flutt að Torfastöðum. Þau glöddust yfir ná- vist hans og hann yfir að taka til starfa. Snemma um sumarið kom ég þar ásamt föður mínum Kristni Eiríkssyni frá Refsmýri og dvöldum við nokkra daga. Við Runólfur gengum um nes og hlíð og einnig var skroppið að sundlauginni í Sel- árdal. Ég kynntist byggð og dölum Vopnafjarðar í fylgd frænda auk þess að hafa spurnir af svæðinu áð- ur. En örlögin gripu hastarlega í taumana. Um sumarið veiktist Runólfur af berklum og hófst 5 ára barátta við vágestinn. Runólfur fór á Kristneshæli um haustið, var þar fram á sumar 1951 en fór þrisvar í „höggningu" á Akureyrarspítala. Voru alls tekin níu rif og þá greru berklasárin. Næstu tvö ár dvaldi hann á Reykjalundi og útskrifaðist þaðan árið 1953. Lýsti hann þessari 5 ára baráttu í ársriti S.Í.B.S. 1981 í grein er nefnist „Níu rif — og örlít- ið meir“. Er sú frásögn snilldarleg í einfaldleika sínum jafnframt því að vera mikil heimild og baráttusaga. Með sigri á berklaveikinni rofaði til í lífi Runólfs. Þá hófst plastfram- leiðslan á Reykjalundi og fékk hann vinnu þar, fyrst við plaststeypuvél- ar, síðar á söludeild og enn síðar sem verkstjóri utanhúss. Útivinnan átti vel við hann, ræktun, að hlúa að trjám og runnum og að gera stíga um grasflatir og skóg. Við þá vinnu vilja ýmsir muna hann best. En hann varð einnig virkur í félags- málum staðarins, lifði sig inn í fé- lagsskap vistmanna og starfsfólks, samdi annála fyrir árshátíðir, var fulltrúi starfsmanna í stjórn stofn- unarinnar, var í ritnefnd ársrits S.Í.B.S. um árabil og ef til vill naut hann sín best í hlutverki jólasveins á barnaskemmtunum staðarins. Snemma árs 1958 kom á Reykja- lund Steinunn Júlíusdóttir, inn- lögð vegna astmaveiki. Runólfur og hún giftust um haustið og gekk hann 12 ára syni hennar í föður- stað. Áður átti Runólfur dóttur, sem búsett er á Vopnafirði. Síðar vann Steinunn á skrifstofu Reykja- lundar. Árið 1963 byggðu þau húsið Gerði í grenndinni. Þar reis einnig blómaskáli, en tré og runnar greru utan um grasflöt úti við. Síðar reistu þau sumarbústað í landi Miðjaness í Reykhólasveit, æsku- heimkynna Steinunnar. Árin liðu þannig í önn og eindrægni. Árið 1989 gerði nýr sjúkdómur vart við sig. Runólfur varð að fara í höfuðaðgerð og virtist ná sér nokk- uð vel. Varð þó að hætta verkstjórn úti við s.i. vor, en sinnti ýmsum léttum störfum sem til féllu á staðnum. Með vetri þyngdist sjúk- dómurinn og frá miðjum desember varð hann aftur vistmaður á Reykjalundi og dvaldi þar til dánar- dægurs. Þeir, sem kynntust Runólfi, fundu að hann hafði til að bera heillandi persónuleika, geislandi alúð og hlýja hugkvæmni. Þannig birtist þakkargjörð hans yfir þeirri ham- ingju, sem honum hlotnaðist á Reykjalundi. Ég þakka Runólfi frænda mínum alúðarkynni um áratugi. Steinunni og öðrum vandamönnum færi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim allrar blessunar. Sigurður Kristinsson Föstudagur 5. apríl 1991 Kvöld-, nætur- og hdgidagavarsla apótcka I Reykjavík 5. apríl til 11. apríl er f Apóteki Austuibæjar og Breiðholts Apóteki. Það apó- tek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sim- svari 681041. Hafrfarfjöröur. Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl 10.00- 12.00. Upplýsingar i slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i slma 22445. Apótek Keflavikun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannacyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. SeHoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rumhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á íaugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapant- anir i slma 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu enjgefrfar í sím- svara 18888. Ónæmlsaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Rcykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seftjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 eropin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarijöróur: Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: ki. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Álla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Scltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfiörðun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akuneyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan slmi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifireið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.