Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Holnarhusinu v Tryggvagotu,
B 28822
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstakllnga
PÓSTFAX
91-68-76-91
m ^jCSabriel HOGG- . DEYFAR Verslió hjá fagmönnum
i varahlutir
Hamarsböföa 1 - s. 67-67-44 f
V
B niiiiii
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991
Fiskverðsdeila sjómanna og ÚA leyst:
Heimalöndunarálag á burt,
markaðstenging tekur við
Sjómenn á ísfisktogurum Útgerðarfélags Akureyrínga sam-
þykktu með miklum meirihluta á fundi í gær, tilboð ÚA sem fel-
ur í sér að verð 15% aflans verði tengt markaðsverði hverju
sinni, en fyrír 85% aflans greiðir ÚA 58 krónur fyrir kfióið af
þorski. Tilboðið var staðfest með undirrítun samkomulags í gær.
Togarar ÚA halda á sjó einn af öðrum, Harðbakur hélt út kl. 6 í
gær og gamli Sólbakur hélt út í gærkvöld.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagðist fagna því að þessi
deila væri leyst. Hann benti á að
aflasamdráttur hefði verið mikill
hjá sjómönnum að undanfömu og
væri því varasamt að nota þá sem
samanburð.
Konráð Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar, sagði að
stærsti sigur fyrir sjómenn í þessu
máli sé að fiskverð er markaðstengt
að hluta. Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa, sagði að þeir væru sam-
mála um að þessi samningur væri
innan ramma þjóðarsáttar og
myndi því ekki riðla þeim stöðug-
leika sem náðst hefur í efnahags-
kerfi landsins.
í þessum samningi felst að fyrir
85% aflans greiðir ÚA 58 krónur
fyrir kflóið af þorski, 35 krónur fyr-
ir kflóið af ufsa, 37 krónur fyrir
karfa 800 grömm og þar yfir og 35
krónur fyrir minni karfa. Þá greiðir
félagið 53 krónur fyrir kflóið af grá-
lúðu og 75 krónur fyrir ýsu. 15% af
verði aflans verður markaðstengt
og verður haft til hliðsjónar verð
þriggja markaða, á Suðumesjum, í
Hafnarfirði og á Faxamarkaði.
Einnig er gert ráð fyrir því að sjó-
menn hjá ÚA og ráðamenn fyrir-
tækisins geri könnun á sem flestum
þáttum fiskverðsmála, svo sem þró-
un á innlendum og erlendum
mörkuðum og því verði sem er í
gildi á ýmsum stöðum á landinu
með það fyrir augum að fá skýrari
mynd af stöðu ÚA í þessum málum.
Þessari könnun á að vera iokið fyrir
1. júni n.k. Samningur þessi gildir
frá undirritun í gær og til 1. sept-
ember n.k.
„Þetta kemur ágætlega út fyrir
okkur sjómenn. Hækkunin er að
vísu ekki mikil, en sigurinn í þessu
máli fyrir okkur er markaðsteng-
ingin. Þó að þetta sé ekki há pró-
senta núna, þá er þetta bara fyrsta
skrefið," sagði Konráð Alfreðsson í
samtali við Tímann í gær.
Gunnar Ragnars sagði að niður-
staðan, sem kveður á um markaðs-
tengingu í stað heimalöndunar-
álags, sé jákvæð fyrir báða aðila og
sagðist meta þetta svo að það væri
raun ekki ósvipað því kerfi sem þeir
voru komnir með. „Sjómenn geta
vel við unað, einhverskonar svona
fyrirkomulag hefúr lengi verið
áhugamál þeirra og við sjáum ekki
eftir hinu kerfinu. Þróunin verður
að skera úr því hvemig þetta kemur
til með reynast,“ sagði Gunnar.
Gunnar sagði jafnframt að þessi
samningur væri tvímælalaust inn-
an ramma þjóðarsáttar. „Við teljum
að við séum ekki að fara út úr nein-
um ramma með þessum samningi,
því föstu verðin séu verð sem hafa
verið notuð hjá stórum sjávarút-
vegsfyrirtækjum, sem við teljum
ástæðu til að bera okkur saman við.
Þetta er verð sem hefur verið í gildi
á undanfömum mánuðum og á
markaðstenginguna taka báðir
áhættu," sagði Gunnar Ragnars í
samtali við Tímann í gær. —GEÓ
Afleiðingar launadeilu sjómanna ógna
þjóðarsátt:
Kröfur uppi
um launabót
Útlit er fyrir að afieiðingar af að-
gerðum sjómanna á Akureyri verði
nokkuð víðtækar og hafa sjómenn
og fiskverkafólk víðsvegar á landinu
sent frá sér yfirlýsingar, setið á
fundum eða sagt upp störfum tii að
undirstrika kröfu um launabætur.
Fiskverkafólk á Akureyri, í Eyjafirði
og á Húsavík hefur krafist launa-
hækkana. Þá hefur áhöfnin á togar-
anum Sunnutindi frá Djúpavogi
sagt upp störfum vegna ágreinings
um fiskverð og krefjast þeir 41%
heimalöndunarálags í stað 20%
sem nú gildir þar.
Sjómenn í Neskaupstað samþykktu
á fundi sínum í gær að krefjast sama
fiskverðs og samið hefur verið um á
Akureyri.
Á Fáskrúðsfirði stóðu í gær yfir við-
ræður milli sjómanna og forsvars-
manna frystihússins og þar var rætt
um Akureyrarsamninginn; fisk-
verkafólk þar hefur gert kröfu um
hækkuð laun í samræmi við það
sem sjómenn kunna að fá.
í gær afhenti fiskverkafólk hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur forráða-
mönnum fyrirtækisins áskorun þess
efnis að laun þess verði hækkuð í
samræmi við það sem aflahlutur
sjómanna hefur hækkað að undan-
förnu og skrifaði allt fiskverkafólk
fyrirtækisins undir, eða um 110
manns. Sjómenn á togaranum Kol-
beinsey ÞH frá Húsavík fengu á
laugardag 8,5% launahækkun frá
áramótum.
Snær Karlsson hjá VMSÍ sagði í
samtali við Tímann í gær að hann
hefði fregnir af því að á fleiri fisk-
vinnslustöðum á landinu, en þeim
þremur ofangreindu stöðum, sé fólk
að búa sig undir aðgerðir í launa-
málum. Hann sagðist þó telja að sá
samningur sem Akureyrarsjómenn
gerðu í gær væri ekki út fyrir þjóð-
arsátt. „Þessi atburður á í raun ekk-
ert skylt við þjóðarsátt. Þetta er fyrst
og fremst afleiðing af því kvótakerfi
sem við búum við og sem hefur
skapað einum hóp í landinu samn-
ingsstöðu sem enginn annar hefur,“
sagði Snær.
Tryggvi Finnsson, framkvæmda-
stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur,
segir að ólfklegt sé að til launahækk-
ana komi hjá fiskverkafólki, að
óraunhæft sé að miða við fiskverð
sem laun sjómanna velta á, því ekki
hefur allt fiskverð farið hækkandi.
Hann sagði einnig að þessi aðgerð
tengist þeirri deilu sem staðið hefur
á Ákureyri undanfarna daga, því
slíkt kæmi af stað vissri ólgu.
„Þetta verður lagt fyrir á næsta
stjórnarfundi hjá okkur og eftir
hann munum við skýra málið frá
okkar sjónarhóli. Ég geri ekki ráð
fyrir að til launahækkana komi. Ef
menn vilja miða sig við fiskverð til
sjómanna, þá hefur nú ekki allt fisk-
verð verið að hækka, sumt verð hef-
ur lækkað. T.d hefur verð á rækju
farið lækkandi og lækkar verð til
rækjusjómanna einnig," sagði
Tryggvi í samtali við Tímann í gær.
í áskorun fiskverkafólksins segir að
möguleikar Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur hljóti að skapast af arði af
vinnu fiskverkafólks og vegna auk-
innar hagræðingar í rekstri fyrir-
tækisins. Það hljóti því að vera sann-
gjörn krafa að fiskverkafólk fyrir-
tækisins fái einnig að njóta árangurs
afvinnu sinni. —GEÓ
JÓN STEINGRÍMSSON,
verkfræðingurog llstmálarl,
opnaði { gær sýningu á
verkum sínum { Gallerí
Borg. Stelngrfmur Her-
mannsson, faðír hans,
sagði við það tækifæri að
hann væri satt að segja
mjög grobbinn með soninn
og sýnfnguna. Meðal verka
á sýningunnl er laxaflugus-
erfa, en Steingrímur gaf
syni sinum gamlar iaxa-
flugur sem einmitt eru
kveikjan að myndunum.
Margt var um manninn við
opnunina í gær, en á
myndinni eru ásamt Jóni
og Steingrimi kona Stein-
gríms Edda Guðmunds-
dóttir og böm þeirra, Hlíf og
Guðmundur.
Tímamynd: PJeturi—SE
Pálmi Jónsson
forstjóri
Hagkaups
látinn
Pálmi Jónsson, forstjóri Hagkaups,
lést í gærdag á 68. aldursári.
Pálmi fæddist 3. júní 1923 að Hofi á
Höfðaströnd í Skagafirði. Hann varð
stúdent frá MR 1942 og lauk Iög-
fræðiprófi frá HÍ árið 1951. Hann
stofnaði Hagkaup árið 1959 og rak
fyrirtækið sem póstverslun við
Miklatorg í Reykjavík fram til ársins
1967, en þá hófst eiginlegur versl-
unarrekstur á vegum Hagkaups,
sem síðan hefur vaxið jafnt og þétt
upp í það að verða öflugasta versl-
anakeðja landsins.
Eftirlifandi kona Pálma er Jónína
Sigríður Gísladóttir. Þau eignuðust
fjögur börn sem öll eru uppkomin.