Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. apríl 1991 Tíminn 3 Bjartsýni landans og/eða auraráð að aukast? 900 fleiri heim úr utanferð en í fyrra Séu utanlandsferðir nokkur mælikvarði á bjartsýni landans og aura- ráð virðast tölur Útlendingaeftirlitsins benda til þess að hvort tveggja sé þetta á uppleið. Um 30. hver íslendingur, eða nær 8.500 manns, komu heim úr utanlandsferðum í marsmánuði. Fjölgunin er um 900 manns eða 1296 borið saman við mars í fyrra, en meira en fjórðungur ef mars 1986-87 er notaður til samanburð- ar. Rétt er að benda á, að útlendinga- eftirlitið telur ferðamenn við komu þeirra til landsins. Kosningaútvarp úr sérhverju kjördæmi: Kosninga- fundir í Ríkis- útvarpi Fréttastofa Útvarps boðar til kosn- ingafunda í öllum kjördæmum. Þar munu fulltrúar allra framboðslista flytja ávörp og svara fyrirspumum. Fundirnir eru opnir almenningi og verður útvarpað um allt land á Rás 1. Fundirnir eru sem hér segir: 1. Reykjavík: sunnudaginn 7. apr- íl klukkan 16:30-18:30 á Hótel Borg. Arnar Páll Hauksson og Broddi Broddason stýra umræðum. 2. Norðurland vestra: mánudag- inn 8. apríl kl. 20:00-22:00 í Félags- heimilinu á Blönduósi. Atli Rúnar Halldórsson og María Björk Ingva- dóttir stýra umræðum. 3. Norðurland eystra: þriðjudag- inn 9. apríl kl. 20:00-22:00 í skemmtistaðnum 1929 á Akureyri. Atli Rúnar Halldórsson og Erna Indriðadóttir stýra umræðum. 4. Austurland: miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00-22:00 í Valaskjálf. Arnar Páll Hauksson og Inga Rósa Þórðardóttir stýra umræðum. 5. Suðurland: fimmtudaginn 11. aprfl kl. 20:00-22:00 á Hótel Selfossi. Atli Rúnar Halldórsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir stýra umræðum. 6. Reykjanes: sunnudaginn 14. aprfl kl. 16:30-18:30 í Útvarpshús- inu, Efstaleiti 1. Atli Rúnar Hall- dórsson og Hermann Sveinbjörns- son stýra umræðum. 7. Vesturland: mánudaginn 15. aprfl kl. 20.00-22:00 á Hótel Borgar- nesi. Arnar Páll Hauksson og Her- mann Sveinbjörnsson stýra umræð- um. 8. Vestfirðin þriðjudaginn 15. aprfl kl. 20:00-22:00 í Stjórnsýslu- húsinu á ísafirði. Arnar Páll Hauks- son og Finnbogi Hermannsson stýra umræðum. Þeir, sem brugðu sér út yfir poll- inn í páskaferðir, eru ekki með í töl- um marsmánaðar, heldur lenda í aprflyfirliti bæði í ár og í fyrra. Veruleg umskipti virðast þarna hafa átt sér stað í síðari hluta febrú- ar og í mars. Því heimkomnir ferða- langar í janúar og febrúar voru um 10% færri heldur en í sömu mánuð- um s.l. þrjú ár. Utanfarar á fyrsta ársfjórðungi eru því heldur færri en í fyrra. Rúmlega 6.300 erlendir ferða- menn lögðu hingað leið sína í mars, um 400 fleiri en í fyrra. Alls komu hingað tæplega 15 þús. erlendir ferðamenn á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, sem er svipaður fjöldi og verið hefur á sama tímabili síðustu þrjú árin. - HEI Mikið um að vera á Suðurlandí: M-hátíð í Hveragerði Menningarhátíö verður haldin í Hverageröi dagana 5.-7. apríl í tengslum við M-hátíð á Suðurlandi. Hátíðin hefst í kvöld með djasstónlelkum á Hótel Örk þar sem fram koma þekktir djassistar. Á morgun verður hátíðin formlega sett, en setningarathöfn hefst í Grunnskólanum klukkan 14. Svavar Gestsson og Indriði G. Þor- steinsson flytja ávörp, kirkjukórinn syngur og Valgarð Runólfsson og Björn Pálsson sjá um upplestur ásamt fleiri atriðum. í kvöld klukkan 19 verður opnuð Tívolíinu. Þar mæta unglinga- myndlistarsýning f Grunnskólan- um á verkum listamanna úr Hveragerði. Þetta er yflrgripsmik- U sýning, allt frá blýantsteikning- um til útiskúlptúra. í anddyri skólans sjá garðyrkjubændur úr Hveragerði um blómaskreytingar meö hjálp nemenda úr Garðyrkju- skóla ríkisins. Á setningarathöfn- ina á laugardaginn sýna félagar úr hestamannafélaginu Ljúf vel valda gæðinga. Konur ríða í söðl- um f Ulheyrandi klæðnaði ásamt mönnum sfnum. Þá verða og sýndir dráttarhestar, pósthestar og burðarklárar. Þessi sýning fer fram á íþróttavellinum. Eftir sýn- inguna bíöur foreldrafélagið upp á kaffl í Grunnskólanum. Á iaugardagskvöldið klukkan 20 hefjast unglingarokktónleikar f hfjómsveitir víðs vegar af Suður- landi og spila tU miðnættis. Með- al hfjómsveita sem spila eru hljómsveitimar Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur og Köflóttir inniskór. Á sunnudaginn klukkan 14 mun Hjálparsveit skáta sýna í anddyri Grunnskólans og utan dyra ýms- an búnað tengdan sínu starfl. Klukkan 15 ekur Fornbflaklúbb- urínn í öllu sfnu veldi inn í bæ- inn, blásarakvartett úr Skóla- hijómsvcit Hveragerðis mun leUta og taka á móti fornbflunum. Um kvöldið klukkan 21 verður sýning Leikfélagsins á leikritinu Maður og kona í Grunnskólanum, en leikendur og aðrir aðstandendur sýningarinnar hafa nú þegar hlot- ið mikið lof. —SE Hagkaup með 19% hlutdeild á íslenska matvöru- markaðinum, að sögn Jóns Ásbjörnssonar: Hagkaupsmat ur á fimmta hverjum diski „Ég held að það sé betra að hafa það sem sannara reynist, bæði fyrir Jó- hannes og aðra,“ sagði Jón Ás- bjömsson, framkvæmdastjóri Hag- kaups. Vildi Jón koma á framfæri leiðréttingu á tölum sem nýlega komu fram í viðtali Tímans við Jó- hannes Jónsson, kaupmann í Bón- us, þar sem hann láti ítrekað að því liggja að markaðshlutdeild Hag- kaup sé allt að 40%. „En sam- kvæmt mínum útreikningi er Hag- kaup með rétt rúmlega 19% af mat- vömsölu á landinu í fyrra,“ segir Jón. Þetta segir hann byggjast á fram- reikningi á neyslukönnun sem Hag- stofan gerði árið 1988, þar sem upp- gjör söluskatts og virðisaukaskatts Iiggja enn ekki fýrir. En miðað við þennan framreikning hafi matvöru- sala í landinu numið um 34,5 millj- örðum króna árið 1990. Hagkaup hafi sama ár selt matvörur fýrir tæp- lega 6,6 milljarða kr. Samkvæmt því hafi markaðshlutdeild Hagkaups í matvömnni verið í kringum 19% á landinu öllu, sem áður segir, en lík- lega í kringum 25-26% hlutdeild í Reykjavík. Jón telur þó einn aðila hafa enn stærri hlut, og á þar við sameiginlega markaðshlutdeild kaupfélaganna og Sambandsins. Um önnur ummæli Jóhannesar Jónssonar um Hagkaup vildi Jón ekki tjá sig. Sagðist láta þau sem vind um eyrun þjóta. Um 34,5 milljóna króna matvöm- sala á síðasta ári svarar til rúmlega 135 þús. kr. á hvern landsmann að meðaltali yfir árið, eða um 11.270 krónur á mann á mánuði að meðal- tali. Matarreikningur fjögurra manna fjölskyldunnar hefur því verið um 45.100 kr. á mánuði, hvar af um 8.600 krónur hafa farið til matar- kaupa í Hagkaupi. - HEI ÞJOÐÞRIF Þjóðþrif - samstarfsfyrirtæki skáta, hjálparsveita skáta og Hjálp- arstofnunar kirkjunnar - verða með sérstakt söfnunarátak á morg- un, laugardag, á gosdrykkja- og öl- Málaskóli Halldórs: Spænska í Munaðarnesi Halldór Þorsteinsson hefur ráðið tvo kennara frá Spáni til að annast kennslu á hálfsmánaðamámskeiði, sem fyrirhugað er að halda í námsbúðum í Munaðaraesi, dagana 6.-17. maí. Þeir eru Isabel Vill- ar Sampere og Catalina Iglesias frá Estudio Interaacional Sampere, einum þekktasta málaskóla á Spáni. Hann hefur verið starfræktur í rúmlega þrjátíu ár og nýtur sívaxandi vinsælda og aðsóknar, enda skipaður einvalaliði kennara. í kennslutilhögun eru hverjum námsflokki ætlaðar 4 kennslustund- ir á dag í tíu daga. Með því geta áhugasamir nemendur notað tóm- stundir sínar til að auka enn frekar þekkingu sína og orðaforða með heimavinnu og lestri. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir skorpumenn, sem vilja ná góðum árangri á sem skemmstum tíma. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa ein- hverja undirstöðu í málinu. Allar nánari upplýsingar fást í Málaskóla Halldórs frá kl. 13 til 19 daglega í síma 26908. Mikill áhugi virðist nú vera á spænskunámi hérlendis. Nýverið var stofnað félag spænskukennara á ís- landi. Það vill stuðla að því að spænska verði almennt í boði sem þriðja mál í framhaldsskólanámi. Viðskiptaráðherra skipar nefnd: Ætlað að endurskoða lög um Seðlabanka Islands Viðskiptaráðherra ákvað í janúar s.l. að skipa nefnd til þess að fjalla um endurskoðun laga um Seðlabanka íslands og til þess að gera til- lögur um breytingar á lögunum í samræmi við niðurstöður slíkrar endurskoðunnar. í frétt frá ráðuneytinu segir að breyttar aðstæður í íslenskum fjár- magnsmarkaði frá því að núgildandi lög voru sett og aukið fjölþjóðasam- starf á sviði gengis- og vaxtamála muni í vaxandi mæli setja mark sitt á efnahagslíf íslendinga í framtíð- inni. „Þær aðstæður kalla á breytt vinnubrögð og bætt stjórntæki Seðlabankans í gengis-, vaxta-, og peningamálum. Þá hefur bankaráð Seðlabankans beint því til ráðherra að hann láti endurskoða ákvæði laga um stjórnskipan Seðlabankans. Koma þar skipan og hlutverk banka- stjórnar og bankaráðs til umfjöllun- ar með það að markmiði að stjórn- skipulag bankans tryggi sem best faglega stjórnun bankans og þátt- töku hans í hagstjórn." { nefndinni sitja eftirtaldir menn: Ágúst Einarsson prófessor, for- maður tilnefndur af þingflokki Al- þýðuflokksins; Már Guðmundsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra, tilnefndur af flokki Alþýðubanda- lagsins; Guðmundur Ágústsson al- þingismaður, tilnefndur af þing- flokki Borgaraflokksins; Guðmund- ur G. Þórarinsson alþingismaður, tilnefndur af þingflokki Framsókn- arflokks; Guðrún Halldórsdóttir al- þingismaður, tilnefnd af þingflokki Kvennalistans; og Geir H. Haarde al- þingismaður og Ólafur B. Thors for- stjóri, tilnefndir af þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. umbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fólk getur hringt í síma 23190 eða 621390 milli klukkan 11:00 og 15:00 á morgun, og fengið skátana heim til að sækja umbúðirnar. Fólk getur þannig losað sig við tómar umbúðir nú eftir hátíðirnar, um leið og það leggur fé til mikilvægr- ar góðgerðastarfsemi. Þjóðþrif vilja ennfremur minna á dósakúlurnar sem eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Presta vant- ar til starfa Biskup íslands hefur auglýst laus til umsóknar fjögur prestaköll úti á landi, tvær hálfar stöður aðstoðar- presta í Reykjavík og stöður far- presta í Reykjavíkur- og Kjalarnes- prófastdæmi. Frestur til að sækja um þessar stöður er til næstu mán- aðarmóta. Á Neskaupstað vantar prest í stað sr. Svavars Stefánssonar sem hefur ver- ið veitt staða prests í Þorlákshöfn. Langholtsprestakall í Reykjavík er laust, en presturinn þar, sr. Sigurður H. Guðjónsson, hefur fengið lausn frá embætti frá 1. júlí. Þá er auglýst eftir presti á Patreksfjörð; núverandi presti þar, sr. Sigurði Jónssyni, hefur verið veittur Oddi á Rangárvöllum. Loks er auglýst eftir presti á Tálkna- fjörð í Barðastrandarprófastdæmi. í Reykjavík eru auglýstar hálfar stöður aðstoðarpresta í Arbæjar- og Seljaprestaköllum. Einnig eru Iausar tvær stöður far- presta, annars vegar í Reykjavíkur- prófastdæmum og hins vegar í Kjal- arnesprófastdæmi. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.