Tíminn - 05.04.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 05.04.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 5. a;*ríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Rangur samanburður Eins og Tíminn skýrði frá í gær sendi Reuterfrétta- stofan frá sér frétt um afstöðu stærstu stjórnmála- flokka á íslandi, Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins, til Evrópubandalagsins. Þar kemur réttilega fram að Sjálfstæðisflokkurinn útilokar ekki möguleikann á aðild að bandalaginu, hann heldur þeim möguleika opnum, en Framsóknarflokkurinn hafnar slíkri aðild með öllu, lokar þeim möguleika. Afstaðan til Evrópubandalagsins er eitt þeirra stór- mála þar sem skilur á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hin skýra og afdráttarlausa stefna Framsóknarflokksins um að vernda sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar stingur í stúf við afstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem með málflutningi sínum undirbýr íslendinga þannig hugarfarslega að þeir verði að vera við því búnir að afsala sér pólitískum þjóðréttindum með aðild að Evrópubandalaginu og væntanlegu Evrópuríki (Bandaríkjum Evrópu). Talsmenn Sjálfstæðisflokksins gefa í skyn að slík ákvörðun sé í samræmi við sögulega þróun heims- mála, hina óviðráðanlegu framvindu milliríkjasam- skipta og utanríkismála. Enginn túlkar þessa afstöðu Sjálfstæðisflokksins betur en Björn Bjarnason, sem lengi hefur verið rit- stjóri Morgunblaðsins, en er nú í framboði fýrir flokk sinn. Björn hefur oft verið að skýra viðhorf sín og flokks síns til EB og jafnan haft það lag á að reyna að sanna á andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, ekki síst framsóknarmenn, að þeir oftúlki fyrirætlanir sjálfstæðismanna um inngöngu í Evrópubandalag- ið. Um það er það eitt að segja að blaðagreinar Björns sjálfs eru til vitnis um að hann rekur í eigin persónu áróður fýrir því að íslendingar þurfi að móta hugarfar sitt að því sem koma skal, þ.e. að söguleg þróun heimsmála neyði þjóðina inn í Evr- ópubandalagið, ef hún gerir það ekki af fúsum og frjálsum vilja. Björn Bjarnason heldur því fram — og gerist nú söguheimspekingur — að eins og hlutleysisyfirlýs- ingin í sambandslögunum frá 1918 varð fyrir áfalli í heimsstyrjöldinni síðari svo að varnarleysi hefur upp frá því ekki verið talið duga íslendingum til ör- yggis í herfræðilegum skilningi, hljóti svo að fara að íslendingar verði fyrr eða síðar að gefa fullveldi sitt og sjálfstæði í pólitískum og lagalegum skilningi upp á bátinn. Birni verður það á, sem ekki þykir eft- irbreytnivert, að leita til sögunnar um samanburð á því sem ekki er sambærilegt. Þátttaka íslendinga í varnarsamstarfi Atlantshafsbandalagsins verður á engan hátt borin saman við aðild að Evrópubanda- laginu. Munurinn liggur ekki í einu heldur öllu. Varnarsamstarf fullvalda ríkja byggist á milliríkja- samningum sem samkvæmt eðli sínu eru tíma- bundnir og lúta lögum hernaðaröryggis á stærri eða minni svæðum heims. Stofnun ríkjabandalags á borð við Evrópubandalagið snertir fullveldismál að- ildarríkjanna, sjálfstæðismál í lagalegum og stjórn- málalegum skilningi. Samanburður Björns Bjarna- sonar er áróður, ekki rök. Isiand og Albanía Mörgum lýðweöissinna í Albaníu snúmaði í augum aö heyra aö ftosningaúrsfitin f landinu fœröu kommúnistum umtalsverðan sig- ur. Þetta gerist á sama tíma og um alla Austur-Evrópu þvera og endi- langa er fólk aö varpa af sér oki gjaldþrota póíitískrar stefnu, sem faerði þeim ekkert annað en fátækt og eymd á sama tíma og grannar þeírra í Vestur-Evrópu bjuggu við síemileg lífskjör. Skýrfnga á þess- ari sérkenniiegu nlðurstöðu kosn- inganna í Albaníu hefur ákaft ver- ið íeitað án sérstaks árangurs. Helst hefurverið hallast að því að vegna langvarandi einangrunar þjóðarinnar haft hún ekki gert sér Ijóst það taekifæri sem barst upp í hendur hennar með fyrstu lýð- ræðislegu kosningunum i áratugi. Samt eru albanskír kommúnistar svo hræddir við kosningasigur sinn, að þeir telja að ófært sé aö mynda stjóm nema fá andstöðu- flokka til samstarfs. 'iákist þeim að mynda þess háttar samsteypu- stjóm ótfans má búast við að kommúnistar haldi völdum í Al- baniu enn um nokkra framtíð. Stjómarfar í rúst Síðasta skoðanakönnun á íslandi bendir tíl þess að kommúnistar hér séu að sækja i sig veðrið. Þeir eru komnir með um tíu prósent fyigi eftir að hafa um sinn aðeins fengið eins stafs tölu út úr skoð- anakönnunum. Það virðist því ætla að fara fyrir islenskum kjós- endum eins og kjósendum í Al- baníu, að þeir vilja ekki missa fá- tækraframfæriö, Því hefur verið haldið fram í þessum þáttum, að eftirýmsu að dæroa mætti ætla að síðasti kommúnistinn i Evrópu yrði íslendingur. Nú stefnir í að síðasti kommúnistinn verði Al- bani. Hvergi annars staðar fréttist af sigrum kommunista eða að þeir séu að sækja sig í skoðanakönn- unum. Hvarvetna um hinn gamla kommúnistíska helm er stjómar* farið í rúst. En það ætti að vera gömlum kommum huggun, að angar þess hjara enn í Albaníu og Verðhækkun á vöruskorti Að vísu gætir áhrifa þeirra hér- lendis sífellt minna. Hér verða þeir að una því að sitja í sam- steypustjómum, þar sem sérviska þeirra fær takmarkað að njóta sín. Samt reyna þeir að tHeinka sér sérstaka málaflokka eins og menningarmál með þeim árangri, að nú spyr fólk hvort þau mál eigi aöeins að ná tii skólastigs og flokksbundinna. Eina póiitíska von þessara manna er aö þeir taki breytingum. Það gengur þó erflð- lega. Jafhvei í móðurríkinu er allt í háalofU löngu efllr að séð varð, að kommúnisminn dugði ektó sem stjómarstefna. Þar hnakkríf- ast menn á þingum út af markaðs- kerfi, sem þeir vilja notast víð af illri nauðsyn, en einungis á þann veg að það lúti kommúniskri stjóm. Þar eru verslanir án vam- ings. Samt tókst alræðisvaldinu að stórhækka verð á vörum sem voru etód tiJ. Slík stjómviska er dæmigerð fyrir þá, sem aldrei hafa spurt um örlög boða sinna og hanna. Þessi sama stjóraviska réð iengi athöfnum kommúnista inn- an íslensku verkalýðshreyfingar- innar, sem allt of lengi mátti búa við tilskipanaánauð foiysluliðs- Nýsköpunarstjóm? Það er því í hæsta máta undar- Jegt, að flokkur með svona fortíð skuli ailt í einu fara að bæta við sig prósentum í skoðanakönmm- um nú rétt fýrir kosningar. Það er eins og kjósendur hafi öllu gieymt við sífelidar nafnbrcytingar á kommúnlstaflokknum. Það er líka elns og kjósendur Játi sig Utlu skipta þótt stór og fjölmenn ritó hafl nú á slðustu mánuðum kvalt kommúnlsmann og fámennis- stjórnlr hans til að geta sótt fram tíl betri iífskjara. Og ævintýrin haida áfram. Formaður Sjálfstæð- isflokksins var nývcrið að finna að því, að núverandi ríkissljóm byggði á samvinnu við kommún- isia, Auðvitað verður fleira að gerá en gott þykir í landi samsteypu- sfjóma. Þó hefur enginn farið hrikalegar út úr sllku samstarfi en Sjálfstæöisflokkurinn í nýsköp- unarstjórninni 1944, þegar landið var stólið eftir svo örbjarga, að taka varð upp skömmtun á lífs- nauðsynjum 1947. En sporin hræða ekki Davíö. Hann hefur sagt að sjálfstæðismenn myndu mynda stjóm með hvaða floktó sem væri eftir kosningar. Garri Allra meina bætur Samruni stofnana og fýrirtækja og stærri einingar er meðal allra þeirra hagræðinga sem verið er að gera vítt og breitt um þjóðfélagið. Allt er það gert samkvæmt kröfu tímans eða vegna þess að þeir sem tekið hafa sér einkarétt á framtíð- arsýninni ákveða að allt eigi að stefna í þessa áttina eða hina. Með- al þess sem rekið er á eftir með mikilli óþreyju eru samgöngubæt- ur, sem hafa það eitt að markmiði að stytta tímann sem tekur að ferð- ast á milli staða og einstaka sinn- um kemur fyrir að öryggi er bætt. Þó mun nær alltaf hægt að telja það vafamál. Þar sem stytting ferðatíma milli staða er orðin að ástríðufullri þrá- hyggju allra þeirra sem ráðskast með framtíðina eru rök þeirra svo skotheld að ekki er um neitt að deila á þeim vettvangi. Það er til dæmis út í hött að hreyfa hinum minnstu mótmælum við þeim staðhæfingum að bætt sam- göngukerfi séu til mikilla bóta fyrir hinar dreifðu byggðir og að búseta í þeim byggist á að ekki taki nema örskotsstund að skjótast milli byggða. Merk samgöngubót Göngin undir Ólafsfjarðarmúla er ein merkasta samgöngubót sem gerð hefur verið hérlendis hin síð- ari ár. Leiðin til og frá Ólafsfirði er fljótfarnari og tryggari en áður og efast næstum enginn um að þau muni verða byggðinni í Ólafsfirði hin mesta og besta lyftistöng. í gær birtist svo sakleysisleg frétt í Tímanum um að nú séú Ólafsfirð- ingar orðnir óhressir með að fram- hjá þeim er gengið á tilteknu sviði þjónustu. Þeim er gert að fara með bíla sína í skoðun til Akureyrar, en bílaskoðunarmenn fara ekki norð- ur í Ólafsfjörð tvisvar á ári, eins og þeir hafa gert síðan bílaöid hófst. Bæjarstjóri og bæjarfógeti Ólafs- fjarðar hafa mótmælt, en bílaskoð- unin segir að búið sé að koma upp fullkominni skoðunarstöð á Akur- eyri og sé Ólafsfirðingum engin vorkunn að fara með bíla sína þangað eftir að göngin undir Múl- ann komust í gagnið. Þarna er sem sagt samræmingin og hagræðingin að verki og má nú spyrja hvoru byggðarlaginu sam- göngubótin kemur til góða í þessu tilliti? En Ijóst er að hún eflir Akur- eyri sem þjónustubæ án þess að þeir noti göngin á annan veg en að láta þau færa sér verkefnin. Áður hafa vaknað grunsemdir um að höfnin í Dalvík liggi vel við að þjóna Ólafsfirði, bæði hvað varðar vöruflutninga og löndun og útskip- un á fiski. Óneitanlega eru mikil þægindi að göngunum og ekki skal öryggið la- stað, því nú er hægt að bregða sér fram fjörð allan ársins hring í við- vik eins og að fara til tannlæknis, í vöruhús KEA, Hagkaup eða leikhús eða sækja aðra góða skemmtan, ekki síður en að sækja nauðsynlega þjónustu eins og bflaskoðun fram til Akureyrar. Ný keppikefli Margt er í bígerð hjá skipuleggj- endum framtíðar, ekki síst á sviði samgangna. Hraðfleygari flugvélar og lengri flugbrautir og dýrindis siglingakerfi stytta flugtíma og hafa farþegar varla tíma til að líta út um glugga áður en lent er og eru framfarirnar augljósar. Vegir yfir hálendi íslands eru nú orðnir keppikefli þeirra sem engan tíma hafa til að bíða eftir framtíð- inni. Beinn og upphleyptur vegur milli Akureyrar og Reykjavíkur mun bæta samgöngurnar ofboðs- lega mikið, segja framtíðartrylling- arnir. Þeir fara létt með að sýna og sanna hvflík hagkvæmni verður að slíku mannvirki og reikna ná- kvæmlega í kflómetmm og klukkustundum hvflíkur sparnað- ur verður að hálendisvegi milli þéttbýliskjarnanna fyrir norðan og sunnan. Hvað svona vegur mundi þýða fyr- ir dreifbýlið utan þéttbýlispólanna er nokkuð sem ekki er vert að leggja hugann að. Akureyringar og Reykvíkingar hafa áreiðanlega gaman af því að heilsa hvorir upp á aðra, en að er- indin séu svo brýn að kosta þurfi upp á sérstaka hraðbraut á milli þeirra er nokkuð mikið í lagt. Þar fyrir utan ættu framkvæmda- glaðir tæknikratar að fara að hlusta á þá sem telja miklar lagnir þvers og kmss um landið til náttúm- spjalla. Miklar björgunaraðgerðir standa fyrir dymm til að treysta byggð á nokkmm jaðarsvæðum og meðal þeirra er hagræðing og samræm- ing á þjónustu tiltekinna byggðar- laga. Er allt gott um það að segja og óskeikulir skipuleggjarar framtíðar vita vel hvað þeir syngja og eiga samgöngubætur að vera gmnd- völiur alls þess mannlífs sem þar á að þrífast í framtíðinni. Það gleymist aðeins að athuga hvort það em hin smærri eða hin öflugri byggðarlög sem bæta að- stöðu sína með samgöngubótun- um. Fyrir göng gátu Ólafsfirðingar lát- ið skoða bíla sína heima. Eftirleiðis verða þeir að aka 62 km leið til að sækja þá þjónustu. En það bætir kannski úr skák að þeir geta notað ferðina til að nýta sér ýmsa aðra þjónustu sem Akureyringar hafa upp á að bjóða. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.