Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 13
Föstudagur 5. apríl 1991
Tíminn 13
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Traustir hlekkir
í sveiganlegri keðju
hringinn í kringum landið
Bilaleiga með útibú
allt í kringum landið,
gera þér mögulegt að lcigja bíl
á einum stað
og skila honum á öðrum.
Nvjustu
MITSUBISHI
bílarnir alltuf' til taks
ar
Reykjavík: 91-686915
Akureyri: 96-21715
Borgarnes: 93-71618
ísafjörður: 94-3574
Blönduós: 95-24350
Sauðdrkrókur: 95-35828
Egilsstaðir: 97-11623
Vopnafjörður: 97-31145
Höfn í Hornaf.: 97-81303
ÓDÝRIR
HELGARPAKKAR
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 W
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 91-674000
Auglýsing
um framlagningu kjörskrár
við kosningu leikmanna
í 4. kjördæmi til kirkjuþings
í samræmi við samþykkt kirkjuþings 1990 hefur
kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings samið kjör-
skrá vegna kosningar leikmanna í 4. kjördæmi til
kirkjuþings.
Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu
og hjá sóknarprestum kjördæmisins (Barða-
strandar- og ísafjarðarprófastsdæma) til 3. maí
1991.
Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa
borist formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu fyrir 4. maí 1991.
Reykjavík, 4. apríl 1991
Kjörstjóm
Anna G. Bjömsdóttir
Ragnhildur Benediktsdóttir
Guðmundur Þorsteinsson
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing um styrki og
lán til þýðinga á erlend-
um bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingar-
sjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu
vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefend-
ur nota til þýðingarlauna.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum.
4. Eölileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs i fjárlögum 1991 nemur um 6.060.000 krón-
um.
Eyðublöö undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu
menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavik, og skulu um-
sóknir hafa borist ráöuneytinu fyrir 25. apríl nk.
Reykjavik, 3. aprll 1991.
Menntamálaráðuneytið
Margot Fonteyn eyddi síðustu
árum ævi sinnar í Panama þar
sem hún hlúði að manni sínum,
Tito Arías diplómat ftá Panama,
en hann hafði orðið fýrir voða-
skoti í kosningabaráttu.
Fræg-
asta
ballettpar
allra
tíma
dansar
ekki
framar
Margot Fonteyn og Rudolf
Nureyev voru eitt frægasta
dansparið í ballettsögunni og
dönsuðu saman í um 20 ár. Nú
er Margot fallin frá og Rudolf í
þann veginn að leggja skóna
sína á hilluna, kveðjusýningin
hans verður á Wembley þann
3. maí nk.
Margot Fonteyn og Rudolf
Nureyev dönsuðu fyrst saman
1962. Þá var hún komin á
þann aldur (f. 1919) sem flest-
ar ballettdansmeyjar hafa
beygt sig fyrir því óhjákvæmi-
lega og hætt að dansa opinber-
lega og Nureyev var nýstung-
inn af til Vesturlanda frá Sov-
étríkjunum.
Margot leist ekki meira en
svo á að fara að dansa á móti
þessum kraftmikla unga
manni, sem hún sagði að gæti
verið sonur hennar. Rudolfvar
20 árum yngri en hún. En svo
vel tókst til að það var ekki síst
hans vegna sem hún hélt
áfram að dansa fram á sjötugs-
aldur.
Nú er þessum kapítula ball-
ettsögunnar Iokið og Margot
hefur þegar sungið sinn
svanasöng. Rudolf fer í
kveðjusýningarferð um Eng-
land 26. apríl til 17. maí og há-
punktinum nær sýningarferð-
in eins og áður er sagt á Wem-
bley 3. maí nk.
Rudolf Nureyev var í hátíða-
skapi í kveðjuhófi sem The
School of American Ballet hélt
honum.
Hátíðasýning var haldin Margot Fonteyn til heiðurs í Covent Gar-
den í London í júní í fyrra. Þar vottaði Rudolf Nureyev, meðal ann-
arra, listakonunni virðingu sína.