Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.04.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 5. apríl 1991 Austur-Þýskaland: Stjarna Kohls hefur hrapað Vinsældir Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands, hafa sannarlega dvínað frá því þýsku ríkin voru sameinuð fyrir um fjórum mán- uðum. Á meðan sameiningin stóð yfir og gerðar voru áætlanir um að koma kapítalisma á í Austur-Þýskalandi lofaði Kohl Austur-Þjóðverjum aukinni velmegun og almenningur hreifst af honum. Á öllum útifundum sem Kohl hélt var mikið fjöl- menni og margir studdu hann síðan í kosningunum þar sem hann fór með sigur af hólmi. En nú, fjórum mánuðum eftir sam- eininguna, er ástandið í Austur- Þýskalandi hörmulegt. Þúsundir eru atvinnulausar og skattar og verðlag hafa hækkað. Mörgum Aust- ur- Þjóðverjum finnst að fjársterkir vestur-þýskir kapítalistar hafi nýtt sér það góða í Austur-Þýskalandi, en látið það slæma liggja á milli hluta. En þó sumir geti fýrirgefið Kohl að hafa lofað upp í ermina á sér, þá finnst flestum Austur-Þjóðverjum skrítið að hann geti ekki heimsótt þá á þessum erfiðleikatímum til að sýna samstöðu með sér. Kohl hefur aðeins birst þeim í sjónvarpi og hef- ur það aukið enn á reiði Austur- Þjóðverja. Mikil mótmæli hafa brot- ist út í borgum Austur- Þýskalands þar sem Kohl hefur verið uppnefnd- ur „svín og lygari“. Kohl sagði í sjónvarpsviðtali um páskana að hann ætlaði að fara aust- ur fljótlega eftir páskana, en afsak- aði sig með því að það hefði verið svo mikið að gera hjá honum und- anfarið. Nokkrir ráðherrar úr ríkisstjórn Kohls hafa farið til Austur- Þýska- lands. Almenningur hefur tekið þeim kuldalega. Morðið á Detlev Rohwedder, yfir- manni eignarhaldsfyrirtækisins Berliner Treuhandsanstalt sem hef- ur yfirumsjón með einkavæðingu íyrrum austur-þýskra ríkisfyrir- tækja, er talið enn eitt áfallið fyrir stjórnina í Bonn. Rohwedder þurfti að bera ábyrgð á óvinsælum ákvörð- unum um að loka mörgum fyrir- tækjum í Austur-Þýskalandi og gera þúsundir manna atvinnulausar. Reuter-SÞJ Tyrkir hafa opnað landamærin: Bretar veita aðstoð John Major, forsætisráðherra Breta, sagði í gær að Bretar mundu leggja fram um tvo milljarða til hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna við Kúrda, sem á að hefjast 8. apríl. Fyrr um daginn hafði Major sent George Bush Bandaríkjaforseta skeyti þar sem hann segir að veita þurfi Kúrdum og öðrum stjórnar- andstöðuhópum í írak mikla alþjóð- lega aðstoð. Bresk blöð sögðu að Major hafi fyrst tekið við sér eftir að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafði lýst yfir áhyggjum sín- um á ástandinu í írak. Forseti Tyrklands, Turgut Ozal, sagði í gær að yfir hundrað þúsund íraskir Kúrdar hefðu komið yfir landamærin og þau væru öllum op- in. Hann sagði að Tyrkir gætu ekki tekið á móti öllum þeim flótta- mönnum, sem hafa safnast saman í fjallahéruðunum við tyrknesku landamærin, þeir yrðu að fá alþjóð- lega aðstoð. Reuter-SÞJ John Major, forsætisráðherra Bretlands. Fréttayfirlit LONDON - Tyrkir hafa opnað landamæri sin fyrir kúrdfskum flóttamönnum frá Irak. Þúsundir Kúrda tóku aö streyma yflr landamærin strax í gær. Tyrk- nesk stjórnvöld telja að um hálf milljón manns hafi beöið við landamærin. LONDON - John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, sendi Ge- orge Bush, forseta Bandaríkj- anna, skeyti í gær þar sem hann segir að veita þurfi Kúrdum og öörum stjórnarandstöðuhópum í írak mikla alþjóölega aðstoð. Stuttu seinna tilkynnti hann að Bretar ætluðu að veita Samein- uðu þjóðunum rúma tvo milljarði til hjálparstarfs i írak. NIKÓSÍA - Yflr milljón iraskra Kúrda hafa hópast saman i fjallahéruöunum viö irönsku landamærin, að sögn iranskra yfirvalda. Að þeirra sögn hefur fjöldi manns dáið úr hungri og kulda og vegna árása íraska stjórnarhersins. íranir og Tyrkir hafa opnað landamæri sín fyrir flóttafólkinu. Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns höfðu farið yfir landamærin til írans í gær. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Frakkar hafa beðið Öryggisráðið um að samþykkja harðorða ályktun gegn iröskum stjóm- völdum vegna þeirra ofbeldis- verka sem þau fremja gegn upp- reisnarmönnum. MOSKVA - Boris Jeltsin, for- seti Rússlands, styrkti stöðu sina i gær þegar fulltrúaþing Rússlands samþykkti að veita honum vald til að gefa beinar til- skipanir. MOSKVA - Námumenn í Sov- ótrikjunum höfnuðu tilboði sov- óskra yfirvalda um tvöföldun launa þeirra innan eins árs með þvf skilyrði að framleiðslan verði aukin. Þeir hafa krafist 150% launahækkunar, afsagnar Mik- hails Gorbatsjov Sovétforseta og upplausnar þingsins. Þeir vilja að mynduð verði sam- steypustjóm. TIRANA - Lýðræðisflokkurinn í Albaniu, stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, boðaöi til sóiar- hríngsverkfalis f gær til að mót- mæla því aö lögreglan skaut þrjá til bana mótmælendur, sem voru að mótmæla úrslitum þing- kosninganna sem fram fóru á sunnudaginn siðastliðinn. Verkamannaflokkurinn (Komm- únistaflokkurinn) vann stórsigur. Dræm þátttaka var í verkfallinu. Bandarlsk stjórnvöld hafa látið í Ijós grun sinn um að óheiðar- lega hafi verið staðiö að þing- kosningunum i Albaníu. HÖFÐABORG - Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, einn helsti baráttumaður blökku- manna gegn aðskilnaðarstefn- unni, hvatti f gær leiðtoga þeirra þjóða, sem beita Suður-Afrfku viðskiptaþvingunum, að endur- skoða stefnu sína. ZÖRICH - Svissneski skáld- sagna- og leikritahöfundurinn, Max Frisch, dó í gær á heimili sínu í Sviss. Hann hafði lengi búið við slæma heilsu. BRtíSSEL - Lech Walesa, for- seti Póllands, sagði í gær að Pólverjar yröu að fara að leita sér að nýjum bandalagsþjóðum ef Evrópubandalagið veitti þeim ekki fljótlega inngöngu. Reuter-SÞJ Boris Jeltsin (fremst til hægri) treysti stöðu sína í gær. Gorbatsjov varar við hörku gegn stjórn- arandstöðunni: Jeltsin styrk- ir stöðu sína Rússneska fulltrúaþingið sam- þykkti í gær að veita Boris Jeltsin, forseta lýðveldisins, aukin völd til að lægja öldumar í Iýðveldinu og að forseti lýðveldisins verði valinn 12. júní í almennum kosningum. Þingið samþykkti að Jeltsin mætti gefa beinar tilskipanir í lýðveldinu. Samþykkt þingsins um beina kosn- ingu forsetans 12. júní átti að fara fyrir sérstaka nefnd í gær sem átti að taka endanlega ákvörðun, en fast- lega var búist við að hún veitti sam- þykki sitt. Jeltsin lagði einnig til í gær að völd færðust frá fulltrúaþinginu til æðsta ráðsins, þar sem æðsta ráðið starfaði allt árið. Hann lagði einnig til að þingforseti (hann skipar það emb- ætti) og aðrir forystumenn fulltrúa- þingsins fengju aukin völd. Ekki virðist hann hafa náð þessum tillög- um í gegn. Með þessum valdatilfærslum sagð- ist Jeltsin vilja gera leiðtogum Rúss- lands mögulegt að glíma við það hættuástand sem steðjaði að lýð- veldinu vegna óstjórnar Sovét- stjórnarinnar. Eitt helsta vandamálið í sovésku efnahagslífi er verkfall um 300.000 námamanna í Úkraínu og Síberíu. Námamenn höfnuðu í gær tilboði Sovétstjórnarinnar um tvöföldun launa með því skilyrði að framleiðsl- an verði aukin. Námamenn krefjast 150% iaunahækkunar og afsagnar Gorbatsjovs og upplausnar þingsins og myndunar samsteypustjórnar. „Við munum halda verkfallinu áfram. Við höfum sett pólitísku kröf- urnar á oddinn," sagði verkfallsleið- togi námamanna í Úkraínu. 1 fréttablaði sovéska varnarmála- ráðuneytisins, sem kom út í gær, kemur fram að Gorbatsjov hafi varað helstu foringja Rauða hersins við því að bæla niður stjórnarandstöðuna með „úrslitaaðgerðum". Gorbatsjov hafnaði greinilega á þessari ráðstefnu kröfum um að hann beiti „úrslitaaðgerðum" til að bæla niður andstöðuna við Moskvu- stjórnina. Hann sagðist ekki ætla að grípa til þessara „úrslitaaðgerða" ef í þeim fælist afturhvarf til gamalla að- ferða við að bæla niður stjórnarand- stöðuna í Sovétríkjunum. Hann sagði að slíkt mundi eingöngu leiða til borgarastyrjaldar og vitnaöi til borgarastyrjaldarinnar 1918-1921 og hreinsana Stalíns 1937-1938 og 1952- 1953. í greininni um ráðstefnuna, sem var mjög ítarleg, kom fram mikil gagnrýni ýmissa valdamikilla for- ingja innan hersins á andstæðinga stjórnarinnar. Einn herforinginn, sem krafðist þess að stjórnskipunin sem komið var á í byltingunni 1917 yrði varin, sagði að andsósíalísk öfl hefðu snúið perestrojku Gorbatsjovs upp í gagnbyltingu. Reuter-SÞJ Rússland: Tillaga forsetans felld Boris Jeltsin, umbótasinni og for- seti Rússlands, beið ósigur á rúss- neska þinginu í fyrradag þegar þingið hafnaði tillögu hans um að stofna embætti forseta Rússlands, sem kjörinn yrði í beinum kosning- um og fengi framkvæmdavald. Um 70% kjósenda í lýðveldinu kváðust hlynntir slíkri breytingu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 17. mars síðast- liðinn. Forseti Rússlands er eins og forseti Sovétríkjanna valinn af fulltrúa- þingunum. Jeltsin hefur stuðning u.þ.b. helmings fulltrúa á rússneska þinginu, en er mjög vinsæll hjá al- þýðu Rússlands, eins og fram kom í atkvæðagreiðslunni. Jeltsin mundi treysta sig mjög í sessi ef hann kæmi þessari tillögu í gegn, því líklegt þykir að stór meirihluti almennings mundi kjósa hann forseta. Fulltrúi Jeltsins, Ruslan Khasbul- atov, var mjög óánægður með niður- stöðu þingsins. Hann sagði að Kommúnistaflokkurinn hefði virt niðurstööur þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar að vettugi til að tryggja eigin völd. „Þeir breyta gegn vilja fólksins eins og vitfirringar," sagði Khasbul- atov við fréttamenn. Á þriðjudag hafnaði rússneska þingið vantrauststillögu á Jeltsin eftir að leiðtogi Rússneska komm- únistaflokksins, ívan Polozkov, hafði sagt að ekki væri tímabært að skipta um þingforseta. Polozkov hefur annars lagst gegn baráttu Jeltsins fyrir aukinni sjálfsstjórn Rússlands. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.