Tíminn - 06.04.1991, Qupperneq 10

Tíminn - 06.04.1991, Qupperneq 10
20 HELGIN Laugardagur 6. apríl 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Kæra um líkamsárás leiddi til þess aö upp komst um óvenjulega harkalegt morð á gömlum manni sem hafði unnið það eitt til saka að vera á röngum stað á röngum tíma Grár vetrarhimininn gaf það til kynna að úrkoma væri í vændum, hvort heldur það yrði snjór eða regn. Umferð- in á hraðbrautinni gekk vel og afturljós þeirra bifreiða sem voru á suðurleið mynduðu rauða punktalínu Það voru áberandi kúrekastígvél úr snákaskinni sem urðu til þess að kennsl voru fljótlega borín á Lloyd Wayne Hampton. . Nóg var að gera á áningarstað vörubifreiðastjóra, hver bflstjórinn á fætur öðrum lagði þar 18 hjóla far- artæki sínu til að taka þar bensín og fá örlitla hvfld. Þessi áningastaður var mjög vinsæll meðal bflstjóra. Þar var nóg um bflastæði og þar var bæði veitingastaður og tvö gistihús. Þarna gátu vörubflstjórarnir hvflst og slakað á. Dyrnar á veitingastaðnum opnuð- ust og inn barst köld vindhviða um leið og maður og kona gengu inn. Þau settust við borð í einu horni veitingastaðarins. Konan sat að- gerðalaus á meðan maðurinn pant- aði drykki. Eftir smástund byrjaði hún að líta í kringum sig. Hún var að svipast um eftir út- gönguleið. Aðaldyrnar voru of langt í burtu. Hún varð að gera eitthvað. Hjarta hennar barðist ótt og títt á meðan hún kannaði innviði veit- ingahússins. Síðan tók hún eftir því að kvennasnyrtingin var rétt við dyrnar á eldhúsinu. Hún ákvað að reyna að sleppa um þær dyr. Hún varð að freista þess til að bjarga lífi sínu. Konan stóð upp og gekk í átt að snyrtingunni. Um leið og hún lagði höndina á hurðarhúninn leit hún flóttalega um öxl. Maðurinn horföi í aðra átt. Skelfingu lostin þaut kon- an að eldhúsdyrunum í þeirri von að þar væri einhver sem gæti bjargað henni. William Brown varðstjóri var ný- byrjaður á vaktinni, sem stóð frá klukkan 3 um nóttina til klukkan ellefu fyrir hádegi. Hann hafði hlotið varðstjórastöðuna daginn áður. Brown var ánægður með starf sitt sem lögreglumaður og hafði sinnt því í 12 ár í lögregluliði Troy. Troy er lítill bær í Illinois þar sem búa 6 þúsund manns og er staðsett- ur um 20 mflur norðaustur af St. Louis, hraðbraut 55 liggur í gegn- um austurhluta bæjarins og tengir St. Louis við bæina norðar í fylkinu. Brown varðstjóri gekk að lögreglu- bifreið sinni. Veðrið var í kaldara lagi þetta kvöld, fimmtudaginn 8. febrúar 1990. Brown var eini lög- reglumaðurinn sem sinnti eftirliti þetta kvöld. Hann var rétt lagður af stað þegar tilkynning barst um tal- stöðina að hann ætti að koma við á veitingahúsinu á áningastaðnum, þar hefði kona læst sig inni í eldhús- inu. Það var eins með þetta kall og önn- ur sem lögreglunni berast, það sem virtist nauðaómerkilegt og daglegt brauð í fyrstu gat reynst hið alvar- legasta mál. Brown kveikti því á að- vörunarljósum bifreiðarinnar og ók í snatri að veitingahúsinu. Hann lét fjarskipti vita að hann væri kominn á staðinn um leið og hann renndi inn á bflastæðið. Veitingamaðurinn tók á móti Brown þegar hann kom inn á veit- ingahúsið. Konan, sem hafði flúið inn í eldhúsið, kíkti nú fram og sá lögreglumanninn. Hún hljóp út úr eldhúsinu og til hans. Hún leit í kringum sig tárvotum augum og sá þá að fylgdarmaður hennar hafði yf- irgefið veitingahúsið. Naumlega sloppið Brown reyndi að spyrja konuna, sem var við það að verða móðursjúk, hvað væri eiginlega á seyði. Á milli ekkasoganna gat hún skýrt honum frá því að hún hefði kynnst manni fyrir viku og á þeim tíma sem kynni þeirra hefðu staðiö hefði hann gert tilraun til að drepa hana. Brown hafði heyrt svipaðar sögur áður og í flestum tilfellum reyndist enginn fótur fyrir þeim, en ótti þess- arar konu virtist raunverulegur. Hann hlustaði á frásögn hennar um þá þrjá daga sem maðurinn hafði haldið henni fanginni á hennar eig- in heimili. Hún sagði að hann hefði bundið hana við rúmið og misþyrmt henni kynferðislega. Konan barðist við grátinn á meðan hún skýrði frá því að á meðan á þessu stóð hefði maðurinn ítrekað barið hana og hótað að skaða ættingja hennar ef hún gerði tilraun til að sleppa. Und- ir lokin hafði hann barið hana í höf- uð og handleggi með hamri. Konan bretti upp ermarnar á blúss- unni sinni og sýndi Iögreglumann- inum hálfmánalagaða áverkana á handleggjunum. Brown tók einnig eftir því að hálfstorknað blóð var í hári hennar umhverfis sams konar áverka sem hún hafði á höfði. Hann kallaði á sjúkrabfl. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabfl reyndi hann að fá frekari upplýsingar hjá konunni varðandi árásarmanninn. Hún sagði að hann væri hvítur, um 180 senti- metrar á hæð, 80 kfló og skeggjaður. Brown bað hana að lýsa því hvernig maðurinn væri klæddur. Konan lok- aði augunum smástund meðan hún var að hugsa sig um. Síðan sagði hún að maðurinn hefði verið klædd- ur brúnum jakka, blárri skyrtu, blá- um gallabuxum og haft kúrekastíg- vél úr snákaskinni á fótum. Brown tókst einnig að draga það upp úr skelfingu lostinni konunni að árásarmaðurinn hefði sagst heita Clayton Morgan. Hún sagði að hann væri enn með lyklana að íbúðinni hennar og bflnum. Seinasta vís- bendingin sem hún gaf var að hann væri með sporðdreka húðflúraðan á hægri handlegg. Á meðan verið var að flytja konuna á sjúkrahús hringdi Brown á drátt- arbíl til að fjarlægja bflinn hennar. Þetta var gert í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að koma í veg fyrir að árásarmaðurinn hefði farar- tæki ef hann sneri aftur til veitinga- hússins og eins var hægt að leita að sönnunargögnum í bflnum. Brown bað um frekari liðsafla til að leita hins grunaðar í nágrenninu og um leið gaf hann af honum ná- kvæma lýsingu. Eftir að hafa komið þessum skila- boðum áleiðis fór Brown til að kanna aðstæður betur á veitinga- húsinu. Hann leit á alla viðstadda en enginn kom heim og saman við lýs- inguna á árásarmanninum. Brown sneri aftur til bifreiðar sinn- ar og ók að gistihúsunum sem voru í tengslum við áningastaðinn. Hann gekk þar um ganga í leit að árásar- manninum en þar var ekki köttur á kreiki. Því næst ók Brown til íbúðar fórn- arlambsins og beið. Hann taldi lík- legt að árásarmaðurinn kynni að snúa þangað aftur þar sem konan hafði sagt að hann hefði lykla að íbúðinni. Brown lagði bifreiðinni þar sem hann hafði góða yfirsýn að íbúðinni og beið. Á meðan Brown hafðist þetta að var verið að safna liði á lögreglustöð- inni. Ennfremur voru menn sendir á sjúkrahúsið í von um að unnt yrði að afla frekari upplýsinga hjá fórnar- lambinu. Einnig var beðið um að- stoð frá fylkislögreglu Illinois. Það- an komu sérfræðingar í vettvangs- rannsókn ásamt lögreglumönnum til að aðstoða við rannsókn málsins og leit að hinum grunaða. Þetta lið var undir stjórn Heil yfirlögreglu- þjóns. Heil hélt þegar til fundar við Brown þar sem hann beið fyrir utan íbúð fórnarlambsins. Þeir fengu húsvörð- inn til að opna fyrir sig íbúðina. Með brugðnar byssur héldu lögreglu- mennirnir inn í íbúðina og athug- uðu hvort þar væri nokkurn mann að finna svo var ekki. Þeir hófu þá að grandskoða íbúðina í leit að frekari sönnunargögnum. „Það sjást engin merki um inn- brot,“ sagði Heil um leið og hann rannsakaði umbúnað dyra og glugga. „Það er blóð hérna á púðanum," sagði Brown og benti á púða sem lá í sófanum. „Já, og það er blóð hér á gólfinu við rúmið og á veggnum," bætti yfirlög- regluþjónninn við. „Hún hefur verið barin illílega," sagði Brown. Heil hélt nú inn í eldhúsið en þar voru staflar af tómum bjórdósum of- an á ruslafötunni. Eftir að hafa Ijós- myndað eldhúsið tók hann bjórdós- irnar og náði talsverðu af skýrum fingraförum af þeim, hann var sann- færður um að þarna væri um fingra- för árásarmannsins að ræða. Leikið tveim skjöldum Á sama tíma komust aðrir lög- reglumenn að því að maðurinn, sem nefndi sig Clayton Morgan, hefði gengið undir ýmsum öðrum nöfn- um í bænum að undanförnu. Hann hafði sagt öðrum á áningastaðnum að nafn hans væri Donnie Hampton. Lögreglumennirnir komust einnig að því að maður, sem lýsingin á Clayton Morgan átti við, hefði sést á báðum áningastöðunum í vestur- hluta bæjarins fyrr í vikunni. Stjórnendur þeirra staða voru látnir vita og þeim gefin lýsingin á mann- inum sem lýst var eftir. Klukkan ellefu um kvöldið kom starfsmaður áningastaðarins á næt- urvakt. Maðurinn sem hann tók við af aðvaraði hann og benti honum á miða þar sem stóð að láta ætti lög- regluna vita samstundis ef vart yrði við Clayton Morgan. Eftir að hafa lesið skilaboðin fannst starfsmanninum það einkennilegt ef Clayton Morgan væri flæktur í eitt- hvað þessu líkt. Hann hafði spjallað og spaugað við Morgan á áninga- staðnum áður. Morgan hafði komist í kunningsskap við sumar þjónustu- stúlkurnar á veitingahúsinu. Larry Morietta lögreglumaður hafði tekið að sér öryggisgæslu á án- ingastaðnum um nóttina. Um klukkan eitt eftir miðnætti yfirgaf hann veitingastaðinn og fór í eftir- litsferð um bflastæðin. Hann nam staðar um stund til að spjalla við stæðisvörðinn. Þá veitti hann at- hygli ljósri bifreið sem ekið var inn á bflastæðið og lagt í fjærsta hluta þess. Maður kom út úr bflnum og gekk að veitingahúsinu. Morietta leit á stígvél mannsins um leið og hann gekk framhjá honum. Þau voru úr snákaskinni. Stæðisvörðurinn sá manninn ekki vel þegar hann gekk framhjá, en hélt að þar kynni Clayton Morgan að vera á ferð. Morietta og vörðurinn fóru inn á veitingastaðinn til að leita að manninum í snákaskinnsstígvél- unum. Þeir sáu honum rétt bregða fyrir um leið og hann fór út um hlið- ardyr. Morietta tókst að ná skráningar- númeri bifreiðarinnar um leið og henni var ekið út af bflastæðinu. Hann sá þegar bflnum var ekið yfir hraðbrautina og að áningastaðnum handan hennar. Morietta sneri aftur til veitinga- hússins og hafði samband við lög- reglustöðina í Troy. Brown varð- stjóri var kvaddur í símann. Mor- etta sagði honum frá manninum sem hefði flúið af bílastæðinu og ekið yfir á hinn áningastaðinn. Brown kvaðst mundu athuga mál- ið. Eftir að hafa lokið símtalinu skýrði Morietta verðinum frá því að Brown ætlaði að halda til áningastaðarins og reyna að ná manninum þar. Síminn hringdi á meðan mennirn- ir tveir ræddu saman. Vörðurinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.