Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. apríl 1991 Tíminn 5 Þegar bíður þjóðarsómi... — opið bréf til forsætisráðherra frá utanríkisráðherra Kæri Steingrímur Á Akureyrarfundinum sagðirðu söguna af því, hvernig einhver fjöl- miðiliinn hafði haldið því fram, upp í opið geðið á þér, og þóst hafa fyrir því óvefengjanlegar heimildir að þú værír að hætta í pólitík. Þar með var gefið í skyn að þú værír að leita eftir fylgi kjósenda á folskum forsendum. Ég skildi það vel. Þú sagðir líka frá því að einhver kunningi þinn hefði kennt pólitísk bellibrögð af þessu tagi við Richard Nixon, fyrrum forseta Bandaríkj- anna. Það var á þeim árum þegar hann gekk undir nafninu „Tricky Dick“ - Rikki bragðarefur. Hann hafði reyndar sakað andstæðinga sína um að vera hommar. (Sagðir þú ekki líka á þessum fundi að þér hefðu borist til eyrna gróusögur ættaðar frá andstæðingum um að honum Steingrími þætti sopinn of góður? Láttu mig kannast við það!) En það fylgir sögunni um Nixon að hann á að hafa sagt við samstarfs- menn sína: „Let the bloody bastards deny it“- látum skúrkana neita því. Lygi er lygi, þótt hún sé ljósmynduð, sagði Sveinn í Firði. Aðferð undir- hyggjumannsins í pólitík er að bera andstæðinga sína sökum, þótt upp- lognar séu og gegn betri vitund, í trausti þess að þeir geti ekki afsann- að þær. Þeir reyndu þetta trikk við mig á Stöð 2 hér um árið. Og það vill svo til að mér er fullkunnugt um, hvaðan þau samanteknu ráð voru upp runnin. En látum það vera. Er Rikki bragðarefur fyrirmyndin? Allt í einu rak mig í rogastans þeg- ar ég hélt áfram að hlusta á ræðu þína af Akureyrarfundinum. Satt að segja trúði ég ekki mínum eigin eyr- um. Allt í einu lýsir þú því yfir að al- þingiskosningarnar 20. apríl verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild ís- lands að Evrópubandalaginu. Og enn herðir þú á: þú gefur í skyn að samstarfsaðilum þínum í ríkis- stjórn, mér og flokki mínum, sé ekki að treysta í þessu máli. Þar kunni að leynast úlfur undir sauðargæru. Þú gefur með öðrum orðum í skyn að utanríkisráðherra í ríkisstjórn þinni kunni að sitja á svikráðum við lífshagsmuni íslensku þjóðarinnar. Hann sé ef til vill tilbúinn að fram- selja yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni í hendur bírókrötunum í Brússel. Og þess vegna best að kjósa bara um málið núna. Á næsta kjörtímabili kunni það að verða of seint. Mér verður víst sjaldan orðfall. En ég viðurkenni að á þeirri stundu setti mig hljóðan. Sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn þinni hef ég haft frumkvæði við stefnumótun samninga okkar ís- lendinga við EB um stofnun hins svokallaða evrópska efnahagssvæð- is. Ríkisstjórn þín hefur hafnað aðild að EB, en kosið í staðinn að reyna að gæta viðskiptahagsmuna íslendinga með samningum við Evrópubanda- lagið. Um þetta höfum við haft náið samstarf. Mér er ekki kunnugt um nokkurt misklíðar- eða ágreinings- efni okkar í millum í þessu stóra máli. Sameiginlega höfum við varið þessa stefnu gagnvart andstæðing- um innan þings og utan. Við höfum útskýrt það vandlega að aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu sé alls óskyld aðild að Evrópubandalaginu. Að í þessum samningum felist ekk- ert framsal á löggjafarvaldi Alþingis né framkvæmdavaldi rfkisstjórnar í hendur samþjóðlegu valdi. Að allar ákvarðanir í stjórn EES séu teknar með samstöðu. Að enginn geti borið okkur þar atkvæðum. Fiskimiðin eru ekki föl Við höfum Iagt á það ríka áherslu að nýting fiskimiðanna og orkulind- anna sé ekki einu sinni á samnings- sviðinu. Þetta hefur verið ágrein- ingslaust okkar í millum. Ég hef stýrt þessum samningum fyrir hönd ríkisstjórnar íslands í umboði stjórnarflokkanna. Á dauða mínum átti ég frekar von en að forsætisráðherra teldi allt í einu ástæðu til þess að gera þessa samninga tortryggilega í augum þjóðarinnar. Því það er það sem gerst hefur með þessum ummælum þínum. Við höfum lagt á það höfuðáherslu að skapa sem víðtækasta samstöðu milli flokka, á Alþingi og með þjóð- inni allri um þessa samninga. Við höfum viljað forðast það í lengstu lög að upp vektust deilur, án nokk- urs tilefnis, um framsal landsrétt- inda í þessu máli. Við höfum viljað tala máli skynseminnar og forðast að vekja upp tilfinningar, sem byggðu á hræðsluáróðri. Látum það liggja milli hluta hvort ummæli þín um Alþýðuflokkinn geta talist drengileg — nú nokkrum dögum (yrir kosningar — eftir það nána samstarf sem á undan er geng- ið. En er nokkur flugufótur fyrir þessum sakargiftum eða þessum grunsemdum um óheilindi sem allt í einu eru orðnar rauði þráðurinn í kosningaáróðri Framsóknarflokks- ins og reyndar Alþýðubandalagsins líka? Þjóðaratkvæði - um hvað? Auðvitað veist þú það manna best að kosningarnar 20. apríl eru ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að EB. Þú veist fullvel, að þau ríki, sem þegar hafa stillt sér upp í biðröðinni í Brússel, geta ekki byrjað samninga- viðræður fyrr en eftir 1993. Þú veist líka að slíkar samningaviðræður taka a.m.k. 4-5 ár samkvæmt reynslu. Þér er fullkunnugt um að Austurríkismenn sem lögðu fram sína umsókn 1989 gera ekki ráð fyrir að verða fullgildir meðlimir fyrr en í fyrsta lagi 1997-98. Jafnvel þeir gætu því ekki lagt samningsdrög um aðild undir þjóðaratkvæðagreiðslu í sínu landi fyrr en undir aldamót. Hvað þá íslendingar. Þar að auki veist þú að enginn ís- lenskur stjórnmálaflokkur hefur boðað þá stefnu að íslendingar eigi að sækja um aðild. Að allir stjórn- málaflokkar eru einhuga um þá af- stöðu að forræðið yfir fiskimiðunum og orkulindunum verði ekki selt sem skiptimynt fyrir aðild að Evr- ópubandalaginu. Hvers vegna gefur þú þá slíkt í skyn? Þú segir að það standi í stefnuskrá Alþýðuflokksins (bls.5.1.) en „ítrekar óskoruð yfirráð íslend- inga yfir fiskimiðunum og orkulind- um landsins". Þjóðaratkvæði - um aldamót Hvað þýða þessi orð? Óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum og orkulindum landsins samrýmist ekki aðild að EB. Því aðeins getur aðild að EB komið á dagskrá, að EB hafi áður breytt sameiginlegri fisk- veiðistefnu sinni, sem kveður á um veiðiheimildir fyrir tollafríðindi á mörkuðum. Að vísu ber að endur- skoða þá stefnu 1992 og með reglu- legu millibili síðan. Að vísu hefur þessi sameiginlega fiskveiðistefna beðið skipbrot. Að vísu eru veruleg- ar líkur á því að hún verði endur- skoðuð fyrir aldamót. Fari svo segir Alþýðuflokkurinn að við viljum framkvæma „vandað mat“ á spurn- ingunni um aðild, sem samkvæmt þessu gæti þá komist á dagskrá um aldamót. Ég spyr: Hvernig getur þjóðarat- kvæðagreiðsla farið fram nú eftir nokkra daga um mál sem ekki getur fræðilega komist á dagskrá fyrr en um aldamót? Hvað á að leggja fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu? Væntanlega drög að samningi, sem lýsti nánar þeim kjörum sem íslendingum byð- ust. Slíkir samningar tækju áreiðan- lega mörg ár eftir að umsókn hefði verið lögð fram. Það er því ekki fræðilegur möguleiki á því að samn- ingsdrög, sem unnt væri að leggja fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu, gætu legið fýrir fyrr en um aldamót. Við eigum áreiðanlega eftir að fara í gegnum tvennar ef ekki þrennar al- þingiskosningar áður en það verður. Áð lokum: Ef þú meintir það í alvöru Vandræðagangur í spilamönnum 1 gær skoraði Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokks- ins, á Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að leggja spilin á borðin og mæta sér á opn- um fundi um stefnu flokkanna. Jón Baldvin vill að Davíð upplýsi sig og kjósendur um stefnu Sjálf- stæðisflokksins, svo ganga megi úr skugga um hvort viðreisn 'Sé vænleg. Davíð hafnaði tilmælum Jóns Baldvins og kaílar þau vand- ræðagang í kosningabaráttu krata. Spilamennirnir sitja því báðir upp með svarta pétur. Annar hefur enga stefnu, hinn lítið fylgi. I yfirlýsingu frá formanni Sjálf- stæðisflokksins segir m.a.: „Þakka bréf þitt og áskorun um sameiginleg fundarhöld okkar tveggja og ánægjulegt samtal, sem við áttum. í bréfi þínu vitnar þú í tiltekna setningu úr Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins. Þá setningu hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki tekið til sín eins og Alþýðuflokkur- inn virðist hafa gert. Ég vona að þú fyrirgefir mér, þótt ég segi að ég lít á áskorun þína eins og hvern annan vandræðagang í kosningabaráttu Alþýðuflokksins og get því miður ekki aðstoðað þig við að leysa úr þeim vandræðum." Á blaðamannafundi í gær sagði Jón Baldvin Hannibalsson, að hann vildi engan hanaatsfund. Hins vegar teldi hann að kjósendur ættu heimtingu á að heyra stefnu sjálfsstæðismanna fyrir kosningar, en ekki aðeins eftir þær. Jón Baldvin sagði að víst væri vel ef formaður Sjálfstæðisflokksins væri á fundum að útskýra stefnuna. Undan því hefði nefnilega verið kvartað, að hún væri engin. að kosningarnar eftir 10 daga væru virkilega þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að EB er mér spurn: Hefði þér ekki borið skylda til, sem forsætis- ráðherra, og mér sem utanríkisvið- skiptaráðherra, að leggja það fyrir ríkisstjórn, Alþingi og þjóðina í heild með löngum fyrirvara - helst margra ára fyrirvara? Hefði okkur ekki borið skylda til að leggja fram ýtarlegar skýrslur og greinargerðir með vönduðu mati á kostum og göllum og hagsmunum íslands? Að sjálfsögðu. Þess vegna veit ég að þú veist að kosningarnar 20. apríl eru ekki þjóð- aratkvæðagreiðsla um aðild að EB. Úlfur, úlfur... Til er saga af manni sem í tíma og ótíma hrópaði úlfur, úlfur á mark- aðstorginu og vakti þannig upp ástæðulausan ótta þorpsbúa. Loks- ins þegar úlfurinn birtist og maður- inn hrópaði enn: úlfur, úlfur - þá trúði honum enginn. Það var óþarfi að verkja upp að til- efnislausu hræðsluáróður í þessu máli. Það er til þess eins fallið að vekja upp óþarfa tortryggni og efa- semdir um þá samninga, sem ríkis- stjórn þín hefur unnið kappsamlega að á undanförnum árum við EB. Það eru miklir hagsmunir í húfi. Þeir hagsmunir eru mikilvægari en svo að þeim megi fórna sem pólitískri skiptimynt í atkvæðabraski hér inn- anlands. Um þetta veit ég að við er- um sammála. Við skulum því forðast að láta fjöregg þjóðarinnar lenda í pólitískum tröllahöndum. Með besíum kveðjum, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. LÁIM OG STYRKIR TIL TÆKNINÝJUNGA OG ANNARRA UMBÓTA í BYGGINGARIÐNAÐI í 11. gr. laga nr. 86/1988, með síðari breytingum, segir m.a. að húsnæðismálastjórn hafi heimild til þess að veita lán eða styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði. í 14. gr. segir m.a. að heimilt sé að veita lán til þess að gera tilraunir með tækninýjungar og aðrar umbætur, sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði, enda fylgi staðfesting á því að umsóknin sé ekki lánshæf hjá sérsjóðum iðnaðarins. Þar segir jafnframt, að heimilt sé að hafa fyrirgreiðslu þessa í formi styrkja. í 15. gr. sömu laga segir, að fjárhæð láns og lánstíma skuli ákveða hverju sinni af húsnæðis- málastjórn, með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjunginni í notkun, svo og mikilvægi hennarfyrir byggingariðnaðinn. Með vísan til þessa er hér með auglýst eftir umsóknum um ofangreind lán og styrki. Þær geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. ( umsókn skal m.a. gera grein fyrir meginefni nýjungar þeirrar eða umbóta sem um er að ræða, á hverju stigi málið er, hverju fé hefur þegar verið varið til þess, hver er áætlaður heildarkostnaður við það, hvenær ætla má að það verði komið á lokastig, hvert gildi það er talið hafa fyrir þróun húsnæðis- og byggingarmála; og annað það, sem talið er máli skipta. Umsóknarfrestur er til 11. maí nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum stofnunarínnar að Suðurlandsbraut 24 Reykjavík. Reykjavfk, 11. apríl 1991. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.