Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 11. apríl 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðamtstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 EB í sviðsljósi Mælska Jóns Baldvins Hannibalssonar kemur skýrt fram í forystugrein Alþýðublaðsins í gær. Er engu líkara en greinin sé samin við skrifborð utan- ríkisráðherra eða lesin á segulband úr síma ráðu- neytisins. En þótt af stílnum megi manninn þekkja, sem síst er sagt Jóni Baldvini til ávirðingar, heldur til hróss, skiptir meira máli hvert sé efnið og inntakið í Al- þýðublaðsleiðaranum í gær. Þar er það gert að út- leggingarefni að Steingrímur Hermannsson hefur lýst því mjög skorinort í ræðu og riti að kosningarn- ar 20. þ.m. snúist um afstöðu íslendinga til Evrópu- bandalagsins. í máli sínu leggur forsætisráðherra höfuðáherslu á að koma á framfæri þeirri stefnu sinni og Framsóknarflokksins, að óhugsandi sé að nokkru sinni komi til þess að Islendingar geti geng- ið í Evrópubandalagið vegna ákvæða Rómarsáttmál- ans um yfirþjóðlegt vald innan bandalagsins og stjórnskipulagsins sem þar ríkir í þeim anda. í Alþýðublaðsleiðaranum er gengið út frá því að andstaða Steingríms gegn Evrópubandalaginu sé óþörf vegna þess að innganga í það sé ekki á döfinni, heldur standi yfir samningar milli EFTA-ríkjanna og EB um stofnun „evrópsks efnahagssvæðis". Það kemur réttilega fram hjá Alþýðublaðinu að forsætis- ráðherra hefur að sjálfsögðu fylgst með hlut utan- ríkisráðuneytisins í þeim viðræðum. Það var sam- mæli í ríkisstjórninni að íslendingar tækju þátt í EFTA-EB-viðræðunum, sem reyndar hafa gengið stirðlega og alls óvíst hvað út úr þeim kemur. A þess- an stundu veit enginn, hvorki einn né neinn, hvort þess háttar evrópskt efnahagssvæði verður stofnað sem íslendingum sé hagstætt eða vogandi af stjórn- arfarslegum ástæðum að taka þátt í. Það sést ekki fyrr en samningaviðræðunum er lokið hverjar líkur séu fyrir framtíð slíkra samtaka yfirleitt. En hvað tæki við ef hugmyndin um evrópska efna- hagssvæðið endaði með vonbrigðum eða þróaðist á annan veg en ætlast er til? Það gæti endað með því að þau öfl í Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki sem undirbúið hafa þjóðina undir nauðsyn þess að ganga í Evrópubandalagið, fái hljómgrunn íyrir áróður sinn. Þess munu þau mjög freista. Ef Jóni Baldvini Hannibalssyni misheppnast að sigla fram hjá Evrópubandalaginu með hinni já- kvæðu merkingu sem lögð er í evrópska efnahags- svæðið, — ef það misheppnast, þá mun skapast tómarúm í Evrópuumræðunni, sem róttækir Evr- ópusinnar í Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki munu af auknu afli reyna að fylla með áróðri um að ísland skuli sækja um aðild að Evrópubandalaginu og laga sig að stjórnskipulegum og efnahagslegum kröfum þess. Hjá þessum mönnum er innganga í Evrópu- bandalagið alltaf á döfinni. Því er nauðsynlegt í þess- ari kosningabaráttu að vara þjóðina við Evrópu- bandalaginu og hinum róttæku Evrópusinnum. Jón Baldvin ætti að ganga til liðs við Steingrím að kveða boðskap þeirra niður. Þá myndi margur þekkja utan- ríkisráðherrann sem sinn mann. GARRI Vitlaust gefið? Eftir aö búið er að hamra á því í nokkurn tíma, að málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins sé ekki ein- leikln, greip Morgunblaðið síðbú- ið tækifæri og birti í Reykjavíkur- bréfl, aö óviðunandi með öllu væri að frambjóðendur skytu sér und- an þeirri skyldu að reifa stærstu mál þjóðárinnar fyrir kosningar af ótta við kíósendur. Flokkar jþeir sem nú eiga aðild að rikisstjóm geta ekki telrið þetta til sfn, enda ríkir nú friður og jafnvægi í flest- uro málaflokkum. Efnahags- ástand hefur lengi verið helsta umræðuefni fyrir kosningar. í þetta sinn er ekki mikið um þau að segja. Dr. Jóhannes Nordal vík- ur að vísu að efnahagsmáluro í ræðu á aðalfundi Seðiabankans, og Ifldr ástandinu nú við ástand mála á tímum Viðreisnarstjómar- innar. Það þýðir eínfaldlega að sjálfstæðismönnum þykir þjóðfé- lagsástandið harla gott. Kann það að vera skýringin á því að forysta flokksins meinar Mogganum að- gang að kosningabombum, og tel- ur heppiiegra fyrir fylgi flokksins að ganga til kosnínga meö tung- una í hafti. Hafa þeit spil á hendt? Ðavíð Oddsson liggur einkum undir ámæli Morgunblaðsins fyrir að hafa ekki fóðrað það á kosn- ingabombum. Haukar flokksins heimta líka bombur, en Davíð þeg- ir og lætur ekki hrebja sig úr þeirri þægllegu stöðu, að boða að- eins að flokkurihn muni taka til hendinni eftlr kosningar, án þess að gefa kjósendum færi á að vita hverjar þær aðgerðir muni vera, Morgunblaðið unir þessu illa, og hefur f staðinn fyrir kosninga- bombur tekið til við að birta áróð- ursgreinar frarobjóðenda annarra flokka. Aiþýðuflokkurinn, með Jón Baldvin í broddi fylkingar, vill þó reyna, og hefur gert tilraun til að skora á Davíð í kappræöur. Davíð ansar því heldur ekki. Jón Baldvin, sem er hinn vaskasti maður, heimtar spilin á borðið, af því hann grunar að Davíö hafi engin spil. Sjálfur hefur Jón Bald- vin ekki athugað, að spilin sem hann hefur kunna að vera lítið annað en hundar. Hann treystir því að géta staðið Upp frá spila- borðinu, fari hann halloka, roeð því að taka sér orð Steins Steinarr í munn og lýsa yfir að það hafl verið vitlaust geflð. Þannig eru líkur á því að kosn- ingabaráttan breytist ekkert við áskorun Jóns Baidvins. Moggan- uro tekst ekki að kría kosninga- bombu út úr Davfð, og ríkis- stjómarflokkarair ganga til fríð- samlegra kosninga eftir ágætt starf og frið í þjóðfélaginu. Sjón- varpið fer um hémð og spyr kjós- endur hvað þeirvilji að þingmenn þeirra geri. „Skrifaðu flugvöll, Nonni," sagði frambjóðandi eitt sinn og varð frægur fyrir, þó hann fengi ekki nema sjÖ atkvæöi í kosningunum, eða færri en með- mælendur vom. Farið er í kjör- dæmin og gerðar kannanlr á óska- listum kjósenda. Þessir óskalistar em flölbreyftir, eða allt frá göng- um undir Qöll til héraðakvóta. Þesslr þættir, þar sem talað er vlð frambjóðendur eftír útlistun á óskalistum, em alveg eins og upp- boð. Vesturiand og Vestfírðir hafa þegarlent í þessum uppboðum. Þögnin er kosninga- bomba Þótt allt þetta hafi heldur dauf- legan svip og meira sé um bræðra- lag roeðal frambjóðenda en rifr- iidi, er samt nokkur áhugi á kosn- ingunum og frambjóðendum. Þögn Sjáifstæðisflokksins um heistu máiefni þjóðféiagsins eyk- ur ekki fjölbreytni umræðuefna. Það er því von að Morgunblaðið brýnl Davíð á því að hann óttist kjósendur og þess vegna fái blaðið engar kosningabombur. Jón Bald- vin reynir líka að ýta undir Davíð og koma honum af stað. Gaflinn er bara $á að Jón Baldvin hefur ekki iitiö á eigin spil og veit því ekki hvað hann er að bjóðast tii að ieggja á borðið. Aftur á móti hefur ríkisstjómin undir foiystu Stein- gríms Hermannssonar nóg spii á hendi, Þau spil er smám saman verið að sýna þessa dagana. Miðað við ástand mála er eðlilegt að Dav- íð Oddsson treysti sér ekki til að etja kappi við trompin, sem þar er úr að spiia. Dr. Jóhannes Nordai hefur iíka skotíð fram þeim aðvör- unarorðum til haukanna í Sjáif- stæðisflokknum, að ástandið nú sé eins og það var á Viðreisnarár- unum. — i VÍTT OG BREITT : Fyrirmyndirnar miklu Verður Evrópubandalagið ein stór kókaíndolla? spyr Tíminn í gær, og hefur m.a. fyrir sér mikla samantekt fréttaritsins Time um að kókaínsal- ar séu að vinna sér stóra markaði fyrir varning sinn í Evrópu. Þegar landamæri hverfa og tolleftirlit sömuleiðis verður enn auðveldara um vik að markaðssetja eitrið en nú er. Með nánari viðskiptum og æ meiri samvinnu íslendinga við EB verður auðveldara að koma fíkni- efnum á markað hérlendis ,og eru yfirvöld vel meðvituð um hættuna sem yfir vofir. í samantekt Time er bent á að fíkniefni séu langt frá því óþekkt í Evrópu, þótt útbreiðslan sé enn stórfelldari í Norður-Ameríku og vandamálin hrikalegri. í Evrópulöndum er hass, heróín og amfetamín þau efni sem hvað mest eru notuð, en kókaín tiltölulega lít- ið enn sem komið er. En framleið- endur og sölumenn kókaíns eru vongóðir um að auðvelt sé að koma Evrópumönnum upp á að nota vöru þeirra og verður kókaínið því viðbót á þá eiturefnaneyslu sem þegar leið- ir hörmungar yfir allan þann mikla skara sem ánetjast. Hverjum að kenna íslendingar reyna að verða ekki eft- irbátar annarra á sviði eiturefna- neyslu og er forvarnastarf svipað og í nágrannalöndunum og miðast nær eingöngu að því að hefta smygl og dreifingu. í allri þeirri miklu umfjöllun um fíkniefnanotkun á Vesturlöndum er undantekning að öðrum sé kennt um viðbjóðinn en smyglurum og sölumönnum. Þó kemur fyrir að bent er á hvert sé hið raunverulega vandamál. Það eru neytendumir sem halda allri framleiðslu og dreif- ingu gangandi með fíkn sinni og það eru þeir sem borga og standa ein stór kókaíndolla? *'»**«<' t«obWí vdao'ttthit Ttnw Iwmur trm tó ÍMibéobtrów fri hui<t Ur (ott W (lOtrtnnw þtu* buti nurfeáur Kw ?uhuit>U(iini uptttr t n*tU áii of UmUnurrtn IttU. Wir ttfjt tð 0 *t MMtaAw ir«<a>PtwtnMr. fwUAunun í W *mt «b BiMbnW <* Qirhntkt* *ÍUtk þt r Wtor mtl * t HtwiirtkJwnuH. OH K GnáhíwUton MowaNtitftMwnt tt&i l tmutt vti Ttounui (fttr »A \mit (trbu tti WUUgt *r»t* fytit þtw- 1 fjii lnmdtlt(tt««t wg tMtiroiiirkifafnv NufAnritfNtt twfttu ttl, *Ut«« fimét* om þtiii mtl •( MMr tli tð WtfiUtl vt» Krí btnf) * kAKtóil ilt (««W h*tw \>í frmf*nJ*Air ötöflkufttr I Wt- wrbUtti»t®u«H flmifi *r\»n. nwfjrtOoJu »> «(tM«n tt tfl unxh tii Snm tflitorfflrui nv ttrmU undir ríkidæmi eiturefnaframleið- enda og þeirra sem markaðssetja. Ef ekki væri síaukinn fjöldi eitur- efnaneytenda sem er tilbúinn að greiða fyrir hassið, kókaínið, her- óínið og allt það, mundi framleiðsla, smygl og dreifing stöðvast sjálf- krafa. Á meðan fólk á Vesturlöndum er tilbúið að greiða hundruö milljarða fyrir fíkniefni og skapa með því arð- saman markað verður þeim mark- aði fullnægt. Þá er spumingin um hvað kemur skólagengnu og þar með upplýstu fólki til að byrja á eiturefnaneyslu. Þótt svarið blasi við og bókstailega grenji framan í okkur þykist enginn vita neitt og forða sér á bak við sefj- unina, að smyglarar og sölumenn séu orsök eiturefnavandans. Þeir sem prísa og lofa eiturefna- notkun á einn hátt eða annan eru dáðir og dýrkaðir og auglýstir upp af fjölmiðlaskríl sem er fyrirmunað að tengja orsök og afleiðingu og halda sífellt á lofti falskenningunni að smyglarar eiturefna séu einir sekir um að eyöileggja líf heilla kynslóða veiklundaðra fíkniefnaneytenda. Stórfenglegir fíklar Þegar Maradona verður uppvís að kókaínneyslu er honum vorkennt fyrir að vera settur í leikbann og í hvert sinn sem fréttir eru sagðar af neyslu eiturætunnar fylgir með hver stórfenglegur og afbragð ann- arra íþróttamanna hann er. Gegnsósa eiturlyfjaneytendur, sem fallnir eru í valinn löngu fyrir aldur fram, eru dásamaðir sem mestu listamenn allra tíma þegar hvert dagskrárgerðarfíflið af öðru kynnir verk þeirra, sem samin em, sungin eða stunið upp í rafmagnstæki í eit- urvímu. Auglýsingalist og svokölluð hljóm- listarmyndbönd em gerð með það fyrir augum að það komi áhorfend- um í vímuástand að sjá og heyra. Blöðin reyna allt hvað þau geta til að lyfta eiturlyfjaneytendum á stall og gefa þeim glæsieinkunnir fyrir framlag sitt til lista. 27. mars s.l. birtir t.d. DV eftirmæli um tvo hljómlistarmenn sem auðguðu menningarlífið og em kallaðir með- al hinna stóm. „... var ekki þekktur fyrir að sækja bingó hjá templurum, hann misnotaði áfengi og aðra vímugjafa." Um hinn: „Fregnir herma að Clark hafi tekið inn óheppilega blöndu af áfengi og öðr- um fíkniefnum." Svona er tuðað lon og don og sagð- ar endalausar sögur af eiturefna- neyslu fræga og ríka fólksins. Og aldrei er því legið á hálsi fyrir að örva hassreykingar og aðra eitur- efnaneyslu, heldur aðeins hvað það er stórfenglegt, flott og flínkt og hvflíkur akkur ungu fólki er að því að eiga það að fyrirmyndum. Svo er því einhliða haldið fram að einhverjir vesælir og siðlausir Kól- umbíumenn og gráðug smyglara- grey eigi sök á að heilu kynslóðimar á Vesturlödnum leggja allt í sölum- ar til að innbyrða eiturefni þeirra. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.