Tíminn - 11.04.1991, Side 8

Tíminn - 11.04.1991, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. apríl 1991 Þó að reiðilegar mótmæiagöngur fari fram í löndum Mið-Austurlanda, segir Bernard Lewis, fyrrverandi prófessor í rannsóknum á Austurlöndum nær við Princetonháskóla, að bæði fsraelar og Arabar geri sér grein fyrir að það sé takmörkunum háð hverju þeir fái áorkað með offorsi. friöi, verða Palestínumenn sjálfir að finna þá fulltrúa sína sem viður- kenna þetta markmið og leggja sig fram um að ná því. • Allir þátttakendur í samnin- gaumræðum myndu, a.m.k. meðan á samningaviðræðum stendur, stilla sig um að sýna öðrum þátttakendum ofbeldi. Óstaðfest landamæri • Landamæri milli fsraels og nýja grannríkisins eru ekki til og er enn eftir að semja um þau. Landamæri verndarríkisins Palestínu voru mörkuð með alþjóðlegum samning- um. Landamerkin milli Cis-jór- dönsku Palestínu og TVans-jór- dönsku Palestínu, endumefnt TVans- Jórdanía og síðar Jórdanía, voru dregin skv. ákvörðun breskra stjórn- valda með samþykki Þjóðabanda- lagsins. Rhodos- vopnahléssamning- arnir í febrúar-júlí 1949 höfðu nokkrar breytingar í för með sér. Landamærin við Líbanon voru stað- fest sem alþjóðleg mörk, en þau við Sýrland og Egyptaland voru form- lega afmáð og endurskilgreind sem „vopnahlés-markalínur". Landa- mærin við Egyptaland voru í raun aftur sett á með friðarsamningunum í Camp David. Engin önnur hafa enn verið viðurkennd. Öfugt við landamærin við Sýrland, Nú þarf að grípa tækifærið og leysa ágreining ísraela og Palestínumanna — er álit bandarísks prófessors Fyrir skemmstu ritaði Bernard Lewis, prófessor emeritus í rann- sóknum á Austurlöndum nær við Princetonháskóla, grein t The Sunday Times þar sem hann hvetur til að tækifærið sé gripið nú og ísraelar og Palestínumenn fengnir að samningaborði til að setja niður deilur sínar. Glatist tækifærið nú vegna þvermóðsku harðlínumanna í báðum herbúðum verði ekki séð fram á annað en áframhaldandi blóðsúthellingar og eymd og volæði komandi kyn- slóða Palestínumanna. Forystumenn Palestínumanna hafa í meira en hálfa öld og af undarlegu samræmi, valið að íylgja röngum aö- ila að málum. í síðari heimsstyrjöld tóku þeir sér stöðu við hlið Möndul- veldanna, í kalda stríðinu voru þeir hliðhollir Sovétmönnum og í Persa- flóadeilunni fylgdu þeir Saddam Hussein að málum. Afleiðingin af því er sú að mikið af þeirri samúð, sem þeir höföu áunnið sér á umliðnum árum, hefúr glatast. Þetta hefur þá hættu í för með sér fyrir Palestínu- menn að þegar sá tími rennur upp að umræður hefjist um framtíð heims- hlutans hlusti enginn á rödd þeirra. Arabaþjóðirnar, sem áttu liðsmenn í fjölþjóðahernum, hafa þegar lýst því yfir að þær muni taka til umfjöll- unar málstað Palestínumanna, þó að þær kunni að vera lítt hrifnar af nú- verandi forystu þeirra. Þessar þjóðir eiga nú vísa meiri athygli í Washing- ton en áður var, eins og nýlegar yfir- lýsingar þeirra hafa sýnt. Þær leyfa sér nú meira frjálsræði í því að segja hug sinn eins og hann raunverulega er. Engir, nema Jórdanir, veittu Palestínumönn- um viðtöku Afrekaskrá þeirra á liönum árum getur ekki verið mjög uppörvandi fyrir vonir Palestínumanna. Þegar Þjóðverjar og Pólverjar í Austur- Evrópu og hindúar og múslimar í Indlandi flúðu milljónum saman eða voru reknir frá heimilum sínum þeg- ar landamæri voru flutt tii af mikilli grimmd á árunum eftir síðari heims- styrjöld, var þeim öllum með tíman- um komið fyrir sem borgurum í nýj- um heimkynnum. Hvergi fengu Pal- estínumenn slíkar fagnaðarviðtökur né aðstoð. Það var aðeins Jórdanía sem tók á móti þeim sem ríkisborg- urum og jafningjum. Það leysir ekki Palestínuvandamál- ið að klína óorði á PLO, og nú ógna rómsterkar raddir Arabaþjóða áhrif- um ísraelsmanna í Washington. Ein þessara radda kann aftur að eiga eftir að verða rödd Husseins Jórdaníu- konungs. Það hljóta að vera fá lönd, ef þau yf- irleitt fýrirfinnast, sem búa við svo fátæklegar eigur og eins harkalegar þvinganir. En þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur konungsveldi Jórdaníu lifað af, um- kringt hættulegum óvinum og enn hættulegri vinum. Jórdanía er eins og vin þar sem viðgengst tiltölulegt velsæmi og umburðarlyndi í óróleg- um Arabaheimi og hefur leikið það sem á heildina litið hefur verið upp- byggilegt hlutverk í stjórnmálum í þessum heimshluta. Samningaviðræður „án skilyrða“ blekking Öðru hverju hafa talsmenn ísraels eða Palestínumanna lýst því yfir að þeir væru fúsir til að taka upp samn- ingaviðræður „án skilyrða". Þegar betur er að gáð hafa allar þessar yfir- lýsingar reynst vera ekkert meira en æfingar í auglýsingamennsku — til- raunir til að dylja þá staðreynd að báðir aðilar setja reyndar skilyrði, sem til þessa hafa verið svo ósveigj- anleg að þau hafa útilokað samninga af nokkru tagi. Þessi skilyrði — stundum sögð hreint út, stundum ekki — má orða á eftirfarandi hátt: Af ísraela hálfu er lágmarksskilyrði að þeir hafi rétt til að hafna valinu á fulltrúum Palest- ínumanna. Sumir ganga jafnvel lengra og setja það skilyrði að ísrael- ar séu ófáanlegir til að afsala sér nokkru því landsvæði sem þeir nú ráða yfir. Af hálfu Palestínumanna hefur til þessa verið lágmarksskilyrði að þeir gangi ekki til neinna samn- ingaviðræðna nema því aðeins að niðurstaðan — ríki Palestínumanna — sé ákveðin fyrirfram. Sumir þeirra setja enn frekari skilyrði: að lokaniðurstaðan verði að fela í sér upprætingu ísraels. Það er augljóst að ekkert verður ágengt, þó aðeins sé fallist á lág- marksútgáfur þessara skilyrða. í samningum til að binda endi á ágreining velur ekki annar aðilinn fulltrúa mótaðilans. Á sama hátt eru samningar með fyrirframákveðinni niðurstöðu aðeins gerðir að undan- genginni skilyrðislausri uppgjöf, og hvorugur aðilinn er reiðubúinn til slíks. Til að samningaumræður geti farið fram verða að liggja fyrir skil- yrði sem báðir aðilar hafa fallist á og viðurkennt sem forsendur. Þær myndu mynda rammann og ráða frumumræðunum. Aðalatriðin gætu orðið: • Samþykkt allra Arabagrannríkja og viðurkenning á ísrael. Án þessa skilyrðis geta engar samningavið- ræður hafist, þar sem ekkert ríki er fáanlegt til að semja um eigin til- veru. • Innlimun þeirra svæða í fyrrum vemdarríkinu Palestínu sem ekki em byggð ísraelum í Arabaríki. Nafn og stjórnskipulag þessa ríkis, og tengsl þess, ef nokkur, við grannríkin tvö, yrði síðan ákvarðað í samræmi við óskir íbúanna og með samkomu- lagi við þessa nágranna. Hvorki við- urkenning né höfnun á Palestínuríki ætti að vera hluti af skilyrðunum. • Það er ekki ísraela, eða nokkurra utanaðkomandi aðila, að velja eða beita neinu neitunarvaldi gagnvart fulltrúum Palestínumanna. Augljós- lega verða þau Arabaríki, sem láta sig málið skipta, að taka þátt í samn- ingaviðræðunum, þar sem án þátt- töku þeirra getur ekki orðið um starfhæft samkomulag að ræða. Pal- estínumenn sjálfir, og þá einkum þeir á hernumdu svæðunum, eiga að skilgreina eigin markmið og velja viðeigandi fulltrúa. E.t.v. væm þeir best valdir í frjálsum kosningum, sem ef nauðsyn þykir bera til lytu umsjón eftirlitsmanna frá löndum þar sem frjálsar kosningar em venja. Ef markmið Palestínumanna — eða þeirra fyrirliða sem þeir velja til að vera fulltrúar sínir — er eyðilegging ísraels með vopnaðri baráttu, er aug- Ijóst að engar samningaviðræður geta farið fram og báðir aðilar undir- búa sig eftir bestu getu fyrir þau átök sem hljóta að verða. Ef markmiðið er að lifa saman í Líbanon og Egyptaland vom mörk- in, sem stuðst var við frá 1949 til 1967 milli ísraels og svæðanna á vesturbakkanum og Gaza undir yfir- ráðum Jórdaníumanna og Egypta, einungis vopnahléslínur, þar sem engin landamæri höfðu verið til áð- ur. Allmargar línur höfðu verið dregnar á kortinu en engin þeirra hafði neitt lagalegt gildi sem landa- mæri. 1947 gerði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna skiptingar- áætlun sem allsherjarþingið sam- þykkti. Hins vegar var henni ein- róma hafnað af Palestínuaröbum og Arabaríkjunum, sem leituðu úr- skurðar með stríði. Því stríði lauk með vopnahléslínu, sem hélt velli til 1967. Það ár var í annað sinn gripið til stríðs af hálfu Jórdaníu og fæddi það af sér nýja vopnahléslínu, sem hefur verið við lýði til dagsins í dag. Hún endurreisti fyrmm landamerki breskra stjórnvalda milli Cis-Jórdan- íu og Trans-Jórdaníusvæða. Nauð- synlegt skilyrði fyrir samningavið- ræðum er viðurkenning, af beggja hálfu, á að engin þessara lína var landamæri og enn er eftir að semja um landamæri. Markalínan og sam- þykkt um landamæri ætti að vera að- alumfjöllunarefni samningaum- ræðna. • Samningaumræður um landa- mæri milli nágrannaþjóða, sem em orðnar mjög pólitískt meðvitaðar og em rétt að snúa frá löngum og bitr- um átökum, verður tafsamt og erfitt verk. Fyrsta atriðið á viðfangsefna- listanum verður þess vegna að vera skjótt samkomulag um og beiting bráðabirgðafyrirkomulags, helst um einhvers konar sjálfstjóm á her- numdu svæðunum,-sem verði við lýði þar til lokasamkomulagi er náð

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.