Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. apríl 1991
Tímin ! 15
DAGBOK
Námstefna:
Framtíöarstefnan í þjóöfélags-
fræöum viö HÍ
Samfélagið, félag þjóðfélagsfræðinema
við Háskóla íslands, gengst fyrir nám-
stefnu í stofu 101 í Lögbergi, í dag
fimmtudag, 11. apríl, kl. 17. Umræðu-
efnið er framtíðarstefnan í þjóðfélags-
fræðum við Háskóla íslands.
Á námstefnunni mun Stefán Ólafsson
kynna hugmyndir um breytt fyrirkomu-
lag á BA-námi í stjórnmála- , félags- og
mannfræði, eða svokallað línukerfi. Þá
ÍÞRÓTTAFÉLAG HEYRNARLAUSRA (deaf sportclub),
Klapparstíg 28 -101 Reykiavik. íslana ■ Simi: 91-13560 • Kennitala: 600580-0279
Dregið var í happdrætti Iþróttafélags heyrnar-
lausra 27. mars 1991. Vinningsnúmer eru þessi:
1. 3481 8. 4571
2. 2639 9. 1946
3. 1393 10. 1374
4. 5400 11. 2123
5. 5401 12. 1937
6. 6478 13. 768
7. 2009 14. 2058
Vinninga ber að vitja innan árs.
Vinningshafar hafi samband við íþróttafélag
heyrnarlausra, Klapparstíg 28 í Reykjavík. Sími
91- 13560.
FEIAG
ELDEl
BORGARA
Farin verðurferð á vegum F.E.B. að Básum í Ölf-
usi 20. apríl nk. I<l. 18.00.
Matur — Söngur — Dans — Skemmtun.
Fögnum komandi sumri saman.
Upplýsingar í síma 28812.
Þorlákshöfn og nágrenni
Guðmundur
Svavarsson
Framsóknarflokksins verður í
20.30.
B-listinn.
Jón
Helgason
Guðni
Ágústsson
Þun'ður
Bemódusdóttír
Unnur
Stefánsdóttír
Opinn fundur með frambjóðendum
Duggunni sunnudaginn 14. apríl kl.
Allir velkomnir.
Katrín Marisdóttir
Ungt fólk á
VestQörðum
Siv Friðleifsdóttir
Opinn fundur verður haldinn fyrir ungt fólk sunnudaginn 14. apríl
kl. 17:00 að Hafnarstræti 8, (safirði.
Ávörp flytja:
Katrín Marisdóttir sem skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins
á Vestfjörðum.
Einar Hreinsson, varabæjarfulltrúi á Isafirði.
Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF.
Fundarstjóri: Geir Sigurðsson, formaður FUF við Djúp.
Ungt fólk er hvatt til þess að mæta.
FUF við Djúp/SUF
mun Gunnar Helgi Kristinsson kynna
hugmyndir um framhaldsnám í þjóðfé-
lagsfræðum og nemendur úr ofantöld-
um þremur greinum munu halda stuttar
framsögur.
Að loknum framsöguerindum verða
umræður og gestir geta borið fram fyrir-
spurnir. Allir eru velkomnir og aðgangur
að sjálfsögðu ókeypis.
Tónleikar í Hafnarborg
Ásdís Kristmundsdóttir sópransöngvari
og Kristinn öm Kristinsson píanóleikari
halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði,
fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30.
Ásdís lauk einsöngvaraprófi frá Söng-
skólanum í Reykjavík vorið 1987. Það
haust hóf hún nám við tónlistardeild
Bostonháskóla og lauk þaðan meistara-
prófi (Master of Music) í desember síð-
astliðnum. Hún hefur komið fram sem
einsöngvari við ýmis tækifæri, bæði hér
heima og erlendis og sungið í sjónvarpi
og útvarpi.
Kristinn Öm Kristinsson lauk lokaprófi
frá Tónlistarskóla Akureyrar. Hann
stundaði síðan framhaldsnám við Há-
skólann í Suður- Illinois og Háskólann í
St. Louis.
Á efnisskránni á fimmtudaginn verða
flutt lög eftir Mozart, Schubert, Musgra-
ve, Fauré og Strauss.
Miðasala er við innganginn.
ísland og Evrópa
BSRB efnir til fundar um Evrópumálin
fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.00 í félags-
miðstöðinni Grettisgötu 89, 4. hæð.
Fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka og -
samtaka sem bjóða sig fram í alþingis-
kosningunum í vor hafa stutta framsögu
(8 til 10 mínútur) um stefnu hver síns
flokks í málefnum Evrópu og stöðu ís-
lands í þeirri þróun allri. Að því loknu
taka við pallborðsumræður og fyrir-
spurnir. Fundarstjóri:Ævar Kjartansson.
Málshefjendur: Alþýðuflokkur: Jón
Baldvin Hannibalsson. Alþýðubandalag:
Már Guðmundsson. Framsóknarflokkur:
Steingrímur Hermannsson. Kvennalisti:
Kristín Einarsdóttir. Sjálfstæðisflokkur:
Björn Bjarnason. Frjálslyndir: Júlíus
Sólnes. Þjóðarflokkur/Flokkur manns-
ins: Pétur Guðjónsson. Verkamanna-
flokkur: Páll Þorgríms Jónsson. Heima-
stjórnarsamtökin: Tómas Gunnarsson.
BSRB-félagar og annað áhugafólk er
hvatt til að fjölmenna og skiptast á skoð-
unum við gesti fundarins.
Málþing um forvarnir
gegn ofbeldi
Samtök heilbrigðisstétta gangast fyrir
málþingi um forvamir gegn ofbeldi dag-
ana 11. og 12. apríl.
Málþingið er framhald af ráðstefnu sem
haldin var í haust sem bar yfirskriftina
,Æska án ofbeldis". Ráðstefnan var geysi
fjölmenn og þótti takast með miklum
ágætum. Á ráðstefnunni var einkum
fjallað um orsakir og tíðni ofbeldis með-
al barna og unglinga. Minna var fjallað
um leiðir til lausnar vandans og fyrir-
byggjandi aðgerðir. Þess vegna var
ákveðið að halda fyrirhugað málþing og
beina umræðunni fyrst og fremst að
lausnum og fyrirbyggjandi aðgerðum
varðandi ofbeldi meðal barna og ung-
linga og gagnvart þeim.
Eins og dagskráin ber með sér er víða
komið við í efnisvali, en fyrirlesarar
munu reyna að benda á hagnýtar leiðir
til lausnar ofbeldis og til að koma í veg
fyrir að það eigi sér stað.
6250.
Lárétt
1) Onálegg. 6) Tunga. 8) Þungbúin.
10) Tíni. 12) Líta. 13) Stafrófsröð.
14) Orka. 16) Konu. 17) Kærleikur.
19) Ósoðið.
Lóðrétt
2) Lítil. 3) Nes. 4) Hár. 5) Sund-
færi. 7) Upprifinn. 9) Rölt. 11) Bók-
stafur. 15) Rimlakassi. 16) Stefna.
18) Horfði.
Ráðning á gátu no. 6249
Lárétt
1) Ögnin. 6) Náð. 8) Slý. 10) Nös.
12) Lá. 13) ST. 14) Iða. 15) Api.
17) Fát. 19) Marið.
Lóðrétt
2) Gný. 3) Ná. 4) Iðn. 5) Öslir.
7) Ástin. 9) Láð. 11) Ösp. 15) Afa.
16) Ati. 18) Ár.
Bllanir
Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má
hringja í þessi símanúmer:
Rafmagn: I Reykjavik, Kópavogi og Seltjam-
amesi er sími 686230. Akureyri 24414, Kefla-
vík 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna-
eyjar 11321.
Hitaveita: Reykjavik simi 82400, Seltjarnar-
nes sfmi 621180, Kópavogur 41580, en eftir
kl. 18.00 og um helgar i sima 41575, Akureyri
23206, Keflavik 11515, en eftir lokun 11552.
Vestmannaeyjar slmi 11088 og 11533, Hafn-
arfjörður 53445.
Sími: Reykjavfk, Kópavogi, Seltjarnamesi,
Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum til-
kynnist I síma 05.
Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita-
veita o.fl.) er i síma 27311 alla virka daga frá
kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er
svaraö allan sólarhringinn. Tekiö er þar viö til-
kynningum á veitukerfum borgarinnar og í
öörum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig
þurfa að fá aöstoð borgarstofnana.
Gengisskráning
10. apríl 1991 kl. 9.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar.....58,970 59,138
Serlingspund........105,453 105,739
Kanadadollar........51,169 51,308
Dönsk któna.........9,2141 9,2391
Norskkróna..........9,0758 9,1004
Sænsk króna.........9,7778 9,8043
Finnskt mark.......14,9727 15,0133
Franskurfranki.....10,4446 10,4729
Belgiskurfranki.....1,7165 1,7211
Svlssneskur franki.41,7487 41,8619
Hollenskt gyllini..31,3670 31,4521
Þýsktmark..........35,3590 35,4550
Itölsk líra........0,04760 0,04772
Austumskursch.......5,0159 5,0296
Portúg. escudo......0,4042 0,4053
Spánskur peseti.....0,5721 0,5737
Japansktyen........0,43633 0,43751
Irektpund......... 94,343 94,599
Sérst. dráttarr....80,5418 80,7603
ECU-Evrópum........72,8722 72,0699
FJÓRÐUNGSSJUKRAHUSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar -
Barnadeild
Við á F.S.A. óskum að ráða hjúkrunarfræðinga á
Barnadeildina okkar. Hún er eina sérhæfða
barnadeildin á landinu utan Reykjavíkur og rúm-
ar 10 börn á aldrinum 0-16 ára. Innan deildarinn-
ar er gjörgæsla fyrirbura.
Hvað bjóðum við?
— sveigjanlegan vinnutíma
— skipulagða fræðslu
— skipulagða aðlögun
— áhugavert, fjölbreytt og uppbyggjandi starf.
Hvenær vantar okkur hjúkrunarfræðinga?
Vegna veikindaforfalla strax. Til að efla fræðslu
og innra starf fljótlega og til sumarafleysinga í
vor.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1991. Nánari
upplýsingar gefa: Valgerður Valgarðsdóttir deild-
arstjóri og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 96-22100.
Hjúkrunarfræðingar -
Lyflækningadeild
Óskum að ráða hjúkrunarfræðing í 60-80% næt-
urvaktir á Lyflækningadeild II. Deildin er opin frá
mánudegi til föstudags og þjónar sjúklingum
sem koma inn til rannsókna eða til styttri með-
ferðar.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Nánari upplýsingar gefa Ragnheiður Dóra Árna-
dóttir deildarstjóri og Sonja Sveinsdóttir hjúkrun-
arframkvæmdastjóri í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug
og vinsemd við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengda-
dóttur, systur, mágkonu og frænku
Guðbjargar Stefánsdóttur
Bröttugötu 4, Hólmavík
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deildum 11E og
12A á Landspítalanum.
Gunnlaugur Bjamason
Stefán Bjami Gunnlaugsson
Anna Bima Gunnlaugsdóttir
Halldór Gunnlaugsson
Guðbjörg Gunnlaugsdóttir
Halldóra Guðmundsdóttir
Anna Kristmundsdóttir
systkini og aðrir vandamenn