Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. apríl 1991 Tím ín 3 EB í vaxandi vandræðum með sjávarútvegsmálin. Skortur fyrirsjáanlegur á fiski í löndum bandalagsins: Samningsstaða sjálfstæðs íslands styrkist stöðugt Samkvæmt mati, sem fram kemur í fræðsluríti Félags íslenskra iðn- rekenda, verður ekki annað séð en samningsstaða íslendinga sem sjálfstæðs samningsaðila gagnvart EB sé sífellt að styrkjast og að tím- inn vinni með fslendingum varðandi möguleika á viðskiptum við EB með sjávarafurðir. Ástæðan er fyrst og fremst erfiðleikar bandalags- þjóðanna með fiskveiðistefnu sína og fyrirsjáanlegur skortur á fiski, ekki einungis til vinnslu, heldur líka og ekki síður til neyslu. „Sjávarútvegur — EB í vandræð- um.“ Þannig hljóðar fyrirsögn í fræðsluriti Félags íslenskra iðnrek- enda þar sem fjallað er um þau vand- ræði sem Evrópubandalagið hefur lengi átt í með sjávarútveg sinn og þær leiðir sem framkvæmdastjórn EB leitar nú til að greiða úr þeim vandræðum. í bráðabirgðaskýrslu framkvæmdastjórnarinnar til Evr- ópuráðsins og Evrópuþingsins bend- ir hún á þau atriði sem þarfnast end- urskoðunar. Sérstaklega þykir at- hyglisvert hvað framkvæmdastjórnin segir þar um samskipti bandalagsins við ríki utan bandalagsins og þá aðal- lega um aðgang að fiskimiðum. „Ef marka má það sem í skýrslunni segir, þá kann að verða breyting á næstu árum á þessari stefriu bandalagsins," segir í riti FÍI. Vegna þessa leitaði Tíminn álits Magnúsar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra SÍF, á því hvort nýir möguleikar væru hugsanlega að opnast í samningum íslendinga við EB. „Það sem e.t.v. er að gerast, er að ákveðinn skilningur fyrir sérstöðu okkar er að skapast í Evrópubanda- laginu. Það kemur fram í mörgu sem menn segja þar þessa dagana. Hins vegar er ennþá mjög hörð andstaða gegn því að þessi sérstaða verði við- urkennd. Og það er það, sem þeim hefur ekki tekist að komast í gegn- um. En mín tilfinning er sú, að samhliða einhverju pólitísku viðhorfi, séu menn í EB að átta sig á því að þegar litið er til framtíðarinnar þá er nokk- uð ljóst að það verður skortur á fiski í Evrópubandalaginu, nokkuð sama hvernig þeir snúa sér í því máli. Og að þess vegna sé það kannski að verða mál fyrir EB að tryggja það að þeir fái fisk — en að það skipti ekki höfuð- máli hver veiðir þann fisk,“ sagði Magnús. — Sé skortur á fiski, skiptir þá kannski ekki svo miklu máli hvort við stöndum utan EB? „Það er forsendan fyrir lífi okkar að það séum við sjálf sem veiðum og vinnum fiskinn. Að við fáum virðis- aukann af því. Þetta er líka grund- völlurinn að hugmyndafræðinni um þetta aukna samstarf þjóða, þ.e. að hver þjóð geri það sem hún er hæfust til. Ef við getum ekki veitt og unnið fisk á hagkvæmari hátt heldur en aðrar þjóðir, þá veit ég ekki hvað það er sem við eigum að geta gert.“ Magnús segir okkur nú þegar njóta tollalækkana hjá EB. Þeir gefi út ákveðna kvóta með lægri tollum heldur en sameiginlegir tollar EB eru. Ástæða þess sé auðvitað sú, að verið sé að leita eftir fiski inn í banda- lagið, bæði til vinnslu þar og til neyslu. í riti FÍI segir að stærsta vandamál- ið sem EB á við að etja sé að sjálf- sögðu allt of stór floti, miðað við þau fiskimið sem bandalagið hefur yfir að ráða. Þetta leiði til ofveiði, minnk- andi afla og versnandi ástands í þeim héruðum sem byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskiðnaði. Þetta ástand endurspeglist í kröfum sem Evrópubandalagið geri um fiskveiði- heimildir við íslandsstrendur. í áðurnefhdri skýrslu framkvæmda- stjórnar EB er sagt mjög brýnt að móta stefnu sem taki á þessum vandamálum. í ljósi galla á núver- andi kerfi fiskveiðistjórnunar og verndunar fiskistofna, ófullnægjandi eftirlits með því hve mikið veitt er og allsendis ófullnægjandi árangurs í því að draga saman flotann, þá verði EB að fá í hendur fullnægjandi heim- ildir til þess að geta stjórnað og haft eftirlit með fiskveiðum. Sérstaklega varðandi veiðar úr einstökum fiski- stofnum. í þessu felst m.a.: Að taka upp strangara veiðieftirlit og vemdarráð- stafanir. Að draga úr stærð og veiði- getu flotans. Og að auðvelda heildar- sýn yfir fiskveiðar með því að skrá ná- kvæmlega alla veiði skipa Evrópu- bandalagsins. Framkvæmdastjórnin telur það eðlilega afleiðingu, að strandríkin sem fengu forræði yfir 95% fiskimið- anna við útfærslu landhelginnar á sínum tíma, vilji sjálf nýta þessi fiski- mið með eigin flota. Þessi staðreynd neyði Evrópubandalagið til þess að endurskoða stefnu sína um að krefj- ast aðgangs að fiskveiðiauðlindum þessara ríkja. Tengsl bandalagsins við þessi ríki verði í framtíðinni að byggjast á annars konar tengslum en veiðiheimildum. Þar megi sérstak- lega nefna nánari tengsl milli aðila í sjávarútvegi í þessum rfkjum og inn- an EB. Þær takmarkanir á aðgangi að fiskimiðum sem floti EB búi við leiði til sívaxandi skorts á fiskafurðum innan EB. Bandalagið verði að finna nýjar leiðir til viðskipta til þess að draga úr skorti á fiskafurðum, sam- hliða því að efla rannsóknir á fiski- stofnum og fiskeldi. Fiskimenn í Evrópubandalaginu eru um 300 þúsund talsins. Árið 1988 flutti EB inn fisk til manneldis fyrir um 5.380 millj. ecu eða yfir en 400 milljarða króna. HEI 20 faereyskir psóríasissjúklingar baða sig nú í Bláa lóninu á vegum Kiwanishreyfingarinnar. Björghéðin Jacobsen: Hefur reynst börnunum vel Þessa dagana eru staddir hér á landi á vegum íslensku og færeysku Kiwanishreyfingarinnar, 20 færeyskir psóríasissjúklingar. Færeying- amir munu dvelja hér á landi í tvær vikur og stunda böð í Bláa lón- inu, en þeir komu til landsins si. laugardag. Psóríasis er ólæknandi húðsjúk- dómur. Hægt er að halda einkenn- um niðri með ýmsu móti, m.a. sól- böðum og böð í Bláa lóninu hafa borið góðan árangur. Hlutfall psór- íasissjúklinga í Færeyjum er hærra en gengur og gerist í öðrum löndum og að sögn Leifs Fossdal Guttesen, formanns færeyska psóríasisfélags- ins, er ekki vitað hver ástæðan fyrir því er. Eins og áður sagði þá er það Kiwan- isfélagið í Færeyjum og Kiwanis- hreyfmgin hér á landi sem stendur straum af kostnaðinum við ferðina. Björghéðin Jacobsen er fulltrúi fær- eyskra Kiwanismanna og fararstjóri hópsins hér á landi. Hann sagði að kostnaðurinn við svona ferð væri mikill, en þeir hefðu náð að safna talsverðu fé um síðustu jól og það heföi gert þeim kleift að fjármagna þessa ferð, en Kiwanisfélögin ís- lensku borguðu einnig rúmlega helming af útlögðum kostnaði. Einnig hefðu þeir fengið flugfar- gjöldin niðurgreidd hjá Flugleiðum sem og gistinguna á færeyska sjó- mannaheimilinu. Af þessum 20 Færeyingum er rúm- lega helmingurinn böm á aldrinum eins til fimmtán ára. Björghéðin sagði að svo virtist vera sem lónið hefði góð áhrif á bömin og útbrotin hefðu snarminnkað strax á fyrstu dögunum. —SE Leifur Fossdal Guttesen, formaður færeyska psóríasisfélagsins, og Björghéðin Jacobsen, fulltrúi fær- eyskra Kiwanismanna, í Bláa lón- inu. Björghéðin er sá sem stendur á bakkanum. Timamynd: Pjetur kemur út á föstudag T Tíminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.