Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur H.apríl 1991 Tín nn 7 VETTVANGUR Bjami Hannesson: „Pólitískur veiðiskapur“ Fremur finnst manni nú kosningabaráttan byrja dauflega, enda kannski ekki nema von þegar stærsti flokkur landsins, Sjálfstæð- isflokkurinn, byijar með kosningastefnuskrá sem helst mætti líkja við eftirgreint, á hæfílega kurteislegu lfldngamáli, að kosn- ingaplaggið sé eins og „fjöldi brimrotaðra marhnúta sem rotast hafa á ströndum staðreyndanna og vindþomað í næðingi sögu- legrar þróunar og reynslu, og jafnvel glorstoltin fjörutófa gæti vart nýtt sér til nytja“. Leikfléttur Jörundar II ? Hinn „óvænti" ákafi Davíðs Odds- sonar (hér eftir nefndur D.O.) í það að ná æðstu völdum hér á íslandi mætti helst líkja við flumbrugang Jörundar sáluga hundadagakóngs eða ef til vill R. Reagans fyrrv. Bandaríkjaforseta. Það mun fram- tíðin skera úr um, en greinarritari hefur lítinn áhuga á slíkum per- sónuleikum og fór því strax af stað á fyrsta fund D.O. á Akureyri og lagði þar fram fyrirspum sem ef svarað yrði skynsamlega, myndi leiða í ljós hvort D.O. gæti nýst til nýtilegra verka. En D.O. kaus að svara fyrir- spurninni með marklausu fimbulf- ambi og varð greinarritari að fara á annan fund D.O. á Akranesi og ít- reka fyrirspurnina og bætti við ann- arri sem er líka mikilvæg. Kemur hún orðrétt síðar í greininni. Á fundinum féllu mörg orð hjá D.O. og á meðal annars þessi, orðrétt til- vitnun: „Það er líka nefnt að Reykjavík vaði í peningum og að bersýnilega sé ekki um jafn auðugan garð að gresja hjá ríkisvaldinu. Og það er líka minnst á það að við sjálfstæðismenn í Reykjavík höfum líka byggt marg- vísleg mannvirki, sumir kalla mont- hús, gæluverkefni. Menn nefna ráð- hús, menn nefha Kringluna, Perl- una, sumir kalla hana Skoppara- kringlu. Menn geta nefnt Borgarleikhús, menn geta nefnt 6 milljarða Nesjavallavirkjun, menn geta nefht húsdýragarð, skautasvell, gervigrasvöll og hvaðeina sem menn gætu nefnt. En hvenær fóru Sjálfstæðismenn út í það að byggja slíka hluti, byrjuðum við á því þegar við tókum við 1982? Nei, það gerðum við ekki. Við byrj- uðum á því að stoppa af skatta- hækkunarskriðu vinstrimanna, síð- an fórum við að greiða niður skuld- ir, bæði borgarsjóðs og allra fyrir- tækja borgarinnar sem voru mjög skuldsett og eru skuldlaus núna. Við seldum Bæjarútgerðina og hættum að borga hundruð milljóna króna með henni, fengum í staðinn pen- inga fyrir Bæjarútgerðina. Ef við tökum á 7 árum sem við fengum fyrir Bæjarútgerðina og það sem við hefðum greitt með henni, miðað við 30 ár þar á undan, þá er þar kominn kostnaðurinn við ráðhús (Hér kem- ur inn stuttur Jörundar-brandari, en svo er haldið áfram) og við hætt- um ekki við að byggja aðra hluti sem voru mikilvægir líka. Við höf- um á sama tíma byggt 20 bama- heimili, við höfum byggt skóla út um alla borg, byggt við skóla, og byggt 7 nýja skóla, byggt fjöldann allan af heimilum fyrir aldraða með þjónustumiðstöðvum, nokkrar heilsugæslustöðvar og svo mætti áfram telja. Þannig við löguðum fyrst, rétt eins og við gerum heima hjá okkur, við löguðum til fjárhags- legan grundvöll sem heimilin — í þessu tilviki Reykjavíkurborg - - byggði á, áður en við fórum að gera ... (Hættir í miðri setningu, hefur líklega skynjað að þetta var orðinn nokkuð stór skammtur af lofi um velgengni Reykjavíkurborgar, og séð að það var farin að þyngjast brúnin á fundargestum, það var fólk utan höfuðborgarsvæðisins sem er svipt arðinum af vinnu sinni af þess- ummarglofuðu höfuðborgarbúum. Grípur D.O. þá til þess að segja all- langan Jörundarbrandara. Þá kom eftirgreint frammíkall frá greinar- ritara): B.H.: Dettur þér í hug að allra peninganna sem í þetta fóru sé afl- að á Reykjavíkursvæöinu? Hvaðan heldurðu að auramir komi? D.O.: Hvað sagðirðu? B.H.: Dettur þér í hug að því fjár- magni sem þessar framkvæmdir kostuðu, sé aflað innan Reykjavík- ursvæðisins? D.O.: Það eina sem ég veit er að þegar ég tók við fyrir 9 árum, þá voru þessir peningar ekki til. Það þurfti að hækka skatta ár frá ári, ár eftir ár, samt var skuldastaðan mik- il. Ég tel að Reykjavík hafl verið staðsett á sama punkti á íslandi, undir stjóm vinstri manna og und- ir minni stjóm.“ Krókur á móti bragði Fyrirspum til hr. Davíðs Oddsson- ar frá Bjarna Hannessyni með fyrir- fram þökk fyrir svörin. 1. Kannast Davíð Oddsson við reiknilíkan sem gengur undir heit- inu Vísitala samkeppnisstöðu, unn- ið af Seðlabanka íslands með grunnviðmið árið 1979 sem 100? 2. Hvaða mat leggur Davíð Odds- son á mismun reiknilíkana sem eru með og án fjármagnskostnaðar, miðað við þróun undanfarandi ára og þeirra niðurstaðna sem reiknilík- anið bendir til, bæði í liðinni tíð og árið 1990? Athugist að samanburður er milli fylgiskjala 2. og 3. Athugist að einfaldur samanburð- ur er á fylgiskjali no. 5. 3. Hvaða álit hefur Davíð Oddsson á reiknilíkani no. 4, þar sem viðmið er það að gengi sé stjómtæki til að ná að meðaltali jákvæðum við- skiptajöfnuði við útlönd? 4. Telur Davíð Oddsson að fram- fylgt hafi verið því, sem kallað er há- gengisstefna á hagfræðimáli, hér á Islandi á undanförnum árum? Ef ekki, hvernig á þá að útskýra sífellt óhagstæðan viðskiptajöfnuð við út- lönd og hvaða ráðum telur þú að þurfi að beita svo hann verði viðun- andi, þ.e. að meðaltali jákvæður? 5. Hvaða álit hefur Davíð Oddsson á hagfræðilegri „þekkingu" sem fram kemur í opinbemm gögnum Seðlabanka íslands? 6. Telur Davíð Oddsson að hag- fræðileg vinna sem opinberlega er birt sem gögn frá Seðlabanka ís- lands séu viðunandi að „gæðum"? 7. Hvaða álit hefur Davíð Oddsson á því ef af byggingu orkuvera og svo- kallaðrar Atlantal-álbræðslu verð- ur? A. Þróun á gengisstefnu meðan á framkvæmdum stendur? B. Hver skuli vera viðbrögð við verðbólguhættu? C. Hvaða ráðum telur Davíð Odds- son að beita beri í hagstjóm til þess að samsvarandi ástand skapist ekki og varð í efnahagsmálum árin 1986- 1988 í hagstjóm hér á íslandi? Meðfylgjandi fylgiskjöl. 1. Fylgiskjal no. 1. Reiknilíkan yfir Vísitölu samkeppnisstöðu, dagsettu 7. des. 1988. 2. Fylgiskjal no. 2. Reiknilíkan yfir Vísitölu samkeppnisstöðu, dagsettu 28. feb. 1991. 3. Fylgiskjal no. 3. Reiknilíkan yfir Vísitölu samkeppnisstöðu, dagsettu 28. feb. 1991 að viðbættum fjár- magnskostnaði, unniö af Bjarna Hannessyni að teknu tilliti til talna og aðferða Seðlabankans í reiknilík- ani no. 2., sem er vísitala án fjár- magnskostnaðar. 4. Fylgiskjal no. 4. Reiknilíkan yfir Vísitölu samkeppnisstöðu, dagsettu 28. feb. 1991 að viðbættum fjár- magnskostnaði og því markmiði að gengi sé stjórntæki til að ná jákvæð- um viðskiptajöfnuði, unnið af Bjarna Hannessyni að teknu tilliti til talna og aðferða Seðlabankans í reiknilíkani no. 2. dags. 28/2 1991. 5. Fylgiskjal no. 5. Samanburður á Vísitölu samkeppnisstöðu með og án fjármagnskostnaðar. 6. Fylgiskjal no. 6. Samanburður á Vísitölu samkeppnisstöðu með fjár- magnskostnaði og reiknilíkani byggðu á sömu forsendum og fyrri útreikningar, en með því viðmiði að gengi sé notað sem stjórntæki til að ná jákvæðum viðskiptajöfnuði tii lengri tíma litið. Hver veiðir hvem 1? í lok svara við almennum fyrir- spurnum virtist D.O. ætla að yfir- gefa ræðupúlt og þar með „gleyma" að svara tveim skriflegum fyrir- spurnum frá Bjarna Hannessyni. Fyrirspyrjandi Bjami Hannesson kallar þá til D.O.: B.H.: Þú átt nú eftir að svara frá mér heilmiklu skjali, meira að segja tveim. D.O.:Ja-á. B.H.: Ég reikna nú með að þú þurf- ir að hafa nokkrar mínútur til að fara yfir það, að minnsta kosti ef svörin eiga að vera gáfúleg. (Nokkur tími líður meðan D.O. er að átta sig á efni fyrirspumanna og segir síðan:) D.O.: Ég held að við Bjami Hann- esson þyrftum sérstakan fund okkar á milli ef ég ætti að svara þessu öllu saman. B.H.: Já, ég reikna nú með því, en eitthvað þarf nú að svara þessu samt. D.O.: Bjarni, eigum við ekki að hittast eftir kosningar? B.H.: Ég hef ekki nokkum áhuga á því. Það er fyrir kosningar eða ekki. D.O.: Þú setur mig nú algerlega á gat. B.H.: Ég veit það og vissi það. (Hér ákveður D.O. vegna mikils, en tvíræðs, hláturs í salnum að reyna að gera brandara úr öllu saman og fer inn í 3. lið fyrirspumar.) D.O.: Til að mynda þessi spuming: Hvaða álit hefur Davíð Oddsson á reiknilíkani no. 4. B.H.: Já. D.O.: Er einhver sem getur svarað því hér í kvöld? B.H.: Ég sagði fundarstjóra það hér í upphafi að þú myndir þurfa svolít- inn tíma til að átta þig á þessu. Svo að þú kemur þar ekkert af fjöllum eða ættir ekki að gera það, eða þá að fundarstjóri hefir ekki skilað því til þín, með mínum orðum. (D.O. áttar sig á því að B.H. guggn- ar ekki og tekur málefnalega af- stöðu, byrjar á réttum lið íyrir- spurnar sem er þessi:) Kannast Davíð Oddsson við reikni- líkan sem gengur undir heitinu Vísitala samkeppnisstöðu, unnið af Seðlabanka íslands með grunnvið- mið árið 1979 sem 100. B.H.: Já, það er stórt atriði hvort þú kannastvið þettaeðaekki. D.O.: Hvaða mat leggur Davíð Oddsson á mismun reiknilíkana? Svo kemur hér reiknilíkan no. 4. (Þarna tekur D.O. aftur þá afstöðu að reyna að snúa fyrirspumina af sér með útúrsnúningi. B.H. áttar sig á því og klippir frekjulega á útúr- snúninginn með frammíkalli:) B.H.: Ég skal sleppa þér við að svara meginatriðunum í þessu þangað til á næsta fundi. En svaraðu spurningunum um Seðlabankann. D.O.: Hvað segiröu? B.H. Svaraðu þá spumingunum um Seðlabankann, ég skal sleppa þér við hinar. Þú ættir að vera mað- ur til þess að svara þeim héma. D.O.: Það ætti að vera líklegt. (Les upp fyrirspumina) Hvaða álit hefur Davíð Oddsson á hagfræðilegri þekkingu sem fram kemur í opin- bemm gögnum Seðlabanka ís- lands? (Bætir við:) Hvað, frá upp- hafi? B.H.: Ég vildi gjaman vita það. Spumingin er ef þú vilt fá viðauka eða skýríngu á þessarí spumingu, þá er hún þessi: Þú keppir til þess markmiðs að verða með æðstu valdamönnum þjóðarinnar og því ættirðu að vera búinn að kynna þér ýmis gögn er varða hag þjóðarinnar og þar með það, að það þarf oft að athuga gögn með því viðhorfi, hvert er baksvið gagnanna og hversu vel þau em unnin og skýrð af þeim sem lögðu þau fram og þetta er spuming um hvort þú ert farinn að kynna þér þetta eða átt það eftir. D.O.: Hefúr þú komið í bókasafn Seðlabankans? B.H.: Ég hef komið í það. (D.O. reynir enn einu sinni að slá þessu upp í brandara og segir:) D.O.: Bókasafriið er 3 hæðir, ég hef nú ekki kynnt mér nema hluta þess. B.H.: Þó ekki væri, þó ekki væri nema Hagtölur mánaðarins. Hef- urðu lesið þær? D.O.: Við athugum þetta eftir kosn- ingar. B.H.: Ég hef ekki áhuga á að sleppa þér svo lengi. D.O.: Hvenær hitti ég þig næst? B.H.: Sennilega á næsta fúndi og ég vonast til þess að þú svarir þá. D.O.: Ætlar þú að bæta við fyrir- spumirnar? B.H.: Ég reikna nú með að þetta verði nú alveg nóg, þetta sem fram er komið. (Tálsverður hlátur varð nú í saln- um út af orðaskaki þessu og óvíst að hvorum var hlegið, en alltént þótti þetta góð tilbreytni á lítt skemmti- legum fundi.) Veiðimaðurinn? Davíð Oddsson lýsti því yfir þegar hann opinberlega fór að vinna að falli Þorsteins Pálssonar um stöðu flokksins, sem þá var um 56% í skoðanakönnunum, að það væri ekki nóg og má með sanni segja að hann álítur sjálfan sig vera góðan „pólitískan veiðimann" að bjóða þá „stefnuskrá" sem helst má líkja við „brimrotaða marhnúta" og það mega vissulega vera ærið „pólitískt soltnar fjörutófur“ sem vilja verð- launa slíkt með atkvæði sínu á kjör- dag. Það má vel vera að sumum þyki helst til mikið upp í sig tekið með þessu orðalagi, en kosningabarátta x D -manna hefur gengið út á það eitt að rægja núverandi ríkisstjóm, sem hefur náð augljóslega og auðs- annanlega betri árangri í lands- stjórn en nokkur ríkistjórn x D - manna frá upphafi þess flokks og ég tel því þessa samlíkingu við hæfi baráttuaðferða þeirra núna. Varist x D á kjördag. Ritað 7/4 1991, ‘ ’ Bjami Uannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.