Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. apríl 1991 Tíminn 17 FLOKKSSTARF ÞITT VAL - ÞÍN FRAMTÍÐ Halldór Jón Jónas Karen Eiia Ásgrímsson Kristjánsson Hallgrímsson Eríingsdóttir Frambjóðendur Framsóknarflokksins á Austurlandi efna til funda undir yfirskriftinni - Þitt val - Þín framtíð - á eftirtöldum stöðum: Neskaupstað 13. apríl kl. 16 1 Egilsbúð. Bakkafirði 14. aprll kl. 16 ( grunnskólanum. Vopnafirði 14. apríl kl. 20,30 I Miklagarði Egilsstööum 16. apríl kl. 20,30 í Valaskjálf. Fundirnir verða auglýstir nánar með dreifibréfii og veggspjöldum á hverjum stað. Ræðið viö frambjóðendur Framsóknarflokksins um framtiöina, atvinnumálin og stjórnmálin x-B Öflug þjóð í eigin landi x-B Sumarhjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 og 84844 BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir I sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaieij>a með útibú allt í kringunt landið, gera þér mogulcgt að leigja bíl á cinum stað og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks ^aaLijcr Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höl'n í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR Robin Rafstöövar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Brítt Ekland fékk hátfa milljón dollara upp úr krafsinu eftir tveggja ára sambúð með Rod. Alana varð frú Stewart og enn þann dag í dag borgar Rod henni 25.000 dollara á mánuði eftir heiftúðugan skilnað. Rod Stewart og dýr- keyptu konurnar Maður skyldi ætla að Rod Ste- wart, sá mikli kvennamaður, poppari og fótboltaáhugamaður, hefði eitthvað lært á lífsleiðinni og nú lítur helst út fyrir að eitt hafi hann lært: að láta ekki barns- mæður sínar og sambýliskonur rýja sig inn að skyrtunni. Það er íyrirsætan Kelly Emberg, sem eitt sinn kom hingað til lands með poppgoðinu, sem hefur æst upp reiði elskhugans fyrrverandi með því að leggja fram kröfu fyrir rétti í Los Angeles um að hann greiði henni 35 milljónir dollara fyrir sjö ára sambúð, auk þess sem hún krefst þess að hann greiði 39 þúsund dollara á mánuði til fram- færslu dóttur þeirra, Ruby, sem nú er þriggja ára. Kelly rökstyður kröfur sínar nákvæmlega og með- al þarfahluta sem Ruby getur alls ekki verið án eru snyrtivörur fýrir 120 dollara á mánuði og 600 doll- ara bílsími. Sjálf segist Kelly ekki hafa nema 3.551 dollara tekjur á mánuði og það sé óhugsandi að hún geti staðið sjálf undir þeim kostnaði sem fylgir því að leyfa Ruby áfram að Iifa því lúxuslífi sem hún hafi vanist hingað til. Og nú er Rod orðinn reiður, maðurinn sem borgaði Britt Ek- land hálfa milljón dollara eftir að slitnaði upp úr tveggja ára sam- búð þeirra, og greiðir fyrrverandi konu sinni Alana enn þann dag í dag 25.000 dollara á mánuði eftir skilnaðinn. Hann mátti svo sem ímynda sér að Kelly tæki því ekki þegjandi og hljóðalaust þegar hann stakk hana, og dóttur þeirra, allt í einu af fyrir nokkrum mánuðum og giftist ástralskri fegurðardís, Rachel Hunter. Þar að auki er Kelly vel ljóst að Rod er ágætlega auðugur, eigur hans metnar á um 100 milljón dollara. En Rod segist ekki hafa hugsað sér að halda Kelly uppi héðan í frá. „Ég ætla ekki að borga henni svo að hún geti lifað áfram eins og þegar hún bjó með mér. Hún býr ekki lengur með mér og af hverju ætti hún þá að geta lifað eins og ég?“ segir hann og er harður. Kelly Emberg bjó í sjö ár með Rod Stewart og á með honum dótt- urina Ruby. Nú gerir hún gífuriegar flárkröfur á hendur honum og hann er reiður. „Kelly býr ekki lengur með mér og hvers vegna ætti hún að halda áfram að lifa eins og ég,“ segir Rod Stewart

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.