Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 11. aprfl 1991 Fimmtudagur 11. apríl 1991 ■ v W' ■< • 1H . 11111 ' bz>\ I" ■ 1 : íslendingum farsælast að velja gengisfestu sem hornstein, segir Jóhannes Nordal Mikið í húfi nú dýrkeyptum stöðugleika Ein áleitnasta spurningin á sviði efnahags- mála í dag er hvernig tryggja megi áfram- hald þess stöðugleika sem náðst hefur eftir að kjarasamningarnir frá febr. 1990 renna út, sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á ársfundi bankans í gær. Pótt árið 1990 hafi hvorki orðið þjóðarbúinu gjöfult vegna framleiðsluaukningar né hagstæðs við- skiptajafnaðar, verði þess sérstaklega minnst vegna hins mikla árangurs sem þá náðist í lækkun verðbólgunnar, sem í fyrsta skipti í tvo áratugi hafi náð því að verða u.þ.b. hin sama og í öðrum OECD- ríkjum. í ræðu sinni fjallaði Jóhannes hvað mest um þá tvo þætti í stjórn peningamála, þar sem hann telur að úrbóta sé þörf, ef íslendingar eiga að njóta þeirra miklu breytinga sem nú eru að verða hér á landi og í Evrópu. Annars vegar gengisfestu, sem hann telur mikil- vægt grundvallarmarkmið efnahagsstjórnar á komandi árum. Hins vegar umbætur í stjórn peningamála. Mikið í húfi Skilyrði til lækkunar verðbólgu sagði Jó- hannes hafa verið betri í upphafi síðasta árs en um margra ára skeiö. Hve fljótt þau nýtt- ust hafi hins vegar ráðist af þeim raunsæu og vel útfærðu kjarasamningum, sem gerð- ir voru í febrúar á s.l. ári. Með þeim hafi grundvöliurinn verið lagður og forsendur þeirra hafi hingað til staðist í öllum megin- atriðum. Meðalgengi krónunnar sé óbreytt og almennar verðlagshækkanir nálægt sett- um mörkum, þrátt fyrir hækkun olíuverðs. Útlit sé fyrir 6% verðlagshækkun á ári á samningstímanum í heild. Sagði Jóhannes því til mikils að vinna, að unnt reynist að tryggja áframhaldandi stööugleika eftir að kjarasamningarnir renna út í september. „Þótt mikið muni þá velta á mati launþega á gildi stöðugleikans fyrir hagstæða þróun lífskjara og atvinnu, er varanlegs árangurs því aðeins að vænta að stjórnvöldum takist að treysta undirstöður jafnvægis í efnahags- málum með stefnu sinni á sviði fjármála ríkisins, peningamála og gengismála." Áframhald fastgengis- stefnu? Þar sem gengisstefnan hljóti ætíð að vera ein mikilvægasta forsenda almennra kjara- samninga, segir Jóhannes brýnt að sem fyrst verði úr því skorið hvort fastgengis- stefnunni frá desember 1989 verði haldið áfram eftir 1. september. Hér sé meira í húfi en næsta samningslota á vinnumarkaön- um. „Mér virðist ótvírætt, að efnahagsþró- unin hér á landi, ásamt reynslu annarra smáríkja, styðji þá skoðun, að íslendingum sé farsælast að velja gengisfestu sem horn- stein efnahagsstefnu sinnar í framtíðinni. Takist að gera gengisfestu trúverðuga er hún tvímælalaust öruggasta leiðin til þess að tryggja til langframa hliðstæða þróun verðlags og launa hér á landi og í viðskipta- löndum okkar.“ Þótt ýmis vandamál geti af þessu leitt telur Jónannes þau alls ekki vega upp á móti kostum stöðugleika í verðlags- þróun. Frá aðalfundi Seðlabanka Islands í fyrradag .Dr. Ágúst Einarsson í ræðustóli. Ríkishalla þrýst niður um helming, þrátt fyrir erfitt árferði „Betra samræmi hefur náðst milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálum undanfarin tvö ár en oft áður,“ sagði Jóhannes. Þrálátur hallarekstur ríkissjóðs sé engu að síður orðinn eitt af erfiðustu vandamálum í stjórn efnahags- mála. Ríkissjóður hafi verið rekinn með halla í sex ár í röð, sem náð hafi hámarki 1988. Síðan hafi náðst að þrýsta honum niður um rúman helming, í 1,3% í fyrra, þrátt fyrir erfitt árferði. Jafnframt hafi náðst það mikilvæga markmið á árinu að fjármagna alla nettólánsfjárþörf á inn- lendum markaði. Um 125% raunaukning íbúðalána á aðeins 3 árum... „Þótt fjárþörf ríkissjóðs vegi þungt, fer því fjarri að hún ein og sér sé nothæfur mælikvarði á heildaráhrif aðgerða ríkisvaldsins á lánsfjár- markaðinn," sagði Jóhannes. Reyndar sé það eitt einkenni íslenskra lánsfjármála hve ríkis- valdið hafi mikil afskipti af öflun lánsfjár til fjár- festingar einkaaðila. Smám saman hafi dregið úr slíkri fýrirgreiðslu við atvinnuvegina. En fyr- irgreiðsla vegna húsnæðislána þess í stað verið stóraukin, t.d. úr um 4 milljörðum í rúma 16 milljarðafrá 1987 til 1990. Þetta jafngildi 125% raunaukningu á aðeins þrem árum. Jóhannes benti á, að af 26,5 milljarða opinberri lánsfjáröflun innanlands í fyrra hafi ríkissjóður sjálfur tekið um 10 milljarða. En á 17. milljarð hafi farið um íbúðalánakerfið. Um 7 milljarða aukning frá árinu áður hafi mestöli stafað af til- komu húsbréfakerfisins. Ávöxtun húsbréfa leiðandi í vaxtahækkuninni Þessa miklu lánsfjáröflun hafi markaðnum reynst erfitt að melta. Raunvextir hafi því farið hækkandi eftir því sem á árið leið, fyrst vegna mikils framboðs spariskírteina, en síðasta árs- fjórðunginn vegna aukinnar sölu húsbréfa. Þrýstingur á lánsfjármarkaðinn fari nú enn vaxandi, bæði vegna minnkandi spamaðar heimila og meiri ásóknar í lán. Vextir hafi því áfram þokast upp á við á verðbréfamarkaði. Ávöxtun húsbréfa hafi verið leiðandi þeirri vaxtahækkun. Þetta gerist þrátt fyrir að vextir af nýjum spariskírteinum hafi dregist aftur úr öðr- um vaxtakjörum, sem aftur hafi dregið úr sölu þeirra. Lánsfjárþörf ríkissjóðs hafi af þeim sökum að mestu verið mætt með skuldasöfnun í Seðla- banka, sem hafi mikla þensluhættu í för með sér. Verði því að reikna með verulegri söluaukn- ingu ríkisverðbréfa síðar á árinu, sem væntan- lega muni leiða til enn frekari hækkunar mark- aðsvaxta. Útilokað fyrir Seðlabankann að knýja niður vextina „Því miður em efnahagsskilyrði nú þannig, að aðgerðir Seðlabankans til þess að knýja niður vexti em nánast útilokaðar," sagði Jóhannes. Annars vegar séu bein afskipti af útlánsvöxtum bankanna óeðlileg, þar sem bankavextimir séu nú ekki hærri heldur en markaðsvextir opin- berra verðbréfa, sem við eðlileg skilyrði ættu að vera mun lægri en bankavextir. Að lækka vexti á verðbréfamarkaðnum geti Seðlabankinn aðeins með því að stórauka peningaframboð í landinu, t.d. með miklum kaupum markaðsverðbréfa. En allar slíkar aðgerðir væm til þess eins falln- ar að grafa undan efnahagslegu jafnvægi og auka bæði verðbólgu og viðskiptahalla. Slíkt væri sérstaklega varhugavert nú, þegar ýmis merki eftirspumarþenslu séu að koma í Ijós. Jóhannes sagði því allt benda til þess, að varan- legri lækkun raunvaxta verði eingöngu náð á alllöngum tíma með markvissum aðgerðum til þess að draga úr opinberri lánsfjárþörf og með því að tryggja áframhaldandi stöðugléika í verð- lagi. Eftir Heiði Helgadóttur Aðstæður hliðstæðar nú og fyrir 20 árum ... Jóhannes gerði fróðlegan samanburð á að- stæðum nú og fyrir 20 ámm, þegar verðbólga var síðast svipuð og nú. Þann samanburð sagði hann leiða í ljós ýmsar hliðstæður sem draga megi lærdóm af. Eins og að þessu sinni, hafi þjóðarbúskapur- inn þá farið í gegnum mikið þensluskeið vegna sfldveiðanna miklu á sjöunda áratugnum. Þeg- ar sfldarstofninn hmndi, var reynt að bregðast við minnkandi þjóðarframleiðslu og auknum viðskiptahalla með aðhaldi í peningamálum og ríkisfjármálum og frestun gengisbreytinga í lengstu lög, enda íslendingar þá bundnir af fastgengisreglum. Þegar meiriháttar gengis- lækkun varð ekki lengur umflúin 1968, hafði mjög dregist úr innlendri eftirspum og at- vinnuleysi aukist, og skilyrði því skapast til hóflegra kjarasamninga á næstu ámm. Því miður hafi þetta stöðugleikatímabil aðeins staðið um tvö ár. Orsakirnar hafi bæði verið breytt efnahagsstefna og erlend þensluáhrif, sem náðu hámarki með margföldun olíuverðs 1973. „Þegar haft er í huga, hve langan tíma það hefur tekið að komast út úr þeirri verðbólgu- þróun, sem þá hófst hér á landi, ætti að vera augljóst, hve mikið getur verið í húfi að raska ekki að þessu sinni dýrkeyptum stöðugleika, sem nú hefur náðst í verðlagsmálum," sagði Jóhannes. ... en viðbrögðin öll önnur Hliðstæðurnar sagði hann augljósar þegar þróunin undanfarin þrjú ár sé borin saman við fyrra tímabilið. En í stað þess að bregðast fljótt við þensluáhrifum áranna 1986 og 1987 með gengisfellingu, eins og oft áður síðustu tvö áratugi, hafi gengisaðlögun að þessu sinni ver- ið frestað eins og framast var unnt. Jafnframt því sem leitast var við að styrkja ríkisbúskap- inn og hamla gegn þenslunni með hækkun vaxta, sem dregið hafi úr eftirspurn, fjárfest- ingu og neyslu og þar með minnkað spennu á vinnumarkaði 1988 og 1989. „Þegar þannig var komið reyndist unnt að leiðrétta raungengið og bæta samkeppnis- stöðu sjávarútvegsins á árinu 1989, án þess að sú aðgerð hefði þensluáhrif í för með sér, þótt henni fýlgdu óhjákvæmilega tímabundnar verðhækkanir," sagði Jóhannes. Með þessu hafi verið sköpuð betri skilyrði til lækkunar verðbólgu í upphafi síðasta árs, heldur en um margra ára skeið. Hversu vel þau nýttust hafi síðan ráðist af raunsæjum og vel útfærðum „þjóðarsáttarsamningum". Ekki hægt að ná öllum markmiðum í einu? Þessi skoðanamunur, bæði um gengisstefnu og stjórn peningamála, sem hér hefur orðið vart að undanförnu, segir Jóhannes eiga sér hliðstæðu víða um lönd um þessar mundir, einkum í Evrópu. „Þeirri skoðun vex æ fylgi, að mörg þeirra hag- stjórnarvandamála, sem við hefur verið að etja víða um heim á undanförnum tveim áratugum, stafi m.a. af því, að reynt hafi verið að ná of mörgum efnahagslegum markmiðum samtím- is, án þess að gera sér grein fyrir því, að sumum markmiðum verður að ná fyrst, áður en varan- legur árangur getur náðst á öðrum sviðum.“ Þegar menn hafi t.d. reynt að tryggja allt f senn: góðan hagvöxt, mikla atvinnu og stöðugt Tímamynd: Ámi Bjama. verðlag, hafi reynslan harla oft orðið sú, að stöðugu verðlagi hafi verið fórnað í von um að halda uppi atvinnu og hagvexti. Uppskeran hafi að lokum orðið verðbólga, sem síðan hafi stefnt bæði atvinnunni og hagvextinum í hættu. Stöðugleiká forsendan Að fenginni reynslu hafi flestir komist að því, að stöðugleiki í verðlagi rekist ekki til lengdar á önnur efnahagsleg markmið. Þvert á móti sé hann í raun forsenda þess að hægt sé að ná öðr- um markmiðum, svo sem örum hagvexti og háu atvinnustigi. Því beri að setja ákveðin, jafn- vel ófrávíkjanleg markmið, um stöðugleika í verðlagsmálum, sem seðlabönkum sé falið að ná með beitingu peningalegra stjórntækja án afskipta eða áhrifa frá öðrum stjórnvöldum. „Enginn vafi er á því, að hugmyndir af þessu tagi eiga erindi til íslendinga. Vandamálin í stjórn efnahagsmála hér á landi á undanförn- um áratugum hafa ekki síst stafað af því, að stöðugleika í verðlagi og gengi hefur þráfald- lega verið fórnað í þágu annarra markmiða, svo sem hagvaxtar, atvinnuaukningar eða byggða- stefnu. Afleiðingin hefur orðið stórfelld verð- bólga langtímum saman, sem síðan hefur spillt fyrir árangri á öðrum sviðum," sagði Jóhannes Nordal. HEI . i - . •.•• ,:M. •••■-■. W M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.