Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.04.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusmu v Tryggvagotu, S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga PÓSTFAX .91 -68-76-9^ $ I í niiim FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 Norrænn fundur um hvalveiðar: Skilningur Svía og Finna á hugmyndum landans eykst í gær hittust í fyrsta sinn fulltrúar allra þeirra ráðuneyta á Norð- urlöndum sem hafa með hvali að gera. Þar tókst íslendingum að auka mjög skilning Svía og Finna á málstað sínum. Menn gera sér jafnvel vonir um að Norðurlöndin komi fram sem ein heild á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í vor. / „Þetta er norrænn fundur um stöðu hvalamáisins. Nokkurs konar undirbúningsfundur fyrir ársfund Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem verð- ur hér á landi í næsta mánuði. Það var sérstaklega ánægjulegt við fúnd- inn, að nú komu saman, eiginlega í fyrsta skipti, fulltrúar svokallaðra hvalaráðuneyta á Norðurlöndum. Áður hafa fulltrúar sjávarútvegs- ráðuneytanna fundað. Þar hafa finnsku og sænsku fulltrúarnir verið umboðslausir, vegna þess að hvalur heyrir þar undir umhverfisráðu- neytin. Nú fékkst miklu málefna- legri umræða um málið en áður. Þama voru haldin erindi um ástand hvalastofna og veiðistjómun. Mestu skiptir að við fengum loksins færi á að ræða þessi mál við þá Finna og Svía sem um hvali fjalla. Það er mjög stórt skref fram á við. Gagnkvæmur skilningur hefur aukist, sem ég vona að skili sér á fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Við kynntum þeim hugmyndir okk- ar um nýtingu hvalastofna. Við álít- um þær mjög varlegar, og eigi ekki að stofna neinum hvalastofni í hættu. Þær viljum við nota þangað til Hvalveiðiráðið samþykkir svokall- aða endurskoðaða aðferð við nýt- ingu hvalstofha. Eg þori ekki að fullyrða að Norður- löndin verði með sameiginlega * Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, á fúndin- um í gær. Tímamynd: Ami Bjama stefnu á fundi Hvalveiðiráðsins í vor. En þau Norðurlönd sem verið hafa okkur andsnúin, Svíþjóð og Finn- land, sýna okkur meiri skilning nú eftir fundinn. Þeir virtust skiija að okkar vilji er að fara varlega í sakirn- ar og gæta þess að ekki komi til of- veiði. Við þurftum einmitt að ná Svíum og Finnum á svona fundi, utan Al- þjóða hvalveiðráðsins, en innan nor- rænnar samvinnu, til að skýra þessi sjónarmið okkar. Ég held það hafi orðið verulegur ávinningur af fund- inum,“ segir Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar. -aá. tfisa-/ Hamrahliðarkórinn og stjómandí hans; Þorgerður Ingólfsdóttir. Tímamynd: Ami Bjama. Hamrahlíðarkórinn á söngferð um Húnavatnssýslu Bolli Héðinsson, þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík: Kosið verður Steingríms og Hamrahlíöarkórinn verður í söngferð á Norö-Vesturlandi um næstu helgi. Kórinn held- ur tónleika í félagsheimiiinu á Blönduósi laugardaginn 13. apríl kl. 15:00. Sunnudaginn 14. aprfl syngur kórinn í Þingeyrarkirkju kl. 14:00 og kl. 17:00 verða tónleikar í Hvammstangakirkju. Efnis- skrá tónleikanna er mjög fjöl- breytt, kórínn syngur íslensk og erlend þjóölög, flytur tón- list frá 16. og 17. öld og tón- verk eftir mörg íslensk tón- skáld. Þetta er fimmta ferð kórsins á þessu ári, en fyrirhuguð eru mörg ferðalög á árinu. Viða- mesta ferðalag kórsins er til Norður- Spánar ásamt kór Menntaskólans við Hamrahlfð í júlímánuði. Þar munu kór- arnir taka þátt í stærstu kóra- hátíð í Evrópu, Evropa Cant- at, sem haldin er á þriggja ára fresti. Hamrahlíðarkórinn hefur tekið þátt í þeirri hátíð frá árínu 1976 og er eini ís- lenski aðilinn að þeim sam- tökum sem standa að þessari hátíð. Bolli Héðinsson, þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, lýsti því yfir á fram- boðsfundi í Háskólabíói í gær að kosningarnar 20. aprfl nk. sner- ust ásamt öðrum einna helst um það hver yrði næsti forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson eða Davíð Oddsson. Stjórnarlið- arnir þrír sem voru á fundinum geröu allir aö umtalsefni mál- efnafátækt Sjálfstæðisflokksins, m.a. það að hvorki hefur komið hósti né stuna úr herbúðum hans hver stefna flokksins sé í sjávar- útvegsmálum, önnur en sú að landsfundur hafi ályktað um það að nauðsynlegt væri að móta stefnu í sjávarútvegsmálum. Fundurinn í gær, sem var hinn líflegasti, var haldinn á vegum Fé- lags viðskiptafræðinema í Háskóla íslands og var hann vel sóttur. Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram á landsvísu fluttu ræður og svöruðu fyrirspurnum. Náms- mönnum voru ofarlega í huga málefni Þjóðarbókhlöðunnar svo og hver væri stefna flokkanna í sambandi við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Einnig var afstaðan til EB ofarlega í hugum manna auk ýmis annars. Jón Baldvin Hannibalsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, sagði að kosningarnar snerust m.a. um það að meta reynsluna af störfum flokkanna í ríkisstjórn, af ávöxtunum skulið þér þekkja þá, sagði Jón. Hann lagði áherslu á að nú þyrfti að hefja nýja lífskjarasókn á grund- velli þess árangurs sem náðst hafi með störfum ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde, 7. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði að kosningarnar snerust ekki síst um það hvort kjósendur eftir- létu þeim sem farið hefðu með völdin á undanförnum misserum þau áhrif eða hvort hér yrði hægt að mynda öfluga tveggja flokka stjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Svavar Gestsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, sagðist búast við því að fylgi Sjálfstæðisflokksins myndi ekki verða mikið í kosningunum þegar þjóðin áttaði sig á því að þessi stóri og mikli flokkur hefði enga stefnu. „Sjálfstæðisflokkurinn gerir álykt- un um það að það þurfi að taka á ýmsum málum, föstum og traust- um tökum, en hann gerir enga grein fyrir því hvað hann ætlar að gera í einstökum atriðum. Og meðan það er þannig þá liggur það fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ennþá öngþveitisstefnuna frá 1988, það er sú stefna sem Sjálf- stæðisflokkurinn býður fram í verki,“ sagði Svavar. Svavar sagði á fundinum að hon- um hefði borist í hendur greinar- gerð frá Hagfræðistofnun Háskól- ans þar sem skýrt væri frá því hvaða þjóðhagslegi ávinningur fel- ist í því að taka upp almennilegt leikskólakerfi og lengri grunn- skóla en hér hafi verið. Svavar sagði að niðurstaðan væri sú að lenging grunnskólans og almenni- legur leikskóli væri þjóðhagslegra hagkvæmara en álver, þó þau væru tvö. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, efsti maður á lista Samtaka um Kvennalista, tók undir þau orð Jóns Baldvins Hannibalssonar, að á milli Davíðs Bolli Héðinsson, þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tímamynd: Ámi Bjama kjósendur ættu að dæma ríkis- stjórnarflokkana af verkum þeirra. Meðal fyrirspyrjenda á fundinum voru fulltrúar frá Grænu framboði og lýstu þeir yfir óánægju sinni yf- ir því að útvarpsráð hefði nánast útilokað þá úr ríkisfjölmiðlunum þar sem þeir byðu ekki fram á landsvísu. Fyrirspyrjandi bað um álit fulltrúa flokkanna á þessu og tóku flestir undir sjónarmið út- varpsráðs. Fulltrúi Samtaka um Kvennalista gagnrýndi Grænt framboð fyrir fljótfærni og það að hafa ekki kynnt sér grundvöllinn fyrir framboðinu áður en þau buðu fram. Geir H. Haarde, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja gagnrýna útvarpsráð þar sem konan hans væri þar formaður og hann væri ekki vanur að gagnrýna konuna sína opinberlega. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.