Tíminn - 13.04.1991, Síða 4

Tíminn - 13.04.1991, Síða 4
4 Tímion ÍIáúgáfdaglir'13. áþríl '11 USSR lætur í Ijós efa um hugmynd Majors: BNA setur upp flótta- mannabúöir í N-írak Bandaríkin ætla að setja upp flóttamannabúðir í Norður-írak og við landamæri TVrklands sem geta sinnt allt að 700 þúsund manns í þrjátíu daga. Þetta var haft eftir tyrkneskum stjórnvöld- um í gærkvöldi. Að þeirra sögn verða þessar búðir eingöngu sett- ar upp í mannúðartilgangi og aðeins tímabundið. Bandrísk yfír- völd hafa varað írösk yfirvöld við að beita hemum nálægt hjálpar- starfseminni. Bretar hafa viljað ganga lengra í þessum efnum. Samkvæmt hug- mynd Johns Major, forsætisráð- herra Bretlands, þá á að mynda griðasvæði í Norður- írak fyrir kúr- diska fióttamenn undir vernd Sam- einuðu þjóðanna og beita hervaldi til að verja flóttamennina ef þörf er á. Bush Bandaríkjaforseti vill hins vegar ekki að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér gæslu á svæðinu og þjóðir heimsins skuldbindi sig til að beita íraka hervaldi ef þeir ganga á rétt Kúrda. Talsmaður ut- anríkisráðuneytis Sovétríkjanna, Vitaly Churkin, sagði í gær að ef stofnað yrði griðasvæði í Norður- írak samkvæmt hugmyndum Breta yrði gengið á sjálfstæðisrétt íraka sem væri gegn samþykktum Sam- einuðu þjóðanna. Bretar virðast því fá lítinn stuðning við tillögu sína innan Öryggisráðsins og ólík- legt að hún verði samþykkt komi til atkvæðagreiðslu en Bandaríkin og Sovétríkin hafa neitunarvald í ráðinu ásamt Bretlandi, Frakklandi og Kína. Irakar sögðu í gær að yfir milljón íraskir tlóttamenn væru komnir til írans og yfir 20 þúsund kæmu á degi hverjum. Tyrkir telja að allt að hálf milljón sé við tyrknesku landa- mærin. Þeir sögðu að um 2.000 flóttamenn hefðu þegar fallið. írakar leyfðu í gær bandarískum flugvélum með neyðargögn að ienda í íran. James Baker tilkynnti þetta á fréttamannafundi í Genf í Sviss. Hann sagði þessa ákvörðun íransstjórnar vita á gott. Reuter-SÞJ Talið er að flóttamenn í íran séu um ein milljón og um hálf milljón við tyrknesku landamærin. Endurskipulagning NATO: Skyndiárás- Líbanon: Líkur á varanlegum friði arsveitir Æðstu herforingar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) samþykktu í gær að leggja til við utanrfldsráð- herra bandalagsríkjanna að stofnuð verði stórherdeild, 70- 100 þúsund hermenn, sem verði mjög hreyfan- leg og geti athafnað sig innan allra aðildarríkjanna á nokkrum dögum eða vikum. Aætlun herforingjanna gerír einnig ráð fyrir að hægt sé að beita hemum utan landamæra NATO ef forystumenn þess taka upp þá stefnu en sú stefna hefur átt vaxandi fylgi aö fagna síðan Persa- flóastríðinu lauk. Utanríkisráðherr- ar NATO munu hittast í næsta mánuði og taka tillögu herforíngj- anna um slíka skyndiárásasveit til umræðu. Norski herforinginn, Vigleik Eide, sem er yfirmaður hermálanefndar bandalagsins, sagði í gær eftir fund herforingjanna að þeir heföu einnig ákveðið að draga úr hefðbundnum vörnum bandalagsins sem séu mið- aðar við tíma kalda stríðsins en eins og kunnugt er hefur orðið mikil þíða í í samskiptum Austur- og Vestur- Evrópu og búið er að leggja Varsjár- bandalagið niður. Hins vegar var ákveðið á fundinum að styrkja flota Atlantshafsbandalagsins sem heldur uppi stöðugri gæslu á höfunum. Þessi nýi skyndiárásarher mun að- allega samanstanda af hermönnum úr Evrópu en hann mun njóta að- stoðar flughers sem mun að mestu verða bandarískur. Höfuðstöðvar hersins verða í Þýskalandi og talið er víst að þær verði undir stjórn Breta. Stefnt er að því að hægt verði að beita þessum 70-100 þúsund manna her allt frá nyrstu héruðum Noregs til syðstu héraða Týrklands á nokkr- um dögum eða vikum. NATO hefur haft litla 5.000 manna herdeild sem hægt er að flytja á milli svæða í skyndi en hún hefur gegnt varnar- eða fælingarhlutverki og mun halda því áfram. Hinn nýi her mun hins vegar vera ætlaður til árása. Reuter-SÞJ í dag eru nákvæmlega sextán ár síðan borgarastyijöldin í Líbanon byrjaði en engin átök hafa verið í landinu síðan í desember á síðasta ári. Mörg vopnahlé hafa verið frá því aö stríðið hófst, og hafa sum staðið í allt að sex mánuði, en þeim hefur ætíö lokið með enn harðari bardög- um en áöur. En nú telja embættis- menn og stjómarerindrekar að lík- umar á varanlegum fríði hafi aldrei veríð eins miklar. Á þessum sextán árum hafa tugþúsundir manna fall- ið en ógjömingur er að áætla mann- falliö nákvæmlega. Opinberar tölur em á milli 70.000 til 150.000 manns. Líbanska stjórnin hefur gefið vel vopnuðum hópum uppreisnar- manna frest til aprílloka til að af- vopnast. Ef því verður ekki hlýtt þá munu þeir verða afvopnaðir með valdi. Líbanski stjórnarherinn nýtur stuðnings sýrlenska hersins og hef- ur hann mikla yfirburði. Embættis- menn telja að uppreisnarmenn muni afhenda vopn sín án átaka. Það olli straumhvörfum í stríðinu þegar sýrlenski herinn hrakti Michel Ao- un, leiðtoga kristinna, frá völdum í október á síðasta ári. Sýrlenskir og líbanskir embættismenn vinna náið saman og sýrlenskir hermenn í Líb- anon eru um 40.000. Ein af forsendum friðarins nú er Táifsáttmálinn svokallaði sem sam- þykktur var árið 1989 en hann gaf múslimum, sem eru í meirihluta í landinu, meiri pólitísk völd í því kerfi sem kristnir menn komu á þegar landið varð sjálfstætt árið 1943. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Selim Hoss, segir að hug- arfarið hafi breyst. Fólkið væri orðið þreytt á átökunum og það skipti hvað mestu máli. Einnig telur hann að vilji ýmissa vestrænna ríkja til að koma á friði hjálpi mjög til. Hins vegar telja embættismenn að átök milli skæruliða Palestínuaraba í suðurhluta landsins og ísraels- manna muni halda áfram. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Damascus - Talsmenn kúr- diskra uppreisnarmanna i írak sögðu f gær aö íraski stjómarher- inn hefði gert aöra skriödreka- árás á bækístöövar uppreisnar- manna I norðurhluta Kúrdistan. Cukurca, Tyrklandi - Íraskír flóttamenn við tyrknesku landa- mærin sögöust í gær mundu snúa aflur ef Sameinuðu þjóðim- ar verðu þá fyrir her Saddams Hussein. Bretland hefur farið þess á ieft vfð hln ríklni flögur sem hafa neitunarvald í Öryggisráöi Sameínuðu þjóðanna að hug- leíða hugmynd þeirra um að koma á griðasvæöi fýrir flótta- menn í Norður-írak undir vemd Sþ. Damascus - Sýriensk stjóm- völd standa enn fast á þvf að Samelnpðu þjóðimar eigi að stýra friðarraðstefnu sem haldin yiði til að sætta fsraelsmenn og araba. James Baker utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna átti f gær og fyrradag viðræður við sýrlensk stjómvöld. Hann fór í gær til Genfar en þar mun hann m.a. hítta utanríkisráðhenra Jórdaníu, Taher al-Masri, og ræða vlð hann m.a. um Palestínumálið. Helsinki - Finnsk stjómvöld til- kynntu í gær að þau ætluðu að leggja fram 10 milljónir marka til alþjóðlegra hjálparsamtaka sem hjálpa (röskum flóttamönnum og þá sérstaklega Kúrdum. Þessi upphæð samsvarar um 170 millj- ónum (sl.kr. Finnar höfðu þegar lagt fram 4,4 milljónir mörk. Bríissei -Æðstu herforingar Atl- antshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í gær að mynda skyndiárásarher til að mæta nýj- um hættum, sem steðjuðu að að- ildarríkjum bandalagsins, eftir aö kalda stríðinu er lokið. Þetta mun verða 70-100 þúsund manna hreyfanlegur Ijölþjóðaher. Höfuð- stöövar hensins munu verða f Þýskalandi undir stjóm Breta. Genúa - Óttast er að gífurieg ol- (umengun veröi við vesturströnd ítaKu eftir að sprenging varð (109 þúsund tonna risaolíuskipi á Ge- núaflóa. Skipið var skrásett á Kýpur og var með 143 þúsund tonn af (ranskri ol(u. Skipiö liðað- ist í sundur eftir sprenginguna og síödegis ( gær stefndi allt í að það sykki. Nýja Delí - Almennar þingkosn- ingar munu fara fram ( Indlandi dagana 20.,23. og 26. maí. Þetta var ákveðið í gær. Peking - Yang Shangkun forseti Kfna, sem nú er oröinn 84 ára, er veikur og iiggur á spítala. Sidon, LKbanon - ísraelskar herflugvélargerðu f gær loftárás- ir á bækistöðvar Palestínuaraba í Suöur-Libanon en Sýrlendingar reyna að stilla til friðar í landinu. Bonn - Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og leiötogar Sósíal- demókrataflokkslns, sem er ( stjómarandstöðu, ætla að vinna saman að þvf að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun Austur- Þýskalands. Seoul - Lögreglan (Seoul þurfti að beita táragasi til að dreifa u.þ.b. 1.000 stúdentum sem voru að mótmæla opinberri heimsókn Gorbatsjovs Sovétforseta til landsins í næstu viku. Tokyo - Gorbatsjov Sovétfor- seti mun i næstu viku skýra frá áliti sovéskra stjómvalda á kröf- um Japana um yfirráð flögurra eyja sem Sovétmenn hertóku i seínni heímsstyrjöldinni af Jap- önum. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.