Tíminn - 13.04.1991, Side 10

Tíminn - 13.04.1991, Side 10
22 Tíminn Laugardagur 13. apríl 1991 r " ! KVIKMYNDIR Að lifa lífinu lifandi Leonard (De Niro) og dr.Sayer (Robin Williams). Awakenings ★★★172 Aöalhlutverk: Robin VVilliams (Moscow on the Hudson, Good Moming Vietnam, Dead Poets Society), Robert De Niro (Raging Bull, Deer Hunter, Goodfellas), Dexter Gordon (Round Midnight). Handrit: Steven Zaillian. Leikstjóri: Penny Marshall. Sýnd ■ Stjömubíó. Hvernig er það að missa 10 til 20 ár úr lífi sínu og vakna svo upp einn góðan veðurdag og vera orð- inn gamall og lúinn, án þess að hafa upplifað lífið, kærleik þess og sorgir? Um þetta er fjallað í nýj- ustu mynd leikstjórans Penny Marshalls, Awakenings, sem okk- ur gefst færi að sjá í Stjörnubíó. Árið er 1969 og dr. Malcolm Say- er (Robin Williams), ungur, sér- kennilegur læknir, er ráðinn við langlegudeild Bainbridge- sjúkra- hússins og eftir nokkurn tíma þar beinist athygli hans að sjúklingi sem ekkert virðist gera annað en að stara út í loftið líkt og mynda- stytta. Fljótlega sér hann að marg- ir sjúklingar á sjúkrahúsinu eru sýktir af þessari skringilegu veiru og hefst hann nú handa við að lífga við hina lifandi dauðu með aðstoð undralyfsins L-dopa sem áður hafði reynst vel við Parkin- son- sjúkdómnum. Leonard (Ro- bert De Niro), sem er einn af hans sjúklingum, vaknar fyrstur úr dvalanum og hafði hann þá verið stjarfur í tæp 30 ár og vaknar því upp sem maður sem aldrei upp- lifði unglingsárin, heldur fluttist beint úr barnæsku í líkama full- orðins manns. Oft hefur De Niro verið góður en aldrei eins einlægur og í þessari mynd þar sem honum tekst galla- laust að túlka hið mjög svo erfiða hlutverk Leonards, sem er djúpur persónuleiki með ansi athyglis- verð viðhorf þrátt fyrir stuttan tíma á meðal fólks. „Þið mann- fólkið eruð búin að gleyma hvern- ig á að lifa lífinu. Fjölskyldan, vin- ir og vinnan eiga að koma fyrst,“ segir Leonard og dr. Sayer hrífst af viðhorfum hans til umhverfisins. Hvort sem dæma á De Niro eða Robin Williams þá verður ekki annað sagt en þeir nái sérstaklega vel saman og túlka samband sitt sem vinir á svo sannfærandi hátt að gaman er að sjá. Formúla myndarinnar byggir á ekki ósvip- aðri og myndarinnar Rain Man, en rís Awakenings þó mun hærra og skilur eftir dýpri spor en sú fyrri. Myndin er gerð eftir bók dr. OIi- vers Sacks, sem byggir á sann- sögulegum atburðum sem gerðust er dr. Sayer fór að gera tilraunir á sjúklingunum. Penny Marshall á lof skilið fyrir að senda frá sér eins mikið stórverk sem þetta og langt er síðan eins einlæg túlkun tveggja einstaklinga hefur skilað sér líkt og þegar Robert De Niro og Robin Williams vinna saman. Þess má svo geta að myndin var tilnefnd til þriggja óskarsverð- launa í ár, fyrir besta handritið, bestan leik í aðalhlutverki og sem besta myndin. ÁHK. Lengi má teygja lopann The Bonfíre of the Vanities ★★ Aðalhlutverk: Tbm Hanks (The Man With One Red Shoe, Big, Joe Vs the Volcano), Bruce Willis (Blind Date, Die Hard), Melanie Griffíth (Working Girl), Morgan Freeman. Handrit: Tom Wolfe. Leikstjóri: Brian De Palma. Sýnd ■ Bíóborginni. Tom Hanks leikur ungan verðbréfa- sala sem oft er nefndur prinsinn n . ðal verðbréfasala, því slík er náð- argáfa hans á því sviði. Hjá honum Itikur allt í lyndi, konan fín og falleg, húsið stórt og flott og vinimir göf- ugir og valdamiklir. En mitt í öllu þessu hefur hann týnt sjálfum sér og útslagið verður dag einn, er hann tekur vitlausa beygju inn í Bronx þar sem hann flækist í leiðindamál, þ.e.a.s. hann er sakaður um morð á ungum svertingja. Dagblöðin sjá sér leik á borði og senda sérstaka rann- sóknarblaðamenn til að koma hin- um unga auðjöfri um koll. Og að lokum erum við komin út í pólitík, því lögreglustjórinn sér atkvæði fá- tæklinganna í Bronx streyma til sín með því að negla loksins almenni- legan ríkisbubba og sanna þannig að hann sé vinur litla mannsins. Hanks, sem áður átti vini á öllum stöðum, kemst að því að frægðin er dýrkeypt og ekkert er öruggt, hvorki konan, húsið né viðhaldið. Mikið er lagt í þessa mynd og hefði maður haldið að hún ætti að skila sér með sóma til áhorfenda, með því- líkan leikarahóp: Bruce Willis, Tom Hanks og Melanie Griffith og Ieik- stjóra sem látið hefur frá sér fara hverja stórmyndina á fætur annarri, Brian De Palma. En allt kemur fyrir ekki. Það sem okkur býðst er fremur langdregin glimmerkvikmynd sem skilur ósköp lítið eftir annað en ri- finn bíómiða og hugleiðingar um allt annað en kvikmyndina. En ekki er allt þó alslæmt, því kvik- myndataka var ansi skemmtileg og var það einn af fáum Ijósum punkt- um sem fengust úr myndinni. Brian De Palma tekst þarna illa upp og vona ég að annað eins komi ekki frá honum á næstunni. ÁHK. Bálkostur hégómans: Ofurlítil saga sem hverfur innanum skrautið. Leikarar úr Atame. Bittu mig, elskaðu mig Atame ★★★ Aðalhlutverk: Victoria Abril, Antonio Banderas, Francisco Rabal, Loles Leon, Lola Cardona. Leikstjóri: Pedro Almodovar (Konur á barmi taugaáfalls). Spænskt tal. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd ■ Háskólabíó. Ricky (Antonio Banderas) er nýút- skrifaður af geðveikrahæli og loks- ins tilbúinn til að setjast niður og stofna fjölskyldu ásamt klámmynda- leikkonunni Marinu. En Marina hef- ur ekki hugmynd um þetta og hvaö þá því hlynnt, en ekkert fær stoppað áform Rickys, svo hann tekur það ráð að ræna Marinu og binda handa við rúmið, því hann er staðráðinn í að ná ástum hennar. Þannig má segja að söguþráður nýjustu myndar Pedros Almodovar sé í stuttu máli. Þarna er á ferðinni óvenjuleg ástarsaga sem er í senn spennandi og verulega falleg. Þau eru ekki beint til fyrirmyndar þau Ricky og Marina, en það er eitthvað saklaust og sætt við þau sem maður heillast af og er það sennilega verk Almodovars sem ræður þar mestu. Honum tekst þarna að gera skemmtilega mynd úr sáralitlum söguþræði og skapa nær forboðið ástarsamband og skreyta það blóm- um. Þeir, sem sáu síðustu mynd Almodovars (Konur á barmi tauga- áfalls) og voru hrifnir af, ættu að finna eitthvað fyrir sig hér og er þessi mynd alls ekki síðri, þó ólík sé. Margt skemmtilegra persóna er í myndinni og er þar fýrst að nefna Maximo Espejo, gamlan leikstjóra sem neitar að ljúka sinni seinustu mynd af ótta við að hún verði mis- lukkuð. En meira vil ég ekki segja frá, því sjón er sögu ríkari. ÁHK. < Kvöld-, nætur- og hdgidagavarsla apótoka t Rcykjavík 12. april til 18. april er i Ingólfsapótokir og Lyfjabcrgi. Þaó apótek som fyrr er nefnt annast oitt vörsluna frá kJ. 22.00 að kvöldi 8I kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnari slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröur Hafnartjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort/að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavikur Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. SeHoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sci^amamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiönir, simaráöleggingar og tímapant- anirlslma 21230. Borgarsprtalinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara18888. Ónæmisaögetöir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvomdarstöö Reykjavíkur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabæn Heilsugæslustööin Garöaliöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafharijörðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamáf: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sál- fræöilegum efnum. Simi 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 tii kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrirfeöur kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshællð: Eftir umtali og kl. 15 tll kl. 17 á helgidögum. - Vlfllsstaðaspltali: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfiröl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjukrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Sfmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Sdtjamamos: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarflörður Lögreglan simi 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrabíll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö sfmi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö.og sjúkrabifreiö simi 22222. Isafjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreiö sími 3333.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.