Tíminn - 13.04.1991, Síða 13

Tíminn - 13.04.1991, Síða 13
Laugardagur 13. apríl 1991 T]minn25 KKSSTAR ÞITT VAL - ÞÍN FRAMTÍÐ Halldór Asgrimsson Jón Kristjánsson Jónas Hallgrímsson Karen Eria Eriingsdóttir Frambjóðendur Framsóknarflokksins á Austurlandi efna til funda undir yfirskríftinni Þitt val - Þín framtíð - á eftirtöldum stöðum: Neskaupstaö 13. aprll kl. 16 í Egilsbúð. Bakkafirði 14. apríl kl. 16 í grunnskólanum. Vopnafirði 14. april kl. 20,30 ( Miklagarði Egilsstöðum 16. apríl kl. 20,30 i Valaskjálf. Fundirnir verða auglýstir nánar með dreifibréfi og veggspjöldum á hverjum stað. Ræðið við frambjóðendur Framsóknarflokksins um framtíðina, atvinnumálin og stjórnmálin x-B Öflug þjóð í eigin landi x-B Sumarhjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn h.f., Skútuvogi Sími: 30501 og 84844 2 BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bílaieiga meö útibú allt í kringum landið, gera |>ér inúgulegl að leigja bil á einum slaö og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks - rr Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjöröur: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR vRobin Rafstöövar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 Giftast Madonna og Sean Penn aftur? Orðrómur er nú á kreiki í Hollywood um að miklar líkur séu á að Madonna og Sean Penn geri aðra tilraun til að lifa í ham- ingjusömu hjónabandi, en þau voru sem kunnugt er um þriggja ára skeið ektamakar, sem rifust og slógust daginn út og daginn inn. Síðan er víst mikið vatn runnið til sjávar og bæði hafa þau reynt fyrir sér með öðrum. Madonna var um skeið orðuð við Warren Beatty og Sean gekk svo langt að heita leikkonunni Robin Wright eiginorði og barna hana. Barnið er væntanlegt um þessar mundir. Madonna var líka smátíma í tygj- um við Tony Ward, sem vinnur fyrir sér sem fyrirsæta. En það var ekki fyrr slitnað upp úr því sambandi fyrir nokkrum vikum en fór að spyrjast út að Se- an væri hlaupinn frá kærustunni og beint í fang eiginkonunnar fyrrverandi. Kunnugir segja að í rauninni hafi ástin milli þeirra aldrei kulnað og þau hafi bæði þroskast frá þeim ungæðishætti sem þau iðkuðu í hjónabandinu. En mestu ráði um núverandi samband þeirra að Madonnu sé farið að langa til að lifa rólegra lífi og eignast fjölskyldu. Hún segir nú að sér þyki gaman að stunda heimilisstörf og segist hafa haft undur gaman af því að þvo þvotta meðan hún var hús- móðir. „Mér þótti gaman að brjóta saman nærfötin hans Se- ans og mér þótti gaman að finna samstæða sokka af honum,“ segir hún. Og nú vona vinir þeirra að þau eigi eftir að finna þá hjóna- bandssælu á ný. Madonna og Sean Penn voru einu sinni gift í þrjú ár og rifust og slógust eins og hundur og köttur allan tr'mann. Ken Foliett kærír bókaforíag fýrir að blekkia lesendur Rithöfundurinn Ken Follett, sem m.a. skrifaði „The Eye of the Needle" og „On Wings of Eagles“ hefur lagt fram kæru á hendur bókaforlaginu Mandarin fyrir meinta tilraun til að græða fé á nafni hans á bókum eftir hálfnafna hans, James Follett. Nýjustu bækur James Folletts hafa verið gefnar út án þess að skírnarnafns hans sé getið á káp- unni og þykir Ken það ekki nógu skýrt. Hann segir tilgang sinn með kærunni vera þann að les- endur verði ekki gabbaðir með því að rugla höfundunum tveim sam- an. Hann bætir því við að hann hafi ekkert út á James Follett að setja, enda hanni höfundar ekki bókakápur, ádeila hans beinist eingöngu að Mandarin. James Follett, höfundur bókar- innar „The Tiptoe Boys“ sem kvik- myndin „Who Dares Wins" var byggð á, heldur að þeir nafnar hljóti að vera fjarskyldir. Þeir séu báðir frá Cardiff og þar sé gífur- lega marga Folletta að ftnna í símaskránni. Ken Follett krefst þess að fuilt nafn höfundar sé að finna á bókarkápu svo að lesendur rugli ekki saman honum og nafna hans, James.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.