Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 2
2 Tímirin I fjórum kjördæmum á B-listinn möguleika á að bæta við manni í kosningunum, sem fram fara næst- komandi laugardag, á Framsóknar- flokkurinn góða möguleika á að bæta við sig manni í fjórum kjördæmum: Reykjavík, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Samkvæmt skoðanakönnunum er flokkurinn í mikilli sókn í þremur síðasttöldu kjördæmunum. í Reykjavík er flokknum spáð svipuðu fylgi og síð- ast, en þá skorti flokkinn 1-2% at- kvæða til að ná inn tveimur mönn- um. Framsóknarflokkurinn fékk 9,6% at- kvæða í Reykjavík í síðustu kosning- um. Það er ljóst að flokkurinn þarf ekki að bæta við sig nema 1-2% at- kvæða til að fá tvo menn kjöma. Hvert einasta atkvæði getur því ráðið úrslitum um það hvort Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir deildarstjóri nær kjöri á þing. Framsóknarflokkur- inn leggur gífurlega mikla áherslu á að þetta markmið, sem er svo skammt undan, náist. Engin leið er að spá fyrir um útkomu annarra flokka í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í Reykjaneskjördæmi í síðustu kosningum og ekki skorti mikið upp á að flokkurinn næði þar inn þremur mönnum. Ljóst er að öll áhersla er lögð á það af flokksins hálfu að verja þennan sigur. Samkvæmt skoðanakönnunum er viss hætta á að Jóhann Einvarðsson alþingismaður nái ekki kjöri, en hann skipar annað sæti listans. Mjög mikilvægt er að Steingrímur Hermannsson fái öflug- an stuðning í kjördæminu. Engin leið er að spá um útkomu annarra flokka. I síðustu kosningum skorti Fram- sóknarflokkinn aðeins 38 atkvæði til að fá tvo menn kjöma í Vesturlands- kjördæmi. Sigurður Þórólfsson bóndi skipar þetta sæti nú, en hann er eini bóndinn í kjördæminu sem á mögu- leika á að ná kjöri. Samkvæmt skoð- anakönnunum eru Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn í mik- ill sókn í kjördæminu, en Alþýðu- flokkurinn og Kvennalistinn í lægð. Efstu menn á listum Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks verða að teljast ömggir um að ná kjöri. Fjórði maður mun ömgg- lega koma annað hvort frá Framsókn- ar- eða Sjálfstæðisflokki og þar mun skipta mestu hvor listinn fær fleiri at- kvæði, en fylgi flokkanna er svipað í kjördæminu. Ef Sjálfstæðisflokkur fær færri atkvæði en Framsókn munu Kvennalisti, Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkur berjast um uppbótar- sætið. Á Vestfjörðum á Framsóknarflokkur- inn góða möguleika á að vinna tvo menn, en flokkurinn hafði lengst af tvo menn í kjördæminu en hefur nú einn. Nýr þingmaður flokksins í kjör- dæminu yrði þá Pétur Bjamason fræðslustjóri. Nokkuð ömggt má telja að Alþýðuflokkurinn tapi sínum upp- bótarmanni. Kvennalistinn á mögu- leika á að ná honum. Möguleikar Sjálfstæðisflokksins á að fá þrjá kjörna verða að teljast litlir. Úrslit í Norðurlandskjördæmi vestra virðast borðleggjandi. Yfirgnæfandi líkur em á að Sjálfstæðisflokkurinn vinni einn mann af Alþýðuflokknum. Fylgi Framsóknarflokksins er traust í kjördæminu og ftakkurinn hefur fengið þar þrjá menn kjöma. Norðurlandskjördæmi eystra er, ásamt Norðurlandi vestra og Austur- landi, sterkasta kjördæmi Framsókn- arflokksins. Flokkurinn átti þar lengi þrjá menn. Samkvæmt skoðanakönn- unum er hann í mikilli sókn í kjör- dæminu og ljóst er að ekki skortir mikið á að Jóhannes Geir Sigurgeirs- son bóndi nái kjöri á þing og taki þar með sæti Stefáns Valgeirssonar, sem lengi var þingmaður Framsóknar- flokksins í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn hefur, þegar fylgi flokksins hefur verið mest, feng- ið þrjá þingmenn kjöma á Austur- landi. Flokkurinn fékk 38,5% í kjör- dæminu í síðustu kosningum. Tiilað hefur verið um að í þessum kosning- um eigi Alþýðuflokkurinn í fyrsta skipti raunhæfa möguleika á að koma manni frá Austurlandi á þing. Þann mann myndu þeir væntanlega taka frá Sjálfstæðisflokknum. Miðað við það fýlgi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í skoðanakönnunum, verður að teljast ólíklegt að krötum Þau eiga góöa möguleika á að ná kjöri í kosningunum: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skipar annað sæti Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Pétur Bjamason skipar annað sæti Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. takist að stela manni af íhaldinu. í Suðurlandskjördæmi em horfur á spennandi kosningu. Baráttan stend- ur um hver fær það þingsæti sem Borgaraflokkurinn skipaði í síðustu kosningum, en fullvíst má telja að hann tapi því. Baráttan stendur milli Sigurður Þórólfsson skipar annað sæti Framsóknarflokksins á Vesturlandi. Jóhannes Geir Sigurgeirsson skipar þriðja sæti Framsóknar- flokksins á Norðuriandi eystra. Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Al- þýðubandalagið er alls ekki ömggt um að halda sínum manni. Fylgi Framsóknarflokksins er traust í kjör- dæminu og samkvæmt skoðana- könnunum er flokkurinn í sókn. -EÓ Islenskur sjávarútvegur ekki á flæðiskeri staddur þótt Island gerist ekki aðili að EES: Aðild að EES ekki nauðsyn Jón Ingvarsson, stjómarformaður Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna, sagði á aðalfundi félagsins sem hófst í gær, að íslenskur sjáv- arútvegur væri alls ekki á flæðiskeri staddur, þó svo að ísland gerð- ist ekki aðili að Evrópsku efnahagssvæði. Jón sagði að fríverslunar- samningur íslands og EB tryggði tollfrjálsan aðgang að bandalag- inu fyrir flestar frystar sjávarafurðir. .Almennt má segja að íslenskar sjávarafurðir hafi í dag sterka stöðu á flestum mörkuðum vestan hafs og austan, þótt frekari tollaívilnanir innan Evrópubandalagsins myndu að sjálfsögðu styrkja stöðuna enn frekar,“ sagði Jón. Jón sagði að svo virtist sem langt væri í land að samningar um EES næðust. Þar væm sjávarútvegsmálin m.a. einn helsti Þrándur í Götu. Jón taldi ólíklegt að þjóðir EB myndu fallast á kröfúr íslendinga um algjöra fríverslun með sjávarafurðir. Jón sagði að það væm einkum Spánverj- ar og Portúgalar sem héldu fast við kröfur bandalagsins um aðgang að fiskimiðum íslendinga og annarra EFTA-ríkja. Hins vegar væm það ekki aðeins einstök EB- ríki, sem stæðu í vegi íslendinga í viðræðum EFTA og EB, heldur væru frændur okkar Norðmenn ófáanlegir til að viðurkenna sérstöðu íslendinga og þeir krefjist sömu tollalækkana og ís- lendingar. Jón vék einnig að því að árið 1990 hefði verið hraðfrystiiðnaðinum á margan hátt hagstætt. Verð á fryst- um fiski hafi stöðugt farið hækkandi og þjóðarsáttarsamningarnir, sem gerðir vom í febrúar í fyrra, hefðu lagt gmndvöll að hjöðnun verðbólgu og meiri stöðugleika í efnahagslífinu en verið hefði undanfarin ár og þá hefði fjármagnskostnaður einnig lækkað verulega. í skýrslu stjórnar, sem Jón flutti, kom fram að afkoma SH var góð á síðasta ári. Af heildarútflutningi nam hlutur SH 94 þúsund tonnum, að verðmæti 17,6 milljarðar króna, sem er um helmingur útflutnings frystra fiskafurða og um fjórðungur af öllum útfluttum sjávarafurðum. Hjá SH var 2% samdráttur í magni í fyrra, en 27% aukning í krónum talið, miðað við árið 1989. Heildarframleiðsla frystihúsa og frystitogara innan vé- banda SH var 87.300 tonn, sem er 6,2% minni framleiðsla en 1989. Heildarútflutningur frystra sjávaraf- urða frá íslandi á sl. ári var 189 þús- und tonn að verðmæti 37.6 milljarð- ar íslenskra króna, reiknað í fob- verðmætum. Alls fóru 85.500 tonn, eða 91% af heildarframleiðslu SH, til sex landa í þremur heimsálfum. Til BNA fóru 21.300 tonn, Frakklands 17.100, Jap- ans 15.500, Þýskalands 14.200, Bret- lands 12.700 og Sovétríkjanna 4.700 tonn. Helstu breytingar á síðasta ári voru þær að útflutningur til V-Evr- ópu jókst verulega, en samdráttur varð á öðrum mörkuðum. Aukningin til Þýskalands nam 51% og útflutn- ingur til Frakklands og Bretlands jókst um 29% á hvorum stað. Sam- dráttur í útflutningi til BNA nam 22%, til Japans 18% og útflutningur til Sovétríkjanna dróst saman um 31%. Jón Ingvarsson sagði að afkoma SH hérlendis hefði verið góð á síðasta ári. Arður til félagsmanna í formi endurgreiðslu nemur tæplega 144 milljónum króna, sem svarar til 0,85% af útflutningsverðmætum 1990. Hagnaður var einnig af dóttur- fyrirtækjunum Jöklum hf. og Um- búðamiðstöðinni hf. Heildarhagnað- ur, að meðaltalinni afkomu erlendu dótturfélaganna, nemur 302 milljón- um króna, en var tæplega 70 milljón- ir árið 1989. —SE ‘ XJ- ‘ ; r> • i' lO'iíPltff!'’!!-' Fimmtudagur 18. apríl 1991 Iðunn Steinsdóttir með verð- launin. Timamynd: Aml Bjanna Iðunn Steinsdóttir hlaut bamabókaverö- launin 1991. Ármann Kr. Einarsson: Iðunn er jafnoki Astrid Lindgren Úrslit í samkeppni Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka voru kunngerð hjá Vöku-Helgafelli í gærdag að viðstÖddum mennta- málaráðherra og fjölda gesta. Hlaut verðlaunin Iðunn Steins- dóttir fyrir bók sína „Gegnum þymigerðið“, en hún hefur tví- vegis áður hlotið verðlaun iyrir bamabækur sínar og er þetta tólfta bók hennar. Liðlega 30 handrit bámst í keppnina að þessu sinni, en bamabókaverðiaunin em nú veitt í sjötta sinni. Nema verð- launin 200 þúsund krónum og ritlaunum að auki, en verð- launasagan kom út hjá Vöku- Helgafelli í gær. Olafur Ragnarsson, forstjóri Vöku- Helgafells, ávarpaði gesti og kom fram í máli hans að „Gegnum þymigerðið“ sé ný- stárleg og spennandi ævintýra- saga, sem gerist fyrir Ianga löngu. Álit dómnefndar er sem hér segir: „Efnið skírskotar engu að síður á áhrifamikinn hátt til samtíðar okkar og þeirra breytinga sem em að verða á meginlandi Evrópu. Veridð geislar af frásagnargleði og per- sónur verða Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum lesenda.“ Þá tók til máls Ármann Kr. Einarsson rithöfundur, en Verð- launasjóður íslenskra bamabóka var stofnaður á sjötugsafmæli hans 1985. Ármann fyllyrtl að sjóðurinn hefði orðið bamabók- menntum til óvíræðrar eflingar og minnti á að Iðunn er fyrsti kunni höfundurinn er verðlaun- in hlýtur, en allir fyrri verð- launahafamir flmm hefðu verið að þreyta fmmraun sína. Hann kvaðst hafa lesið handrit bókar Iðunnar oftar en eínu sinni og líkti henni við Astrid Lindgren að hugmyndaríki og vönduðum vinnubrögðum. Fór hann fleiri fógmm orðum um verkið. Loks ávarpaði menntamálaráð- herra verðlaunahöfundinn og viðstadda, en menntamálaráð- neytið hefur styrkt verðlauna- sjóðinn. Hljómsveit Tónlistar- skóla Reykjavíkur lék við at- höfnina undir stjóm Sæbjöms Jónssonar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.