Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 18. apríl 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavfk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
SkrifetofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Tilhæfulaus gróusaga
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur
mjög lagt sig fram um það að kynna fyrir sjávarút-
vegsráðherrum Evrópulanda stefnu íslendinga í físk-
veiðimálum og sölumálum fisks og fiskafurða. For-
sætisráðherra hefur einnig haldið uppi slíkri kynn-
ingarstarfsemi í viðræðum við leiðtoga Evrópuþjóða
og utanríkisráðherra hefur að sjálfsögðu unnið að
slíkri kynningu fyrir sitt leyti.
Það hefur verið mjög eindregin afstaða ríkisstjórn-
ar Steingríms Hermannssonar að gefa engan ádrátt
um að veita veiðiheimildir innan fiskveiðilögsögu ís-
lands gegn tollafríðindum í Evrópubandalaginu.
Þessi afstaða er raunar jafngömul upphafi viðræðna
um viðskiptamál milli EB og EFTA fyrir 18-19 árum
(í miðju þorskastríðinu) allt til þessa dags og engin
breyting þar á. Hér er um svo viðtekna stjórnarstefnu
að ræða gegnum árin, að það þarf þó nokkra bíræfni
til að skrökva því upp að nokkrum ráðherra á öllum
þessum tíma hafi nokkru sinni dottið í hug að frá
henni yrði vikið.
Það hlýtur því að vekja furðu að utanríkisráðherr-
ann sjálfur, Jón Baldvin Hannibalsson, lætur Morg-
unblaðið hafa það eftir sér í gær að sjávarútvegsráð-
herra hafi ýjað að slíku fráviki í viðræðum við Manú-
el Marin, sjávarútvegsstjóra EB, í mars 1989. Þarna
er utanríkisráðherra að vekja upp gróusögu sem
hann sjálfur kvað drengilega niður á sínum tíma, en
Morgunblaðið hafði búið til með aðstoð þáverandi
formanns Sjálfstæðisflokksins. Gróusaga Morgun-
blaðsins byggðist á útúrsnúningi á fundargerð frá
fundi Marins og HalldórsÁsgrímssonar 7. mars 1989
og hefur legið dauð og ómerk í full tvö ár, þangað til
utanríkisráðherrra vekur hana til lífsins með atbeina
Morgunblaðsins í gær.
Á sínum tfma var reynt að gera úr því sögu að utan-
ríkisráðherra átti óformlegar viðræður við Marin í
Briissel. Til þessa fundar var stofnað í fullu samráði
við ríkisstjórnina og sjávarútvegsráðherra taldi sér
skylt að gera ráðherrum og utanríkismálanefnd Ah
þingis grein fyrir hvernig orð féllu í viðræðunum. Á
þessum óformlega fundi var af hálfu EB-manna en
ekki íslendinga vikið að gagnkvæmum veiðiheimild-
um, sem sjávarútvegsráðherra gerði strax grein fyrir
að væri óraunhæft umræðuefni, þótt svo vildi til að
það bæri á góma og fundargerðin sýndi að svo hefði
verið án þess að annað hefði gerst.
En gróusögur spretta oft að tilefnislausu, eins og í
þessu tilfelli. Morgunblaðið bar söguna út á sinni tíð,
en svæfði hana síðan, enda átti Jón Baldvin mikils-
verðan þátt í að gera öllum ljóst að söguburður sjálf-
stæðismanna og Morgunblaðsins um að innan ríkis-
stjórnar hefðu „kviknað“ hugmyndir um að skipta á
veiðiheimildum og tollfríðindum væri ósannur.
Fáum getum skal leitt að því hvað utanríkisráð-
herra gengur til að grípa til gamallar gróusögu úr
Morgunblaðinu og láta eins og hún sé sönn, þó að
hann hafi sjálfur afsannað hana manna skýrast fyrir
tveimur árum. Líklegast er þó að þetta sé pólitískt
frumhlaup sem ekki hittir annan fyrir en utanríkis-
ráðherrann sjálfan.
Albaníu-sveifla
Kins og ktmnugt et þá slgruðu
kommúnistar í Albaníu lýöræðis-
flokka í allsberjarkosningum þar í
landi nýverið. Þessi Albaníusveifta
kom á óvart, eftir aö afgangurinn
af Austur-Evrópu hafði svipt af ser
oki kommúnismans og orðið írels-
inu feginn. Hér á landi svipar pól-
itískri þróun sfðustu daga töiuvert
til þróunarinnar í Albanfu og kem-
ur það hvergi betur í ljós en í skoð-
anakönnun Félagsvísindastofnun-
ar HáskóJa íslands, sem Morgun-
blaðið bírti í gær. Þessi skoðana-
könnun sýnir mikla uppsveiflu hjá
Sjálfsteðisflokknum, en um hana
var vitað. Borgaraflokkurinn hefur
skflað sér aftur heim í herbúöirn-
ar, enda er hann genginn til grafar
og nær ekki hálfu prúsenti f könn-
uninni. Hin uppsveiflan er hjá Al-
þýðubandalaginu. I sams konar
könnun síöast féldí bandaJagíö rétt
rúm 10% en hefur bætt við sig
5%. Þetta sýnir að iengi lifir í
gömium kommagiæðum og skyid-
leikinn við Albaníu er augljós.
Kveinstafamaöur á
hrakhólum
Þessi skyndilega fylgisaukning
Alþýðubandalagsins vekur undr-
un, þegar horft ertil Nýs vettvangs
og klofningsins, sem varð fyrir
borgarstjómarkosningamar. Þá er
Össur Skarphéðinsson í þriðja
sæti á lista Alþýðuflokksins í
Reylqavík og talar digurt « kosn-
ingablaði ungkrata, þar sem hann
segist vllja láta verlrin tala. Þá hef-
ur pólitískur kveinstafamaður úr
röðum allabafla, Páfl Hafldórsson,
formaður BHMR, bvatt hið
mcnntaða lið, sem lengi hefur leg-
ið á brjóstum Alþýðubandalagsins,
tfl að kjósa Kvennaiista. Svo afsið-
aður er kveinstafamaðurinn orð-
inn, að hann segist ekki reyna að
beita sér gegn straumi kjósenda tfl
vSjálfstæðisflokksins. BHMR er
sem sagt á faraldsfæti samkvæmt
Páli Halldórssyni, en samkvæmt
könnun Félagsvísindastofnunar
hafa þeir BHMR-menn allir skilað
sér aftur heim í Alþýðubandaiagið
tii að sfyrkja endurreisn kommún-
ismans samkvæmt fyrirmyndlnni
frá Albaníu. Alveg er jjóst að þeir
hjá BHMR þurfa meira en þref um
samnlnga 111 að hætta að greiða
Aþýðubandalaginu atkvæðL Þeir
vita sem er að yfirráð bandalagsins
á sviöi mennta- og menningarmáia
eru slík, að það jaðrár við atvinnu-
leysi, að ætla að ganga gegn
bandaiaginu í kosningum. Þess
vegna hafa þeir hjá BHMR snúið
„heim“ eftir jaml og japl og fuður
og stóra kveinstafi.
Föðurbetrungur
Þegar kommúnisminn hrundi alls
staðar nema á íslandi og i Albaníu
héh Aiþýðuflokkurinn að nú væri
tækifærið tfl að hefha fyrir undir-
róður og klofningsstarfsemi
kommúnista innan Alþýðuflokks-
ins. Fyrstu klufu þeir flokkinn
1930. Næst gekk Héðinn Valdi-
marsson úr Alþýðuflokknum og tfl
liðs við kommúnista. Og nú sfðast
kom Hannibal Valdimarsson og
gerðist gistivinur þeirra um skeíð.
1 þessí þrjú skipti fylgdi nýtt nafn
á kommúnistum. Til enn frekari
samlikingar má geta þess að
Kommúnistaflokkur Albaníu hef-
ur Iflca skipt um nafn. Jón Baldvin,
sem gerst hafði föðurbetrungur og
fylgdi eklri Alþýðubandalaginu
lengur, beittí sér fyrir því að Al-
þýðuflokkurinn opnaði faðminn
fyrir þelm, sem hugðust yfirgefa
komrnúnista, og freista þess þó
miðaidra væru að reyna að ná pól-
itískum þroska. Eitthvað gengu
þær vendingar brösuiega. Kratar
borgarstjúm og einn hlaupa-
komma í framboði. Fylgi jókst
ekkert við kratana. Skoðanakönn-
un sýnti að þeti eru að tapa. Göml-
um fylgismönnum krata ægti að
eíga að fara að kjósa össur Skaip-
héðinsson.
Hlaupakommi
í öndvegi
Fátt mun koma á óvart í kosning-
unum á laugardaginn. Spádótnar
og skoðanakannanir em þegar
búnar að greina helsta sveíflumar
í kosningunum. Sjálfstæðisflofck-
urinn vinnur Borgaraflokksfyjgið
aftur og Alþýðubandalagið nær inn
þeim slaka, sem kominn var á fylgi
þess. Tflraunir Alþýöuflokksins til
að ná árangri Í kosningunum virð-
ast ekki ætla að bera árangur. Ai-
baníu- sveiflan ætlar að sjá tfl þess
að loka röðum kommúntsta. Al-
þýðuflokknum hefur eldri teldst að
Wjúfa kommana, en tilraunir
flokksins hafa þó lettt einn hlaupa-
komma til öndvegis á framhoðs-
listanum í Reykjavfk, Hann gerir
þar það eitt gagn að gera gömlum
og tryggum Aiþýðuflokksmönnum
erfitt fyrir með að kjósa listann.
Til að kóróna skommina skrifa svo
sagnfræðingar kommúnista grein-
ar til að sanna, að það hafi ekld
verið þeti, scm reyndu í þrigang að
eyðileggja Alþýöufiokkinn. Það var
Alþýðaflokkurinn sem Jdauf, segja
þeir, m.a. af þvf hann vfldi ekki
meötaka medisín Stalíns. Garri
VÍTT OG BREITT .... .... .. . . 1n
Það sem máli skiptir
Stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í
öllum helstu málum sem uppi eru í
kosningabaráttunni setur sinn svip,
eða öllu heldur svipleysi, á stjóm-
málaumræðuna. Það er varla hægt
að eiga orðastað við frambjóðendur
íhaldsins vegna þess að þeir hafa
enga skoðun að verja og engan mál-
stað að sækja.
Setji einhver fambjóöandi Sjálf-
stæðisflokksins fram stefnumörkun
í einhverju máli kemur annar í öðru
kjördæmi og heldur stíft fram gagn-
stæðri skoðun. Svona veltast þeir
áfram í kosningahríðinni og múgur
manns skrifar í íhaldsmálgögnin
um hinar fjölbreyttustu sérþarfir og
býður upp á svo margvísleg úr-
lausnarefni að maður er farinn að
halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé
það allragagn sem tekur við öllu því
sem flokksmenn þurfa að létta af sér
En þótt hvergi bóli á markmiðum
óskar íhaldið eftir að einn flokkur sé
kosinn til ábyrgðar, eins og þaö er
orðað, en með hvaða hætti á að bera
ábyrgð á þjóðarskútunni frægu er
einkamál fjölskyldnanna fjórtán
sem eiga Sjálfstæðisflokkinn og
verða háttvirtir kjósendur upp-
fræddir um það í fyllingu tímans,
það er að segja eftir kosningar.
Úrelt kosningamál
Þar sem hin umfangsmikla stjóm-
arandstaða með allt sitt fjölmiðla-
veldi hefur ekki döngun í sér til að
útskýra hver eru markmið og leiðir
sem stefnt skal að, veltist það að
vonum fyrir mörgum um hvað á að
fara að kjósa.Þessi kosningabarátta
er ólík flestum þeim sem menn
muna. Nú lofar enginn flokkur eða
stjórnmálamaður því, að ná verð-
bóigunni niður á næsta kjörtíma-
bili. Það er búið að ná henni niður
fyrir það stig sem flestar nágranna-
þjóðimar verða við að una.
Það gerði ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar.
í kosningahríðinni sem nú stend-
ur hvað hæst er ekki minnst einu
orði á varnarliðið og vem þess á ís-
lenskri gmnd. Atlantshafsbandalag-
ið er ekki einu sinni nefnt á nafn,
hvað þá að deilt sé um hvort íslend-
ingar eiga að vera í því eða ekki.
Varsjárbandalagið er ekki lengur
til og allaballar hafa ekkert lengur
út á Nató að setja. Þess vegna geta
þeir sem best skriðið upp í hjóna-
sængina til íhaldsins eftir kosningar
og uppfyllt hinar „sögulegu sættir"
sem Morgunblaðið hefur svo lengi
látið sig dreyma um. Það mál sem
mestum hita veldur í kosningabar-
áttunni er afstaöan til Evrópu-
bandalagsins og þeir flokkar sem
helst hafa daðrað við aðild íslands
aö samtökunum rembast nú við
eins og rjúpa við staur að sýna og
sanna að aðildin sé ekki kosninga-
mál, og vilja helst ekki um annaö
tala.
Varðveitum stöðug
leikann
Þar sem hin eiginlegu kosninga-
mál em lítið rædd, vegna þess að
umræðu um þau er drepið á dreif,
er rétt að ítreka, að í stað þess að
berjast við að kveða verðbólgu-
drauginn niður, verður það helsta
verkefni næstu ríkisstjómar að við-
halda því efnahagslega jafnvægi
sem náðst hefur. Að sjá svo um að
þjóðarsáttin verði ekki sprengd í loft
upp með hörmulegum afleiðingum.
Það er hinn efnahagslegi stöðug-
leiki sem þarf að varðveita og takist
það munu mörg önnur vandamál
hverfa eins og dögg fyrir sólu. Fjár-
hagslegt sjálfstæði fyrirtækja og
einstaklinga er forsenda fyrir fögm
mannlífi og grósku í menntum og
mannrækt.
Basl og öryggisleysi veldur sundr-
ungu og rótleysi fjölskyldna og þar
með heilu þjóðfélagshópanna. Ekk-
ert er betur til þess fallið að auka til-
trú manna á sjálfum sér og getu til
að ráða fram úr vandamálum sínum
en stöðugleiki og styrk stjóm efna-
hagsmála sem gerir fólki kleift að
hafa stjórn á eigin fjármálum og þar
með sjálfstæði sínu Ásættanlegt
verðbólgustig og stöðugleiki er því
miklu meira og afdrifaríkara mál en
virðast kann í fljótu bragði. Sjálf-
stæð þjóð í eigin landi er kjörorð
sem vert er að hafa í huga í kjörklef-
anum og gleyma heldur ekki hve
mikils virði efnahagslegur stöðug-
leiki er. Kosningabaráttan stendur
því um stefnufestu eða stefnuleysi,
eða öllu heldur stefnu sem fjöl-
skyldurnar 14 láta ekki uppi fyrr en
eftir kosningamar. Og þá verður of
seint að iðrast ef illa fer. OÓ