Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. apríl 1991 Tíminn 11 Norðurland eystra: Átta flokkar bjóða fram til Alþingis Verölaunafhending á Keflavíkurflugvelli. Frá vinstrí talið: Thomas F. Hall, yfímiaður Vamariiðsins, Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri og James I. Munsterman, yfirmaður flotastöðvarínnar. Keflavíkurflugvöllur: SLÖKKVILIÐIÐ FÆR VERÐLAUN Kjósendur á Norðurlandi eystra geta valið á milli átta lista í komandi alþingiskosningum. Listarnir átta eru: Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur, Sjálfstæðisflokkur, Frjáls- lyndir, Alþýðubandalag, Samtök jafnréttis og félagshyggju - Heima- stjórnarsamtökin, Kvennalistinn og Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins. Á kjörskrá í Norðurlandskjördæmi eystra eru 18.434, og er það um 2,9% fjölgun frá síðustu alþingis- kosningum. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla er hafin, og hafa nokkrir tugir kjósenda þegar greitt atkvæði. Listarnir átta ásamt þremur efstu mönnum hvers lista eru: A-Alþýðuflokkur: l.Sigbjörn Gunnarsson Akureyri. 2.Sigurður Arnórsson Akureyri. 3.Pálmi Ólason Þórshöfn. B-Framsóknarflokkur: l.Guðmundur Bjarnason Húsavík. 2.Valgerður Sverrisdóttir Lóma- tjörn. 3.Jóhannes Geir Sigurgeirsson Eyjafjarðarsveit. D-Sjálfstæðisflokkun 1. Halldór Blöndal Akureyri. 2. Tómas Ingi Olrich Akureyri. 3.Svanhildur Árnadóttir Dalvík. F-Fijálslyndir: l.Ingjaldur Arnþórsson Akureyri. 2.Guðrún Stefánsdóttir Akureyri. 3Andri Gylfason Akureyri. G-Alþýðubandalag: l.Steingrímur Sigfússon Þistilfirði. 2.Stefanía Traustadóttir Reykjavík. 3.Björn Valur Gíslason Ólafsfirði. H-Samtök jafnréttis og félags- hyggju. 1. Benedikt Sigurðarson Akureyri. 2. Bjarni Guðleifsson Möðruvöllum. 3. Trausti Þorláksson Öxarfirði. V-Kvennalistinn: l.Málmfríður Sigurðardóttir Reykjadal. 2.Sigurborg Daðadóttir Akureyri. 3.Elín Stephensen Akureyri. Þ-Þjóðarflokkun ' 1. Árni Steinar Jóhannsson Eyja- fjarðarsveit. 2Aina Helgadóttir Kópaskeri. 3.Björgvin Leifsson Húsavík. hiá-akureyri. Nýlega afhenti Thomas F. Hall flotaforingi, yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, yfirmanni flotastöðvarinnar og slökkviliðinu þar verðlaun sem liðið vann nýlega til í samkeppni milli allra slökkviliða bandaríska flotans og landgönguliða hans. Um er að ræða samkeppni á vegum samtaka um brunavarnir innan alls bandaríska flotans og landgöngu- liðsins. Þátttakendur eru öll slökkvi- lið flotans og landgönguliðsins. Keppt er um besta viðbúnað og ár- angur í brunavörnum mannvirkja í flotastöðvum og á skipsfjöl. Hlaut slökkvilið varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli þriðju verðlaun að þessu sinni. Slökkviliðið er eingöngu skipað ís- lenskum starfsmönnum. Haraldur Stefánsson, yfirmaður þess, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd sinna manna. Sjálfsbjörg kynnir: Aðlögunarnámskeiö fyrir fatlaða Dagana 10.-12. maí nk. gengst Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, fyrir námskeiði fyrir hreyfihamlaða. Þar verður fjallað um félagslegar af- leiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um viðhorf al- mennings til fötlunar, viðbrögð vina og vandamanna og viðbrögð ein- staklingsins við breyttum aðstæð- um. Á námskeiðinu verður einnig fyrirlestur um tryggingamál og rétt- indi fatlaðra, þjónustu og starfsemi sem tengist fötluðum. Á námskeiðinu verður mikið unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ým- is mál sem snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sam- eiginleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Hópstjóri er í hverjum hópi sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Engin líkamleg þjálfun fer fram á nám- skeiðinu. Námskeiðið er miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hefur fatlast á síðustu árum. Dæmi um slíkt eru mænu- sköddun, vöðva- og miðtaugakerfis- sjúkdómar, klofinn hryggur, helftar- lömun, útlimamissir og fleira. Auk hreyfihamlaðra eru ættingjar, mak- ar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið verður í húsi Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, Reykjadal í Mosfellsbæ. Námskeiðsgjald er kr. 4.400. Landsbyggðarfólk er styrkt til þátttöku. Fæði, gisting og nám- skeiðsgögn eru innifalin. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. apríl til Lilju Þorgeirsdóttur eða Ólafar Rík- arðsdóttur á skrifstofutíma í síma 91-29133. GÓÐ DEKK Á GÓÐU VERÐI BÚMMímilSTOFMIf RETTARHALS 2 84008 &. 84009 - SKIPHOLTI 35 31055 Nefnd um landhreinsun Víða um land getur að líta gömul mannvirki, húsatóftir, bryggjur, girðingar og fleira sem eru til lýta í landslaginu og geta beinlínis ver- ið hættuleg umhverfi sínu. Æski- legt væri að hefja skipulegt átak til að fjarlægja slík mannvirki um allt land. Umhverfisráðherra hefur því skipað sérstaka nefnd til að kanna umfang þeirra mannvirkja, sem æskilegt væri að fjarlægja og gera framkvæmdaáætlun fyrir slíkar hreinsunaraðgerðir. Það sem verður sérstaklega at- hugað eru eftirfarandi atriði: Ónýtar byggingar á jörðum svo sem íbúðarhús, útihús, gamlar fjárborgir og mannvirki frá stríðs- árunum. Gamlar bryggjur, bragg- ar, skúrar og trönur, sem enginn hefur lengur hag af og enginn ber ábyrgð á. Bátsflök og annað drasl í fjörum. Girðingar og margs konar dót, sem skilið hefur verið eftir á eyðijörðum. í nefndinni eiga sæti: Hrafn Hall- grímsson, arkitekt, umhverfis- ráðuneyti, formaður, Gunnar M. Jónasson, Stofnlánadeild landbún- aðarins, Magnús Sigsteinsson, landbúnaðarráðuneytinu, Gfsli Einarsson oddviti, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, Sigtryggur Stefánsson, tæknifræðingur, Akur- eyri. | | i I Í I Í i i i [ I I I I I ERTU I BILAHUGLEIÐINGUM? "|Ví)®íííN VERÐ FRA KR: 453.000.- TIL AFHENDINGAR STRAX! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HR Ármúla 13108 Reykjavík Símar 68 12 00 & 312 36 I I ■■ | I I I i i i i ! ■■ | i i I I i i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.