Tíminn - 18.04.1991, Side 19
Fimmtudagur 18.apríl 1991
Tíminn 1Ö
IÞROTTIR
.
Körfuknattleikur—Landsliðið:
Tólf áblaó
þegar ísland
vann Skota
84-61 í hinu glæsiiega íþróttahúsi Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti í gærkvöld
Sterkur vamarleikur var í fyrirrúmi
hjá landsliðum íslands og Skot-
lands, er liðin mættust í fyrsta vin-
áttulandsleiknum af þremur, en
leikurinn fór fram í hinu nýja og
stórglæsilega íþróttahúsi Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti í gær-
kvöld. íslenska liðið vann öruggan
sigur 84-61, eftir að staðan í leik-
hléi var 39-25.
Leikmönnum gekk ákaflega illa að
finna Ieiðina í körfuna framan af
leiknum, en það tekur tíma að venj-
ast nýjum körfum. íslenska liðið lék
pressuvörn, Maður á mann, allan
leikinn og gekk sú leikaðferð ágæt-
lega upp. Skotamir voru hreint ekki
Úrslitin í
gærkvöld!
Handknattleikur-
Úrslitakeppnin:
Efri hluti
Haukar-Stjarnan 24-25
Valur-FH 33-22
Víkingur-ÍBV 26-20
Neðri hluti
ÍR-KA 19-16
KK-Fram 20-24
Selfoss-Grótta 24-26
Evrópukeppni landsliða
í knattspymu:
Ungverjaland-Sovétríkin 0-1
Holland-Finnland 2-0
Pólland-TVrkland 3-0 BL
slæmir í vörninni, en sóknarleikur
þeirra var fremur bágborinn. Þar er
þó undanskilinn Jim Morrison sem
hitti mjög vel í síðari hálfleik.
Torfi Magnússon notaði alla 12 Ieik-
menn sína í gær og komust þeir allir
á blað. Byrjunarliðið Jón Kr., Falur,
Teitur, Valur og Magnús voru síst
meira áberandi en aðrir, enda liðið
mjög jafnt. Páll Kolbeinsson komst
vel frá leiknum og sömu sögu er
segja um Kristin Einarsson, sem lék
sérlega vel í vörninni. Einnig komst
Axel Nikulásson vel frá leiknum, en
baráttuhund eins og hann er gott að
hafa í landsliðinu.
Annars verður íslenska liðið vart
dæmt af þessum leik; til þess er
skoska Iiðið einfaldlega of slakt.
Leikinn dæmdu þeir Kristinn AI-
bertsson og Helgi Bragason. Dóm-
gæsla þeirra, sem heldur var íslandi í
vil, fór mjög í taugarnar á Skotun-
um, sem fengu á sig ein 6 tæknivíti í
leiknum.
Stigin ísland: Páll Kolbeinsson 14,
Valur Ingimundarson 9, Axel Niku-
lásson 9, Guðni Guðnason 9, Jón
Arnar Ingvarsson 8, Falur Harðarson
7, Kristinn Einarsson 6, Magnús
Matthíasson 6, Teitur Örlygsson 5,
Jón Kr. Gíslason 4, Guðjón Skúlason
3 og Sigurður Ingimundarson 3.
Skotland: Morrison 21, Archibald 10,
Kiddie 5, Mitchell 7, Murrhead 6, Ry-
an 4, Smart 2 og Lamb 1.
Liðin mætast á ný í Kaplakrika í
kvöld kl. 20.00.
BL
Krístinn Einarsson Njarövíkingur reynir körfuskot í leiknum í gær. Til vamar er Alan Kiddie. Krístinn, sem á ný
er kominn í landsliðiö eftir nokkurt hlé, átti góðan leik í leiknum. Tímamynd Pjetur
íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastefna til ársins 2000:
Ríkið í fyrsta sinn með
stefnu í íþróttamálum
Afreksmenn í íþróttum á launaskrá ríkisins
Nýlega kynnti menntamálaráð-
herra, Svavar Gestsson, skýrslu
um stefnumótun í íþrótta-,
æskulýðs- og tómstundamálum,
en nefnd, sem ráðherra skipaði í
desember 1988, vann að skýrsl-
unni. Nokkuð er um liðið síðan
menn fóru að ræða um þörf á
heildarstefnumótun á þessu
sviði og fyrir fáum árum sam-
þykkti Alþlngi þingsályktunartil-
lögu frá Finni Ingólfssyni um að
ráðist skyldi í gerð slíkrar
stefnu. Það kom fram í máli ráð-
herra að hingað til hefur ekki
verið til ákveðin stefna ríkisins í
þessum málum. Ráðherra sagði
ennfremur að mestur hluti þess-
arar starfsemi væri í höndum
frjálsra félagasamtaka og svo
yrði áfram. Þrátt fyrir það væri
nauðsynlegt að ríkið hefði mark-
vissa stefnu í þessum yflrgrips-
mikla málafloldd.
í skýrslunni er komið inn á fjöl-
marga þætti íþrótta-, æskulýðs-
og tómstundamála svo sem end-
urskoðun íþróttalaga, ört vax-
andi hlut almenningsíþrótta,
íþróttamiðstöð íslands á Laugar-
vatni, fjölgun íþrótta- og frjálsra
tíma í skólum, eflingu kvenna-
íþrótta og íþrótta fatlaðra, stofn-
un afreksmannasjóðs, menntun
íþróttakennara og leiðbeinenda,
íþróttamannvirid og rannsóknir
á íþróttum.
í niðuriagi inngangs skýrslunn-
ar segin „Nauðsyniegt er að
styðja fjárhagslega vel við bakið á
þeim aðilum er fást við íþrótta-,
æskulýðs- og tómstundastarf-
semi án þess að taka frumkvæð-
ið af þelm. Skapa þarf félags-
starfsemi betri aðstöðu til að
mæta aukinni þörf á komandi ár-
um sem sérstaklega er fólgin í
því að koma betur til móts við
þarflr hvers og eins einstaklings.
Slíkar kröfur kalla aftur á endur-
uppbyggingu náms þeirra er
sinna stjómunarhlutverkum f
þessum málaflokkum.“
í skýrsiunni segir í kafla 2.2.14
um afreksíþróttir.
„Kröfur til einstaldinga sem
stunda keppnisfþróttir aukast
með bættum árangri. Til þess að
keppnisfólk í íþróttum geti tekið
þátt í alþjóðlegri keppni fyrir
hönd þjóðarinnar þarf að gera því
klelft að æfa og keppa við svipað-
ar aðstæður og aðrir keppendur.
Til þess að svo megi verða þarf
að endurskoða þær reglur sem í
gfldi eru um afreksmannasjóð
íþróttasambands íslands og
auka fjármagn í sjóðinn svo
launa megi íþróttamönnum sem
skara fram úr fyrir vinnu sína og
framlag til íþrótta. Vinna þarf að
ítariegrí stefnumótun um þetta
mál og setja um það lög og reglu-
gerð.“
Hér em nokkur atriði til efling-
ar afreksíþróttum á íslandi:
1. Semja þarf reglugerð um það
hver telst afreksmaður.
2. Veita þarf árlega ákveðnu flár-
magni til afreksíþrótta úr ríkis-
sjóði. Árlegt framlag fer eftir því
hve marga afreksmenn við eig-
um í hvert skipti.
3. Afreksmenn skulu vera á
launaskrá ríkisins eitt ár í einu
eöa á meðan þeir teljast afreks-
menn.
4. Hver sá sem telst afreksmað-
ur í íþróttum skal hafa ákveðnar
vinnuskyldur gagnvart íþrótta-
starfsemi í landinu á meðan
hann nýtur iauna úr afreks-
mannasjóði.
Nefndin hefur lagt mikla vinnu
í gerð skýrslunnar, sem vonandi
sldlar sér út í íþróttalífið. For-
maður nefndarinnar var Ámí
Guðmundsson æskulýðsfulltrúi
I Hafnarfírði. BL
Skíði:
Kristján og Árni urðu
bikarmeistarar í göngu
Síðasta bikarmót vetrarins í skíða-
göngu var haldið í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri um síðustu helgi. Keppt var í
flokkum 17-19 ára og 20 og eldri.
Þeir yngri gengu 10 km en þeir eldri
15 kin.
Hefðbundinni aðferð var beitt í báð-
um flokkum. Brautin var 5 km lang-
ur hringur, mjög erfiður, sem síðan
var tví- og þrígenginn. Besta veður
var og gott færi. Sigurvegarar í göng-
unni urðu Kristján Ólafur Ólafsson
frá Akureyri í yngri flokknum og Sig-
urgeir Svavarsson Ólafsfirði í eldri
flokknum. Þeir höfðu báðir nokkra
yfirburði og var sigur þeirra fljótlega
nokkuð vís. Úrslitin urðu sem hér
segir:
Flokkur 17-19 ára
1. Kristján Ól. Ólafsson Ak 32,01
2. Kristján Hauksson ÓL 33,31
3. Kári Jóhannesson AK 34,06
Flokkur 20 ára og eldri
l.SigurgeirSvavarssonÓL 47,07
2. Árni Freyr Antonsson AK 51,07
3. Sigurður Aðalsteinsson AK 52,29
Úrslitin í bikarkeppni vetrarins
Iágu fyrir eftir þessa keppni. í flokki
17-19 ára varð Kristján Ólafur Ólafs-
son bikarmeistari 1991, en í flokki
20 ára og eldri var það Árni Freyr
Antonsson sem hreppti bikarinn. BL
Haglabyssuskotfimi:
Einar kvaddi með sigri
Vertíð haglabyssumanna (skeet) er nú
hafin og um helgina fór fram fyrsta mót
ársins á velli Skotfélags Reykjavflcur í
Leirdal. Skotsambandið sá um móts-
hald og til leiks mætti 21 keppandi frá 4
skotfélögum, frá Reykjavflc, Hafnarfirði,
Suðurlandi og Keflavflc. Þrátt fyrir 27
hnúta vind og mikla slyddu fór mótið
allsæmilega fram.
Sveinn Sigurjónsson úr Skotfélagi
Reykjavíkur var einn þeirra mörgu kepp-
enda sem nú kepptu í fyrsta skipti. Hann
gerði sér lítið fyrir og náði næstbesta ár-
angrinum á mótinu og sigraði f 3. flokki.
í 2. flokki sigraði Hreimur Garðarsson úr
Skotfélagi Suðurlands. Ævar Österby
formaður Skotfélags Suðurlands sigraði
í 1. flokki.
Á mótinu tilkynnti Einar P. Garðarsson
úr Skotfélagi Reykjavíkur að hann hygð-
ist taka sér frí frá æfingum um óákveð-
inn tíma, en Einar er einn af okkar bestu
skotmönnum og er handhafi bikarmeist-
aratitils, ásamt því að hafa oftast sigrað á
skotmótum í haglabyssuskotfimi sl. 2 ár.
Hann er einn örfárra manna sem komist
hafa í meistaraflokk Skotsamabands ís-
lands, en sá árangur er til jafns við að ná
viðmiðun til vals á Ólympíuleika. Einar
sigraði í meistaraflokki á mótinu.
Urslitin á mótinu urðu sem hér segir:
Meistaraflokkur
1. Einar P. Garðarsson SR 23 17 40
1. flokkur
1. Ævar Österby SFS 18 18 36
2. Rafn Halldórsson SÍH 17 17 34
2. Björn Halldórsson SR 16 18 34
2. flokkur
1. Hreimur Garðarsson SFS 17 19 36
2. Jóhannes Jensson SR 15 15 30
3. Cuðbrandur Einarss. SFS 11 16 27
3. flokkur
1. Sveinn Sigurjónsson SR 21 18 39
2. Eyjólfur Oskarsson SR 19 16 35
3. Jón Ámi Þórisson SR 17 14 31
BL